Morgunblaðið - 29.08.1971, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1971
17 i
Egilsstaðakauptún.
Sumri hallar
Sumarið er á íðruTn. I>egar
þetta er skrifað er feuMi í lofti
og rok, sem minnir okfeur á, að
haustið og veturinn eru á næsta
leiti. Bændur segja, að hlöður
séu að fyllast af músum. Það
boði harðan vetur. Þeir vita
sínu viti, þegar veðrið er ann-
ars vegar, enda eitga fáar stétt-
ir jafn mikið undir veðrinu kom
ið og þeir, sem búsfeap stunda.
Þetta hefur verið gott sumar til
sveita, spretta mifeil og þurrk-
ar og heyfengur margfaldur á
við það, sem verið hefur und-
anfarin ár.
Bændur hafa orðið fyrir mifel
um búsifjum síðustu árin af
völd’um kals og náttúruhamfara.
Snemma í sumar var genigið um
mi’felar túnsléttur á bæ einum I
Borgarfirði. Þetta tún haifði
jafnan gefið af sér mikinn hey-
feng og igert betur en að fylla
hlöður og votheystuma. En
eyðileggingin af völdum kalsins
í fyrra var ótrúlega mifeil og
ömurlegt að virða fyrir sér þessi
áður gjöfulu tún. 1 fyrra gaf
þetta tún efeki af sér nema í
hálfar hlöður og í júní voru þar
toppar og toppar á stangli. Enn
liggur efeki ljóst fyrir, hvað
valdið hefiur slíku tjóni, þótt
visindamenn landbúnaðarins
hafi unnið að rannsóknum á þvi.
En afleiðingim af skemmdunum
á þessum bæ eins og fjölmörg-
ium öðrum viðs vegar um land-
ið varð auðvitað sú að skepn-
um var fækfeað eða dregið úr
áformaðri aufeningu.
1 flestum landishlutum hafa
bændiur haflt svipaða sö,gu að
segja en nú hefur árað betur
en oft áður og sannkallað góð-
æri bæði til sjávar og sveita.
Páir hefðu trúað þvií veturna
1968 og 1969 að svo
mundu skipast veður í lofti,
eins og nú hefur orðið raunin
á. Afkoma íslenzifeu þjóðarinnar
er nú sem fyrr háð duttlungum
náttúruaflanna og svo mun enn
verða um sinn, þrábt fyrir tækni
framfarir og iðnvæðingu.
Sumarið hér á íslandi er stutt
og það hverfur áður en við vit-
um af. Eln haustið er að mörgu
leyiti bæði skemmtilegur og fall-
egur ánsitímt Hauistliltirnir á
Þingvöllum eiiga vart sina líka
og sá sem séð hefur Þingvelii
sikarta sinu feigursta á haustin
gleymir því seint. Á haustin er
líka eins og hin venjulega þjóð-
félagsstarfsemi vakni af dvala
eftir sumarið. Fáir kynnast þvi
betur en blaðamenn í hvílíkan
dvala þjóðllifið leggst á sumrin,
þegar hver og einn toeppist um
að njóta þeirra sólsfeinsstunda,
sem koma ytfir hásumairið og láta
allt annað lönd og leið.
Á sumrin öggur hvers kyns
menningarstarfsemi að mestu
leyti niðri í þéttbýlinu, meðan
iistamenn okkar og menningar-
frömuðir leggja land undir fót
og heimsækja hinar dreifðu
byggðir landsins, en seint í sept-
ember og í byrjun október held-
ur menningin innreið sína á ný
í þéttbýlið og stjómmálastarf-
semi hefst með setningu Alþing-
is. Að visu hefur þetta sumar
verið óvenju viðburðarlkt í
stjórnmiálunum, en það er und-
antekning fremur en almenn
regia.
Haustið er lika fljótt að líða.
Það sama verður hins vegar
ekki sagt um skammdegið. Þetta
þrúgandi og dimma íslenzka
skammdegi hefur áreiðanlega
mikil áhrif á skapgerðarein-
kenni Islendinga og menn verða
þess meira varir, eftir því sem
árin færast yfir.
25 árum of seint
Oft er sagt, að við Islending-
ar megum hrósa happi yfir því,
að memgunaraldan, sem skollið
hefur yfir heimsbyggðina síð-
ustu misseri hafi komið svo
fljótt, að við igetum gert ráðstaf
anir til þess að firra öfekar land
verulegu tjóni af mengun og
náttúruspjöllum. Vel má það til
sanns vegar færa, en þó ekki að
öllu leyti. Memgunaraldan kom
25 árum of seimt til þess að hægt
yrði að bjarga umhverfi Reykja
vítour.
Hörmulegt er að ganga um
fjörurnar í Fossvogi og nánast
etoki hægt Kópavogsmegin
vegna óþritfnaðar, rusls og ann-
arra mannanna verka. Fyrir
aldarfjórðungi er sagt, að mik-
ið hafi verið um fugl i fjörun-
um í Fossvogi og gnægð fisks í
sjónum. Að vísu er enn eitthvað
um fugl i fjörunum en fiskur-
inn er gersamlega horfinn.
Kópavogsmagin er fjaram þó
öllu verri en Reykjavíkurmegin
enda er nánast enigin byggð þar.
En á þessum slóðum hefur fjar-
an stórversnað sökum mengun-
ar aðeins á siðustu 5—6 árum.
Og sjórinn er skítugur. Sagt er,
að þegar mikil fjara er S Kópa-
voginum milli Kópavogskaup-
staðar og Arnarness, gjósi þar
upp óþefur, svo mikill, að íbú-
ar i næsta nágrenni haldist
varla við. Auðvitað er þetta af-
leiðimg þess, að skolp og ann-
ar óþverri hefur runnið út í
bæði Fossvogimn og Kópavog-
inn óhindrað. Skaðinn er orð-
inn og úr því verður varla bætt
úr þessu en a.m.k. er hægt að
gera ráðstafanir til þess, að
mengunin verði ekki enn rneiri
en orðið er og sú skylda hvilir
á sveitarfélögum á þessu svæði.
Annars er furðulegt, þegar
rætt er um fjörur, hvemig
skipuilagsyfirvöld á höfuðborg-
arsvæðinu hafa að jafnaði farið
með strandlengjur. Nægir i því
sambandi að minna á þær
bytgigámgar, sem risið hatfa irnnist
við Eliiiðavoginn, þar sem
áreiðanlega er ljótasta hverfi
Reykjavíkurborgar, illa skipu-
lagt verksmiðjuhverfi og sóða-
legt í alla staði. Meðfram Foss-
voginum í Kópavogi hafa risið
verksmiðju- og verkstæðisbygg-
ingar og er það með öllu óskilj-
anleg ráðstöfun. Hvers vegma
eru feguirstu byggingasvæðin
ekki notuð undir íbúðahverfi?
För utanríkis-
ráðherra
För Einars Ágústssonar, utan-
rikisráðherra, og helztu embæfct-
ismamma uifcanríkisráðuneytis-
ins til Lundúna og Bonn, hefur
verið mjög í sviðsljósimu. Ferð
hans vakti sérstaklega athygli í
Bretlandi, enda efndi hann til
blaðamannafundar í Lundúnum
og var þvi mikið skrifað um fyr-
irhugaða útfærslu á íslenzkri
fiskveiðilögsögu í brezk blöð,
misjaínlega vinsamlega að vísu.
Hins vegar vakti ferð hans til
Bonn litla athygli í þýzkum
fjölmiðlum, enda efndi ráðherr-
ann ekki til fundar með frétfca-
mönnum þar í landi.
Af hálfu íslenzku ríkis-
stjórnarinnar var lögð mikil
áherzla á að flýfca þessari ferð,
fyrst og fremst vegna þess, að
fyrst eftir að ríkisstjórnin tók
við völdum, hafði hún fullan
hug á að segja upp sam-
komulaginu við Breta og Vest-
ur-Þjóðverja frá 1961 með 12
mánaða fyrirvara, þ.e. segja því
upp íyrir 1. september n.k.
þanmig að það væri úr giildi
fallið fyrir væntanlega út-
færsiu í 50 sjómílur 1. septem-
ber á næsta ári. Af þessum sök-
um kauis ríkisstjórnin fremur að
láta Einar Ágústsson ræða
við aðstoðarutanríkisráðherra
Breta, Joseph Godber, en sjálf-
an utanríkisráðherrann, Sir
Alec Do uglas -Hom e, sem var í
sumarleyfi, þegar utanríkisráð-
herra okkar kom til Lundúna.
Ndkkurra vikna frestun á för-
inni hefði hins vegar leitt til
þess, að Einar Ágústsson hefði
htfct Sir Alec að máli. Að aMra
dómi er Douglas-Home mikils
ráðandi um brezk utanríikismál.
Hann er einn af fáum fyrrver-
andi forsætisráðherrum Breta,
sem hefur fallizt á að taka sæti
i ríkisstjórn undir forsæti ann-
ars manns og þegar af þeirri
ástæðu og reyndar mörgum öðr-
um nýfcur hann sérstöðu í brezto
um stjómmálum og imnan
brezlcu ríkisstjórnarinnar. Þess
vegna hefði verið mjög æskilegt,
að utanrlkisráðherra íslands
hefði fengið tækifæri til að
ræða við Sir Alec Douglas-
Home um lamdhelgismálið en
hann er íslandi mjög vinveittur.
Af því gat hins vegar ekki orð-
ið vegna þess, að vinstri stjóm-
in vildi flýta förinni svo mjög.
Ósagt skal látið hvort og þá
hve miklu tjóni það óðagot hef-
ur valdið okkar málum.
Vissulega er það talsverð eld-
raun fyrir óreyndan mann eins
og Einar Ágústsson að fara í
fyrsta skipti í svo mikilvæga
sendiför fyrir íslenzku þjóðina.
En fregnum ber saman um, að
utanríkisráðherra hafi komið
vel fyrir í viðræðum við fjöl-
miðla í Bretlandi og skiptir það
vissulega miklu máli. Hitt er
svo fróðlegt ihuigunarefni, hvort
þessi ferð utanríkisráðherra
hafi verið velheppnuð frá sjón-
armiði þeirrar stefnu, sem
vimstri stjórnin hefur markað í
landheligismálinu. Það tfór t.d.
ekki á milli mála, að áður en
utanríikisráðherra lagði upp í
för sirna, hafði vinstri stjómin
fullan hug á að segja upp sam-
komulaginu við Breta og Vest-
ur-Þjóðverja frá 1961 tfyrir
næstu mánaðamót. En eftir að
utanríkisráðherra kom heim og
gerði ríkisstjóminni og land-
helgisnefndinni grein fyrir við-
ræðum sínum við ráðamenn í
Lundúnum og Bonn, hefur við-
horfið bersýnilega breytzt að
verulegu leyti. Enn liggur ekki
fyrir, hvort vinstri stjórnin tek-
ur það skref nú, að segja upp
samkomulaginu fyrir næstu
mánaðamót, en uim það hefur
ríkt talsverður ágreiningur inn-
an stjórnarinnar síðustu daga.
Og af Skiljanlegum ástæðum.
Einar Ágústsson kvaddi við-
mælendur sína í Lundúnum og
Bonn með þeim orðum, að við-
ræðum yrði haldið áfram og að
Islendingar vildu reyna að fara
samningaleiðina í þessu vanda-
sama máli. Það gefur því auga
leið, að það mundi koma ráða-
mönnum í Lundúnuim og Bonn
mjög á óvart, eftir þau kveðju-
orð hins íslenZka uitanríkisráð-
herra, ef fyrsta verk hans eft-
ir heimkomuna yrði að senda
þeim simskeyti þess efnis, að
samkomulaginu frá 1961 væri
sagt upp. Raunar er ljóst, að ef
það yrði gert væri gagnslítið
fyrir utanríkisráðherra eða aðra
talsmenn vinsfcri stjórnarinn-
ar að sýna sig í Lundúnum eða
Bonn á næstunni.
Auk þessa hatfa verið skiptar
skoðanir um það innan ríkis-
stjómarinnar og Iandheligis-
nefndarinnar, hvort nauðsyin
beri til að siegja samningunum
frá 1961 upp með 12 mánaSa fyr
irvara eða 6 mánaða fyrirvara.
Nýleg alþjóðasamþykkt, sem
gerð var í Vín, gerir ráð fyrir
12 mánaða uppsagnafresti al-
þjóðasamninga, sem ékki hafi að
geyma sérstök uppsagnar-
álkvæði. Þessi alþjóðasamþykkt
hefur hins vegar aðeins verið
staðfest af 6 riikjum og að mati
f ærustu þ j óðréttarsérfr æðinga
okkar er nægilegt að hafa 6
mánaða fyrirvara á uppsögn-
inni. Þá hlýtur vinstri stjórnin
einniig að hafa í huga, að þing-
flokkur og miðstjóm Sjálfstæð-
isflokksins hafa gert kröfu til
þess, að tillögur um breytingar
á samningunum frá 1961 verði
lagðar fyrir Aiþinigi og leitað
heimiHdar Alþingis til breyltinga
eða uppsagnar. Þegar samkomu-
lagið við Breta og V-Þjóðverj'a
var 'gert 1961 var það fyrst lagt
fyrir Alþingi og leitað heimild-
ar þess, áður en það var endan-
lega gert. Með sama hætti er nú
eðlilegt, að þetta mál verði lagt
fyrir þingið. Vinstri stjórnin
getur ekki vænzt þess,
að stjórnarandstöðuflokkamir
leggi sig fram um að tryggja
þjóðareiningu í landhelgismál-
inu nema hún leggi eitthvað af
mörkuim af sinni hálfu — m.a.
það að tryggja þingræðislega
meðferð þessa máls.
Að framansögðu má ljóst vera,
að vinstri stjómin er þegar far
in að komast í kynni við raun-
veruleikann í ýmsum málum,
sem hún bersýnilega hafði ekki
í huga, þegar hún tók við völd-
um. Fari svo, að hún taki
ákvörðun um að segja efeki upp
samningunum frá 1961 fyrir
mánaðamót og fallist á að ieita
heimildar Alþingis er það í
fyrsta skipti, sem hún hörfar
frá þeim áformum, sem hún í
upphafi lét uppi.
Frammistaða
forsætisráðherra
Þegar ný rikisstjóm tekur
við völdum, þykir mönnum að
sjálfsögðu forvitnilegt að fyfligj-
ast með því fyrsfcu vikurnair,
hvemig hinir nýju ráðherrar
standa sig í embættum sínum.
Oft eru það fyrstu skrefin, sem
gefa nokfera víisbendingu um
það, sem koma skal. Ekki á það
sízt v.ð uim núvarandi forsætiis-
ráðherra, Ólaf Jóhannesson, að
fróðlegt hefur þótt að fylgjast
m-eð fyrstu spor-um hcins í hinu
mikiivæga embæfctk Ólaifur
Jóhannesson tók við embætti
formanns Framsóknarflokksins
á árinu 1967 og hefur leitt Fra-m-
sóknarflokkinn í tvennum kosn
ingurn. 1 báðum þessum kosnin-g
um tapaði flokkurinn verulegu
fylgi, enda þótt hann hefði þá
um árabil verið í stjórnarand-
stöðu og í þingkosningunum í
sumar tapaði Framsóknarflokk-
urinn þingsæti í kjördæmi for
sætisráðherrans og 3000 atkvæð
um yfir landið, þegar tekið er
tiillit til eðlilegrar aúkningar.
Af þessum sökum var ljóst, að
hvorki F rams-ókna r f liokfeu r-in-n
né formaður hans, Ólafur Jó-
hannesson, höfðu hlotið traust í
kosningunum, þvert á móti
lýsfcu kjósendur yfir sérstöfeu
vantrausti á flokknum og for-
mann'nuim. Það vair þesis vegna
með öllu óeðlilegt, að Ólafur
Jóhannesson myndaði þá ríkis-
stjórn, sem nú sifcur að völd-
um og beinlínis afskræming á
vilja kjósenda, eins og hann
kom fram í kosningaiúrsliitunum.
Frarn til þessa hefur almenninig-
ur fyrs't og fremst átt þess feost
að kyinnast hinum nýja forsæt-
isráðherra af framtoomu hans í
samskiptum við fjölmiðla og
hún hefur verið með þeim en-
demum að fáheyrt er. Upp úr
sauð þó, er fréttastofa ríkisút-
varpsins átti stutt- samtal við
forsætisráðharran* fyrir nokkr-
um dögum og innti hann ál'iits á
til'lögu þeirri, sem Jóhann Haf-
stein, formaður Sjálfstæðits-
flokksins, flutti i landhelgis-
nefndinni um, að Island hefði
frumikvæði í itiiLlögufliuitninig,i
á næsta fu-ndi nefndar þeirrar,
sem vinnur að undirbúningi
hafréttarráðstefnunnar í Genf.
í viðtali þessu svaraði ráðherr-
ann spurningu fréttamannsins
gersamlega út í hött og taldi,
að hér hefði eingöngu verið um
að ræða tililögu um samstarf
við aðrar þjóðir í landhéligis-
málinu, sem framsóknarmenn
hefðu fiyr.iir löngu -lagt -til!
Það er auðvitað verst fyrir
Ólaf Jó-hannesson sjálfan, þeg-
ar hann kemur fram af slíkum
durgshætti frammi fyrir alþjóð.
Afleiðingin verður einfaldlega
sú, að honum teksit engan veg-
inn að vinna traust fólks, sem
forsætisráðherra verður þó
jafnan að njóta í ríkum mæli.
Og um leið og forsætisráðherr-
ann leyfir sér slíka framkomu,
veldur hann þvi að öll ríkis-
stjórn hans hlýtur sama dóm
og hann sjálfur í augum al-
mennings. Þá er á það að líta,
að brýna nauðsyn ber til að
þjóðareining skapist í land-
he-lgismiálinu. Með fraimlkamiu
af því tagi, sem Ólafur Jóhann-
esson, forsætisráðherra, hefur
gert sig sekan um, frammi fyirir
alþjóð, er hann beinlinis að
koma í veg fyrir, að slí’k þjóðar
eining geti náðst. En því miður
er þetta stutta útvarpsviðtal
ekkert einsdæmi um tilsvör for-
sætisráðherra þegar frétta-
menn ræða við hann um mál-
efni lands og þjóðar. Öllu held-
ur er það almenn regla, að hann
ýmist svarar ekki spurningum
eða svarar þeim út í hött. Raun-
ar þarf þetta ekki að koma á
óvart af hálfu þess manns, sem
frægastur hefur orðið fyrir
það að segja ýmist já-já eða
nei-nei í flestum þeim málum,
sem miklu varða.
Framhald á bls. 31
r *** ^ ^
J Reykjavíkurbréf
fljófct
Laugardagur 28. ágúst