Morgunblaðið - 29.09.1971, Síða 25

Morgunblaðið - 29.09.1971, Síða 25
MORGLFNBLAÐrÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 1971 25 fflk í ra fréttum mL l i NIXON TEKUR A Richard Nixon kom um dag- inn í heimsókn til bygginga- manna, sem vinna að gerð Libby-stíflunnar, sem er reist í sameiningu af Bandaríkjamönn um og Kanadamönnum. Þarna verða slegnar tvær flugur i einu höggi, þvi að stiflan verð- ur notuð sem hluti af stórvirkj- un, en uppistöðulónið verður hið ákjósanlegasta stöðuvatn fyrir siglingar. Nixon var strax drifinn í vinnu, þegar hann kom á staðinn ásamt föruneyti, og á þessari mynd sést hann, fremstur í flokki, ásamt Dick * TVEIR ÍSLENDINGAR A LISTANUM í norðvesturhluta Vestur- Ástraiíu, þar sem landslag lík- ist helzt eyðimörk, er litið námuþorp, sem heitir Newman. Þorp þetta er aðeins þriggja ára og stendur það í skjóli svartrar hæðar, sem ber nafn- ið Hvalbaksfjall. 1 þessu þorpi búa 1049 verkamenn frá 45 löndum í öllum heimsálfum. Fer hér á eftir listi yfir fjölda manna frá hinum ýmsu lönd- um, en þessi listi segir töluvert um það þjóðfélag, sem allmarg- ir Islendingar hafa gengið inn Shoup, fulltrúadeildarþing- manni, og Mike Mansfield (aft- astur á spottanum), öldunga- deildarþingmanni, en þeir eru þarna að kippa í spotta til að sturta einhverju magni af steypu i mótin. Og eftir svipn- um á þeim að dæma virðist sem þeir hafi nú loksins fengið eitt- hvað skemmtilegt að glíma við, a.m.k. er þetta hvild frá styrj- öldum og verðbólgu. bókabAturinn kemur Nú er bókabáturinn Gurli aft ur kominn af stað eftir sumar- leyfin, en hann siglir á milli eyjanna i skerjagarðinum við Stokkhólm og lánar íbúum þeirra út bækur, eins og bóka- bíllinn þjónar ibúum úthverf- anna hér. Og þar sem báturinn er starfræktur sem deild af miklu stærra bókasafni í landi, geta viðskiptavinir hans pant- að að láni bækur frá aðalsafn- inu, ef þær eru ekki til um borð i bókabátnum. HÆTTA Á NÆSTA LEITI - Eftir í: DÓTTIR SVETLÖNU SKÍRÐ Myndin af móður og barni minnir helzt á verk gömlu meistaranna. Móðirin er Svetl- ana Alliluyeva Peters og barn- ið er fjögurra mánaða gömul dóttir hennar, Olga. Myndin var tekin er Olga var skirð í nýrri kirkju í Milwaukee í Banda- * rikjunum. Kirkju þessa teikn- aði hinn heimsþekkti arkitekt, Frank Lloyd Wright, sem nú er látinn, og kirkjusmíðin var und- ir eftirhti aðalarkitekts Wright- stofnunarinnar, WiUiam Wesley Peters, sem einnig er faðir Olgu og eiginmaður Svetlönu, dóttur Stalíns. * MALRAUX VILL BERJAST Franski rithöfundurinn og fyrrverandi ráðherra, André Malraux, sagði á dögunum, að hann væri reiðubúinn að fara til Austur-Pakistans og berjast „undir stjórn Bengala“, að því er franska fréttastofan AFP skýrði frá. Malraux, sem er 69 ára, var menningarmálaráðherra í stjórn de Gaulles og einn af trúnaðarmönnum hans. Hann sagði, að hann myndi gefa út yfirlýsingu innan tíðar um það, hvenær hann færi tU Bangla Desh og hvað hann myndi gera þar. Þessi hermaður, rithöfundur og stjórnmálamaður hefur allt sitt líf tengt listræn störf sin hernaðarlegum aðgerðum. Hann fylgdist bæði með kin- versku og spænsku borgara- styrjöldinni og skrifaði bæk- ur um þær báðar. Síðan tók hann þátt í störfum frönsku neðanjarðarhreyfingarinnar og varð upplýsingamálaráðherra i útlagastjórn de GauUes. Eftir dauða de Gaulle hefur hann helgað sig ritstörfum og er nýjasta verk hans „Fallnar eikur“, byggt á síðustu viðræð- um hans við de Gaulle. Hann hefur ekki tekið neinn þátt I störfum rikisstjórnar Pompi-' dous eða haft náin kynni af stjórnarmálefnum. Malraux greindi ekkert frek- ar frá hvenær væntanleg yfir- lýsing hans um Bangla Desh- málið yrði gefin út. Ýmsir telja, að hann vilji sennilega reyna að draga athygli manna að Bangla Desh í framhaldi af styrjöldinni þar á sl. vori og þeim fregnum, sem síðan hafa borizt um þjóðarmorð. Yfirlýsing Malraux mun lík- lega koma frönsku stjórninni i bobba, en hún hefur enn ekki að fullu náð sér á strik aftur vegna stefnu de Gaulles um að styðja Bíafra í borgarastyrjöld- inni í Nígeríu. John Saunders og Alden McWilíiams Ástralía 350, England 277, Nýja Sjáland 61, Irska lýðveld- ið 52, Júgóslavía 50, Skotland 48, Þýzkaland 26, Norður-Irland 20, Wales 19, Holland 17, ItaUa 10, Danmörk 10, Frakkland 9, Tékkóslóvakía 9, Indland 9, Kanada 8, Bandaríkin 7, Sviss 7, Ungverjaland 7, Svíþjóð 6, Kenýa 4, Burma 4, Austurríki 3, Pólland 3 og Malta 3. Suður-Afrika, ísland, Egypta- land, Grikkland, Portúgal, Tyrk land, Lettland, Noregur, Israel og Ohile eiga hvert um sig tvo íulltrúa. Singapore, Ermarsundseyjar, Irak, Rhódesía, Spánn, Brazilía, Fiji, Líbanon, Pakistan og Jórdanáa eiga hvert um sig einn fulltrúa. Hitinn hekkar með sólinni, ('anton. við skulum liúka bessu á morgun. Eins og þeir segja hérna: Komiö hvenær sein þið viljið. Hvar ætlið þið að sofa? (2. mynd). Troy á ættingja sem á búgarð fyrir utan þorpið, ég býst við að einhver komi til að taka. ... (2. mynd). Þeir sögðu mér að tveir menn hefðu komið með rútunnl. Hvor ykkar er Theodor Randolph Oscar Voung?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.