Morgunblaðið - 11.08.1971, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 11.08.1971, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1971 5 Fegrum borgina með sameiginlegu átaki Rætt við Gunnar Helgason, formann fegrunarnefndar Reykjavíkur Fegrunarnefnd Reykjavik- ur hefur ákveðið, eins og til kynnt hefur verið að efna til fegrunarviku í borginni dag- ana 9. til 15. ágúst. Er vikan sérstaklega ákveðin með til- liti til 185 ára afmælis Reykja víkurborgar, sem er 18. ágúst n.k. 1 tilefni þessa sneri Morg- u.nblaðið sér til Gunnars Helgasonar, form. fegrunar- nefndar, og spurði hann um titgang og tilhögun fegrunar- vikunnar. — Tilgangur fegrunarvik unnar er fyrst og fremst sá að vekja athygli borgarbúa á þýðingu fegrunarmálanna frá menningar-, heilbrigðis- og fé- lagslegu sjónarmiði og fá sem flesta borgarbúa til sameigin legs átaks til að fegra og bæta umhverfi sitt. Ég álit að stórt átak hafi verið gert á þessu sviði á síðari árum, bæði af einstaklingum, fyrir tækjum og opinberum stofn- unum, en óneitanlega maetti víða gera enn betur og sums staðar er verulegra úrbóta þörf. Og þar sem svo er, von- umst við til í fegrunarnefnd, að þar verði tekið til hendi, svo að borgin okkar megi skarta sínu fegursta á 185. af mælisdaginn. — Nefndin efndi til fegrun arviku fyrir tveimur árum. Hvernig voru undirtektir fóLks þá? — Sérstaklega góðar. Það má fullyrða, að þúsmidir Reykvíkinga hafi þá lagt hönd á pióginn með því að snyrta hús sín og garða og mörg félagasamtök tóku virk an þátt í starfinu á ýmsan hátt m.a. með þvi að snyrta og hreinsa ákveð'n svæði í eða við borgina. Það var margra manna mál, að borgin hefði þá tekið 'veruiegum stakkaskiptum og eins vonum við að verða muni nú. — Hvaða undirbúning hef- ur nefndin aðallega haft í sambandi við fegrunarvik- una? Við höfum í fyrsta lagi haft samband við tugi félaga og samtök, sem likleg eru til að sýna þessum málum skiln- ing og velvilja. Hafa undir- tektir þeirra undantekningar laust verið góðar og þau á ýmsan hátt veitt málinu stuðning beint eða óbeint bæði með bréfaskriftum og viðtölum við félaga sina og nú í vikunni vonumst við til þess að hljóta ennþá méiri stuðning frá ýmsum félögum líkt og var 1969, er fegrunar vika vaj- haldin. Mun fegrun- arnefndin hafa samband við þessi félög og samtök með það fyrir augum að skipu- leggja starfið og athuga á hvern hátt helzt er hægt að ná árangri. Þá hefur nefndin haft sam- band bréfiega eða munnlega við mjög marga einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir og bent á ýmis atriði, sem hún hefur talið að betur mættu fara og óskað eftir að ráðin yrði bót á. Hafa flestir þess- ara aðila brugðizt vel við og lagfært það sem á var bent. Fegrunarnefndin hefur átt góða samvinnu við fræðslu- stjórann í Reykjavík og skrif stofu hans með það fyrir aug um að auka skilning barna og unglinga á þessum málum. Var m.a. efnt til ritgerðasam- keppni í barnaskólum borgar innar á sl. vori um fegrunar- málin. Ráðgert er að veita einhverja viðurkenningu fyr ir beztu ritgerðirnar nú í lok fegrunarvikunnar. Þá mun hreinsunardeild gatnamálastjóra aðstoða borg arbúa í fegrunarvikunni við að fjarlægja rusl af lóðum, ef þess er óskað. — Fegrunarnefndin hefur undanfarin ár valið falleg- ustu götu borgarinnar og veitt nokkrum fyrirtaíkjum og stofnunum sérstaka viður- kenningu fyrir góða um- gengni og snyrtilegt útllt mannvirkja og athafnasvæði. Verður slikt ekki gert nú? — Jú, nefndin hefur siðan hún hóf starfsemi sína 1967 á hverju sumri bent á, að hennar dómi, fallegustu götu eða götur borgarinn ar og eins veitt nokkrum fyr irtækjum viðurkenningu fyr- ir gott útlit húsa og annarra athafnasvæða. Eins mun verða gert nú og mun sér- stök nefnd, sem er á vegum fegrunarnefndar, gera til- lögu um þessa viðurkenningu að fegrunarviku lokinni. Þá fór stjórn Arkitektafélags ís- lands þess á leit við fjóra fé- laga sina, að þeir bentu á nokkur mannvirki og lóðir umhverfis þau, sem að þeirra dómi væru verð viðurkenn- ingar fyrir snyrtimennsku og gott útlit. Verður þeim aðil um einnig veitt viðurkenning að fegrunarvikunni lokinni. Ég vil taka fram að skrif- stöfa fegrunarnefndar í Skúlatúni 2 verður opin alla daga meðan fegrunarvikan stendur yfir og eru þeir borg arbúar, sem vilja koma með ábendingar og tillögur i sam- bamdi við fegrunarvikuna og fegrunarmálin almennt beðn ir um að hafa samband við skrifstofuna, sem mun gefa upplýsingar og veita aðstoð eftir föngum. Umsjónarmaður fegrunarvikunnar er Árni Árnason, en einnig geta borg- arbúar haft samband við framkvæmdastjóra nefndar- innar, Hafliða Jónsson, garð yrkjustjóra og Pétur Hannes- son, fulltrúa í hreinsunar- deild gatnamálastjóra. Ég vil svo segja það að lokum, að við í fegrunar nefndinni höfum frá upphafi gert okkur grein fyrir því, að við fáum litlu áorkað í fegr- unarmálunum nema með að- stoð og ríkum skilningi Reyk vikinga fyrir þessum málum. Vil viljum með starfi okk- ar leitast við að sameina sem flesta aðila til átaka fyrir þessi mál með það að tak- marki, að gera Reykjavik að fyrirmyndar borg í þessu efni, okkur Reykvíikingum öil um til gagns og ánægju.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.