Morgunblaðið - 13.08.1971, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.08.1971, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1971 j^œrfNVUUNG #ELLESENS gull ^ Miklu betri ending 0 Algjörlega lekaþétt • HELLESENS-GULL, EXTRA POWER MERKASTA NÝJUNG í RAFHLÖÐUM Á ÞESSUM ÁRATUG. Geioge Harmon Coxe: Græna Venus- myndin 34 1 — Þetta getur tekið langan tíma, ef þú ætlar að athuga þau öll. Murdock skýrði nú sinn þátt í atburðinum, allt þangað til Roger Carroll kom inn til hans. l>á kom Barry Gould með sína sögu. Hann sagðist hafa verið að bíða eftir Murdock og sá þá tvo menn koma út úr húsinu, annan með marga strigastranga undir hendinni, og svo fóru þeir inn í sendibíl, sem stóð handan göt- unnar. Þegar Erloff opnaði dyrnar til þess að stinga ströng- unum inn þóttist Gould sjá eitt- hvað inni í bilnum, sem mest liktist innrömmuðum málverk- um. — Ég vissi ekki, hvað ég átti að taka til bragðs, sagði hann. — Ég vissi, að ef þessir tveir voru að koma út með málverk- in hans Carrolls, þá hlyti Mur- dock að haía lent saman við þá, og það var ég hræddur við. En þegar ég svo sá bildnn fara af stað og ég náði ekki í neinn lög- regluþjón, fannst mér ráðlegast að elta hann, meðan hægt væri. —■ Þú yeizt hvað það var, sem Murdock var að sækjast eftir? spurði Bacon. — Ég á við þessa Venusarmynd? — Ég vissi, að honum hafði verið rænt fyrsta kvöldið og að myndinni hafði verið stolið frá Andrada, sagði Gould. — Ég vissi að myndin, sem við náðum í á Listamarkaðnum var stæling, og ég vissi, að Murdock hafði ekki fundið frummyndina — eða að minnsta kosti ekki sagt frá því, hafi svo verið. Ég var ekki með neinar áhyggjur út af þvi. Ég botnaði nú ekki almennilega í þessu, er. ég vissi, að ef ég ekki elti sendibílinn, kynn- um við aldrei að finna neitt af þessu drasli. Hann sagði svo frá þvi, hvern ig hann hefði séð sendibílínn beygja inn í sundið, og aka inn í skúrinn, áður en hann hljóp inn í krána og hringdi í lögregl- una. — Ég fékk símastúlkuna til að tala við næsta eftirlitsbíl, og sagðist mundu bíða á götunni. Og ég bað líka um að ná í þig og senda þig á vettvang. Hann horfði með aðdáun á lögreglu- mennina tvo. — Ég held það hafi ekki liðið nema tvær mín- útur áður en þeir voru komnir. Svo ók ég hingað með þeim og við vorum búnir að ná í kónana á svipstundu. Það var vel af sér vikið. — Þú áttir nú ekki síður þátt þessu, sagði Bacon. G©uid glotti ti'l hans. — Þú ætlar þá að muna mér það? Næst þegar ég þarf á frétt að halda ? — Já, sannarlega, sagði Bacon, og svipaðist um í skúrn- um. Síðan gekk hann út og til Keoghs, sem var að koma utan úr sundinu. Er það þetta? Keogh kinkaði kolli og Bacon gaf Murdock bendingu. Hann tók hann undir arminn og gekk með hann eftir sundinu þangað til Murdock gat séð þrílyf1#. múrsteinshúsið, sem var skil 4- frá biiskúrnum af ofurlitlu porti. — Hvernig lítur það út við dagsbirtu ? sagði Bacon. Murdock athugaði heiluþakið og flagnaða málninguna við bak dyrnar, áður en hann áttaði sig á þvi, hvað Bacon ætti við. — Var það þarna, sem . . . — Við vorum hérna fyrir svo sem tveimur tímum, sagði Bacon. Líklega hafa kunningjar þínir i bílskúrnum ekkert vitað um það. Þetta er húsið, sem þeir fluttu þig i þama um kvöldið. Við náð- um í Arlene, stúíkuna, og náunga að nafni Cassaldo, og svo rúðu úr glu.gga með tveimur járnslám fyrir. Á rúðunni eru fingraför. Ég vona, að það séu þín fingraför. Murdock steingleymdi kúl- unni á höfðinu og allt í einu leið honum m'klu betur. - Þetta er heiliadagur hjá þér, sagði hann. -— Já, þetta er að mjakast, sagði Bacon. — Svo er þér fyrir að þakka — og honum Barry Gould. Hann gekk aftur að bíl- skúrnum og leit á fangana. — Hver leigði ykkur? spurði hann. Svo beið hann, en eina svarið sem hann fékk. var ólundarleg þögn. En Bacon virtist vera al- veg sama. Hann gekk kring um sendibílinn. — Sennilega stolinn, sagði hann. Hann stanzaði og leit á Carroll brölta út úr bíln- um og horfði svo á hann, þang- að til Carroll varð þess var og leit upp. — Hvernig stendur á því, að þessir náungar voru að sækjast COFFEE TONE illlií HELLESENS Ferðist ekki án fyrirhyggju. Ferðatrygging upp á hálfa milljón í hálfan mánuð kostar aðeins 270 kr. m. sölusk. TRYGGINGAR" 17700 eftir myndunum þínum? spurði hann. — Það veit ég ekki. — Hefurðu enga hugmynd um það, ha? Bacon neri á sér hök- una. Honuih virtist vera alveg sama. Hann var rólegur og hugsi, og Murdock beið eftir að sjá, hvað það var, sem leyndist bak við regngráu augun. — Skritið að tarna, sagði Bacon loksins. — Hér eru þrjú hundruð málarar í borginni, og þessir kónar þurfa einmitt að hitta á þig, er það ekki skrítið? Cari'ol) ræskti sig og var vandræðalegur á svipinn. Já, það er óneitanlega einkennilegt. — Já, sannarlega. Og þú veizt ekki hvers vegna, og þeir hafa ekki sagt þér það . . . enn. Hann hélt áfram að núa á sér hökuna, og kinkaði svo kolli. — Allt í lagi, við skulum koma okkur af stað. Við förum með allt drasl- ið á stöðina. — En hvað um myndrnar minar? sagði Carroll. — Já, hvað um þær? — Já, ég á við, að ég vil helzt koma þeim aftur i stofuna. - Við kunnum að þurfa á þelm að halda sem sönnunargagni. — Þér getið fengið þær léðar, hvenær sem þér viljið, sagð Carroll. — Og þér þurfið ekki á þeim að halda fyrr en þessir t.veir koma fyrir réttinn, eða hvað? Bacon hugsaði sig um. — Jæja, allt í iagi, sagði hann. — L;ð- þjálfinn getur ekið yður heim i sendibílnum. Hann skipaði svo Keogh að hjálpa Carroll til að koma myndunum í vinnustofuna. Hann skipaði honum að skrá- setja myndirnar og koma svo með sendlbílinn á stöðina. Lög- reglumönnunum tve'mur skipaði hanh að fara með fangana á stöð ina í eftlrlítsbílnum og síðan gaf hann Murdock bendingu. — Þú getur komið með mér, sagði hann. Murdock gekk n;ður að stræt- inu. Þegar hann kom að lög- reglubílnum, sagði hann: Það er betra, að ég hitti þig þar nið- ur frá. Hvar niðurfrá? — 1 skrifstofunni þ'nni. Baeon setti upp gremjusvip. — Hvað er að? Ekki neitt, sagði Murdock. — Þú hefur kannski en-gan áhuga á þessum tveimur náung- um? Murdock svargði óþolinmóð- ur: — Þú ve'zt ósköp vel, að ég hef áhuga á þeim. En ég þarf bara að gera dálitið annað fyrst, og vil ljúka því áður en ég kem lil þín. — Já, einmitt. Þarftu að gera eitthvað fyrst. Ég verð ekki melra en hálftíma að því. Ekki þarftu neitt að flýla þér mín vagna, sagði Bacon ólundarlega. Murdock horfði á eftir eftir- litsbílnum er hann beygði út úr sundinu. Hann leit aftur á Bacon. - Ég kem undir eins og Hrúturinn, 21. niarz — 19. apríl. * I ilae liýftir rkkrrt annuð en að tialila sér alKnlrga að við- 1 skiptunum. Nautið, 20. apríl — 20. maí. 1'élaBar liínir finna sér citthvað nýtt til í niáli, nciii |>ið iiafið ekki rœtt fyrr. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júni. !»rt skalt fara frani á viðurkeiiiiiiiftu fyrir það, sem l»rt hefur ííert, of* lesftja fé í fyrirætlanir þínar. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. I»rt verður að vera þolinmðður oj* halda fast við ákvarðauir L þínar. * Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. | l»rt verður að skilja bilið milli kynslóða, og j;era þér |iað að géðu. ^ Meyjar, 23. ágúst — 22. september. \ l»rt ert dálitið takmarkaður, o« því bældur þessa dasraua. !ák- legt er því, að tauffarnar séu í tæpara lajrí. Vrog:in, 23. september — 22. október. I»að er aldrei of seint að Refa ffjafir of votta vináttu. Sporódrekinn, 23. október — 21. nóvember. Víðsýni þín nær rtt fyrir öll takmörk. Bog;maðurinn, 22. nóvember — 21. desember. I»ér verður lauiiuð áreynslan í na*r að fullu. Steinffeitin, 22. desember — 19. janúar. Svo mikið tt'eiiL'ur á nrtna, að þrt átt fullt í faii«i með að fyljrJ- ast með. Vatnsberinn, 20. janiar — 18. febrúar. Viðburðir daj;sins l«‘«ruja hornsteluiim að framtíðarstörfum jiín- um. riskarnir, 19. febrúar — 20. marz. llepimin er algerlng'a með þér f ðnf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.