Morgunblaðið - 11.08.1971, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 11.08.1971, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1971 Útgafandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkveemdastjóri Haraldur Sveinsson. Rilstjórar Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Ritatjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritatjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, simi 10-100 Auglýsingar Aðalstræti 6, simi 22-4-80. Áskriftargjald 195,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 12,00 kr. eintakið. HÆKKUN TRYGGINGABÓTA F’ins og kunnugt er sam- þykkti síðasta alþingi tals verða hækkun tryggingabóta, og skyldi sú hækkun taka gildi 1. jan. n. k., en á fjár- lögum yfirstandandi árs var að sjálfsögðu ekki gert ráð fyrir þessum auknu útgjöld- um. Þegar þessi breyting var samþykkt, lá heldur ekki fyrir hvernig staða ríkissjóðs mundi verða síðari hluta árs- ins, og því var ekki talið unnt á því stigi að ákveða gildis- töku laganna, fyrr en ný fjár- lög yrðu samþykkt. Nú er komið í Ijós, að staða ríkissjóðs er mun betri en menn gerðu ráð fyrir, og þess vegna var unnt að flýta gild- istöku laganna um nokkra mánuði, án þess að gera sér- stakar ráðstafanir til fjár- öflunar. Það var rétt ákvörðun af hálfu ríkisstjómarinnar að láta hækkun tryggingabóta sitja fyrir öllum öðrum fjár- útlátum. Lög um þá hækkun höfðu þegar verið samþykkt og sjálfsagt að láta þau koma til framkvæmda eins fljótt og frekast var unnt af fjárhagsástæðum. Um þetta atriði eru allir sammála og ánægjulegt, að fjárhagur ríkissjóðs skuli gera kleift að flýta þessum hækkunum, því að víða skortir á að trygg- ingabætur séu nægilegar. Hér í blaðinu hefur marg sinnis verið á það bent, að ekki væri nægilega vel búið að eldra fólki. Hækkun trygg ingabótanna bætir þar nokk- uð um, en þó þarf miklu meira að gera til þess að tryggja hag þeirra, sem lok- ið hafa löngu og erfiðu ævi- starfi. Útgjöld til trygginga- mála eru að vísu þegar orð- in mjög há, en að ýmsu leyti mætti hugsa sér breytingar þannig, að þeir, sem raun- verulega þurfa á aðstoð að halda, fái hana í nægilega ríkum mæli, en ekki sé verið að greiða fé til þeirra, sem ekki þurfa á hjálp hins opin- bera að halda. Tryggingabætur til hinna öldruðu nægja þó ekki, held- ur þarf að gera stórátak til að tryggja húsnæðisaðstöðu fyrir gamla fólkið. Raunar vinna margir aðilar þegar að þessu verkefni, en skortur á aðstöðu fyrir hina öldruðu er svo mikill, að miklu meira þarf að gera í þessu efni á næstu árum en hingað til hefur verið talið unnt. Landgrunnið 1 undirbúningsfundinum, ** sem nú er haldinn fyrir hafréttarráðstefnuna árið 1973, eru málin að skýrast og ljóst virðist nú, að stór- veldin hyggist mæla með 12 mílna fiskveiðilögsögu, að vísu með einhverjum undan- tekningum. Hins vegar hafa stórveldin sjálf lýst yfir eign- arhaldi sínu á öllu landgrunn inu undan ströndum viðkom- andi ríkja og telja sig hafa einkaréttinn til hagnýtingar þeirra auðæfa, sem þar kunna að finnast. Bandaríska stórblaðið The New York Times lét í ljós það álit í ritstjórnargrein fyrir nokkrum mánuðum, að yfir- lýsing Trumans Bandaríkja- forseta árið 1945 um eignar- rétt Bandaríkjanna að öllu landgrunninu hlyti að leiða til þess, að kröfumar um eignarrétt strandríkja að hafinu yfir landgrunni næðu fyrr eða síðar fram að ganga. Auðvitað er engin rök hægt að færi fram fyrir því, að strandríkin eigi hafsbotninn, en hins vegar ekki auðæfi þau, sem felast í hafinu yfir landgrunninu. Það er því laukrétt ályktun, að frum- kvæði Bandaríkjamanna, þeg ar þeir lýstu yfir eignarhaldi á landgrunni sínu, hafi mjög styrkt þann málstað, sem við Íslendingar berjumst fyrir. Þess er líka að gæta, að mikils er um vert að við skyldum þegar árið 1948 setja löggjöf um vísindalega verndun fiskimiða land- grunnsins og lýsa þar með yfir eignarhaldi okkar á haf- inu undan ströndum Banda- yfirlýsing var sama eðlis og sú, sem Bandaríkjaforseti gaf árið 1945. Ef hann gat lýst yfir eignarhaldi að landgrunn inu undan ströndum Banda- ríkjanna, gátum við að sjálf- sögðu líka lýst yfir okkar eignarhaldi að auðæfum okk- ar landgrunns og hafsins yfir því. Við íslendingar höfum ætíð sótt mál okkar að lög- um og munum vonandi gera, og þá verður löggjöfin frá 1948 okkur mikils virði, því að hún er nú senn aldarfjórð- ungs gömul. En fyrst og síð- ast hljótum við að undir- strika, hve hróplegt ósam- ræmi er í stefnu stórveld- anna, sem sjálf eigna sér landgrunnið, en ætla að meina okkur hagnýtingu auðæfanna yfir okkar land- grunni. Rök okkar í þessu efni hljóta allir að skilja, eins og raunar kemur fram í áðurnefndri ritstjómargrein í hinu merka bandaríska stór- blaði. Veg-g-ir gamalla húsa eru sums staðar notaðir til að mynda múrinn. Á þessum stað var Bernd Lúnser skotinn sama haustið og múrinn var reistur. Ljósm. j.h.a. Berlínarmúrinn 10 ára Gengið um Vestur-Berlín og hugað að aldarf jórðungs sögu eftir Jón Hnef il Aðalsteinsson Berlín er sú kvika síðustu heimsstyrjaldar, sem lengst helzt opin. Enn, 26 ár frá styrj- aldarlokum, koma aðilar sam- an til funda til að freista þess að leysa Berlínarvandamálið svonefnda, og það er kannski helzt nú í sumar, sem nokkur bjartsýni ríkir um að lausnar megi vænta, sem aðilar geti sætt sig við. Er þó allt á huldu um í hverju sú lausn gæti ver- ið fólgin. Hér verður ekki gerð til- raun til að grafast fyrir ræt- ur Berlinarvandamálsins, held ur lýst í stuttu máli þvi, sem fyrir augu bar í Berlín í nokk- urra daga dvöl nú snemmsum- ars. Að sjálfsögðu hlýtur frá- sögnin að fléttast söguleg- um þáttum, því að víða í Berlín talar sagan einkar skýrt til ferðamannsins. Einn- ig er torvelt að gera sér grein fyrir núverandi stöðu Berlínar og því, sem þar er að gerast, nema hliðsjón sé höfð af sögu- legum aðdraganda síðasta aid- arfjórðungs. Berlínarmúrinn er augum ferðamannsins fyrsta ásteyting arefni. Grár og flausturslega hlaðinn hlykkjast hann óreglu lega þvert í gegnum borgina, fjörutíu og þriggja kílómetra leið. Ég geng fram með múrnuim um stund. Víðast hvar er hann byggður úr löngum steypusteinum, sem ætlaðir voru til húsagerðar, en sums staðar mynda veggir gamalla húsa múrinn og á einum stað hefur verið múrað upp í hús- dyr og glugga, þegar borgar- hverfin voru aðskilin á þenn- an hátt. Vestan megin múrsins má sjá minnismerki um þá, sem látizt hafa á leið vestur yfir. Krossar hafa verið reistir á staðnum þar sem þeir voru skotnir og á þá er letrað fæð- ingar- og dánardægur. Auka þær minjar mjög á ömurleik þessa mannvirkis. Útsýnispallar hafa verið reistir sums staðar vestanmeg- in múrsins. Á þeim pöllum stóðu íbúar Vestur-Berlinar og grétu, eftir að múrinn var gerð ur, en hann hefur nú um tiu ára skeið aðskilið frændur og vini í Austur- og Vestur- Berlín. Af þessum útsýnispöll- um má sjá, hvemig umhorfs er í næsta nágrenni austan múrs ins. Er þar autt svæði nokk- urra metra breitt, nema hvað komið er fyrir tveimur röðum rammbyggilegra járnkrossa, er gera ókleift hverju farartæki, sem fer með jörðu, að nálgast múrinn austanfrá. Auðar sand flatir eru á milli jámkrossa- raðanna og eins báðum megin við þá, en á þeim slóðum mun UR HAND- RAÐANUM KOMMAGRÝLAN DAUÐ. VÍST ER HÚN DAUÐ. Alþýðubandalagið, sá flokkur, sem ætíð hefur verið svo uppfuillur af ósam- lyndi og klofningi, að hann er nú nefnd- ur í daglegu tali Alþýðubanda-lagleysan, kleif nú fyrir kosningar þritugan ham- arinn til að sannfæra fólkið í landinu utn að flokksmenn væru hættir að vera kommar og yrðu nú og framvegis kratar. Sumir þeirra létu meira að segja fylgja sögunni að þeir yrðu heldur ekki komm- ar að kosningum loknum. Þeir blessað- ir menn, sem lögðu trúnað á þessar yfiriýsingar, glöddust í hjarta sinu og sagði hver við annan að nú myndi lagleysan líklega ætla að ala það stein- barn, sem hún hefði gengið með svo langt fram yfir tímann. „Já, hve tím- arnir breytast og mennirnir með,“ sagði maður, sem staðið hafði vörð um lýð- ræðið 1949. „Kannski segja þeir satt, að þeir hafi aldrei verið kommar. Hvem- ig ætli þetta hafi verið með Stalin — ætli þessu hafi líka verið logið á hann — nei fjandakornið." Og meðan menn töluðu þannig sín á milli ellegar velfcu þessum tíðindum fyrir sér í einrúmi, var Alþýðubanda-lagleysan enn að kynna sig í sjónvarpi. „Já,“ sagði hún þar, „gamla kommagrýlan er ekki aðeins dauð, kurl hennar eru öll til graf- ar komin." Við þessa athugasemd komu í hug manna öll þessi hættulegu úr- gangsefni, sem alitaf er verið að búa til og erfitt er að losna við. Flestum kom ásamt um að líkast til hefði verið búið um jarðneskar leifar kellu eins og gert er við afganganá úr kjarn- orkuverum, og henni verið rennt dauðri oni blýhólk og komið fyrir í iðrum jarð- ar. Og þannig tóku menn þessum dánar- fregnum af grýlu með gamni og alvöru. Öllum kom þó saman um að það bæri þessari þjóð góðan vitnisburð, að Lepp- ur og Skreppur og öll hin grýl'ubömin teldu sér ekki aðra leið færa en afneita móðurtötrinu sínu. Þeim hafði loks skil- izt að þau yrðu að villa á sér heimild- ir til að fá ekki andbyr frá fólkinu. En sá feluleikur verður langur og strang- ur, þvi grýla gamla fylgir þeim meðan fólki gleymist ekki Ungverjaland, Tékkó- slóvakía og Póliand og þeim finnst sem skáldið tali einmitt til sín er það segir: „Þín fylgja hún vex og færist þér nær þótt á flóttanum heim þú náir þvi gleymskunnar hnoss ei hlotið fær neitt hjarta sem gleymsku þráir.“ Kjói. %%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%ii

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.