Morgunblaðið - 13.08.1971, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.08.1971, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1971 Öfeigur Eyjólfsson — Minningarorð í DAG er til moldar borinm Ófeigur Eyjólfsson. Hamn var fæddur á Stokks- ey-ri 8. september 1899. Foreldr- ar hans voru merkishjónin Eyj- ólfur ófeigsson frá Fjalli á Skeiðum og Pálína Jónsdóttir frá Hrauntúni í Þingvallasveit. Eyjólfur faðir hans var af Fjalls- ætt og Reykjaætt. Hawn var son- arsonur Ófeigs dannebrogs- manins ríka Vigfússonar, f. 1790, d. 1858, og konu hans Ingunnar Eiriksdóttur Vigfússonar, bónda og yfiirsetumanns á Reykjum. Móðir Ingunnar var seinini kona Eiríks á Reykjum, Guðrún Kol- t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Þorgils Bjarnason, Ásgarði 133, andaðist á Borgarsjúkrahús- inu miðvikudaginn 11. ágúst. SigTíður Jónsdóttir, börn, tengdasonur og barnabörn. t Helga Pétursdóttir, frá Draghálsi, andaðist að kvöldi 11. ágúst í Sjúkrahúsi Akraness. Börn og systkin. beinsdóttir, prests og skáMs í Miðdal í Laugardal (sr. Kol- beinsætt). Foreldrar Eyjólfs voru Ófeigur Ófeigsson bóndi í Fjalli og kona harus Vilborg Eyj- ólfsdóttir í Auðsholti, hrepps- stjóra Guðmundssonar frá Brúsastöðum í Þinigvallasveit. Þeir Brúsastaðabræður Eyjólfur, Guðmundur og Gísli voru skör- ungsmenn. Móðiir Pálinu Jóns- dóttur var Þuríður Þorgilsdóttir. Hún var móðursystir Einars Amórssonar, lagaprófessors og ráðherra. Að öðru leyti er sú ætt ókunn þeim, er hér ritar. Af framansögðu má sjá, að Ófeigur var af góðu bergi brot imm. Börn. Eyjólfs og Pálínu voru Anna, dáin, Ófeigur, sem hér um ræðir, Guðmundur, háskólanem- andi, dáinn, og Helga, kona Sverris Thoroddsen í Reykjavík. Öll voru þau systkinán vel gefin og báru með sér svipmót menn- ingarheimilis. Ófeigur Eyjólfsson ólst upp með foreldrum sinum og systk- inum. Var í sveit á sumrum, 10 sumur hjá Magnúsi í Klaustur- hólum, en Klausturhólaheimilið var í fremstu röð á Suðurlandi t Eiginkona mín og móðir, Ásta Möller, Ægissíðu 92, lézt I Borgarspítaalnum 12. þ. m. Víglundur Möller, Anna Herskind. t Eiginkona mín, SIGRÍÐUR JÓHANNSDÓTTIR, Barmahlíð 55, lézt í Borgarspítalanum miðvikudaginn 11. ágúst. Guðmundur Jóhannesson. t Hjartkær móð'ir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ISFOLD HELGADÓTTIR, Hólmgarði 41, sem andaðist 6. ágúst, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, laugardaginn 14 ágúst klukkan 10.30 fyrir hádegi. Þeim, sem vildu minnast hennar, er vinsamlegast bent á líknarstofnanir. v Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, GUÐMUNDAR EINARSSONAR. Sigfríð Guðmundsdóttir, Kenneth Breiðfjörð, Ágústa Guðmundsdóttir, Þorleifur Thorlacius, Pálfríður Guðmundsdóttir, Steinþór Ingvarsson, _____________ Ragnar Guðmundsson og barnaböm. t Þökkum hjartanlega öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengda- föður, afa og bróður, ÁSMUNDAR GUÐMUNDSSONAR frá Efra-Apavatni, Ásgarði 153. Jóhanna Þorkelsdóttir, Sigrún B. Ásmundsdóttir, Ingi Þ. Ásmundsson, Inger-Lise Ásmundsson, Guðmundur Ásmundsson, Jónina Asmundsdóttir, Garðar Guðmundsson, bamabörn og systkyn hins látna. um áratugi, svo sem kunniugt var. Strax þá var Ófeigur stað fastur um verustað, sem ein kenindi hann alla ævi. Þegair Ófeigur hafði aldur til, fór hann á skip Eimskipafélags- ins, fyrst á gamla GulLfos'S sem léttadrengur svo með frænda sínum, Ásgeiri skipstjóra frá Hrauntúni, sem var þekktur mað ur í farmanmastétt. Kona Ófeigs var Sigurveig Jónsdóttir, gift 21/2 1936. Hún var Skaftfellingur, frá Hunku- bökkum á Síðu. Sigurveig var Ófeigi ágætiskona, og manni sín- um góður lífsförunautur. Hún andaðist um aldur fram af slys- förum 1956. Þeirra dóttir er Fanmey, gift kona í Reykjavík. Eldri dóttir ófeigs er Edda, gift og búsett hér i borg. Foreldrar Ófeigs voru lengst af búsett í Reykjavík. Eyjólfur rak yerzlun með góðum árangri og efnaðist, því hann var fyrir- greiðsiumaður, sem vildi hvers manns vanda leysa. í byrjun tog- araaldar var mikill áhugi en litl- ar framkvæmdir hjá íslending- um, auðvitað vegna getuleysis. Svo og þess, að fáir voru æfðir togaramenm. Togaraskipstjónar og vélstjórar fáir, aðstaða til vél skipaviðgerða á frumistigi. Þegar svo var, gegnir furðu, hvað ís- lenzkum framtaksmönnum varð ágengt í togaraútgerð 1906 til 1917. Þorvaldur á Eyrd hafði séð brezku togarana moka upp stór- þorski og stórýsu fyrir framan bæjardyr sínar, án þess að íslend ingar fengju að gert. Sýslungi hans, Ámi Eyjólfsson Byron, var þá orðinm nafnfrægur tog- araskipstjóri i Hull. Þorvaldur á Eyri var óvanur að tvínóna. Hann keypti togara í Bretlamdi, sem auðvitað var brúklegt skip, þar sem Árni Byron með sina miklu þekkinigu kom við sögu. Þetta var fyrsti togairi ístaid- inga, „Seagull“, að undanskild- um „Coot“ Einars Þorgilasonar o.fl., skipstjóri Indriði Gott- sveinsson. Á Seagull var Árni Byron skipstjóri. Eigendur voru Þor- valdur á Eyri, Bjarnhéðinn járm- smiður og Eyjólfur Ófeigsson. Þegar saga togaraútgerðar á fs- landi verður skrifuð, þá verður þeirra getið, sem voru brautar- menn. ByrjendaerfiðLeikarnir voru miklir eims og áður segir. Eitt vannst þó: Sýnt v£tr að gamlir togarar gáfust misjafn- lega. Enda þótt fjármagn Eyjólfs yrði að engu í stórmerkilegri til- raun, var afskiptum þeirra feðga af togurum ekki lokið, þótt með öðrum hætti væri, en átti eftir að standa í 47 ár. Framlag til út- vegs verður með tvennu móti, fjárframlag eða vinnuframlag á sjó. Hvorugt getur án hins verið og hvort tvegja er jafn mauðsyn- legt. Ófeigur tók upp merki föður síns. Hann gerði sjósókn að sínu ævistarfi; byrjaði imglingur hjá Eimskip. í júní 1924 réðst hann á togara með þeim, er þesisar lín- ur ritar og var á eftirtöldum skipum í þessari röð: Helga magra, Surprise, Imperialisrt, Júpiter, Netptúnusi og Úranusi. Eftir að hafa verið um eða yfir 3 áratugi á togurum, lét hann undan síga og mundi margur hafa fyrr gert, því að 30 ára starf á togurum er meira ævistarf en flestir menn fá þolað, ekki sízt þegar þess er gætt, að Ófeigur valdi sér skiprúm án tillits til erfiðis. Síðasta áratuginn var hann starfsmaður við frystihús og fiskverkunarstöð hf. Júpíters og hf. Marz og hafði samastað þar unz yfir íauk 5. þ.m. Ófeigur Eyj ólfsson var á yngri árum glæsimenni, hægur í fram- komu og vel á sig kominm, orð- vair og ljúfur í viðmóti, vinsæll og vel látinn af sínum Skipsfélög um og öðrum, er honum kynnt- ust. í sjóiiði var hans rúm full skipað. Hann hafði til að bera þann hæfileika, sem var og er fágætur, en var frægustu for- mönnum áskapaður. Það var að vena nákvæmur við stýri. Þar stóð honum enginn á sporði. Það mátti segja, að harnm límdi skip- ið á kompásstrikið, sem stýra átti. Þegar farið var lóðslaust um Humberfljót og víðair, var Ófeig- ur ávallt við stýri, væri hanni um borð. Er togað var meðfram hraunbrúnum, þar sem engu mátti muna, var vandi á ferðum, sem flestum var ofvaxinn. Fest- ur og hengilirifrildi á aðra hlið og mikill þrældómur fyrir skip- verja og veiðarfæratjón. En ef rétt var farið og vel tókst til stóir hol, allt upp i fullt troll, stund- um eftir nokkrar mínútur. Mairg- ir stórmerkir skipsfélagar Ófeigs vita vel, að þessi frásögn er rétt. f ofveðrum var Ófeigur smillingur við stýri. Rólegur, tal- fár, hafði hann fullt valld á skip- inu. Aldrei sá ég harnn kveikja í sígarettu við stýri, þó þótti honum gott að reykja eins og svo mörgum öðrum. Lagni og sam- vizkusemi Ófeigs var útgerðinmd mikils virði. Hann var einn — um áratuga skeið — af mjög merkilegri skipshöfn, sem var þess umkomin með húsbónda- hollustu samfara frábærum dugnaði og ósérhlífni að byggja upp mjög merkilegt fyrirtæki í þágu lamds og þjóðar. Þessa er skylt að geta og aðeins maklegt lof þeim til handa, sem látnir eru, og eins hinum, sem enn eru ófamir. Slíkur árangur næst aðeins með samstfflltird úrvals skipshöfn. Einn af þeim var Ófeigur Eyjólfsson. Þeir meom gerðu ávallt skyldu sína og stundum langtum meira. Fyrir nokkrum dögum voru saman komnir undir sama þaki 3 rneran úr þessari skipsihöfn. Þeir voru Ófeigur Eyjólfsson, sem hafði verið í sömu vist síð- an 1924, Matthías Kr. Kristjáns- son síðan 1925 og Jón M. Nord- gulen siðan Í927. Allt em þetta stór nöfn í togaraisögu okkar og mikilsmetin og silikur starfsald- ur mjög lofsverður. Tryggvi Ófeigsson. Hildur Hallsdóttir Minningarorð Fædd 20. desember 1925. I)áin 6. ágiíst 1971. Elskiu mágkona. Ekki bjuggumst við við þvi að leiðir okkár myndu skiljast svó snögglega, en enginn ræður sín- um næturstað. Hildur var fædd 20. desember 1925 að Skeri í Grýtubakka- hreppi S.-þing., dóttir hjónanna Önnu Sveinsdóttur og Halls Steingriimssonar. Þegar Hildur er á öðru ári flyzt. hún með foreldrum sínum að Látrum á Látraströnd og dyelst þar til 10 ára aldurs að hún missir föður sinn. og eldri systur og þar býr móðir hennar enn hjá Ósk dótt- ur sinni og tengdasyni. Hildur vann í Hrísey við ýmis störf, en lengst starfaði hún i Kaupfélagi Eyfirðinga í Hríey. Árið 1956 flytur hún tii Reykjavíkur og ári seinna giít- ist hún eftirlifandi eiginmanni sinum Jóhannesi Jónssyni, sem Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð og vinarhug, við and- lát og útför JÓNÍNAR ÓLAFSDÓTTUR, Austurvegi 2, Vestmannaeyjum. böm, tengdabörn og bamabörn. Fiiippus G. Árnason, Af alhug þökkum við auðsýnda samúð og vinarhug við frá- fall og útför SIGURÐAR ARA SVEINSSONAR, skósmiðs, Sunnuhvoli, Eyrarbakka. Valgerður Pálsdóttir, Páll Pálsson, Sveinbjörg Sveinsdóttir, Jónína Sveinsdóttir og aðrir aðstandendur. þá var ekkjumaður með unga dóttur, Elínu, hún reyndist þess- ari litlu telpu al'la tið eins og bezta móðir. Hildur og Jóhannes eignuðust saman tvær dætur Önnu Höllu, sem nú er 13 ára og Aðalibjörgu Jónu 10 ára. Það var alltaf gott að koma til Hildar, alltaf sama fallega brosið og hlýjan sem mœtti okkur þeg- ar við komum ti'l þeirra hjóna þvi þau voru svo samhent í að gera gott og gleðja aðra. Elsku Hildur mín, þín verður ávallt sárt saknað þvi vináttu- böndin voru orðin svo sterk inn- an fjölskyldunnar, allitaf var fyrst leitað ti'l þin, ef eimhvern vanda bar að hönduim, og þú varst alltaf fús að leysa úr þvi, ef hægt var. Við biðjum góðan guð að styrkja eiginmann þinn, dæturn- ar, aldraða móður, temgdamóður og systur í þessari sáru sorg. — Megi hinar fögru minningar verða þeim styrkur og stoð um ökomin ár. Hinzta kveðja frá mágkonu og mági.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.