Morgunblaðið - 28.09.1971, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.09.1971, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1971 jdBOaii 'WíMgjí-'- 15 „Verndun umhverfis- ins stærsta verk- ef ni okkar 66 segir Einar Gerhardsen fyrrverandi forsætis- ráöherra Noregs ■ :|ii SEM kunnugt er voru þeir Einar Gerhardsen fyrrverandi forsætisrdðherra Noregs og Tage Erlander fyrrverandi for sætisráðlierra Sviþjóðar I heimsókn hér á landl nú um helgina í boði Norræna húss- ins. Tóku ráðherrarnir þátt i umræðufundi i Austurbæjar- bíói á sunnudag, þar sem f jall að var um jafnaðarmanna- stefnuna á Norðurlöndum í fortíð og nútíð. Var mjög góð ur rómur gerður að máli þeirra. Mbl. hitti þessar öldnu kempur að máli að Hótel Sögu á sunnudagsmorgun og ræddi stuttlega við þá, áður en þeir fóru út i gönguferð um borgina á fögrum septem- bermorgni. Við hittum fyrst að máli Einar Gerhardsen og spurð- um um álit hans á úrslitum bæjar- og sveitarstjórnakosn- inganna í Noregi, sem fram fóru þar í landi 19.—20. þessa mánaðar. — Úrslitin komu flestum flokkunum á óvart og þá sér- staklega Verkamannaflokkn- um. Þess ber hins vegar að gæta að hér var um bæjar- stjórnakosningar að ræða og minni þátttaka og áhugi er fyrir slíkum kosningum. Úr- slitin þarf ekki að túlka sem óánægju með ríkisstjórnina, heldur er hér fremur um að ræða staðbundna óánægju með bæjar- og sveitarstjómir á hverjum stað svona eins og gengur og gerist. Kannski má segja að Verkamannaflokkur- inn hafi eitthvað orðið að gjalda þess að vera í minni- hlutastjórn, og þá kann EBE- málið að hafa spunnizt eitt- hvað þar inn í. — Hvernig miðar EBE- samningunum og hver eru helztu vandamálin, sem við er að etja? — Helztu vandamálin eru á sviði landbúnaðar og fisk- veiða. Bændur i Noregi eru hræddir við inngöngu í EBE, vegna þess að landbúnaður er svo tiltölulega lítil atvinnu Einar Gerhardsen. grein i landinu. Um fiskveið- amar er líka mikið deilt, því að Norðmenn eiga erfitt með að sætta sig við að landhelg- In verði minnkuð úr 12 mil- um niður i 6. Annars eru samningar í fullum gangi og erfitt að gera sér grein fyrir stöðu mála, eða að hvaða marki EBE-löndin vilja taka tillit til okkar kröfugerða. — Ganga Norðmenn I EBE? — Það eru allir sammála um að fyrst verður að finna viðunandi lausn á vandamál- um okkar. Síðan geri ég fast- lega ráð fyrir að ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla eigi eft ir að fara fram um máUð og í dag held ég að enginn sé til- búinn til að spá um nið- urstöður hennar. — Hver er afstaða Norð- manna til fyrirhugaðrar út- færslu íslenzku landhelginnar í 50 sjómílur? — Þeirri spurningu á ég mjög erfitt með að svara, þvl að ég hef ekki kynnt mér mál ið nægilega vel. Hitt er ann- að að Norðmenn skilja mjög vel þau vandamál, sem Islend ingar eiga við að etja og sér- stöðu ykkar, en það er svo stuttur tími siðan þetta mál kom upp, að ég held að ríkis- stjómin hafi ekki fjaUað um málið tU að taka endanlega afstöðu til þess. Frá komu Gerliardsens og Erlanders tU Reykjavíkur á laugardag. Ivar Eskeland framkvæmda stjóri Norræna hússins tekur á móti þeim. Ljósm. Mbl. Kr. Ben. „Samskipti Svía og Bandar ík j amanna hafa batnaða Spjall viö Tage Erlander TAGE Erlander brosti breitt er Mbl. spurði hann hvort lion um leiddist ekki að vera fyrr- verandi forsætisráðherra á eft irlauniim eftir áratuga eld- línubaráttu og sagði: „Að visu er ekki ábyrgðin lengur á mínum herðum, en ég þarf ekki að kvarta undan aðgerð- arleysi. Ég er formaður nefnd arinnar, sem sjá á um umhverf isráðstefnuna í Stokkhólmi á næsta ári og svo er ég einnig formaður í skipulagsnefnd Jafnaðarniannaflokksins, þannig að ég sit ekki atiðum höndum. Auk þessara starfa er ýmislegt annað, sem ég sýsla við.“ — Hvert er útlitið í samn- ingaviðræðum Svía um sér- samninga við EBE? — Ég held að það séu góð- ar horfur á að hægt verði að finna viðunandi lausn á vanda málunum. Ég held, að allir séu sammála um nauðsyn þess að viðskiptahöft séu eins lítil og hægt er og helzt engin, og það segir sig sjálft, að það getur ekki verið neinum í hag að Svíþjóð sitji einangruð utan- garðs. — Getur Svíþjóð alls ekki gengið í EBE? — EBE er pólitískt banda- lag og með hliðsjón af hlut- leysisstefnu Svía er ljóst, að við getum ekki gengið í banda lagið, um það er allur almenn ingur í Svíþjóð sammála. —- Svíar hafa sætt gagnrýni fyrir að koma miklu kurteis- legar fram við Rússa en Bandaríkjamenn, sbr. gagn- rýni New York Times út af Solzhenitsynmálinu. — New York Times hafði algerlega á röngu að standa i því máli. Svíþjóð hefði ekki getað snúið sér öðru visi í málinu, vegna þess að annað Tage Erlander. hefði verið túlkað sem aðgerð ir gegn Sovétríkjunum. Ann- ars hafa samskipti Svía og Bandaríkjamanna batnað mjög frá þvi sem var, og hef- ur Holland, sendiherra Banda ríkjanna í Stokkhólmi átt stór an þátt í því. Holland er eins og þér vitið blökkumaður, sem varð fyrir ýmsu leiðinda aðkasti í Sviþjóð, en það hef- ur hann leitt mjög vel hjá sér og rækt sitt starf með sóma. Það kom illa við Bandaríkja- menn er við mótmæltum af- skiptum þeirra af stríðinu í Vietnam, en þau mótmæli byggðum við og byggjum enn á þeirri skoðun okkar að smá þjóðirnar eigi rétt á að ráða fram úr sínum málum upp á eigin spýtur og án íhlutunar stórveldanna. Við mótmælt- um einnig harðlega innrásum Sovétríkjanna i Ungverjaland 1956 og Tékkóslóvakíu 1968. Slíkt lítum við alveg jafn al- varlegum augum og aðgerðir Bandaríkjamanna í Víetnam. — Bandaríkjamenn kölluðu sendiherra sinn heim um tíma. Einhver hlýtur ástæðan að hafa verið ? — Það voru Bandaríkja- menn, sem kölluðu sinn sendi herra heim. Við kölluðum aldrei okkar mann heim. Þess ar aðgerðir Bandaríkjastjórn- ar sköpuðu vissa erfiðleika í samskiptunum, en þeir hafa nú minnkað aftur. Svíar hafa mjög sterk- ar taugar til Bandaríkj- anna. Þangað hafa margir af okkar beztu vísindamönnum sótt menntun sína, við eigum mikil og góð viðskiptasam- bönd við bandaríska aðila og ég held, að ekki sé hægt að tala um andbandaríska af- stöðu Svía. — Nú hefur íslenzka ríkls- stjórnin lýst því yfir að hún stefni að þvi að bandaríska herstöðin hér verði lögð nið- ur innan fjögurra ára. Telj- ið þér að þetta muni veikja NATO? — Frá hernaðarlegu sjónar miði, hlýtur slíkt að veikja NATO. 1 framhaldi af þess- ari spurningu vil ég segja að við Norðmenn höfum lýst því yfir að við viljum ekki er- lendan her í landinu á friðar- tímum og frá þvi sjónarmiði getum við skilið Islendinga. — Hafa Norðmenn áhyggj- ur af flotauppbyggingu Sov- étríkjanna á N-Atlantshafi? — Slík uppbygging getur vart orðið til þess að draga úr spennunni í heiminum. Hitt er svo annað að svo virð- ist, sem miði í samkomulags- átt í SALT-viðræðunum og svo er það spurningin um ör- yggismálaráðstefnu Evrópu. Það væri mjög gott ef hægt yrði að halda slíka ráðstefnu. Ég get ekki sagt um hversu mikill árangur yrði af henni, en alla vega myndi enginn tapa á því að menn settust niður og ræddu málin. — Hver eru stærstu málin í Noregi í dag? — Stærsta og mikilvæg- asta verkefni okkar er vernd- un umhverfisins, og allir Norðmenn hafa áhyggjur af mengun lofts og sjávar. Fisk urinn drepst í ánum, fólkið veikist vegna þess að loftið sem það andar að sér er ó- hreint og maður sér merki mengunarinnar jafnvel á hæstu fjallstindum, þar sem óhreinindin setjast á snjóinn og gera hann dökkan og ljót- an. Síðan renna þessi óhrein- indi niður í árnar og til sjáv- ar þar sem mengunin heldur áfram. Þetta er þróun, sem verður að stöðva. Hitt málið er síðan EBE, en um það höf um við f jallað. — Að lokum, hvað haldið þér um stjórnmálaþróunina í Noregi ? Nú brosti Gerhardsen og sagði: „Það eru tvö ár í næstu kosningar." ihj. — Eru Svíar að verða rót- tækari i jafnaðarstefnu sinni? — Nú hló Erlander við og sagði: „Því á ég erfitt með að svara, en ég hef oft velt þessari spurningu fyrir mér, nei, ég held ekki að ég geti svarað henni, ég ætla að hugsa málið meira.“ — Hver eru viðbrögð Svía við fyrirhugaðri útfærslu ís- lenzku landhelginnar? — Ég er ekki í ríkisstjórn og ég hef ekki tekið afstöðu til málsins, en ég get full- vissað yður um að Svíar skilja sérstöðu og vandamál Islendinga. Ég vildi gjarnan skjóta þvi inn hér, þótt það komi þessu máli ekkert við að það gleður mig mjög að deila Loftleiða og SAS skuli hafa leystst. — Hveri eru helztu vanda- mál, sem þið Svíar eigið við að etja I dag? — Verðbólga, atvinnuleysi og mengun umhverfisins. Er hér var komið viðtal- inu var Gerhardsen farinn að tvistíga, enda skein sólin hátt á himni og augljóst að þá fé- laga var farið að langa til að anda að sér okkar tæra ís- lenzka lofti. Blaðamaður Mbl. þakkaði því fyrir sig og sagði þeim til vegar niður í bæ, því að Gerhardsen sagðist ekkert rata gangandi, fram til þessa hefði hann ætíð verið keyrð- ur allt í bil. — ilij- i I I I I I !. >

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.