Morgunblaðið - 13.08.1971, Blaðsíða 1
32 SIÐUR
179. tbl. 58. árg.
FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1971
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Átök milli Jórdaníu-
manna og Sýrlendinga
Sýrlendingar slíta
st j órnmálasambandi
Damaskus og Beirut, 12. ágúst
tJTVAKPIÐ í Damaskus sagði í
dag að jórdanskar hersveitlr
hefðu gert innrás í Sýrland í
dag og að til átaka hefði komið
milli sýrlenzkra og jórdanskra
hermainna. Sagði útvarpið að
Jórdanúmienn hefðu ráðizt með
skriðdrekum IVi kni inn í Sýr-
land eftir að hafa skotið á sýr-
lenzkan varðturn hjá landamæra
borginni Deraa.
Sagði útvarpið að sýrlenzkir
hermenn hefðu brugðið skjött
við og lagt. til atlögu við Jór-
daníuhermenn og m.a. eyðilagt
4 jórdansika skriðdreka. Sagði út
varpið að ekikert mannfail hefði
orðið hjá Sýrlendingum. Ekkert
hefur verið mimnzt á atvik þetta
af háifu jórdanskra yfirvalda, en
vitað er að Jórdaníustjórin hefiur
sakað Sýrliendinga um að leyfa
skæruliðum Paiestínu-Araba að
hafa bækistöðvar handan landa-
mæranna til að stjórna aðgerð-
um gegn Jórdönum.
SÍÐUSTU FBÉTTIB
Útvarpið í Damaskus sagði í
gærkvöldi að Sýrlandsstjórn
hefði slitið stjórnmálasanibandi
við Jórdaníu og bannað jórdönsk
um flugvélum að fljúga yfir sýr-
lenzkt landsvæði. Sýrland er
annað Arabaríkið, sem rýfur
stjórnmálasamband við Jórdan-
íu, hitt er Líbýa. Ástæðan fyrir
aðgerðum landanna er her-
ferð Jórdaníustjórnar á Jiendur
skæruliðasamtökunum á dögun-
um.
Saltfisk-
útflutningur
Norðmanna
jókst um 20%
Álasundi, 12. ágúst NTB.
SALTFISKÚTFLUTNINGUB
Norðmanna jókst um 20%
fyrstu 6 mánuði þessa árs.
I Nam útfhitningurinn alis 1
127,300 1. Helzti saltfiskmark-
aður Norðmanna er Brasilia,
en einnig hefur Italiumarkað
uriinn farið vaxandi. Um þess-
1 ar mundir eru Norðmenn
með mikla auglýsingaherferð
' fyrir saltfisk í gangi í S-Amer
I íku, Spáni, Ítalíu og Portú-
gal.
„Sorg við múrinn“ heitir þessi minnisvarði við Berlínarmúrinn, en í dag eru 10 ár frá því að
hann var reistur. I>að var tvítugur stúdent, sem teiknaði minnisvarðann, sem á að tákna harm-
leik tveggja borga.
Berlín:
Stöðugar viðræður
fjórveldanna
10 ára afmælis
múrsins minnzt í dag
Fréttaritarar í Berlín telja nú
að mjög góðar líkur séu á að vel
hafi miðað í samkomulagsátt. Á
siðastliðnum þremur dögum
hafa ambassadorarnir setið á
Framhald á bls. 19.
Gorton rekinn
úr stjórninni
SYDNEY 12. ágúst — AP.
WILLIAM McMahon, forsætis-
herra Ástralíu, tilkynnti í dag,
að hann hefði vikið fyrirrenn-
ara sínum, Jolin Grey Gorton,
úr embætti landvarnaráðherra,
vegna gagnrýni á stjórnina og
véðherra hennar, er fram kemur
í fyrsta kafla endurminninga
hans, sem hefur birzt í blaðinu
„Sunday Australian“. Gorton lét
af starfi forsætisráðherra í marz
og hafði þá gegnt því í þrjú ár.
McMahon lét svo nm mælt, að
Gorton hefði grafið undan ein-
ingu ríkisis'tjórnarinnar og kast-
að rýrð á notokra ráðherra.
jÞess vegna hefði hann beðið
Gorton að segja af sér og
hann hefði fallizt á það. Gort-
on sagði síðar, að hann
rnundi halda áfram stjórnmá!la-
afskipt'um og greinaflokki endur-
minninga sinna, sem hann kaliar
„I did it my way.“
Gorton kvaðst hafa sagt
MoMahon, að hann væri ósam-
mála því að greinarnar væru
skaðiegar stjórninni og kvaðst
aðeins vilja svara villandi óhróð-
ursskrifum blaðamannsins Alan
Reid í bók, sem hann sendi frá
sér nýlega og kallast „The
Gorton Experiment". 1 bókinni
er Gorton sakaður um ráðríki,
sem hafi meðal annars koanið
Framhald á bls. 19
□ Sjá grein á bls. 10 Q
□ □
Beriín 12. ágúst. — AP-NTB
AMBASSADOBAB fjórveldanna
i Berlínarviðræðunum ákváðu í
ilag að næsti fundur skyldi hald-
inn n.k. mánudag. Fetta var til-
kynnt að loknum fundi ambassa-
doranna 1 dag, sem var sá þriðji
á jafnmörgum dögum og hafa
aldrei áður verið haldnir eins
tíðir fundir. Engar fréttir var
að fá af viðræðunum undan-
farna daga og ambassadorarnir
svöruðu spurningum frétta-
manna á þá leið að þeir væru
bjartsýnir og það væri alltaf
von um samkoniulag.
Bjóða Möltu
helmings hækkun
Briissel, 12. ágúst. AP-NTB
HEIMILDIB í Brussel hermdu í
kvöld að Atlantshafsbandalagið
hefði boðið stjórn Möltu að
hækka um helming leiguna fyrir
herstöð Breta og NATO á eynni.
Bretar hafa hingað til gredtt 5
milljónir stenliingspunda í leigu
á ári, en Mintoff forsætisráðherra
hefur því verið boðið að þetta
skuli hækkað í 10 milljónir sterl
ingspunda ða 2,1 milljarð ísl. kr.
Muntoff hafði krafizt þess, að
leigan yrði hækkuð í 30 milljón
ir sterlingspunda á ári eða 6,3
milljarða ísl. kr. yfirvöid á Möltu
hafa ekkert sagt um mál þetta í
dag.
Lufthansa hindrar
f arg j aldasamning
Montreal, 12. ágúst.
— NTB, AP. —
FAKGJALDASTKÍÐ stóru flug-
félaganna er í fullum gangi, í
nppsiglingu eru ennþá harðari
átök, og góðar liorfur virðast
vera á því að ferðamenn geti
fært sér þetta í nyt á flugieið-
um yfir Atlantshaf í vetur og vor.
Vestur-þýzlka flugfélagið Luft-
hansa hefur beitt neitunairvaldi á
ráðstefnu IATA í Montreal gegn
rarmmalausn á deilunum um verð
lækkanir á flugleiðunum yfir
Atlantshaf. 40 flugfélög áttu full
trúa á þessum fundi, og Luft-
hansa var eina flugfélagið sem
beitti neitunarvaldi. Tilskilið er,
að öll aðildarfélög styðji hvers
konar samikomulag sem er gert
á vettvangi IATA.
Don Reynolds, formaður far-
þegaflugsnefndar IATA, sagði, að
Lufthansa hefði frest til 1. sept-
ember, ef félagið vildi skipta um
skoðun. Verði afstaða Lufthansa
óbreytt, brýzt trúlega út algert
fargj aldastríð þegar núgildandi
samningur renmur út 31. m'arz á
næsta ári, sagði Reynolds.
Rammalausn sú, sem hefur ver
ið stungið upp á, nær ekki til
venjulegra farmiða, en hefði í för
með sér lækkun á ýmsum hóp-
fargjöldum og svokölluðum ung-
mennafargjöldum á leiðunum yf-
ir Atlantshaf. Nái rammalausnin
fram að ganga, þj'átt fyrir öll
tormerki seim á því eru, verður
mesti afsláttur á ferðum fram og
aftur frá London eða Montreal
utan háannatimans. Afslátturinn '
verður um það bil 20 dollarar á
miða.
LUFTHANSA SEGIR NEI
Talsmaður Lufthan'sa, dr. Herb
ert Kuhlmann, sagði í Köln í dag,
að félagið mundi standa við þá
ákvörðun sína að beita neitunar-
valdi gegn þeirri lausn, sem hef-
ur verið stungið upp á á fundi
IATA. Hamn sagði, að félagið
Framhald á bLs. 19
L