Morgunblaðið - 11.08.1971, Page 18

Morgunblaðið - 11.08.1971, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. AGÚST 1971 Minning: »1 ■ — ' "" Leifur Haraldsson póstfulltrúi frá Háeyri Fæddur 6/6 1912. Dáinn 2/8 1971. 1 DAG, miðvikudaginn 11. ágúst, verður Leifur Haraldsson, póst- íulltrúi frá Háeyri á Eyrar- bakka, jarðsunginn frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík. Leifur var af góðu bergi brotinn. Foreldrar hans voru Haraldur heitinn Guðmundsson írá Háeyri, Eyrarbakka, síðast starfsmaður Búnaðarbanka Is- lands, fjölhæfur og greindur maður, sem lagt hafði gjörfa hönd á margt. Haraldur var son- ur hins þekkta sjósóknara og út- vegsbónda Guðmundar Isieifs- sonar frá Háeyri, sem var fræg- ur fyrir sjósókn austan fjalls, en hlekktist þó aldrei á. Móðir Leifs var Þuríður heitin Magnúsdóttir frá Árgilsstöðum í Fljótshlíð. Hún var glæsileg kona ásýndum á meðan heilsan entist, trygglynd og greind, enda var ættfólk hennar allt írá Asgilsstöðum óvenju greint fólk. Andlátsfregn Leifs kom okk- ur bræðrum ekki á óvart vegna iangvarandi veikinda hans, enda mun hann sjálfan hafa grunað að hverju fór. Hann barðist hins vegar við hinn ólæknandi sjúkdóm af seigiu, karlmennsku og æðru- ieysi eins og honum var lagið. Við kynntumst Leifi í barna- skólanum á Eyrarbakka og enda fyrr, þvi að mikill kunningsskap- ur var á milli fjölskyldna okkar frá þvi að við munum fyrst eftir okkur. 1 skólanum gafst okkur gott tækifæri til að kynnast hinum óvenjulegu hæfileikum Leifs. Hann byrjaði strax í skóla ungur að árum að kasta fram visum og átti síðan eftir að yrkja visur, sem urðu landfleyg- ar. Leifur var heldur seinþroska likamlega framan af vegna veik- inda, en þvi þroskaðri andlega. Varð hann snemma mikill bókamaður og las mikið af þroskandi bókmenntum. Þýddi hann heilmikið af bók- um á íslenzku úr sænsku og öðr- um erlendum málum, þar á með- al ýmsar af öndvegis skáldsög- um erlendra höfunda, eins og til dæmis skáldsöguna „Stríð og frið“ eftir hinn heims|>ekkta rússneska skáldsagnahöfund Tol- stoy. Leifur hafði mikinn áhuga á ættfræði og var orðinn sjór af fróðleik í þeim efnum. Hann var og mjög félagslynd- ur maður, enda tók hann virkan þátt í félagsstörfum og voru fal- in á þeim vettvangi trúnaðar- störf. Leifur var ekki iangskólageng- Faðir okkar, Jóhannes Júlinusson, skipstjóri, andaðist 9 ágúst í Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri. Jarðarförin fer fram frá Ak- ureyrarkirkju þriðjudaginn 17. ágúst kl. 1.30. Börn hins iátna. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðar- för systur okkar, Jóhönnu Þórðardóttur frá Laugarbóli. Systkinin. Sonur okkar og bróðir, ólafur Karlsson, Brekkubraut 22, Akranesi, lézt af slysförum 4. ágúst. Erna Benediktsdóttir, Kari Ragnarsson og systkini. Þakka auðsýnda hluttekningu við útför Stefaníu Kristjánsdóttur frá Borgartúni. Þ. Ág. Þórðarson. Minningarathöfn um föður okkar, SIGURD ASGEIRSSON, Bergstaðastræti 34 B, sem andaðist 31. júlí, fer fram í Dómkirkjunni föstudaginn 13. ágúst klukkan 10.30 árdegis. Útför hans fer fram frá Kvennabrekkukirkju laugardaginn 14. ágúst klukkan 2 síðdegis. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Blindravinafélagið. Asgeir Sigurðsson, Ólafur Sigurðsson, Þorsteinn Sigurðsson. inn, hann útskrifaðist úr Sam- vinnuskólanum með ágætum vitnisburði. En hann var að öðru leyti sjálfmenntaður og þaö í bezta skilningi þess orðs, þvi að hon- um var svo lagið að greina kjarn ann frá hisminu. Um leið og við kveðjum þig, kæri vinur og skólabróðir, þökk- um við þér fyrir hin góðu kynni, sem við nú sjáum, að mátt hefðu vera nánari, sérstaklega upp á síðkastið. En það er alltaf gamla sagan. Vegirnir skiljast, en tíminn hins vegar of naumur til að viðhalda gömlum og góðum kynnum sem skyldi. Það er hins vegar of seint nú að æðrast yfir orðnum hlut. Það er von okkar og trú, að þú eigir eftir í fyrirheitna land- inu aö halda áfram að þroska þinn sjálfstæða og óvenjulega persónuleika, sem einkenndi þig svo mjög hérna megin grafar og aldrei féll skuggi á, til æðri verka guðs í geim. Blessuð veri minning þin, kæri Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför Jens P. Eriksen frá Sauðárkróki. Rósa Jensdóttir og systur hins látna. vinur. Systkinum Leifs heitins vottum við okkar dýpstu samúð. Árni og Þormóður Ögmundssynir. LEIFUR HaraJdsson var verka- maðajr við hötfnina 1 Reykjavák, þegar ég kynníist honum fyrst í byrjun strdðs. Leiðir okkar lágu otft saman, því hann var góðiur kunningi okkar ungu mannanna sem vorum í þá daga að fást við ritstörí, sat oít ásamt okkur í stofunni hjá Jó- hannesi Steinssyni og konu hans, þar sem vdð kunningjamir mös- uðum saman um bókmenntir marga stund, því hann var bók- menntaiega sinnaður eins og við hinir og vel að sér í bókmennt- um. Ég hetf aldrei leitt hugann að því hvaða skólagöngu hann hafði að baki sér, en hann las bókmenntir á norðunlandamál- um og ensku ekki sáður en ís- lenzku, hafði miilda hæfdleika tiJ að þýða á Islenzkt mál og þráði að geta unnið fyrir sér með slík- um störfum. Hann freistaði þess einnig, þegar stundir liðu íram, en komst að raun um það eítir nokkurra ára þýðingarstörf, að sllk vinna var ekki arðvænleg fyrir þann sem kaus að þýða góðar bókmenntir og vandaði verk sLtt eins og framast var kostur, þvi þannig vann Leifur. En þótt hann yrði ekki ríkari á þeim viðskiptum en svo, að hann varð að snúa sér að öðrum störfum sér til lifsframfæris, hafði hann á þessu tímabili reist sér menningarsögulegan minnisvarða með þvi stórvirki að þýða SWð og frið eftir Tolstoj. Hann þýddi auk þess margar smásögur og skrifaði sjáifur greinar um bókmenntir, enda vel ritfær. Það var gaman að hitta Leií hýran í bragði og hiýlegan eins og hann var i kuntningjahópi. En menningarsnautt umhverfi smá- borgarans var honum ekki hag- kvæmt. Hans rétti staður hefði verið við friðsælt skrifborð á bókasafni. En þjóðfélagið var ekki þannig stildt Hann gerði ekki miklar kröfur til þæginda. Ef þess hetfði verið kostur, hefði honum nægt að fá að njóta hæfi leika sinna til að ástfunda menn- ingu og miðla öðrum af þekk- ingu sinni og smekkvísi. Leifur Haraldsson var þekktur í bænum fyrir vísnakveðskap sinn, því hann lét oft fjúka hnyttnar vdsur sem skyndilega komu upp í huga hans við ýmis Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð við and- lát og útför GUÐBJARGAR JÓNSDÓTTUR frá Snartartungu. Aðstandendur. Þökkum af alhug samúð og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, JÓNS ÞORSTEINSSONAR, bifreiðarstjóra, Borgamesi. Elín Jónsdóttir, Halldóra Jónsdóttir, Ragnar Asmundsson, Ragnar Jónsson, Guðrún Georgsdóttir og bamabörn. t Útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa. t Hugheilar þakkir flytjum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför eiginmanns KRISTJANS jóhannessonar. míns. fyrrverandi lögregluþjóns. GARÐARS H. GUÐMUNDSSONAR, er lézt 31. júlí slðastliðinn, fer fram frá Fossvogskirkju, húsvarðar. fimmtudaginn 12. ágúst næstkomandi klukkan 15. Sérstakar þakkir flytjum við laeknum og hjúkrunarliði Sesselja Jónsdóttir, Landspítalans. ; Elinborg Kristjánsdóttir, Agúst ögmundsson. Fyrir mína hönd og barna okkar. Guðrún Kristjánsdóttir, Hilmar Sigurðsson, Berta Hannesdóttir. Jónína Kristjánsdóttir, «g barnaböm. - tækifæri og voru ortar í græsku- lausu gammi, en ég var otft við- staddur þegar haim mæiti visu atf munni fram og dáðist að því hve fljótur hann var að yrkja og hve lipuriega og hnyttiQega hann komst að orði. Ég sakna nú þess manns, er var efcki aðeins gamansamur vísna- smiður, vel greindur og umræðu góður, svo um bækur sem þjóð- mál, hetdur einn af þeim vönd- uðu mönnum sem skaði er að missa á bezta aldri. Jón Óskar. LEIFUR Haraldsson var fæddd- ur í Reykjavík 6. júni 1912, son- ur hjónanna Þuríðar Magnús- dóttur og Haralds Guðmunds- sonar írá Háeyri á Eyrarbakka. Að honum stóðu traustir stofn- ar, sérkenndir af margslunginni líísbaráttu sunnlenzks fólks, á stundum i sumu rættir úr fjar- lægum jarðvegi. Foreldrar Leifs fluttust austur á Eyrarbakka er hann var bam að aldri. Leifur Haraldsson ólst upp á Eyrarbakka í skemmtilegu um- hverfi, þar sem gróin menning þorpsins á ströndinni blómgaðist enn i samtvinningi við menningu sveitanna. Hugsjónir aldamóta- mannanna voru þar I fullu veldi. Kennari hans og læriíaðir, Aðal- steinn Sigmundsson, varð honum fyrirmynd alls þess bezta og fegursta, er anda hans ávannst á ævinni, þótt hann ætti þess kost síðar að teyga af lindum öðrum, rennandi úr harðara bergi. Leifur var snemma góðum námshæfileikum gæddur og sótt- ist bóklegt nám vel og fljótt. Að loknu barna- og unglinganámi á Eyrarbakka fór hann í Laugar- vatnsskólann og lauk þaðan námi. Að þvi búnu fór hann í Samvinnuskólann og lauk þaðan prófi. Um það leyti, er Leifur hafði lokið skólanámi, urðu sköp ill í atvinnulifi landsins. Heims- kreppan mikla varð ráðandi. Það var illt að fá vinnu, illt að hjara í landi allsnægtanna eins og Is- landi. Leifur varð því seldur ör- lögum margra jafnaldra sinna að fá ekki vinnu við sitt hæfi, varð að lúta lögmáli óbilgirni og tregðu til að komast af, hvað þá að sækja að þvi marki, sem hann þráði. Snemma bar á því, að Leifur var óvenjulega málhagur og snyrtilegur til verka i rituðu máli. Hann fékk einnig ungur orð af hagmælsku, og mun sú gáfa halda nafni hans lengi óbrotgjörnu. Sumar vísur hans eru landfleygar og eru á vörum þjóðarinnar, eins og ljóð góð- skáldanna. Skömmu eftir að hann lauk námi í Samvinnuskól- anum, fóru að birtast eftir hann þýðingar á smásögum. Þýðing- arnar bera þess glöggan vott, að þær eru gerðar af hagleik og vandvirkni. Smekkur hans á máli, jafnt í orðavali og skipun setninga er með mestu ágætum, svo að stundum er algjörlega aðdáunarvert. Síðar glímdi hann við stór og mikil viðfangsefni i þýðingum. Hann þýddi eitt stór- verk heimsbókmenntanna á ís- lenzku, skáldsöguna Stríð og frið eftir Tolstoj. Leifur var mjög hneigður fyr- ir margs konar fróðleik, jafnt al- þýðlegan og sagnfræðilegan, en þó langtum fremst ættfræði. Mér er kunnugt um, að til er eftir hann talsvert af ættfræðifróðleik í handriti, og kemur mér ekki á óvart, að þar séu margar athug- anir bæði skarplegar og til mik- ils ávinnings í þessum fræðum. Leifur var hlédrægur maður, ró- lyndur og lítt á vegi torgmanna í mótun hugsunar eða til kynn- ingar skoðana sinna. Hann var maður hinnar frjóu gerðar tóm- lætisins, einverunnar í rólegu umhverfi. Listræn kynngi og un- aður áttu hug hans allan, án þess þó að hann gæti fangað til gagns hin Ijúfu kynni gyðju bókmennta og ljóða. Svo eru oft andstæð aðstaða og uppruni hagra gripa. 1 mörg ár stundaði Leifur Haraldsson margs konar vinnu, prófarkalestur og þýðingar, auk

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.