Morgunblaðið - 10.10.1971, Síða 5

Morgunblaðið - 10.10.1971, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1971 29 Helgi Ingvarsson frv. yfirlæknir 75 ára Flestir merm eru þeirrar skoð unar að læknar séu vinsælasta stétt landsins, þar á meðal er sá sem þessar lánur párar og þykist hann tala af nokkurri reynslu, eftir langt samstarf við þá stétt og sérstaklega við skjól stæðinga hennar. Starf lœkn- anna er þess eðlis að það hlýt- ur að þroska og bæta skapgerð þeirra. öil líknarstörf eru mann bætandi langt fram yfir öM önn ur. AMmargir læknar hafa náð þvilíkum vinsældum, að þær nálgast dýrkun. Einn úr þeim flokki sælla manna er Helgi læknir á Vífilsstöðum. Allri sinni löngu starfsævi fómaði hann velfamaði islenzkra berklcisjúklinga í stærsta heiisu hæli landsins. Þar barðist hann gegn berkla veSkinni meðan hún var í sin- um versta ham og illvigari en í nokkru öðru landi álfu vorr- ar og þar háði hann sína sigur- sælu hetjubaráttu þar til unn- inn var einn glæsilegasti sigur á vágesti þessum, sem um getur um veröld álla. Margir fjölyrða um dæmalausa skyldurækni Helga og að hún hafi knúið hann til dáða í starfi, en ég lít svo á að hann hafi lítið hugleitt boð skyldunnar, svo sjálfsögð sem þau eru í hverju starfi. Afl gjafi hans var hinn meðfæddi mannkærleiki og fómfýsi. Þegar Helgi hefur nú lagt frá sér verjur sinar og brynju, eft- ir harða baráttu og langa við illvigan þjóðaróvin, getur hann glöðum augum litið yfir gengið æviskeið, alsáið fegursta nytja- gróðri. Getl slík sýn ekki gefið bjart ævikvöld, hver þá? Kvaddur var Helgi, þá er hann yfirgaf Vífilsstaði, með dýpsta þakklæti og söknuði. Með tárvot augu var hann kvaddur. Þó mun hvert andlit hafa ljómað af brosi, gegnum tárin. Hann hefir ávallt tendr- að bros á hvers manns ásjónu. Ég á því miður ekki orð á tungu minni til að láta í Ijós alla þá ást, traust og virðingu, sem allir skjólstæðingar Helga, lífs og liðnir bera og bám, til þessa dýrðarmanns, en ég er sem flestir haminn af rótgróinni lenzku, sem meinar manni að flíka heitum kenndum sínum í he.vranda hljóði, þótt heitt brenni og mun þetta vera arf- ur fenginn frá miðalda bók- menntum okkar íslendinga, kaldranalegum en víðfrægum þó, en sá arfur hefir ekki reynzt okkur með öllu gæfulegur, að minu áliti. Ég hefi átt þvi láni að fagna að hafa þekfct Helga Ingvars- son persónulega allt frá árinu 1916 og náið frá þvi 1938 og ætti því áð vera sæmilega dóm- bær á skapgerð hans. Auk þess hefi ég, um áratugi, unnið með- al skjólstæðinga hans og í þeim stóra hópi hefir nafn hans og störf oft borið á góma og þá ótrúlegu sögu hefi ég að segja, að aldrei heyrði ég varpað að honum einu einasta hnjóðs- yrði. Þetta ætla ég vera Is- landsmet, þegar í hlut á maður, sem gegnt hefir einu vandsam- asta starfi, er íslenzkt þjóðfé- lag getur á eins manns herðar lagt. Vissulega var það vandasamt starf að stjóma heilsuhæli fyr ir berklasjúkliniga. Vistmenn flestir á unga aldri, margir töldu sig dauðadæmda og var þeirn það mjög i mun að njóta Mfsins þann nauma tíma sem þeim var skammtaður. Sumt var þetta óstýrilátt fólk og tók iffla aga. Svo var og um allan heim og bera þvi vitni umfangsmikl- ar bókmenntir. Allra tiltæki- legra ráða var neytt, allt frá prússneskum heraga og upp til þess aga sem Helgi Ingvarsson beitti og er þar áralangt bil í miilli. Ég er sannfærður um að háttur Helga í þessu efni sé ár angursríkastur, a.m.k. meðal Is- lendinga. Við erum fúsir að beygja okkur undir aga sem ein göngu er beitt af vitsmunum og mannkærleika og þá list kunni yfirlæknirinn öðrum betur. Engan mann hefi ég þekkt rat visari á hinn gullna meðalveg um læknismeðtferð alla. Ekki óhætfileg kyrrseta ekki áreynsla um of. Hvorki ofát né svelti. Engir galopnir stórgluggar, svo fennti snjóskafla á sængur sjúMinga í hríðarkófi, eigi held- ur loftleysi. Ekki stofubuldi til vanliðunar né hiti til heilsu- tjóns. Fyrir utan handlækningar var ekki um auðugan garð að gresja um meðul við sýkinni áð ur en undralyfin komu fram, þó innleiddi yfirlæknirinn meðal, sem ég kalla undralyf, því með ali var hvorki spýtt i æð né í maga látið. Þetta meðal veit ég að hefir borgið fleiri mannsláf- um en nokkum órar. Strax í upphafi starfsferilsins veitti hann þvl athygli, hversu mikdu betur þeim sjúklingum vegnaði í baráttu sinni við sýkina, sem voru vongóðir, líísglaðir og óhracddir, heldur en þeirn sem svartsýnir voru eða örvinglað- ir. Bezta ráðið hlaut því að vera að skapa þann heimilis- brag í hælinu, sem leiddi til glaðværðar og athafnasemi og beindi huga sjúMinganna frá ógn sýkinnar. Þetta tókst svo vel að hið létta skap sjúkling- anna var rómað um land allt. Sjálfur hefi ég aldrei gist glað- værara heimili en þetta bless- aða Vífilsstaðahæli. Ég held að sú stofnun hafi ekki átt sinn líka meðal sjúkrahúsa. Þeir sem nautn höfðu af því að sjá hóp glaðværra og hressilegra manna fóru ekki erindisleysu í heimsókn að Vífilsstöðum, með- an þar dvöldu þeir sem merkt ir voru hinum svokallaða hvita dauða. Uppspretta þessa lífs- elexírs var yfirlæknirinn sjálf- ur. Hugljúfur, glaður og reifur gekk hann um stotfur og sóp- aði burt kviða og þunglyndi, sorg og sút, berandi með sér lífsins dýrasta hnoss, lifsgleð- ina, og hann gaf á báðar hend- ur. Eigi veitti hann sjúklingun- um stundarfrið til að dýrka ama sinn. Hælið var yfirfullt af þeirri athatfnasemi, sem sjúkum hentar bezt. Margs konar menn ingarstarfsemi var iðkuð. Fjöl- þætt námskeið haldin, leiksýn- ingar fluttar af heimamönnum með furðu góðum árangri, tfræð andi kvöldvökur, heimaútvarp og margt tfleira. Yfirlæknir leiddi um hinn gullna meðalveg. Engum mátti otfbjóða. Þótt Islendingar uni aga sið- ur en flestar þjóðir, voru regl- ur hælisins í heiðri hafðar atf flestum og eigi síður en á þeim stöðum, þar sem skipandi radd- ir glymja. Til þess lágu orsak- ir óvenjulegar. Allir vissu, að ekkert hryggði yfirlækninn meir en það athæfi sjúklinga, sem spillti heilsu þeirra og gatf vont fordæmi. Vanþókmm Helga kom ekki fram í ónotaleg um orðum né æstu fasi, heldur sló fölska á hið bjarta ljós augna hans og það var miklu áhrifarikara en þungar ávitur. Þótt synd og sekt væru mörgum tfrekar óljós hugtök, vissu þó allir að það var stórsynd að hryggja föðurlegan vin og vemdara allra vistmanna, synd sem treglega var fyrirgefin af öðrum en honum sjáltfum. Gjörvallt Samband íslenzkra berklasjúklinga flytur Helga Ingvarssyni og tfjölskyldu hans bróðurlegar kveðjur í tilefni atf mælisins og biður honum þess velfamaðar, sem mestur verður með íslenzkum ágætismönnum. Þórður Benediktsson. Helgi Ingvarsson var fyrst að stoðarlæfcnir, en siðan yfirlæfcn ir á Vífilsstaðahæii. Hann vann alla sina starfstíð þar. Fyrir löngu er þessi menki á- gætismaður þjóðkunnur. Hann lætur lítið yfir sér, er alúðlegur við alla, en starf sitt hefur hann rækt atf mikilli kostgæfni, svo að talinn er hann í fremstu röð læfcna hér. Ég veld því efcki að gera grein fyrir afköstum þessa ágæta læknis. Hitt get ég ekki látið hjá líða að áma hon- um heilla með velgengna ævi og það sem eftir er æviskeiðs hans. Margir munu mæla og hugsa á sömu lund, því að fjöldi fólks um dreifðar byggðar Islands á honum gott að gjalda, bæði þeir, sem voru sjúklingar á Vífils- stöðum í hans læfcnistíð þar og Skyldulið þeirra, ásamt mörgum öðrum. Ég vann á Vífilsstöðum í sjö vetur að kennslustörfum, þegar berklaveikin var í algleymingi, og þá man ég eftir átta líkum í líkhúsinu þar. Flest var þetta ungt fólk, sem lá í valn um. Það lætur að iífcum, að starf lækna og hjúkrunarkvenna var erfitt, þegar fólkið hrundi svona niður, en hér var gott lölk að verki og samvizkusamt. Ábyrgð in hvilir þó mest á læknunum. Mér virðist læfcnisstarfinu muni fylgja mikil andleg áreynsla, og það vera í alla staði erfitt. Dagsverki læknisins er ekki aflltaf lokið, þegar hann leggur frá sér sloppinn sinn eða geng- ur út úr sjúkrastofu; þá tekur hann oft með sér verkefni, sem virðast lítt leysanleg, en stund- um geta þau þó orðið það fyrir aðgát og vinnu þeirra, sem eru ábyrgir verka sinna. Atf því leið ir, að dagsverk þeirra lengist. Góður rnaður og góður læknir getur heldur ekki strax slitnð hugann frá þeim sem langt eru leiddir, en langar til þess að lifa, þótt ekki væri nema ofurlitið lengur. Enginn veit hefldur nema stutt lifsstund í viðbót sé þýðing armikil. — Lúinn á Mkama og sál kemur læknir heim að kvöldi. Þá er gott að mæta sfcifln ingi á heimili sínu, um það að hvild er nauðsynleg. Helgi Ingvarsson á þvi láni að fagna að eiga góð og vel gef- in börn, og mjög góða konu, sem er á þann hátt meðeigandi lifs- starfs hans, að hún hefur viljað búa honum ró og þægindi á góðu heimifli þeirra. Það er nauðsyn- legt, þvi að þreyta sljóvgar starfsþrek í vandasömu starfi. Gestrisni var og er mikil á þessu heimili, sem var opið öll- um án manngreiningarálits. Marga stundina sat frú Guðrún Lárusdóttir hjá gestum þeirra, þegar læknirinn þurfti að íara út á spltala að sinna störfum. Fólk af spítalanum hafði þar gjaman athvartf í raunum sín- um. Starf læknis verður þvfl að- eins gott, að því sé sinnt af trú- mennsku og heilum huga. Ekki er hægt að ætlast til aflls af lækni, þvi að mannleg geta er alltaf takmörkuð. Hitt er eðlilegt að krefjast samvizkusemi af þeirn mönnum, sem eru með iíf annarra í höndum sér. Gildi Mfs starfsins er meira virði en f jár- munir. Það fæst ekfld nema með þvi að gefa af sjáltfum sér. Þetta hetfur Helgi Ingvarsson gert í áratugi. Mér er kunnugt um þá árvekni, sem hann sýndi í starfi sínu og leit að beztu lausn i vanda, tifl þess var ekki sparað- ur timi né fyrirhöfn. Hann átti greiðan aðgang að hugum sjúkl- inganna, og því var hann um leið huggari þeirra. Áskapað eð- afllyndi, stilling og prúðmennslka þessa stórvel gefna manns komu sér þá vel. Oft var það, er dauðinn barði að dyrum, að hann var kallaður að næturlagi út á hæl-i. E.t.v. var ekkert að gera, annað en halda í hönd sjúklingsins sem hafði svo mikið traust á lælkni sinum og mannvini, að dauða- stríðið varð léttara. Kærleikur er nauðsynlegur. Sá sem hefur hann og gefur öðr um skapar betri heim. Þetta gerði Helgi læflcnir og mun halda áfram að gera. Þegar ég var barn heyrði ég tal að um föður hans, séra Ingvar Nikulásson, með vinsemd og virð ingu. Helgi Ingvarsson er góðrar ætt ar. Hann er þjóðhollur maður, sem hetfur unnið heillaríkt starf af sönnum áhuga. Fjöldi ólærðra manna 'kann að meta það, hvað þá heldur þeir, sem betur kunna skil á því. Ég ósfca honum og f jölskyldu hans til hamingju á þessum degi og þakka gömul og góð kynni, sem ég mun aldrei gleyma. Áslaug Gunnlaugsdóttir. Helgi Ingvarsson fyrrum yfir- læknir Vífilsstaða er 75 ára I dag. Helgi er löngu landskunnur læknir, fyrir gifturík störf að berklalækningum. Eftir fram- haldsnám erlendis réðst hann aðstoðarlæknir að Vífilsstöðum árið 1922. Varð yfirlæknir þar 1939 og stjómaði þessu höfuð- vigi berklavarnanna fram yfir sjötugt. Er Helgi hóf störf á Vifilsstöðum var berklaveikin þjóðarböl, engin gagnleg lyf voru tiltæk og starfsaðstaða öll hin erfiðasta. Hann og próf Sig- urður Magnússon voru þá einu berklalæknamir er anna skyldu því risaverkefni að hafa taum- hald á þessum illvíga sjúkdómi er herjaði svo mjög á æsku landsins. Lengi voru um og yfir 200 sjúklingar á Vífilsstaðahæli, þá lögðu læknar nótt við dag. Fjöldi fársjúkra er börðust von lítilli baráttu við hvíta dauðann þörfnuðust hjálpar, hvatningar og uppörvunar, ef bati átti að nást. Við þessar aðstæður naut sín til fulls hinn þekkti hæfi- leiflú Helga Ingvarssonar til þess að glæða vonir, telja kjark í þá sem voru að bugast og að veita. þeim allan þann tíma er þurfti. Helgi fór erlendis öðru hvoru tii menntunarauka og var siles- andi fræði sín, er tómstund gafst. Svo vel fylgdist hann með nýj- ungum í berklalækningum að það orð komst á, að ný lyf og að gerðir yrðu fyrr almenningseign hér en í nálægum löndum. Smám saman rofaði til, þrot- laust starf, nýjar aðgerðir og loks hin þekktu berklalyf bug- uðu bölvaldinn. Vífilsstaðir voru ekki lengur dæmdur biðsalur dauðans, heldur árangursrík lækningastöð. Þangað sótti f jöld inn lækningu meina sinna, lífs- reynslu og lærdóm í umgengni við hinn vitra stjórnanda stofn- unarinnar, er reyndist mörgum sjúklingum sínum lífstiðarvinur og ráðgjafi. Aufc starfsins á Vífilsstöðum vann Helgi Iengi að lækningum í Reykjavik, fyrst á eigin stofu og siðar á Berklavarnastöðinni. Hann keypti snemma gegnlýs- ingatæki til þess að auðvelda greiningu berklaveikinnar. Það tæki reyndist stórvirkt með að leita uppi ný berklatilfelli, en auk þess fylgdist hann um ára- bil með aðstoð þessa tækis með heilsufari þeirra er útskrifuðust frá Vífilsstöðum. Þótt árunum f jölgi, þá er fjarri þvi að Helgi sé hættur störfum. Léttur á fæti labbar hann um borgina og liðsinnir vinum og skjólstæðingum, sé þess þörf. Það er aUlangt síðan að hann komst á þá skoðun, að ofdrykkjan væri eitt mesta vanda mál þjóðarinnar og þess vegna hefir hann nú um skeið lagt mál- efnum drykkjusjúkra verulegt lið. Helgi hefur ritað margt um berklamál í Læknablaðið og víð- ar. Hann hefir verið sæmdur riddarakrossi Fálkaorðunnar. Hann er heiðursfélagi Sam- bands ísl. berklasjúkUnga, og á virðingu allrar þjóðarinnar. Sem sjúklingur, nemandi og samstarfs maður flyt ég honum þakkir og heillaósfldr. Hamingjuóskir með þann un- að að geta Htið yfir farinn veg og séð, að það sem hann gjörði var harla gott. Oddur Ólafsson. Meinatœknar Sjúkrahús Akraness vantar meinatækni sem fyrst. Allar nánari upplýsingar veitir forstöðumaður sjúkrahússins, sími 1546. SJÚKRAHÚS AKRANESS. Sendisveinn óskast hálfan eðcr allan daginn Cudo gler hf. Skúlagötu 26

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.