Morgunblaðið - 28.07.1971, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 1971
Kristján Albertsson:
HIRÐ KRÚSJEFFS Á ÍSLANDI
StefMiyfirlv^infif vinstri stjórn-
arínnar hefnr vakið upp í hiiff-
um margra spurniiigiina um það,
hvað gerast mundi, ef ísland
yrði varnarlaust og hvort og
hvernig Sovétríkin nmndu
vinna að því að efla áhrif
sin iiér á landi. Kristján Alberts-
son, gerði þessi mál að umtals-
efni i athygiisverðri gprein, sem
liann skrifaði í Morgunhlað-
ið li'nn 20. júní J959. Þótt rúm
ur áratugiir sé liðinn frá því að
grelnin var skrifuð á hún þó er-
indi tii fólks enn í dag. Af þess-
um ástapðum birtir Morgunhlað
ið grein Kristjáns Albertssonar,
„Hirð Krúsjeffs á fslandi". Eins
og fyrirsögnin gefur til kynna
var Krúsjeff í þá tíð valdamesti
maður Sovétríkjanna.
1.
I mjög markverðri ritgerð
um „Hirð Hákonar gamla á ís-
iandi" eftir Jón Jóhaninesson,
s'em prentuð er í öðru bindi af
„íslendingasögu“ hans, er gerð
grein fyrir því hvernig það varð
meginorsök að endalokum hins
forna lýðveldis, að íslendingar
som utan fóru gengu Noregskon
ungum á hönd. Þannig gerðust
Gizur Þorvaldsson, Þórður kak-
ali, Þorgils skarði og fleiri skut-
ilsveinar Hákonar gamla. Sú
nafnbót hljómar ekki glsesilega i
eyrum nútimamanna, en táknaði
þö virðingastöðu í hirð konungs.
Úm þessa handgengnu mernn
Noregskonungs skrifar Jón Jó-
hannesson:
„Þeim þótti sæmdarauki að
vera konungsmenn, hirðmenn.
En þótt þeir hefðu svarið Nor-
egskonungi trúnaðareiða, nutu
þeir allra réttinda heima á Is-
landi, gátu jafnvel farið með goð
orð . . . Hinir handgengnu menn
hlutu að verða hættulegir sjálf-
stæði þjóðarinnar fyrr eða siðar.
Þeir sköpuðu konungi bæði tæki
og tækifæri til þess að skipta
sér af málefnum íslendinga. Þeir
voru skyldir til að reka erindi
konungs eftir skipun hans og
gæta hagsmuna hans í hvívetna
. . . Sannaðist á þeim, að örðugt
er tveimur herrum að þjóna . . .
Hættulegastir urðu hinir hand-
gengnu menn þó, ef hagsmunir
þeirra og konungs fóru að ein-
hverju leyti saman, og þann
streng kunni Hákon konungur
gamli vel að stilla . . . Sam-
kvæmt hirðlögum hafði sá mað-
ur, er sveik herra sinn, fyrir-
gert fé og friði . . „Kon-uinigs-
garður var rúmur inngöngu, en
þröngur útgöngu. Þeir sem gerzt.
höfðu konungi handgengnir,
voru ekki algerlega sjálfráðir
og áttu örðugt með að losna úr
netinu. Þeir máttu ekki fara frá
hirðinni nema í orlofi konungs.
Því síður máttu þeir fara orlofs-
laust til íslands. Konungur ...
gat stefnt hinum handgengnu ís-
lendingum til Noregs, hvenær
sem honum þóknaðist, enda gerði
hann það óspart.“
Jón Jóhannesson segir að
handgengnir íslendingar hafi sum
ir hverjir rækt lítt skyldur sín-
ar við norska konungsvaldið, og
sumir þeirra alls ékki, eins og
Snorri Sturluson, enda varð það
honum að fjörtjóni. Um Gizur
jarl segir Jón Jóhánnesson:
„Saga Gizurar er raunasaga.
Hánn . átti að lokum um tvo
kosti að velja og hvorugan góð-
an: að svíkja þjóð sína eða
svíkja konung. Hann tók fyrri
kostinn, orðinn brotinn maður,
sem fáir gátu lengur treyst til
hlítar."
2.
Nú er svo komið, öðru sinni 1
sögu Islands, að valdamenn hér
á landi hafa gerzt handgengnir
menn útlends valds; Við vitum
ekki hvað þeir kunna að kallast
á kurteisu máli í innstu herbúð-
um í Moskvu, að hve miklu leyti
titlar þeirra kuinina að svara til
nafnbótar skutilsvéina eða
lendra manna. Það skiptir engu.
Þeir eru vafalítið með ein-
hverju móti svarnir trúnaðar-
menn heimskommúnismans, því
þeir eru erindrekar hans og um
boðsmenn á Islandi. Það er á
engan hátt farið leynt með þess-
ar stöður þeirra.
Rússar virðast geta stefnt
þeim til Moskvu, hvenær sem
þeim sýnist, og þeir gera það
óspart. Sérstaklega var þetta
áberandi meðan kommúnistar
áttu síðast menn i ríkisstjórn Is-
lands. Þá mátti heita að foringj-
ar þeirra og ráðherrar væru á
hverju misseri í Moskvu til
skrafs og ráðagerða. Engum gat
dulizt að þeir sköpuðu Moskvu-
valdinu tækifæri til þess að
skipta sér af málefnum Islands.
Og það sem heimskommúnisman-
Kristján Albertsson
um fyrst og íremst er hugleik-
ið í bili eru áhrif á skipti okk-
ar við umheiminn, sem líkleg
séu til þess að spilla vinfengi
okkar og samvinnu við þjóðir
hins frjálsa heims. 1 þessu efni
hefur hirðinni á íslandi orðið
mikið ágengt.
Hirðin á fastan fulltrúa á
fiokksþingum kommúnista í
Moskvu. Auk þess eru hirð-
menn i stöðugum heimboðum
austur, oft mánuðum saman,
stundum með fjölskyldur sínar.
Það hefur hvað eftir annað
sannazt, að kommúnistaforingjar
frá löndum hins frjálsa heims,
eru ekki sjálfráðir þegar komið
er austur fyrir járntjald, þeir
eiga á hættu að vera kyrrsettir
mánuðum eða árum samam, sumir
koma aldrei aftur, hverfa — eitt
hvað langt út í austrið. Núver-
andi foringjar kommúnista á fs-
landi virðast allir hafa verið svo
auðsveipir, að þeir fengu æv-
inlega að fara aftur til Islands.
„Konungsgarður" reyndist þeim
ævimlega jafnrúmuir útgöngu sem
inngöngu. Hvort það er fagur
vitnisburður skal látið ósagt.
Mér hefur þráfaldlega skilizt
á meinlausu fólki, að það væri
ekki háttvíst að taka of mikið
eftir eilífu rápi islenzkra komm-
únistaforsprakka til Moskvu —
að minnsta kosti sjálfsögð
kurteisi að tala sem minnst um
það. Bent er á að Bandaríkin
bjóði lika íslendingum heim, og
þýki ekki umtalsvert. Slík rök
eru eitt af mörgum dæmum um
pólitíská værugirni, sljóskyggni
og grautarheilahátt á Islandi.
Þegar Bandaríkin bjóða ís-
lenzkum forustumönnum að
kynna sér menningarlíf og fram
leiðsluhætti þar vestra þá á það
auðvitað ekkert skylt við
skemmtiferðir íslenzkra komm-
únistaforingja ár eftir ár fram
og aftur um gjörvallan kommún
istískan heim, eða langdvalir
þeirra, svo og eiginkvenna
þeirra og barna, á svokölluðum
hvíldarheimilum, dýrindishöllum
við Svartahafið og annars stað-
ar. Hvenær hafa Bandaríkin boð
ið íslenzkum stjórnmálaforingj-
um langdvalir á sinn kostnað á
hótelum, t. d. i Florida?
Og hvað myndi sagt verða ef
íslenzkir foringjar sætu flokks-
þing demókrata eða repúblik-
ana í Bandaríkjunum?
Þegar hins vegar íslenzkur
kommúnistaforingi er fram und-
ir þriðja mánuð á skemmtiferð
um Kina, Rússland og önnur
lönd austan járntjalds, með fjöl-
skyldu sína, og auðvitað ekki á
eigin kostnað, er þá furða þó að
spurt sé: Fyrir hvað er verið að
borga honum — eða að minnsta
kosti: Til hvers er ætlazt af hoon-
um? Eru íslenzkir hirðmenn
frjálsir gagnvart því valdi, sem
svo mjög leggur sig í fram-
króka um að gera þá háða sér?
Ég fæ ekki með nokkru móti
séð, hvernig við ættum að kom-
ast hjá því að spyrja slíkra
spurninga — ef við ætlum ekki
að fljóta sofandi að feigðarósi.
Líklegt getur það ekki talizt,
að til yrði íslenzk þjóð, sem und
ir því heiti gæti risið, nokkrum
áratugum eftir að hirð rússnesks
þjóðhöfðingja á íslandi hefði
komið vilja sínum fram.
S.
Getur hún komið vilja sínum
fram?
Kommúnistar á Islandi eru
mjög sundurleitur og ruglaður
hópur, eftir allar aðfarir forust-
unnar í Moskvu og Peking; sum-
ir þeirra vita enn, eða þykjast
vita, hvað þeir vilja, aðrir síður;
og þeir sem halda sig vita hvað
þeir vilja — vilja vafalaust ekki
allir það sama. I orði kveðnu
ættu þeir allir að vera bylting-
armenn, en margir eru það að-
eins í orði kveðnu, fylgja
flokknum af vana frá æskuár-
um, og nú orðið í þeirri öruggu
von, að ekki komi til stórræða,
við séum langt fyrir vestan
tjald ekkert að óttast.
En hvað mun þá um foringj-
ana, hinn „harða kjarna", sjálfa
hirðina? Margir segja að þetta
séu allt beztu menn, ótal kost-
um prýddir. Því ekki það?
Gizur Þorvaldsson hefur vafalít
ið verið af mörgum talinn
vænsti maður, og vel viti bor-
inn. En hann hafði rétt Noregs-
konungi litla fingurinn — og
Hákon gamli tók alla höndina.
Eru íslenzkir hirðmenn rauða
zarsins þess umkomnir að sjá við
slungnustu stjórnvitringum
heimskommúnismans — standast
áhrif þeirra? Það virðist leyfi-
legt að efast um það.
Sumir telja að margir þeirra
séu fyrir löngu orðnir sæmilega
ábyrgir umbótamenn í hjarta
sínu, þótt þeir vilji ekki kasta
kommúnistaheitinu; að þeim
þyki auk þess mikið í munni að
vera í makki við eitt af stór-
veldum heims — eða eins og Jón
Jóhannesson sagði um höfðingj-
ana á Sturlungaöld: „sæmdar-
auki“ að vera hirðmenn.
Ég skal ekki reyna að dæma
um það, hvað satt kunni að vera
í þessum skoðunum. Hirðmenn
Hákonar gamla reyndust mis-
jafnlega fúsir á að reka erindi
hans á íslandi - og vera má að
svipað sé um hina rauðu hirð-
menn á okkar dögum.
En þeir eiga allir eftir að
hverfa af sviðinu, og aðrir að
taka við. Hverjir vitum við
ekki.
Það er ekki ætlun mín að gera
neinum sérstökum íslenzkum
kommúnista'foringja öðrum frem
ur, þær getsakir, að hann vilji
vitandi vits svíkja ísland í hend
ur Rússa þó að hið nána sam-
band þeirra við Moskvu hljóti
hins vegar að vekja tortryggni
í hverju íslenzku brjósti, sem
vill að Island haldi áfram að
vera til. Við getum ekki borið
traust til þeirra.
Mergurinn málsins er sá, að
komrnúnisminn seilist markvisst
og af öllum mætti til heimsyfir-
ráða, og svífst einskis. Og þessu
valdi hafa íslenzkir menn geng-
ið á hönd. Hér er starfrækt
fimmta herdeild heimskommún-
isanamis, og meðan svo er verð-
um við að horfast í augu við
hættuna — hverjir sem þá og
þá að nafni til éru foringjar
>eirrar herdeildar á Islandi.
Yfiirstjóm hemmar situir ekfci
hér á landi, og er s'kipuð mönn-
um sem stendur nákvæmlega al-
gerlega á sama um, hvort til er
íslenzk þjóð eða ekki.
4.
Kommúnistar á íslandi gætu
gert byltingu ef þeir hefðu feng-
ið skipun um það og þar með
tryggingu fyrir því að eiga bak
hjarl í erlendum her. Bylting
þeirra yrði valdrán minnihluta,
sem tekizt hefði að smygla ein-
hverjum vopnum inn í landið, og
henti sér yfir eigur og stöður
allra annara manna, og gerðist
„hin nýja stétt“, með öllum henn
ar forréttindum. Fáum eða eng-
um væri auðið að flýja land,
skip kæmu ekki til landsins
nema úr Austurvegi. Þegar öll
hin kommúnistíska viðurstyggð
hefði náð vissu hámarki, myndi
fólkið rumska til andmæla —
eða verða séð um einhverjar
óeirðir. Og þá myndi verða beð
ið um aðstoð erlends hers
til þess að bæla niður hina „fas-
istísku“ gagnbyltingu. Mér er
óskiljanlegt að Rússar myndu
neita um slíka hjálp. Og þeir
myndu aldrei fara aftur heim —
aldrei skilja vinina á íslandi eft
ir varnarlausa gegn „fasistum".
Landið yrði smám saman
rússnesk herskipa- og veiðistöð.
Og sennilega yrði breytt um
nafn á því.
Það verður að teljast ólíklegt
að heppilegt þætti að þetta ey-
land á útjaðri kommúnistaheims-
ins héldi áfram að vera bvggt
ótryggu fólki af norrænum
stofni, með forna menningu og
þótta í blóðinu. Þvi ekki að
flytja íslendinga burt, úr því
þeir væru ekki fleiri —- hreinsa
Reykjavik og aðra bæi að mestu,
senda þangað rússneskt fólk i
staðinn, skýra bæinn upp og
landið líka? Þá væri það mál
lieyst um aldur og ævi,
Rússar og Pólverjar sögðu
milljónum manna í austurhéruð-
um Þýzkalands að hypja sig burt
eftir síðustu styrjöld skilja
heimili sín og allar eigur eftir og
labba af stað eftir þjóðvegun-
um vestur á bóginn, á náðir
landa sinna. Borgirnar voru
skirðar upp. Fornfrægur þýzkur
menningarbær eins og Königs-
berg, þar sem Kant hafði búið
allan sinn aldur, heitir nú Kal-
iininigrad. Á sama hátt gæfci
Reykjavik einhvern tírna hlotið t.
d. mafinið Krúsjeffigrad. Hvað mum
aði Rússa um að flytja alla Is-
lendinga burt af landinu? Þeir
gætu aMir feragið atvimmu við
námugröft og skógarhögg í
Síberíu. Atvinnuleysi þekkist
ekki i Ráðstjórnarríkjunum —
fyrir því höfum við margendur-
tekin orð islenzkra hirðmanna.
En nú mun einhver segja:
Þjóðverjar höfðu verið óvinir
Rússa — en við höfum aldrei
gert þeim neitt. Þá er mér spurn:
Höfðu baltnesiku ríkin gert nokk
uð á hluta Rússa? Og hvað væru
íslendingar orðnir, eftir að hafa
sýnt lit á þvi að þybbast gegn
því að land þeirra yrði gert að
kommúniiistís'ku heilvíti? Auðviitað
mundu þeir verða taldir óvinir
Rússa.
Aðrir munu segja: Ekki
myndu Rússar senda her til Is-
lands meðan hér væri banda
rískt varnarlið. Af því hlytist
stórveldastríð, og hver veit
hvað. Og ekki er líklegt að Is-
land þyki þess virði á friðartím-
um.
En ætlast menn þá til þess,
að hér verði amerískt varnarlið
um aldur og ævi ?
Ég veit ekki til þess að neinn
óski þess.
Þess vegna verðum við að
óska þess að kommúnistaflokk-
ur Islands visni upp og verði
smám saman að engu.
Þeir seja vilja breytingar á
þjóðskipulaginu, meiri eða
minni, verða að skipa sér í
flokka, sem ekki eru í nánum
tengslum við ásælið erlent vald
— enginn veit hve nántim eða
sterkum.
Hirð Krúsjeffs ' á Isdandi er
blygðunarlaus storkun gegn til-
veru íslenzkrar þjóðar.
Blaðburðorbörn óskast
í Ytri-Njarðvík.
Upplýsingar í síma 1565.
SltwgMttfrlftfyft
Staða lektors
víð lagadeild Háskóla Is'ands er laus til umsóknar.
Laun samkvæmt 25. laui.affokki.
Umsóknir. ásamt upplýsingum um menntun og starfsreynslu,
sendist menntamálaráuneytinu fyrir 26. ágúst 1971.
Menntamálaráðuneytið,
26. júlí 1971,
HALLÓ
Frá Lillu h.f. Víðimel 64
HALLÓ
Buxnadress í úrvali. Stakar siðbuxur frá 300 kr., og toppar,
ermalausir og með ermum. Stuttir og síðír kjólar. Kjólatau
á 100 kr, meterinn, Fugiabúr á 750 kr. Sólgleraugu á 100
kr. Rennilásar í úrvali á 10 kr., og margt margt fleira.
Séni 15146.
NÆRFATAVERKSMIDJAN LfLLA
Viðimef 64
Bífastaeði.