Morgunblaðið - 10.10.1971, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.10.1971, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1971 35 \ Tölvur og stun — rætt við Þorkel Helgason, sem skrifaði doktorsritgerð í stærðfræði um efni, sem er skylt vandamálum stundaskrárgerðar Stundaskrár skólanna hafa mifcið verið til umræðu sið- ustu daga og vifcur, því ekki eru allir foreldrar jafn ánægðir með þær stunda- skrár, sem böm þeirrra fá. 1 þessum umræðum hefur kom ið fram, að skólunum er þarna mifcil'l vandi á hönd- um. Þeir hafa takmarkað hús rými og kennararnir hafa ákveðnar óskir um kennslu- tíma, og þegar óskir þeirra eru settar ofar óskum nem- endanna, verður niðurstaðan í sumum tilvikum sundurslit- in stundaskrá. En því ekki að iáta tölv- una leysa vandann, úr því að skólastjóramir geta það ekki? hefur verið spurt og því hefur verið til svarað, að hér sé ekki til nógu stór tölva. Hún kemur ekki fyrr en seint á árinu 1972 og hef- ur verið rætt um að fá hing- að sérfræðilega aðstoð erlend is frá í þessu sambandi, en hún er talin verða fcostnaðar söm. Þótt tölvur hafi verið not- aðar við stundaskrárgerð í ýmsum löndum á Siðustu ár- um, þá hefur enn ekki tek- izt að gera fullkomnar tölvu- forskriftir, þ.e. forskriftir, sem tryggja að tölvan komi ávallt með beztu lausnina á málinu. Að baki þessu liggja stærðfræðileg vandamál, sem enn hefur ekki tefcizt að leysa. islenzkur stræðfræð- ingur, Þoifcell Helgason lauk í sumar doktorsprófi frá MIT háskólanum í Boston, og f jali aði doktorsritgerð hans um stærðfræðileg verkefni, sem um margt eru skyld vanda- málum stundaskrárgerðar. Síðan Þorfcell kom heim til starfa hjá Reiknistofnun Há- skólans hefur hann m.a. ver- ið að velta fyrir sér þessu hagnýtingardæmi síns stærð- fræðisérsviðs; nefnilega stundaskrármálinu. Hefur hann aflað sér upplýsinga um hvað aðrar þjóðir hafa gert í stundaskrármálum Því lögð um við leið okkar vestur í Reiknistofnun til að forvitn- ast frekar um stundaskrár- málið, en þó fyrst um Þorkel sjálfan og nám hans. Þorkell, sem er sonur Helga Þorlákssonar, skólastjóra, og Gunnþóru Kristmúndsdóttur, varð stúdent frá MR 1962 og lauk háskólaprófi í stærð- fræði í Miinchen 1967. Haust- ið 1968 fór hann til sérnáms í MIT-háskólanum í Boston í Bandaríkjunum og laufc því í sumar með doktorsritgerð á sviði „fcombinatoriskrar" stærðfræði. En hvað er það? — Kombinatoriska stærð fræðin fæst við alls konar talningar- og röðunarvanda- mál, segir Þorkell — hún er stundum hálfgerð „púsluspila fræði“. Á hve marga vegu er hægt að stokka spil? er ein- falt og dæmigert kombinator- iskt dæmi. Ábuginn á komb- inatorisku stærðfræðinni hef ur vaxið mikið á síðustu ár- um, m.a. vegna hagnýtingar hennar við lausn ýmissa skipulagsvandamála. Menn hafa reyndar fengizt við hana fræðilega um langan aldur, en tölulegir útreikning ar hafa oft verið svo umfangs miklir að ekki hefur borgað sig að beita þeim í hagnýt- um tilgangi, fyrr en tölvurn- ar komu til sögusnnar. — Vandamál kombinator- isku stærðfræðinnar eru mörg og sum þeirra hafa ver- ið leyst, en önnur eru enn óleyst. Tvö af grundvallarvið fangsefnum fcombinatorisku stærðfræðinnar nú eru „lit- unarvandamálið" og „pörun arvandamálið" eins og þau eru oft kölluð. Til að skýra það fyrra skulum við hugsa okkur að við séum með fyr ir fráman ofckur, ríkjakort af mörgum löndum, sem eftir er að lita. Hvað komumst við þá af með ifáa liti, án þess að tvö lönd, sem liggja saman verði eins? Þama er auðvelt að sanna að 5 litir nægja allt af, en stóra spurningin er hvort fjórir litir nægja. Enn hefur engum tekizt að sanna eða þá afsanna að fjórir lit- ir nægi, þótt margir hafi reynt. — Til að skýra „pörunar- vandamálið" með spaugilegu dæmi skulum við hugsa ókk ur hjónabandsmiðlun, þar sem við segjum að það sé karl manna að velja. Tíu karlar hafa fengið að kynnast lítil- lega tíu konum og síðan eiga þeir að setja fram óskalista yfir þær konur, sem þeir hafa mestan áhuga á. Hjóna bandsmiðlarinn reynir nú að velja eina konu handa hverj um karli, en segjurn að svo fari að tveir karlar verði út- undan. Hann reynir þá að raða þessu öðruvísi, t.d. með því að taka karlana til at- hugunar i annarri röð, en þó í samræmi við óskir þeirra, og enn verða tveir karlar útund an. Það er sama hvernig hann reynir — ávallt verða tveir útundan. Þessi og aðrir stærð fræðilegir eiginleikar slíkrar „tvípörunar" eru vel þekktir. — Fræðina um tvipörun er hægt að nota, ef aðeins á að raða kennurum á bekki í ákveðnum skóla. Er þá hægt að taka tillit til óska kentn- aranna og íá út beztu hugs- anlegu lausnina. Ef þriðja atr iðið kemur inn, ekki hvað sízt val kennslustundanna, þá vandast málið, því að þar er ekki til nein stærðfræðileg regla til að fara eftir eins og í tvipörun, en aftur á móti . hafa komið fram góðar „brjóstvitsreglur", sem grund vallast á reynslu og skyn- semi, en ekki hreinni rök- fræði. Þessum svofcölluðu brjóstvitsreglum hefur verið beitt með allgóðum árangri við stundatöflugerð á tölvu. — Glimdir þú við fleirpör- undarvandamálið í doktors- verkefni þínu? — Já, meðal annars. Kenn arinn minn á MIT, Gian- Carlo Rota, vill líta á komb inatorisku stærðfræðina, sem eins konar útibú frá algebr- unni. Hann hefur búið til al- gebruaðferð til að fást við hluta af kombinatorisku stærðfræðinni, m.a. 4-llta vandamálið, og ég afmarkaði í ritgerð minni nokkuð ná- kvæmlega við hvað hluta kombinatorisku stærðfræð- irrnar hægt er að beita al- gebruaðferð Rota. Það kom í Ijós, að það var hægt að beita henni minna en við höfðum búizt við og urðu þetta nokk- ur vonbrigði. Þess vegna sneri ég blaðinu við í síðari hluta ritgerðarinnar og fór að reyna að búa til aðra al- gebruaðferð, sem næði til þess hluta kombinatorisku stærðfræðinnar, sem aðferð Rota náði ekki til. Reyndist það mikið verk og er raunar ekki séð fyrir endann á því enn. En svo virðist, sem að- ferð mín varpi að einhverju leyti ljósi á fleirpörun og ætla ég að eyna að halda áfram þessum athugunum, eft ir þvi sem ég fæ tíma til. ★ — Ef við snúum okkur að könnun þinni á erlendum til- raunum til stundaskrárgerð- ar á tölvum. Hvað hefur hún leitt í Ijós? — Um stundatöflugerð á tölvum hefur mikið verið rit- að en tiltölulega fáar af þeim hugmyndum, sem fram hafa komið, hafa leitt til nothæfra tölvuforskrifta við stunda- skrárgerð. En reynslan af Dr. Þorkell Helgason þessum nothæfu forskriftum er misjöfn og fer hún mifcið eftir þvi, hve vel þær hafa verið aðlagaðar því skólakerfi, sem þeim er beitt á. Ég hef fengið upplýsingar um all- margar tölvuforskriftir og i fljótu bragði virðist mér þýzk forsfcrift, „Scholafcerf- ið“ myndi henta hvað bezt hér. Hún er reyndar miðuð við einsetningu og ég veit ekki hve mikið þyrfti að breyta henni, til að hægt væri að nota hana hér. Þessi forskrift raðar saman kenn- urum, fögum, befckjum og stofum á stundir, en þá er ætlazt til að fyrirfram hafi verið ákveðið hvaða kennari á að kenna hverjum bekk. Hún ræður einnig við ýmis sérvandamál, eins og að úti- loka vissar stundir fyrir hvern kennara. Þessi for- skrift ræður við skóla með allt að 81 kennara og 48 bekkj- um. Reiknitíminn er aðeins hálf mínúta fyrir hvern bekk. — Hver er kostnaðurinn við tölvugerða stundaskrá? — Hann virðist nokkuð mis jafn, en samkvæmt þeim upp- lýsingum, sem ég hef fengið, er hann frá 10 krónum upp í 100 krónur á hvern nem- anda og er þá stofnkostnað ur við tölvukerfið ekki reikn aður með. — Telur þú að stefna beri að því hér að gera stunda- skrár i tölvu? — Trúlega. Það er álit flestra þeirra, sem til þekkja, að meðalgæði stundaskráa séu meiri ef þær eru tölvu- gerðar. Einnig er að þessu mikill vinnusparnaður, því það á ekki að taka langan tima að undirbúa allar upp- iýsingar fyrir tölvuna og þegar þær liggja fyrir tekur aðeins brot úr degi að gera skrá fyrir heilan skóla. Auk þess auðveldar tölvan mjög allar breytingar, sem kynnu að verða nauðsynlegar á stundaskránni, t.d. á miðju skólaári. Á móti þessu kem- ur þó sá ókostur að tölvu- gerð stundaskrá krefst mjðg nákvæms undirbúnings upp- lýsinga af hálfu skólanna. — Hvenær helduðu að möguleikar yrðu á að hefja stundaskrárgerð hér með tölvu? -— Þau kerfi, sem ég hef haft fréttir af, virðast öll þurfa stærri tölvu en hér er til og yrði því vafasamt að byrjá á þessu fyrr en undir lok næsta árs, þegar Skýrslu vélar ríkisins og Reykjavíkur borgar hafa fengið stóru tölvuna, IBM 370. En áður þarf að gera mjög ítarlega könnun á því hvernig þetta verður bezt framkvæmt. Yrði fyrsta skrefið að safna enn fleiri og ítarlegri upplýsing- um erlendis frá um nothæfar forskriftir og fá upplýsingar um afnotagjald þeirra. Þegar séð yrði, hvaða kerfi hent- aði okkur bezt, yrði að hefj- ast handa við að aðlaga það íslenzkum aðstæðum. Þetta er væntanlega nokkurt verk og þyrfti því að hefja allan und irbúning bráðlega. — Þ. Á. Fulltrúafundur norrænna arkvenna Samvinna hjúkrunarkvenna á Norðurlöndum (SSN) hélt árleg an fulltrúafund sinn í Os við Bergen fyrir nokkru. Þátttakendur voru alls um 80. Af íslands hálfu sátu fundinn, auk formanns Hjúkrunarfélags Islands, 8 aðilar, 4 fulltrúar frá hinum ýmsu sviðum heilsu- gæzlu og hjúkrunar, fulltrúi frá Heilbrigðis- og tryggingamála- hjúkrun- ráðuneytinu, 2 hjúkrunarnemar og ritstjóri Tímarits HFl. Formaður SSN Gerd Zetter- ström Lagervall stjórnaði fund- inum. Rætt var m.a. um sam vinnu hjúkrunarnemafélaganna og SSN. Samþykktar voru svo- hljóðandi tillögur um starfsregl- ur fyrir SSN. L Byggja upp sterk og dug- mikil samtök hinna 5 hjúkr- unarfélaga á Norðurlöndum. 2. Vinna að þvi að aðeins lög- gildar hjúkrunarkonur séu í hjúkrunarkvennastöðum. 3. Vinna að bættri menntun hjúkrunarkvenna á öllum sviðum. 4. Stuðla að auknium rannsókn- um og framförum á hjúkrun arstörfum og starfssviði hj úkrunarkvenna. 5. Fylgjast með þvi, að rétt- indi og laun samsvari námi og ábyrgö. 6. Vinna að betri starfsskilyrð- um, þar sem starfslið og sjúklingar hafi meiri áhrif. 7. Vinna að bættum aðbúnaði starfsliðs varðandi heilsu- gæzlu, og vörn gegn slysum og atvinnusjúkdómum. 8. Efia gott samstarf hjúkrun arnemafélags og hjúkrunar- félags viðkomandi lands. 9. Vinna að góðu samstarfi hinna ýmsu starfshópa inn- an heilbrigðisþjónustu og fé lagsmála. 10. Hvetja hjúkrunarkonur til meiri þátttöku í öllu er varð ar heilsuvernd og sjúkra- og félagshjálp. 11. Hvetja til aukinnar sam- vinnu innan Alþjóðasam- bands hjúkrunarkvenna (I.C.N.) og annarra alþjóða- samtaka. 12. Kynna störf SSN á þjóðleg- um, samnorrænum og alþjóð legum grundvelli og veita blöðum og öðrum fjölmiðium upplýsingar. Síðan fóru fram hópumræður, viðfangsefni hópanna voru: A. Samstarf í heilsuvernd og hjúkrun. B. Nám hjúkrunarkvenna. grunnnám og framhaldsnám. C. Hlutverk hjúkrunarkonunn- ar. D. Evrópuhjúkrunarkonan. E. Samningsréttur hjúkrunarfé- laga. Hver hópur skilaði síðan áliti sem úr voru unnar sameiginleg- ar eftirfarandi niðurstöður: Við framkvæmd heilsugæzlu, hjúkrunar og félagslegrar um- önnunar á Norðurlöndum þarf aukin tengsl milli hinna mismun andi starfsgreina, svo að jafn- an megi gæta þarfa sjúklingsins eða skjólstæðingsins. Til að svo megi vera þarf að gera sam- fellda heilsugæzluáætlun. Fulltrúafundurinn gerir kröfur til þess, að meginstefnan við hag ræðingu og mótun þessamr heiisugæzluáætlunar verði Framhald á bls. 33

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.