Morgunblaðið - 26.06.1971, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1971
19
— Að marka ..
Framhald af bls. 11.
argerðarinnar, er um þetta efni
fjallar.
„Ár 1866, þann 21. júní átti
byggingarnefndin fund, og voru
allir nefndarinenn mættir (að
fráskildum snikkara J, Jóns-
syni).
Var fyrir tekið, eftir þar til
gefnu tilefni, að skoða Hlíðar-
húsalóðina og útvísa þar stæði
fyrir götur.
Nefndin ákvarðaði, að Hlíðar
húsavegurinn ætti að lengjast
vestureftir í beinni Jínu svo
langt sem Hlíðarhúsalóðin nær
nú fyrst um sinn, að stefna
vegarins verði hagkvæmust frá
Hlíðarhúsum og á milli húss P.
Gíslasonar í Ánanaustum og
Jakobs Steingrímssonar. Álit
þetta styður nefndin einkum við
það tvennt, að með þessari
stefnu virðist fáanlegt hæfilegt
byggingarpláss fyrir neðan veg-
inn, þegar við þarf, án þess að
of mikið sé tekið af túninu, og
með þessari stefnu verði hæg-
ara að lengja veginn á þann
hátt, er æskilegur má virðast,
svo að hann nái út að Eiðs-
granda.
Byggingarnefndin álitur, að
þar eð þessi gata eigi með tim
anuin að verða aðalvegur fram
á Seltjarnarnes og búast megi
við talsverðri umferð á hon-
um, þá veiti ekki af, að vegur-
inn sé af sömu breidd og sá
spotti, sem nú er lagður af veg
inum, eða cirka 7 álnir.
Hvað þvergötur áhrærir á lóð-
inni, álítur byggingamefndin, að
það sé í alla staði hentast, að
þær séu strax markaðar niður
og fastsettar, svo að byggt
verði eftir vissu plani. En bygg
ingarnefndin lætur þess þó get-
ið, að engin þörf sé til nú strax
að leggja þessar þvergötur, þó
þær sé afmarkaðar, lieldur
ætti það að bíða þangað tii lóð-
in er nægilega byggð.
Nefndin ályktar, að tvær þver
götur muni geta nægt frá Hlíð-
arliúsaveginum niður að sjó, hin
austari meðfram Hlíðarliúsabæn
um, vestanvert niður að sjó,
og hin ytri fyrir vestan aust-
asta hjallinn í Mýrarholti. Þess
ar þvergötur þurfa að vera nokk
uð breiðar, svo að byggingar-
stæðin geti skiptzt í stærri heild
ir, sem útilokist frá eldhættu
annars staðar frá, en í þessu
efni ætlar nefndin sér ekki að
taka beinlinis ákvörðun nú sem
stendur, né heldur um brcidd
sjálfra gatnanna.
Nefndin kom saman um að
fela nefndarmönnum, bæjarfull-
trúa H. Jónssyni og snikkara J.
Ásmundssyni að marka götur
þessar nákvæmar og einkenna
breidd og stefnu, svo að þaff
geti veiið sjáanlegt. Svo álítur
nefndin það og rétt hér með að
lýsa þvi yfir, að þeir, sem
byggja tómthús eða önnur hús
á Hlíðarhúsalóðinni, ekki geti
vænzt að fá aðrar götur eða
vegi byggða á bæjarsjóðsins
kostnað, fyrr en að REGLULEG
AR KAUPSTAÐARBYGGING
AR alniennt sé byggðar á þessu
svæði.
Nefndin álítur, að eftirfylgj-
andi reglur eigi að gilda um
óyggingar meðfram Hlíðarhúsa-
veginum:
1. Á austari parti vegarins má
ei byggja nema timburhús,
og skal byrja byggingarnar
sem austast og halda áfram
vestureftir.
2. Á vestari parti vegarins má
byggja bæði moldarhús qg
timburhús, eftir sem byggj
andinn sjálfur óskar, og byrja
bygigingar sem vestast og
lialda áfram austureftir.
3. Engum verða útvísaðar meira
en 30 áln. út til vegarins,
nerna hann með sérlegum
ástæðum sanni, að hann þurfi
meiri lóðar út til vegarins.
Til þess að náð verði reglu-
kemur fram 1869, að Sigurður
\ hefur viljað hlaða upp Skóla-
w' vörðuna, þannig að hún geti orð
f| ið „byrjun til stórkostlegrar
. byggingar og jafnvel fyrir Al-
þingishúsið stóra — í öllu falli
verða þar reistar stærri bygg-
ingar.“ Þetta hefur vissulega
orðið, en að mínu mati ekki í
anda Sigurðar mólara.
í bók Lárusar Sigurbjömsson
ar segir svo: „Tveimur árum
síðar (þ.e. 1871) ræðir hann enn
á félagsfundi Kvöldfélagsins um
skipulag bæjarims og nú um
Tjörnina og bæjarslæðið á
sem ríða þangað. prýða svo
þar og planta skógarrunna,
3. að stofna vagnafélög, þegar
vegir eru komnir, einkum
upp að Lækjarbotnum (það
kostar bráðum lítið),
4. planta skóga hér nærri, svo
að menn geti geng'.ð liéðan
þangað til að hreyfa sig og
og skemmta sér.“
Þannig hélt Sigurður áfram
og benti á sitthvað annað. Af
þessu geta menn séð, að við
þurfum ekki alltaf til útlendra
að sækja. Við getum með sanni
sagt, að hugmyndin um trimm-
ið sé 100 ára gömul og X'unnin
í Reykja-
Frá Vesturgötu 1897
þi’öngu eiðinu milli hennar og
sjávar. Hann gerir skipulagsupp j frá Sigurði málara
drátt af bænum og færir byggð- vik!
ina suður á Melana, sér, að flatn
eskjan allt suður undir Skerja-
fjöi'ð er hið ákjósanlegasta borg
arstæði. Eiðið sjálft vill hann
grafa sundur og hafa skipalægi
legum byggingum, álítur nefnd
in að báðum megin vegarins
eigi að vera til taks svæði hæfi
legt fyrir liúsastæði, og stingur
því upp á, að lóðarstrengur S0
áina breiður meðfram veginum
verði áskilinn við leigumálann
til byggingar. Þar eð nú ekki
er þörf á svo miklu svæði nú
sem stendur tii bygginga, vill
byggingarnefndin fela bæjar-
stjórninni sérstakari ákvörðun í
því efni, að þvi viðbættu, að
byggingarsvæðisins næst bæn-
um muni þurfa mjög bráðlega,
en þar á móti síðar um sjálft
miðbik vegarins, sem einnig
kemur mjög vel heim, þar eð
bæjarsjóðurinn með því getur
liaft lengur not af bezta gras-
landinu.
Nefndiu stingur upp á því, að
mýrin fyrir neðan veginn, sé
skorin fram og þurrkuð upp og
síðar sniátt og smátt útvísuð til
tómt.húsa eða annarra bygg-
inga, og þykist nefndin sjá fram
á það, að með því móti muni
smátt og smátt geta áunnizt að
koma allmörgum byggingum
saman í heild, sem ekki sé kost
bær með tilliti til gatna, vatns-
bóla o.s.frv, og á hinn bóginn
líka veita innbyggjurunum hags
muni, svo sem grennd við
kaupstaðinn, aðgang að uppsátri
sérlega góðu til brúkunar um
vorvertíð m.m. Nefndin álítur
ekki gjöriegt að gera neina uppá
stungu um ALMENNT uppsát-
ursstæði á Hlíðarhúsalóðinni að
svo koinnu, og á sama hátt á-
lítur nefndin, að hún ekki þurfi
að atliuga neitt við það, hvern-
ig túnvellir verði leigðir burtu,
ef bæjarstjórnin gengur inn á
uppástiingui' nefndarinnar að
þvi leyti allt verulegt áhrærir,
og er þessu hér með skotið til
atkvæða bæjarstjórnarinnar.
Byggingarnefndin vill þess ut
an sérílagi leiða athygli bæjar-
stjórnarinnar að þvi, að það
virðist vera mjög nauðsynlegt,
að Hliðarhúsavegurinn verði
lengdur sem fyrst um 561 áln.,
því að það, að vegurinn sé lagð-
ur nú þegar, muni gcta orðið af-
faradrjúgt í mörgu tilliti og
stutt að því, að margav ráðstaf-
anir, sem gjöra þarf að öðrum
kosti, komist á af sjálfu sér,
með því að menn ganga að
vegínum sem vísum en ekki sem
vonarkefli, og þetta er sá eini
vegur, mcð hverjum smátt og
smátt má veita fiskimönnum at
hvarf, i stað þeirra þrengsla,
sem á sjálfri kaupstaðarlóðinni
leiða af framförum kaupstaðar-
ins.“
Að sjálfsögðu er hægt að
brosa að sumu, sem þarna er
fjallað um, einkum hefur mönn-
um orðið tíðrætt um það álit,
sem fram kemur í upphafi bók
unarinnar, að þar sem Hlíðar-
húsavegurinn eigi að verða að-
alvegur fi'am á Seltjarnarnes og
búast megi við talsverðri um-
ferð um hann, muni ekki veita
af, að hann verði 7 álnir á
breidd, þ.e. innan við 4% m.
REYKJAVIK SEM
INGÓLFSBÆR —
SIGURÐUR MÁLARI
Nú víkur sögunni að Sigurði
Guðmundssyni málara (1833—
1874), þeirn fjölhæfa snillingi.
Eitt af því, sem han.n lét sig
miklu skipta var, hvernig efla
mætti Reykjavík og prýða. Þess
um hugmyndum kom hann eink
um á framfæi'i í leynifélagi
reykvískra menntamanrxa, Kvöld
félaginu, sem svo vax- nefnt.
Svo er að sjá, sem félögum
hans hafi ofboðið áhugi Sigurð-
ar á þessum málum. A fundi 6.
apríl 1865 er bókað eftir sr.
Sveini Skúlasyni, sem var einn
félagsmanna, ,,að Sigurður mál-
ari sé orðinn svo mikill Reyk-
víkingur, að hann sjái ekki sól-
ina.“
Þegar haft er í huga, hversu
áberandi Sigui'ður málari var í
bæjarlifinu í Reykjavík, má
furðu gegna, hversu lítt hans
er getið í ýmsum Reykjavíkur-
ritum síðari áratuga. Klemenz
Jónsson, sem var allra manna
fi'óðastur um sögu Reykjavíkur,
lætur hans varla getið i sínu
mikla riti, Sögu Reykjavíkur.
I ævisögu Sigurðar málara eftir
Pál Briem í Andvara 1889, er
hins yegar gerð nokkur grein
fyrir hugmyndum hans urn
skipulag Reykjavíkur en svo
virðist sem það hafi fijótlega
fallið í gieymsku.
A engan mun hallað, þegar
sagt er, að það sé Lárus Sig-
urbjörnsson, sem hafi reizt
„Sigga geni“, eins og kunningj-
arnir kölluðu hann, úr ösku-
stónni. Árið 1954 var gefin út
bók eftir Lárus, Þáttur af S g-
ui'ði málara, þar sem voru þrjár
ritgerðir, er áður höfðú birzt í
Skirni. Efni þessarar ágætu bók
ar verður ekki rakið hér, en
aðeins minnzt á það, sem segir
um skipulagshugmyndir Sig-
urðar málara. Árið 1864 hafði
hann vakið máls á því í Þjóð-
ólfi, að prýða ætti Reykjavík
með líkneski Ingólfs Arnarson-
ar á Arnarhóli í mininingu vænt
anlegrar þúsund ára hátíðar
1874. „Aliir ættjarðarvinir ættu
að kappkosta, að hún geti hald-
ið fullum sónxa sínum, sem Ing
ólfsbær.“
í gerðabók Kvöldfélagsins
við Tjarnarbakkana, austan og
vestan. Næsta ski-efið hefði ver
ið að grafa skipaskurð geghum
Vatnsmýrina, þar sem Einar
Benediktsson skáld vildi síðar
hafa aðalhöfn bæjai'ins“. Má
nærri geta, hversu frábi'ugðin
byggð Reykjavíkur hefði orðið
því, sem nú ei', ef þessar
hugmyndir hefðu náð fram að
ganga. Þá hefðum við ekki haft
nei'nn flugvöll, þar sem nú er,
og þá er víst, að ÖskjuhlíðSn
liti öðruvisi út en nú.
Og Lárus Sigurbjörmsson held
ur áfram: „í skipulagsmálum
var það eitt, að Sigurður vildi
hafa íþi'ótta- og skemmtisvæði
bæjarbúa í Laugardalnum, þar
sem hægt væri að koma upp
fjölbreyttum jurtagróðri við
hverahita." Hefur sú hugmynd
mjög fram komið og á væntan
lega eftir að rætast enn betur á
komandi árum.
Sigurður hugsaði líka fyrir al
memium útivistarsvæðum. Þær
hugrhyndir falla mjög að því,
sem efst er á baugi í dag. í
minnisgreinum, er hann notaði
við fyi'irlestur um skemmtanir
í Reykjavík nefnir hann hvað
eigi að gera Reykvíkingum til
dægrastyttingar, m.a.:
„1. að leggja vegi í allar áttir
frá bænum og velja síðan
2. hentuga staði og fallega, þar
sem auðið er og byggja þar
lítil veitingahús fyrir þá
Þótt margt af þvi, sem brydd
að var upp á i Kvöldfélaginu
næði þroska, verður það ekki
sagt um skipulagshugmyndir
Sigurðar Guðmundssonai'.
Þeirra er raunar hvergi getið
eins og áðxir segir nema í grein
Páls B.riems, fyrr en Lárus Sig
urbjörnsson leiðir Sigurð til
þess öndvegis, sem honum bar.
Sigurður málari vildi eins og
áður er getið grafa upp Tjörn-
ina og gera þar skipalægi. En
það voru fleiri hugmyndir uppi
um Tjörnina á næstu áratug-
um. Tiu árum eftir lát Sigurð-
ar málara barst bæjarstjórn
Reykjavíkur bréf frá Ltiders
múrarameistara, sem var einn
af heiztu „vei'ktökum'1 Reykja-
víkur á þeim árum. Lúdei's ger
ir bæjarstjórninni það tiíboð að
fylla upp Tjörnrna, en setur upp,
klippt og skorið, kr. 7112,50 fyr
ir vei'kið. Þetta hefur tæplega
verið neitt uppátæki þessa
ágæta manns, heldur umrædd
hugmynd i bænum, enda skip-
aði bæjarstjórnin þrjá spreng-
virðulega menn í nefnd til að
fjalla um málið. Hugmyndin hef
ur væntaniega vei’ið sú, að hér
gæti orðið úm að ræða heppi-
legt byggingarsvæði fyrir bæ-
inn. Ekki varð þó úr því, að
Lúders yrði falið þetta mikla
verkefni, en vissulega hefði svip
mót Reykjavíkur orðið tölu-
vert annað, ef tilboði hans hefði
verði tekið.
IESIÐ
LOFTUR HF.
LJÓSMYNDASTOFA
tngóifsstrœti 6.
Pantið tima f sims 14772.
hia era axutunga- \
l takmafkaiár i vejum
DflCIEGD
Kjarvalsmálverk
Úrvals ÞingvaJumynd 110x115 til sölu.
Þeir, sem hafa áhuga vinsamlega leggi nöfn og símanúmer
á afgr. Mbl. fyrir þriðjudagskvöld, merkt: ..Málverk — 7940".
KANADA
HALIFAX
M.s. Selfoss fermir vörur í Halifax, Nova Scotia 16. ágúst 1971
til íslancls.
Viðskiptavinir Eimskipafélagsins eru vinsamlegast beðnir að til-
kynna vörusendingar tii umboðsmanna félagsins í Halifax,
F. K. Warren Ltd. '
3 Duke Street,
Halifax,
Símnefni WARREN
eða til flutningsdeildar Eimskipafélagsins í Reykjavík.
Viðkomur í Halifax eftir Selfoss, verða ákveðnar síðar.
Il.f. Eimskipafélag íslands.