Morgunblaðið - 26.06.1971, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚNl 1971
gera ekki bob á undan sér.
„Öryggisbeltin björg-
uðu lífi okkaru
sögðu Vestmannacyingarnir
sem lentu í bílveltu í Öxnadal
Öryggisbelti lalin hafa
bjargað frá stórslysi
— Vi3 lentum í lausamöl og það
skipti engum togum, að bíllinn valt
þarna a' veginum. Þetta varð svo
snöggt, aö við áttuðum okkur ekki
á því, sem gerðist, fyrr en við vor-
um í þann veginn að steypast nið-
ur á brotin úr framrúðunni, þar sem
bíllinn stóð upp á framendann utan
í vegarbrúninni. Við hefðum alveg
eins getað kastazt út og lent undir
bílnum, því framrúðan mun hafa far-
ið úr að mestu, áður en bíllinn fór
út af. Þá hefði ekki verið að sökum
að spyrja.
— En allt í einu rykktu öryggis-
beltin í, og við héngum í þeim í
lausu lofti. Þau björguðu okkur
áreiðanlega frá bráðum bana eða að
minnsta kosti frá stórslysi.
Mbl. 21/8 70.
Hjónin sátu með spennt öryggis-
belti yfir um sig, og töldu þeir, sem
að komu á slysstaðinn að það hefði
tvímælalaust bjargað þeim frá al-
varlegri meiðslum.
Vísir. 5/9 70.
• Með notkun öryggisbelta má koma í veg fyrir
8 af hverjum 10 meiriháttar meiðslum og 4 af
hverjum 10 minniháttar meiðslum, er umferðarslys
verður.
• Könnun,er fór fram í Danmörku, leiddi í Ijós,
að af 53,er létuzt í umferðarslysum hefðu 38
lifað, ef þeir hefðu notað öryggisbelti.
• Öryggisbelti þola 3ja tonna átak, en það
samsvarar því átaki, sem verður þegar ekið er
með 60 km. hraða á steinvegg.
• Það tekur aðeins 5—10 sekúndur að spenna
beltið, og nieð einu handtaki losið þér það aftur.
SPENNIÐ BELTIÐ STRAX í DAG, Á MORGUN
GETUR ÞAÐ VERIÐ 0F SEINT.
UMFERDARRÁD