Morgunblaðið - 13.08.1971, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.08.1971, Blaðsíða 32
•SíqmaJi oq ^Pálmi NdCDIZD^ ^EDkchlc^ hipih TRÚLOFUniARHRII\iCAR HVEKFISGÖTU 16 o i)ri0ii'wMafot& -T*ni»v.- ir ItopnMaiit nucivsmcnR ^-»22480 FÖSTUDAGUR 13. ÁGtJST 1971 Esjusvæðið - aðeins þriggja milljóna ára? JARÐFRÆÐINGAR eru nú að vinna að athugunum á jarðlögum á Esjusvæðinu, svæðinu meðfram Hvalfirði og allt upp að Húsafelli í Borgarfirði, og þá einkum jarðlagasyrpu, sem gefur til kynna að svæðið þarna sé ekki nema þriggja milljón ára gamalt. Hafa menn frá Orkustofnun verið að kanna svæðið undir forustu Krist- jáns Sæmundssonar, jarð- fræðings og hafa rekizt á bæði jökulberg og móbergs- lög. Ráðherra fer utan um helgina og kynnir landhelgismálið EINAR Ágústsson, utanrikisráð- herra, mun um helgina fara ut- an til að kynna málstað Islend- inga x landhelgismálinu. Með hon um fara Pétur Thorsteinsson, ráðuneytisstjóri og Ingvi Ingva- son, skrifstofustjóri utanrikis- ráðuneytisins. Mbl. hafði i gær samband við utanrikisráðherra, sem kvaðst fyrst fara til Bretlands, en síðan til Þýzkalands. Landhelgisnefndin mun koma saman í annað siinn í dag og eft- ir þann fund er að vænta nánari frétta af því og hverja ráðherr- ann mun hitta að máli í ferð sinnL Á Kiðafelli í Kjós eru til dæm- is sennilega jökulbergslög og þar sem ekki er vitað á íslandi um eldra jökulberg en þriggja milljón ára gamalt, telja þeir að það sé aldurinn á þessum lög- um. En það á eftir að rannsaka, sem tekur a.m.k. ár, að því er Kristján sagði, er Mbl. spurði hann nánar um þetta. Hann sagði, að unnið yrði að því að athuga jarðlagasyrpu, sem næði alveg upp í Borgar- fjörð, væri í Esjunni og víðar og þessi jarðlög gæfu þá hug- mynd að þau væru ekki eldri en þriggja milljóna ára gömul. Ýmis aldur hefði verið nefnd- ur á Esjunni, til dæmis 5 millj- ón ár, 10 milljón o.s.fiv., en eng- inn hefði í rauninni rannsakað það. Enn væri mikil vinna eftir áður en hægt væri að fullyrða hvort þessi kenning væri rétt. Hér kemur fréttamynd dagsins frá í gær. — Stúlkur í sól. Samið um smíði 5 skuttogara fyrir Vestfirðinga í Noregi 2 koma á næsta ári og 3 árið 1973 FIMM útgerðar- og fiskiðn- aðarfyrirtæki á Vestfjörðum hafa gengið frá samningum um smíði 5 skuttogara í Nor- egi. Verða skipin byggð í Flekkefjord hjá Flekkefjord Slip og Maskinfabrik, en sú stöð hefur áður byggt fjölda skipa fyrir íslenzka aðila. Skip þessi verða af svip- aðri gerð og skip þau, sem mörg fiskiðnaðarfyrirtæki í Noregi hafa látið byggja á undanförnum árum. Findus- frystihúsið í Hammerfest hefir m.a. samið um smíði 10 Bátsmaðurinn fórst Eldsvoði í brezkum togara við bryggju á Seyðisfirði SEYÐISFIRÐI, 12. ágúst. — í nótt kom upp eldur í brezka togaranum Kingston Jacinth frá Hull, sem lá hér við bryggju til viðgerðar. Þegar búið var að ráða niðurlög- um eldsins, kom í ljós að bátsmaðurinn, Michael Carr- ick, 27 ára gamall, var lát- inn í borðsalnum. Eldurinn kom upp rétt fyrir kl. 1 um nóttina. Var hann á dekkhæðinni miðskips, þar sem voru íbúðir bátsmanns og stýri- manns og er talið að hann hafi átt upptök sin i borðsal eða íbúð bátsmanns. Ibúðir skipstjóra og 20 skip 11.200 farþegar 1 GÆR var hér síðasta skemmti- ferðaskipið á sumrinu, Regína Maris með 250 þýzka skemmti- ferðamenn. Fóru allir sem einn í ferð að Gullfossi og Geysi, Þimg valia og Laugarvatns og fór skip ið héðan kl. 10 í gærkvöldi. Var þetta 20. skemmtiferðaskip ið, sem kom til Reykjavikur á þessu sumri á tímabilinu frá júníbyrjun þar til i gær. Þá hiöfðu 11.200 farþegar kamið með skipunum til Islands. loftskeytamanns eru á næstu hæð fyrir ofan og urðu þeir eldsins varir. Svo snögglega gerðist það, að þeir sluppu naumlega út á nærklæðunum. Umboðsmaður togarans hafði verið um borð og var nýkom- inn heim til sin, þegar honum var gert aðvart um eldinn. Kall- aði hann út slökkviliðið, sem kom á vettvang og tók 3 stund- arfjórðunga að slökkva eldinn. Varð ekki fyrr komizt inn til bátsmannsins, sem var látinn í borðsalnum. Hafði hann verið far inn að sofa inni hjá sér. Hann var 27 ára gamall og kvæntur maður. Var allt ónýtt á tveimur hæð- Framhald á bls. 14 slíkra skipa, og er þegar búið að afhenda 5 þeirra. Aðallengd skipanna verður 46,00 m, en kjöllengd 40,70 m og breidd 9,50 m. Á efri þilfari er þægileg aðstaða til að vinna við veiðarfærin undir þiljum, en skipin verða útbúin bæði fyrir botn- og flotvörpu. Sérstök á- herzla hefur verið lögð á að vanda allan útbúnað skipanna, sem lýfcur að meðferð aflans um borð. Á aðgerðardekki verður mjög fuUkomin aðstaða til blóðg unar og siægingar, en frá upp- þvottakari fer fiskurinn á færi- bandi niður í lest. 1 skipunum verða sérstakar vélar til að eima vatn úr sjó, og ísframleiðsluvél, sem framleiðir um 7 lestir af ís á sólarhring. Allur fiskur verð- ur ísaður í kassa og verður ísn- um blásið frá ísgeymslunni í kassana. Fisikilest skipanna tek- ur um 150 lestir af fiski i köss- um eða um 3000 kassa, en auk þess verða í skipinu sérstakir tankar fyrir lifur og fiskúrgang. íbúðir manna verða flestar á 482 millj. til félagsmála í Reykjavík árið 1970 Styrkþegum fjölgaði um 20,2% SAMKVÆMT reikningum Reykja víkurborgar árið 1970 voru rekstr arútgjöld Reykjavíkurborgar til félagsmála samtals 482 millj. kr., segir í nýútkominnl skýrslu Fé- lagsmálaráðs. Stærstu Uðimir eru 306 miUjónir í framlög til al mannatrygginga, sjúkrasamlaga og sjóða og 107 mUljónir í félags lega aðstoð. Hefur heUdarupp- hæðin meira en tvöfaldast síðan 1966, en þá fóru tU félagsmála 214,8 milljónir. Hefur hlutur fé- lagsmála í heildarútgjöldum Reykjavíkurborgar einnig farið vaxandi úr 30,7% árið 1966 f 39,1% 1970. Otgjöld til beinnar framfærslu voru 56,5 milljónir. Þar af 51,4 milljónir til styrkþega á aldrin- um 16—67 ára, 4 miMjÓnir til eldri en 67 ára og rúm milljón til utansveitarstyrkþega, þar með útlendinga. Voru skjólstæð- *ngar Félagsmálastofnunar, sem fjárhagsaðstoðar nutu í formi framfærslustyrkja 1.663 talsins. Á aldrinium 16—66 ára voru 1.235 utam hæla en 83 á hæium. En eldri en 67 voni 178 utan hæla, en 117 á hælum. Af 1235 skjólstæðingium utan hæla höfðu 440 ekki fengið fjár- hagsaðstoð fyrr. Einstaklingar vom 534 talsins, heldur fleiri kairiar, eða 302 taísina. Fjölskyld umar voru 701, þar af 68 bam laus hjóm, 220 hjón mieð böm, 377 konur með börn og 36 karlair með böm. Samkvæmt þessu fengu 633 Framh. á bls. 14 neðra þilfári og verða vistarver- ur fyrir 17 skipyerja. 1 fjórum skipanna verða 1750 hestafla Framhald á bls. 19 ís fyrir norðan Lónar nær og f jær I GÆR sáust nokkrir isjakar frá Hrauni á Skaga, í 4—6 km fjarlægð frá landi í norður og norðaustur. Hefur ísinn að und- anförnu verið að teygja sig inn á Húnaflóa og legið á siglinga- leið milli Horns og Sigluness og bátar orðið að krækja inn fyrir hann, en sjaldan verið nær landi en í 12 sjómílna fjarlægð. Mbl. leitaði fréfcta af ísnum á Veðurstofunni. Sagði Pálil Berg- þórsson, veðurfræðingur, að á tunglmyndum sæist að ís væri dreifður vítt og breitt milli Græn lands og Vestfjarða, en næði hins vegar mjög lítið suður fyrir 66. breiddargráðu, út af Vest- f jörðum. En til að is sæis-t svona á tunglmyndum þyrfti hann að þekja um helming sjávarflatar- ins. Hefði tunga verið að löna inn í Húnaflóa, þokast fjær í sunn- anátt en heldur innar í norðan- átt. Hefði hún gengið lengst hér um bil á móts við Rifsnes á Skaga og Reykjahyrnu á Strönd um. Blaðamaður Morgun- blaðsins í Bengal Fyrsta grein hans birtist í dag MORGUNBLAHIÐ hefur sent einn af blaðamönnum sínuni, Freystein Jóhannsson, til Ind- lands, þar sem nú er við að glíma eitt mesta flóttamanna- vandamál sögunnar og þar sem hungiirdaiiði vofir yfir hundruð- um þúsunda, ef ekkert verður að gert. I dag birtist fyrsta grein Frey- steins hér í blaðiinu og nokkrar myndir, sem hann hefur teklð f ferð sinni. Framhald á bls. 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.