Morgunblaðið - 28.09.1971, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.09.1971, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1971 > 6 t HÚSWIÆÐUR Stórkostleg lækkon á stykkja þvotti, 30 stk. á 300 kr. Þvott ur, sem kernur i dag, tilbúinn á morgun. Þvottahúsið Eimir Siðumúla 12, sími 31460. TÖKUM AÐ OKKUR alls konar viðgarðir á þunga- vinnuvélum og bifreiðavið- gerðir. Vanir menn. Vélsmiðjan Vörður hf Elliðavogi 119, sími 35422. BIFREIÐAVARAHLUTIR Höfum notaða varahl'uti í fiestar gerðir eldri bifreiða. Bílapartasalan, Höfðaitúni 10, simi 11397. HAPPDRÆTTI MÁNA Keflavík Dregið var 1. sept. og vinn- ingurinn, sem er 4ra vetra bestur, kom á miða nr. 338. Uppl. gefur Einar Þorsteins- son, sírrú 1681. 8—22 SÆTA hópferðabifreiðir til leigu. Einnig 5 manna „Citroen G. S." leigður út en án brl- stjóra. Ferðabílar hf., sími 81260. KLÆÐI OG GERI VIÐ bólstruð húsgögn. Húsgagnabólstrunin, Garða- stræti 16. — Agnar Ivars. Heimasími í hádeginu og á kvöldin 14213. NOTAÐ MÓTATIMÐUR óskast. Upplýsingar í síma 92-1364 eftir ki. 7 á kvöldin. GLÆSILEGUR ÞRIGGJA manna ro'ko'ko-sófi til sölu. Upplýsinger i síma 21371 eftir kí. 4 í daig og á morgun. GEYMSLUHERBERGI ÓSKAST Upplýsingar f síma 33148. KEFLAVlK iHöfuim kaupanda að góðri tveggja tfl þriggja herbergja ibúð, góð útborgum. Fasteignasala Vilhjálms og Guðfinns, sírni 1263 og 2092. SENDIFERÐABiLL Ti1 sölu VW (rúgbrauð), ár- gerð '66. Upplýsingar í síma 95-4629 og 95-4637. FÖNDURKENNSLA í Hlíðunum fyrir 4—6 ára böm. Sjöfn Friðriksdóttir Barma- hlíð 44, sími 26627. (Geymið auglýsinguna). KONA EÐA STÚLKA óskast til að gæta tveggja barna, 2 og 4 áre, hálfan eða allan daginn, helzt í nágrenni Sæviðairsunds. Upplýsingar i síma 82909. ÁRBÆJARHVERFI Hjón naeð 1 bam óska eftir 2ja—3ja herbergja íbúð á leigu. Uppl. í sfrna 35862. ÍBÚÐ Tæknifræðingur óskar ©ftir Sbúð til kaups eða leigu. TB- boð óskast send til af- greiðslu Morgunibl. f þeissari viiku, menkt Góð -— 6646. ÁRNAÐ HEILLA Systrabrúðkaup Laugardaginn 11.9. s.l. voru gefin saman í hjónaband í Akur eyrarkirkju brúðhjónin Gjða Vilborg Jóhannesdóttir og Pálmi Einarsson. Heimili þeirra er að Grettisgötu 16a, Reykjavík, og brúðhjónin Bima Jóhannesdótt- ir og Þorsteinn Jakobsson. Heim ili þeirra er að Naustum 3, Ak- ureyri. Filman ljósm.st., Akureyri. Laugardaginn 4.9. voru gefin saman í hjónaband í Lögmanns- hlíðarkirkju, ungfrú Anna Jó- hanna Guðmundsdóttir og Elías Lárusson bankastarfsmaður. Heimili þeirra verður að Hjarð- arholti við Akureyri. Filman ljósm.st. Akureyri. Nýlega voru gefin saman í hjónaband í Englandi ungfrú Þóranna Sveinsdóttir Brekastíg 31, Vestmannaeyjum og Michael W. J. Jones. Englandi. Heimili ungu hjónanna er að Höfða brekku Vestmannaeyjum. 3. sept. opinberuðu trúlofun sína Jónína Vigfúsdóttir, Skóla- braiut 4, Hellissandi og Páll V. Stefánsson sjóonaður, Króksseli, Skagaströnd. Blöð og tímarit Geðvemd 1.—2. hefti 1971 er komið út. Otg. Geðverndarfélag Islands og Styrktarfélag van- gefinna. Efni: Aðalfundur G.í. Efni: Aðalfundur G.l. Endur- hæfing: Kjartan J. Jóhannsson læknir. Um geðsjúkdóma: Tóm- as Helgason prófessor. Geð- heilsa og geðvemd: Alfreð Gísleison geðlæknir. Geðræn vandamál barna: Páll Ásgeirs- son, yfirlæknir. Fjölskyldumeð- ferð: Kristin Gústavsdóttir, fé- lagsráðgj. Geðvernd þarf að efla. Orð til íhugunar: Ásgeir Bjarnason, framkv.st. Veitir Höfðaskóli nemendum sínum geðvernd: Magnús Magnússon, skólastjóri. Minning um Guðm. St. Gíslason: Sigríður Thorlaci- us. Farið i sumarfri: Gréta Bachmann. Sumarleyfi vangef- inna: Sigríður Thorlacius. Yfir- lýsing um réttindi vangefinna. Vistheimilið Sólborg á Akur- eyri: Sigríður Thorlacius. Reikningar G.l. Skák, 6. tbl. 21. árg. er kom- ið út. Otg. og ritstjóri er Jó- hann Þ. Jónsson. Efni m.a. Ein- vígið Fischer — Larsen. Einvíg- ið Petrosjan — Kortsnoj. Sig- urður Jónsson, In memoriam. Einvígið Friðrik — Larsen. Skákkeppni stéttarfélaga. PENNAVINIR Scott Burns, 425 Elm Street, Oak Hill, Ohio, 45656, USA, ósk ar eftir bréfaskiptum við jafn- aldra sem er dálítið pennalipur og sem myndi við og við fall- ast á að senda upplýsingar um land og þjóð. VÍSUKORN Ský Margur gimsteinn getur í góðum ljóðum falizt. Alltaf geta einhver ský á þeim himni dvalizt. Eysteinn Eymundsson. Þú niilda ljós (Ort þegar ég fékk bót á sjón 1969). Þú milda ljós er skín mér þetta skært, mín skuld er stór. Þú hefur skinið skært mér aftur fært svo skugginn fór. Ég þakka af hjarta þessa miklu gjöf, sem þarf að endast unz ég fell í gröf. Eysteinn Eymundsson. DAGBOK Þú varst nálægur, Drottinn, þá er ég hrópaði til þín, sagðir: „Óttastu ekki!“ (Harmlj. 3.57). f dag er þriðjudagurinn 28. september. Er það 271. dagur árs- ins 1971. Árdegisháflæði í Reykjavík er kl. 12.20. Eftir lifa 94 dagar. Næturlæknir í Keflavíb 28.9. Guðjón Klemenzson. 29.9. Jón K. Jóhannsson. 30.9. Kjartan Ólafsson. 1., 2. og 3.10. Arnbjörn Ólafsson. 4.10. Guðjón Klemenzson. Ásgrimssafn, Bergstaðastræti 74 er opið sun.nudaga, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 1.30. Að- ganigur ókeypis. Listasafn Einars Jónssonar (gengið inn frá Eiriksgötu) er oplð frá k3. 13.30—16. Á sunnu- dögum frá 15.9.—15.12. Á virk- um dögum eftir samkomulagi. Náttúrugripasafnið Hverflsgötu 116, OpiO þriðjud., fimmtud., laugard. og sunnud. kl. 13.30—16.00. Háðgjafarþjónusta Geðverndarfélags- ins er opin þriðjudaga kl. 4.30—6.30 síðdegis að Veltusundl 3, simi 12139. Pjónusta er ókeypis og öllum heimiL Sýning Handritastofunar Islands 1971, Konungsþók eddukvæða og Flateyjarbók, er opin á sunnudögum ki. 1.30—4 e.h. í Árnagarði við Suður götu. Aðgangur og sýningarskrá ókeypis. Biskup vildi krækja sér í Kolbeinsey Guðbrandur biskup Þorláks- son var hinn mesti athafnamað- ur og brauzt í mörgu. Meðal annars kappkostaði hann að koma aftur undir Hólakirkju þelrn jörðum, er undan henni höifðu genigið í tið fyrri biskupa. Er mælt að hann hafi náð undir Hólakirkju þretmur hundruðum hundraða í jörðum og jafnmiklu undir sig og samarfa sína. Var hann fyrirhyggjumaður mikill og eitt sinn hugðisit hantn ná tangarhaldi á Kolbeinsey, ann aðhvort fyrir kirkjuna eða fyr- ir sjálfan sig. Hötfðu þá litlar spumir farið af henni, inema hvað talið var að hún væri 18 vikur sjávar úti í hafi. Bisk- up vissi vel hvi'likur kostagrip- ur Drangey var og mum hafa vonað að Kolbeinsey líktist henni. Fékk hann nú þrjá syni Tómasar bónda í Hvanndölum, Bjama, Jón og Einar til þess að takast á hendur rannsóknaför til Kolbeinseyjar. Þeir voru þá ungir menn, Bjarni 28 ára en hinir uim tvifcugt, en þeir voru knálegir merrn, orðlagðir fyrir sjóferðir sinar, sterkir og hug- aðir vel. Þeir lögðu þrir af stað bræður á áttgeringi, vel útbúnum að öllu og höfðu meira að segja áttavita. Þeim tókst að finna Kolheinsey, en lentu í miklum mannraunum og þess vegna varð sú för ailfræg. Fimmtíu ár um seinna sagði Einar ferða- sögu þeinra séra Jóni Einars- syni í Stærra Árskógi og bað hann yrkja kvæði út af sögunni, því að séra Jón var talinm skáld mæltur vel. Orti hann þá Kol- beinseyjarvisur, eða „Eitt kvæði um reisu þriggja bræðra tdl Kolbeinseyjar 1616, gert af síra Jóni Einarssyni í Stærra Ár- skógi Anno 1665, 18. febrúar." Þetta er lanigit kvæði og eftir því hafa ýmsir ritað ferðasögu þeirra bræðra. Hér er að minnast hreystimanna, þó hvorki bæri sverð né Skjöld, veit eg eniga vora granna voga meira nú i öld, enn þó mætti karskir kanna á kólgusjónium ókjör köld. Svo kvað séra Jón um þá Hvanndalabræður. Það mun hafa verið í öndverð um júní að þeir lögðu á stað frá Hvanndölum og var veður þá dá gott. En er þeir komu á mitt Grímseyjarsund, skaii á þá aust an stórviðri. Reyndu þeir í lenigstu lög að halda áfram, en urðu að snúa til lands og kom- ust að Hraiuni i Fljótum eftir tvo sólarhriniga. Þaðan fóru þeir heim og hvíldu siig í viku og biðu byrjar. Var svo lagt af stað að nýju og hrepptu þeir enn austanstonm eir úit á Grímseyjar- sund kom. Sigldu þeir þá í tvö dægur. Þá létti nokkuð dimm- viðrinu og sá til sólar. Sat Ein- ar þá við stýri en hinir höfðu sofnað. Þegar birti þóttist Einar sjá hafskip fram undan, en þetta var þá hæsta bjargið á Kolbeinsey sjálfri, alhvitt af bjangfýlinig og til að sjá sem fífubringur. Vakti nú Einar bræður sina og reni þeir að eynni í var. Þar var sker við eyna og sópuðu þeir þar sam- an fugli með höndunum, því að hann var svo spakur að hann hreyfði sig ekki. Síðan lögðu þeir skipinu inn í vik eina og köstuðu þar stjöra, en gættu þess efcki að ganga vel frá landfesti. Var enn hvasst og tók sfcipið að reka og dró með sér landfestina, og stóðu þeir nú a’lslausir uppi. Bjami var eitthvað syndur og tvisvar reyndi hann að synda út að skipinu, en mátti í bæði skipt in þakka fyrir að ná landi aft- ur. Skipið rak undan lengra og lemgra og virtist þeim nú dauð- inn búinn. Það varð þá fanga- ráð þeirra, að þeir féllu allir á kné og báðu guð 'grátandi hjálp ar ag misfcunnar. Siðan gengu þeir upp á eyna og mæltu ekki orð frá miunni. En rétt í þeim svifum tók vindinn að lægja og því næst breyttist áttin ag stóð nú á land. Þá tók skipinu að svifa nær eynni og lifnaði þá K'fsvon þeirra á ný. Til allrar haminigju höfðu þeir tekið með sér færi á land, þvi að þeir æti- uðu að mæla eyna. Nú kom það í betri þarfir. Þeir hringuðu það upp á klöpp við sjóinn, bundu svo sitein við endann og köstuðu í átt til skipsins. Og þá gerðist annað kraftaverk: steinn inn hæfði skipið og festist und- ir stafnWdnu, svo að nú gátu þeir dregið skipið að sér. Getur enginn lýst fögnuði þeirra er þeir komu höndum á það aftur. Og nú var það bundið rækilega. Alls voru þeir 7 dægur á eynni og höfðu þá tekið ógiynni af eggjum og nær þúsund’ fugla, þar á meðal geirfugla. Ekki sáu þeir annað til lands úr Kölbeins ey en likt og þrjár þúfur, en það voru hæstu fjöll á landinu. Heimferðin gekk vel, þeir femgu hægan byr og tóku land á Sigi'unesi 2. júlí. Þóttust allir þá úr helju heimt hafa og sagt er að biskup hafi borgað þeim vel fyrir ferðina. Frá horfnum tíma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.