Morgunblaðið - 28.09.1971, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.09.1971, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1971 — Ræða Geirs , Framhald af bls. 1. vegna þess að við berum virð- isngu fyrir kanadísku þjóðinni, fyrir sakir dugnaðar og fram- sækni, en þessi afstaða okkar mótast án efa einnig af þeirri staðreynd, að hvergi utan fslands búa jafn margir íslendingar og hér í Kanada. Fjöldi fslendinga eða fóiks af íslenzku bergi brot- ið býr í þessu landi sem dyggir þegnar Kaniada, en heldur þó sam tímis í heiðri íslenzkum uppruna ainum og hefðum að heiman sprottnum. i Herra forseti. í skýrslum, sem hefur verið dreift um umræður í nefndum, koma fram efasemd- ir viðvikjandi núverandi afstöðu lands mins til varnarsamningsina við Bandaríkin og viðvíkjandi aðild okkar að Atlantshafsbanda laginu. Satt er það, að breyting hefur orðið á opinberri afstöðu Í3lands til vamarsamningsins við Bandaríkin, vegna stjórnar- skiptanna á fslandi í sumar. Ég j veit, að þingmenn í lýðræðisríkj- • um telja eðlilegt, að skoðanamun ur sé með mönnum og að hann sé látinn í ljós; þó svo að talið ! sé æskilegt að samræma eftir ! föngum mismunandi sjónarmið til svo þýðingarmlkils máls sem afstöðu lands til utan- ríkiamála og vamarsamninga. |' Ég tala hér sem einstakur þing maður í hópi starfsibræðra og lít ekíki aðeins svo á, að mér sé frjáilst að tjá skoðanir minar — heldur tel ég það beinlfais skyldu mína — á þessu máli, en þær hygg ég fari saman við skoðanir núver andi stjómarandstöðu á fslandi. Leyfið mér fyrst að minna á, að enda þótt fslendingar hafi aldrei hatft her, voru þeir meðal stofnfélaga Atlantsha fsbanda- | lagsins árið 1949, en þar var | kveðið svo á um, að að:ld að | Atlanfihafsbandalaginu faúi ekki 1 nauðsynlega í sér, að við hefðum erlendan her í landinu á friðar- timum. En vegna Kóreustyrjald- arinnar og ástandsins í alþjóða- málum í heild, gengum við ion í vamarsamstartfið við Bandarik- in aðeins tveimair árum síðar, eða árið 1951. Um þær mundir var litið svo á, að það væri í okk ar eigin þágu og bandamanna okkar í Atlantshafsbandalagmu, að við leyfðum erlendan her í landinu, okkur til vamar. ; Ætlun núverandi rikisstjómar á fslandi, sem nýtur stuðnings 32 þingmanna, er að endurskoða vamarsamninginn við Atlants- hafsbandalagið eða segja hon- i um upp í þvi skyni, að vam- arliðið hverfi frá íslandi í áföngum, en stefnt skuli að þvi, að það gerist á næstu fjórum árum. Ég hygg, að aliir þtogmenn stjómarandstöðunnar, 28 talstos, séu andvígir bessari samþykkt. Að sönnu er ekkert eðlilegra sjálfstæðu ríki en að endurskoða varnarmál sín á hverjum tíma. En með Miðsjón af auktoni athafnasemi Varsjár- bandalagsríkja á norðurvæng Atlantshafsbandalagsins teljum víð óskynsamlegt að fsland verði vamarlaust. Er þá hvort tveggja haft í huga hagsmunir íslands og öryggi þess og jafnframt öryggi ná- grannalandanna í Atlantshafs- bandalaginu. Við lítum á það sem skyldu við okkur sjálfa, ekki síður en við bandamenn okk ar að leggja fram okkar skerf til að áfram geti haldizt friður og jafnvægi i samfélagi Atlants- hafsbandalagsþjóða. Við teljum einnig óskynsamlegt fyrir eina aðildarþjóð að draga sig einhliða frá skuldbindingum sínum við bandalagið, án þess að því gef- ist kostur á að tryggja sams kon ar fækkun í herliði eða athafna- semi hugsanlegs andstæðings. Þetta er ekki hvað sízt áhættu- samt, þegar það er haft I huga, að við bindum nú vonir við, að einhvers konar samkomulag ná- íst um Berlín, og varðandi hugs- anlega ráðstefnu um öryggismál Evrópuríkja. Samningur íslands og Banda- ríkjanna gerir ráð fyrir, að hvor þjóðin getl farið fram á viðræð- ur um endurskoðun og náist samkomulag ekki eftir slíkar við ræður getur önnur hvor ríkis- stjórnin sagt upp samningnum með tólf mánaða fyrirvara. Sem fulltrúi í núverandi stjórnarand- stöðu á Islandi, vona ég einlæg- lega, að ríkisstjórn Islands muni, meðan á þessari athugun stend- ur, breyta núverandi afstöðu sinni. Með skírskotun til þeirra mis- munandi skoðana, sem uppi eru manna á meðal á íslandi viðvíkjandi afstöðunni til varnarsamningsins við Banda- ríkin, leyfi ég mér einnig að leggja áherzlu á, að enda þótt skoðanir séu einnig skiptar inn- an rikisstjórnarinnar sjálfrar um framtíðaraðild Islands að Atlants hafsbandalaginu, er engin breyt- ing þar á fyrirhuguð, og líkast til eru 45—50 fulltrúar af 60, sem eiga sæti á Alþingi hlynntir áfram haldandi aðild íslands að Atlants- hafsbandalaginu. En sömu sögu er að segja af Isiandi sem og öðrum ríkjum bandalagsins, að við gerum okkur grein fyrir nauðsyn þess að endumýja og koma í fastara horf almennum áhuga á Atlantshafsbandalaginu og stefnu þess. 1 lýðræðisrikjum er eðlilegt að ólíkir einstakltogar, hópar, stéttir eða flokkar leiti eftir ólikum leið um að lifshamingjunni, Því er hvorki unnt né eftirsóknarvert að keppa að settu marki með sams konar einsýni og í ein- ræðisrikjum. Þvi er kannski ekki sérlega auðvelt að vekja áhuga eða ánægju t.d. með skatta til að geta haldið uppi þeim nauð- synlegu vömum, sem allir vona að ekki verði þörf á að nota. Engu að síður er þess að minn- ast, að lýðræðisríkin hafa fengið nasaþef af þvi, hvað einræðis- rikin hafast að, nú á síðustu ár- um. Undir slíku stjórnarfari er kleift að gera ráðstafanir með eitt stefnumark í huga, án þess að leggja það undir dóm þjóðar- taiaar og jafnvel án þess að gera áformin heyrum kunn. Því verða lýðræðiisþjóðir j'afn- an að vera á verði, svo að þær verði ekki fómiarlömib erlendrar ásælni eða undirokaðar af imu- lendum mininiMutahópuim. Að sjálfsögðu vonum við, að okkur megi takast að draga úr viðsjám, og ólíkum þjóðum muni talkast að fullvissa hver aðra um, að þær muni ekki grípa til íMutunar um málefnd hver anmarrar. En til þess að ná slíku marki verðum við etonig að gera Atlantshafs- bandalagið að meira afli á frið- artímuim, og það vonium við, að okíkur takisit. Atlantshafsbanda- lagið verður því í auknum máfli að helga sig fleiri verkefnum, sem beinast að þvi að bæta og fegra friðsaimlegt hveradagsilíf borgaranna í hverju landi fyrir sig. Þess vegna fögnum við tillögu sjö manma nefndar, undir for- sæti Jacobs Javits, öldungadeild- arþtogsmaTms, þar sem beinf er á, að bandalagið kanni leiðir til að endumýja og efla störf þess. í framhaldi af því álít ég eðlilegt, að tvö áríðandi mál verði megin- viðfanigsefni Atlantshafsbanda- lagstos, þ. e. aukiin umhverfis- vemd og viðleitmi og ráðstafanir tU að draga úr mengun. Við höf- um og orðið þess varir hér, að á fundum og í nefndum hefur mjög borið á góma bandariska inn- flutningstollinn, sem ekki hvað sízt snertir Kanada. Slíkt er eitt af friðsamlegum og þýðingar- miklum verkefnum, sem Atiants- hafsbandalagið hefur við að fást i framtíðinná. Herra forseti. Ég mun þá með yðar leyfi víkja eins fáum orð- um og unnt er að mjög þýðingar- miklu máli, sem varðar umhverf isvernd og hefur ekki aðeins mikla efnahagslega þýðingu fyr- ir Atlantshafsbandalagið í heild heldur og alveg sérstaklega fyr- ir land mitt, ísland. Þar á ég við venndun fiskistofna í Norður- Atlantshafi, einkum á miðunum umhverfis ísland. Sendinefndin hefur dreift greinargerð meðal þingfulltrúa varðandi fiskveiði- lögsögu Islands. Við biðjum yður vtosamlegast að kynna yður mál ið. Ég bendi á, að Island hvílir á stöpli og útlínur hans fylgja út- línum lands og ná 50—70 mílur á haf út. í hafinu yfir þessum stöpli eru auðugustu fiskeldis- stöðvar okkar og við lítum því svo á, að þetta sé eðilegur hluti landsins. Sannleikurinn er sá, að fiskimiðin umhverfis landið eru einu auðlindir íslands, er telja má sambærilegar við námur eða timbur i öðrum löndum. Fisk- veiðar eru íslendingum lifsnauð- syn. Þess vegna er ríkjandi al- ger samstaða milli allra stjóm- málaflokka á Islandi um að færa fiskveiðilandhelgi okkar út i 50 eða 70 mílur, og við förum þess á leit við vinaþjóðir okkar, að þær virði og skilji þessa ákvörð- un. Fiskur eða fiskafurðir eru um eða yfir 80% af öllum útflutningi okkar. Enda þótt reynt hafi verið að efla iðnað og auka fjölbreytni atvinnulífsins tekur það langan tíma, svo að um fyrir- sjáanlega framtíð verða ís- lendingar að treysta á fiskveið- ar. Þetta er einnig spurn- ing um varðveizlu fiskistofn- anna á miðumim umhverfis land- ið, enda hötfum við strangar regl- ur um veiðar okkar eigin fiski- skipa innan landhelginnar. Út- færsla mun þvi stuðla að því, að fiskistofnamir geti vaxið til hag- sældar bæði fyrir otekur og aðra, sem veiða utan landheliginnar. Fiskimiðin umihverifis foland eru nú i mikilli hættu vegna ofveiði og áganigs stórra fiskiskipa, verk smiðjutogara, og vegna nýrrar tækni í fiskveiðoim. Togarar sækja á íslandsmið alla leið frá Japan. Óbreytt ástand í þessiu efni væri þeim einum tál hags, sem hatfa verulega auikið fjár- festingu í uppbyggingu fiskveiði ftota síns að undanförnu, og það vill svo ttl, að það eru Rússar, Pólverjar og Austur-Þjóðverjar. Við viljum ekki, né heldur vildi Atlantshafsbandalagið meina Varsjárbandalagsríkjum að hafa réttmætan aðgang að auðlindum hafsins, en hugurinn hvarflar þó ósjálifrátt til sfkýrslu Mr. Gruse frá Kanada til hermálanefndar- tanar, þar sem bent er á hemað- arlegt mikilvægi rússnesíka haf- rannsóknarflotans og fiskiskipa- flotans, sem er hinn stærsti í heiimtouim. Þessu til viðbótar mætti nefna, að opinberar tölur sýna, að af ðUurn þjóðum, sem sækja á ís- landsmið, hefur afli Rússlands f jórfaldazt á siðustu 20 árum, og afli Pólvrja fimmfaldazt sé bor- ið saman við atfla Breta og Þjóð- verja, sem hefur aðeins aukizt um 10—20% á sama tímabili. En meginmálið er þó, að floti stórra nútímaveiðiskipa, erveiða á fjarlægum miðum, getur al- gerlega eyðilagt góð og aflavæn- leg fiskimið á einum eða tveim- ur dögum og komið þar með I veg fyrir áframhaldandi fiski- gengd á þessum svæðum. Þær þjóðir Atlantshafsbandalagsins, sem vænta má, að útfærslan hafi áhrif á, eru Bretar og Vestur- Þjóðverjar. Fiskur er þó aðeins 2% af útflutningi þessara tveggja þjóða. Báðar þessar þjóð ir fjalla nú um það, ásamt með öðrum löndum Efnahagsbanda- lags Evrópu, hvernig samræma megi efnahagslíf þeirra og mark aði, með það fyrir augum að auð velda sem hagkvæmasta dreif- ingu vinnuaflsins. í þessu skyni á að leggja niður verndartolla. Sannleikurinn er sá, að bæði Bretar og Vestur-Þjóðverjar verða að veita háa ríkisstyrki til að gera útgerðarmönnum kleift að senda skip sín til veiða á Is- landsmið. Þessu til viðbótar er lagður tollur á fisk, sem íslenzk skip selja í þessum löndum. Þann ig skapa verndartollar og inn- flutningsskattur ósanngjarna samkeppnisaðstöðu fyrir ís- lenzka fiskimenn. Væri höfð í huga nútíma sam- vinna innan Atlantshafsbanda- lagsins myndi koma mun hag- kvæmar út, efnahagslega séð og með betri dreifingu vinnuafls í huga, að leyfa Islendingum að fiaka fyrir lönd Efnahagsbanda- lag3 Evrópu í mun ríkari mæli ein hingað til. Auðvitað myndi þuría nokkunn aðlögunartima fyr ir alla, sem Mut ælrtu að imáli, en ekki er vafi á, að með góðum samistarfsvilja mætti þar komast að jákvæðri niiðurstöðu til ábata fyrir alla aðila. Ég vil að lokum bæta því við, að Bandaríkto og örumur lönd, sem liggja að Norðursjó, hafa lýst því yfir, að þau telji sig eiga tilkall til auðlinda, sem eru á landinu undir hafinu, vegna þess að þar er að ftona olíu og gas, sem þjóðir þesisar vilja hagnýta í eigin þágu. Það sem fyrinr okk- ur íslendingum vakir með út- færslu landhelgtonar er svipaðs eðlis; að strandriki geti gert til- kall til náttúruauðlinda sinna, í þessu tilviki fisksins i sjónum. Spummgta er, hvort smáþjóð er eklki gefinn sami réttur og stærri þjóð? Atlantshafsbanda- lagtou var komið á laggirnar meðal annars á þeirri forsendu. að hinn voldiugi hefði ekfki alltaf á réttu að standa. Við treystum því, að áform okkar um útfærslu landhelginnar muni mæta skiln- togi og samúð meðal bandalags- þjóða okkar. Hversu mófisagnakennt sem það kann að Mjóma er það hlut- verk Atlantshafsbandalagsins að leggja áherzlu á, að aðildarríkin eru hvert öðru háð í viðleitni sihni til að tryggja sjálfstæði hvers og eins í framtíðimni. — Þetta er urn margt örðugt verkefni og mun þvi aðeins takast, ef þingmenn banda- lagsþjóðanna gera þátttök- una í því þýðingarmtifkla, þæði með störfum á vettvamgi þeas, svo og gagnvart þegnunum í lömd um stoum. Við skulum vona, að við mun- um ekki bregðaist í þessu mikla ætlunarverki okfkar. Þökk fyrir. — Danmörk Framhald af bls. 1. stjórnmálum fyrr en úrslit þingkosninganna liggja end- anlega fyrir, Hvað þá tekur við er ennþá óljóst. Sennilega vcrðnr lokanið- urstaðan þó sú, að Jens Otto Krag myndi jafnaðarmanna- stjórn og verði sjálfur forsaetis- ráðherra og K. B. Andersen, fyrr- um kennslumáiaráðherra, taki sæti utanríkisráðherra. Sonur Viggo Kampmanns, fyrriun for- sætisráðherra, Jens Kampmann, fær sennilega lika sæti í slíkri stjórn. Ef frambjóðandi Sambands- flokkstos nær kosningu til þjóð- þingsins er þess vænzt að hann muni í samræmi við fyrri hefð standa með þingflokki Vinstri flokksins. Þá yrðu þingfylking- arnar aftur jafnstórar. Þar með mundi annar þingmaður Græn- lendinga, lýðháskólakennarinn Móses Olsen frá Holsteinsborg, komast í oddaaðstöðu. Eins og sakir standa vill Mós- es í samræmi við óskir stuðn- ingsmanna sinna tryggja sér stuðning þeirra flokka sem vilja ganga lengst í því að samþykkja kröfur hans. Hins vegar verður þess vart að vissrar andúðar sé farið að gæta meðal stjórnmála- manna, hvar í flokki sem þeir standa, á slikum hrossakaupum. Auk þess er á það bent, að jafn- aðarmenn og núverandi stjórnar- flokkar hafi alltaf fylgt sömu stefnu i Grænlandsmálum. Forystumenn núverandi stjórn arflokka hafa lagt til að sú lausn verði fundin á því erfiða ástandi sem hefur skapazt í þinginu að mynduð verði ríkisstjórn fjög- urra flokka, það er núverandi stjórnarflokka og jafnaðar- manna, og að Krag verði for- sætisráðherra. Þessu hefur Krag hafnað og bendir á það að hann hafi gengið til kosninga til þess að fella stjórn borgaraflokkanna — þess vegna geti hann ekki gengið til samvinnu við þá. Óljóst er við hvaða flolkka slík stjóm mun styðjast á þtagi auk jafnaðarmanma. Jafnaðarmenn hafa 70 þingsæti og Sósíalíski þjóðarflokkurinn 17. Andspænis þeim standa 88 þtagmenm Vinistri flplkksinis, íhaldsfloCfcksinis og Róttæka vinstri flokksins. Jafnaðanmenin geta htos vegar áreiðanlega reitt sig á stuðning grænlenzka þingmianmstos Knud Hertlimgs. Þar með myndast jafn- vægi miili hinma tveggja and- stæðu þingfylkinga. Verði úrslit- in í Færeyjum eins og gera mú ráð fyrir, tekur færeyslkur jafn- aðarmaður sæti í þjóðþtoginu. En ekki er vitað hvaða áhrif það hefur í för með sér að kosmtog- amar í Færeyjum hafa skymdi- lega femgið úrslitaþýðtogu í dönskum landsmálum. Hitt færeyska þingsætið hef- ur hingað til verið skipað heima- stjórnarsinna úr Fólkaflokkn- um. En nú geta Færeytogax kom- izt í algera oddaaðstöðu í damslka þinginu og ráðið únslitum um meirihlutann og því getur faríð svo að þeir kjósi öðru vísi. Fyrsit og fremst er mögulegt, að kosm- ingaþátttakam verði meiri. f síð- ustu þingkosningum var kosm- ingaþátttakam 50% í Færeyjum. Ef kosningaþátttakan verður meiri að þessu sinni getur staða flokkanna raskazt verulega. — Smrkovsky Framhaid af bis. 1. Dubceks — vegna viðtais, sem nýiega birtist við hann í mál- gagni ítaiskra koninuinista. Segir „Bude Pravo“ að Smr- kovsky sé „slúðrari og lið- hlaupi" og hafi snúizt í lið með óvinunum". Blaðið getur þess ekki, að viðtalið hafi birzt i ítölskn kommúriista- blaði — segir einimgis, að það hafi birzt í vestrænu blaði. „Rude Pravo“ segir enn- fremur, að núverandi stjórn Tékkóslóvakíu hafi sýnt Smr- kovsky hið mesta veglyndi, en hann hafi greinilega komizt að raun um, að það megi mis- nota. Bætir blaðið við, að lið- hlaupar eigi tæpast veglyndi skilið og Smrkovsky hafi sannanlega gerzt sekur um liðMaup með því að „selja sig óvinunum", eins og komizt er að orði í „Rude Pravo“. „Rude Pravo" segir ekkert um það, sem fram kom í við- talinu, en þar sagði Smrkov- sky meðal annars, að núver- andi stjóm Tékkóslóvaldu nyti einungis stuðnings 10% íbúa landsins. Hann sagði, að áframhaldandi herseta Sovét- manna í Tékkóslóvakíu værl meiri háttar vandamál komm- únistahreyfingartanar í heild og Tékkóslóvakar sættu sig einungis við hersetuna vegna þess, að þeir yrðu að halda störfum sínum til þess að lifa. Kvaðst Smrkovsky sannfærð- ur um, að þeir myndu aldrei láta sér hersetuna vel lika. — Hirohito Framhald af bls. 1. ríkjandi þjóðhöfðingi Japana sem fer í utanlandsferð. Nixon lagði áherzlu á það í ræðu, sem hann hélt þegar hann tók á móti keisaranum, að Jap- an gegndi enn mikilvægu hlut- verki í heimsmálunum og sagði að heimsókn keisarans til Alaska væri tákn um vináttu Japans og Bandaríkjanna. HiroMto lagði einnig áherzlu á vináttu Japaina og Bandaríkjanna í svarræðu sinni og þakkaði Bandaríkj un- um fyrir aðstoðina, sem þau hafa veitt Japan síðan heims- styrjöldinni lauk. Síðan ræddust Nixon og keisarinn við einslega. Skömmu áður en flugvél keis- arans lenti á Kastrup-flugvelli, var ungur japanskur stúdent handtekinn er hann tók upp úr bakpoka sínum hjálm og kylfu. Fulltrúar 12 róttækra japamskra félaga hafa dvalizt i Danmörku síðan 11. september, en korna þeirra vakti ekki grun þar sem þeir komu í smáhópum frá mörg um erlendum borgum. Ekki kom til átaka á flugvellinum né held- ur á leiðinni sem keisarinn ók um til hótels síns. Lögreglan ótt- ast þó óeirðir meðan á dvöl keis- arans stendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.