Morgunblaðið - 10.10.1971, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.10.1971, Blaðsíða 6
30 MORGUNBLA.ÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. OKTÓBEPy 1971 Njósnar- arnir á HIGHGATE HILL tvöfaldazt, úr sextuí upp í nær hundrað og tuttugu. Highgate Hill Rússar byggðu einnig upp starfsemi verzlunarnefndarinn ar, fjölguðu starfsliðinu um fimmtíu prósent og eyddu 300 þúsund sterlingspundum i að stækka og endurbæta höfuð- stöðvarnar við 32—33 Highgate West Hill. Það var gert i maí 1969. Höfuðstöðvarnar á High- gate, líta svo sem nógu sakleys islega út, ekki ósvipaðar ný- tízkulegu hóteli, úr hvitum marmara og gleri, að nokkru hulið háum trjám og runnum. En þangað kemur eng- inn inn óboðinn, og dyrunum er „fjaxstýrt" og enginn kem- ur inn um þær fyrr en eftir að búið er að skoða hann vandlega, án þess að hann viti af þvi. Verzlunarmenn sem Concorde n.jósnarinn Sonpert, með Steinbrecher frá MFS. Nokkur hús Sovétríkjanna í T.ondon. Kfst tv. Sendiráðið. Efst th. N,jósnamiðstöðin á High- gate. Neðst tv. Narodny hankinn. Neðst th. St.jórnunarhúsið í Parker Street. Þótt Bretar hafi rekið 105 sovézka embættismenn úr landi fyrir njósnir, í einu mesta njósnahneyksli allra tíma, er líklega eftir í landinu að minnsta kosti jafnmikill fjöldi sem getur haldið áfram njósnum fyrir KGB. Þessir 105 eru nær fimmti hluti þeirra 550 sem starfa á vegum Sovézka sendiráðsins. En njósnarar sem flúið hafa frá kgb á undanförnum árum, hafa haldið því fram að um 60 prósent starfsliðs sendiráða kommúnistarikja, fáist við ein- hvers konar njósnastarfsemi. Oleg Penkovsky, offursti í KGB, sem var gagnnjósnari fyrir Bretland í Moskvu, gaf upp svipaða tölu. Sovézka sendiráðið hefur enn á sínum snærum um 445 starfsmenn, og samkvæmt kenningu Penkovskys hefur því KGB enn um 240 þjálfaða njósnara til að reyna að grafa upp hernaðar- og iðnaðar- leyndarmál Bretlands. Brezka stjórnin hefur lengi vitað um þessa njósnastarfsemi, og hefur árangurslaust reynt að fá þá sovézku til að hætta henni, m.a. hefur Alec Douglas Home, utanríkisráðherra, rætt við Gromyko utanríkisráðherra Sovétrikjanna, og skrifað hon- um tvö persónuleg bréf um mál ið, en allt kom fyrir ekki. Brezka öyrggisþjónustan byrjaði að herða eftirlit með sovézkum sendiráðs- og verzl- unarmönnum, eftir réttarhöld- in yfir Douglas Ronald Britt- en, tæknimanni í brezka flug- hernum, en hann var dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir að láta Sovétríkjunum í hendur dul- málslykla og aðrar leynilegar upplýsingar. Það var árið 1968. Það var Alexander Ivano- vich Borisenko sem „réð“ Britt en, og stjórnaði honum, en Borisenko var skráður ráð- gjafi í menningardeild sovézka sendiráðsins, hann fór tii Moskvu skömmu eftir að Britt- en var handtekinn. Yfirmenn öryggissveita Bret lands vöruðu þá stjórnina við því að rússnesku njósnirnar væru orðnar svo umfangsmikl- ar að þeir hefðu varla mann- afla til að fylgjast með þeim. í nóvember 1968, gaf stjórnin því út tilskipun þar sem hún takmarkaði fjölda sovézkra diplomata við þá áttatíu sem þá störfuðu i landinu. En Rússar gáfust ekki upp. Þeir fóru í kringum takmark animar með því að fjölga „vinnandi eiginkonum“. Þeir byrjuðu líka að „styrkja" starfslið annarra stofnana sinna í landinu, sem ekki voru háð takmörkununum. Síðan 1968 hefur starfslið sovézkra fyrirtækja í iandinu hér um bil koma í boð þangað eru undir stöðugu eftirliti, og þeir eru kurteislega en ákveðið leiddir aftur inn í samkvæmissalinn, ef þeir „villast af leið“. Meðal starfsfólksins á High gate eru 50 fastir embættis- menn, og hver þeirra er sér- hæfður í einhverri grein brezks iðnaðar. Þá eru þar að jafnaði 70 samningaeftirlits- menn, sem oft er skipt um. Upplýsingunum sem KGB mennirnir meðal starfsfólksins komast yfir, er safnað saman, þær flokkaðar og sendar með telex beint til höfuðstöðva KGB við Dzerzhinski stræti númer 2, í Moskvu. Aðeins 3 starfsmenn verzlun arnefndarinnar njóta diplomat- iskrar friðhelgi, en samkvæmt verziunarsamningi Sovétríkj- anna og Bretlands frá 1934, nýtur öll byggingin frið- helgi, og brezka öryggisþjón- ustan getur því ekki skoðað þar húsakynni. Gagnstætt því sem er um sendiráðsfólkið búa starfs- menn verzlunarnefndarinnar ekki við takmarkað ferðafrelsi. Þeir gera sínar eigin ráðstaf- anir til að heimsækja brezk fyrirtæki og verksmiðjur, og það eru ekki til neinar opin- berar skýrslur um hverja þeir hitta, hvert þeir fara, eða hvort þeir gera einhverjar pantanir eða viðskiptasamn- inga. Aaukning starfsliðsins hefur þó ekki komið fram í auknum viðskiptum milli landanna, sem hafa verið nær óbreytt síðan 1968. Þegar Rússarnir heim- sækja verksmiðjur, veifa þeir pöntunum sem geta skipt tug- þúsundum eða jafnvel milljón- um punda, en það er aldrei gengið frá neinu í flýti. Aðrir Rússar koma í heimsókn og biðja um að fá að skoða verk- smiðjuna, fylgjasí með fram- leiðslunni, eða bara rabba um framfarir á því sviði sem við komandi verksmiðja byggir starfsemi sina á. Iðnnjósnir í gegnum erlend sendiráð, verzlunarnefndir, vörusýningar eða viðskiptasam bönd, er nokkuð sem allar iðn- aðarþjóðir stunda að meira eða minna leyti. Þessar aðferð- ir hafa löngum verið grundvöll urinn undir velgengni Japans, sem eftirlíkir vestrænar vörur og selur þær svo á lægra verði. Stuldir á áætlunum og frum- líkönum eru ekki óalgengir, jafnvel milli vinveittra þjóða. En iðnnjósnir Sovétríkjanna eru miklu hættulegri en iðn- njósnir keppinauta á Vestur- löndum, þvi þeim er stjórnað af ríkinu sem hefur gífurlegt starfslið, og beitir ófyrirleitn- um aðferðum, t.d. kúgunum og þvingunum. Aðvaranir Af þessum ástæðum hafa mörg brezk fyrirtæki fengið aðvaranir um að vera varkár í viðskiptum við sovézka verzl- unarfulltrúa, og líta á þá fyrst og fremst sem njósnara og svo verzlunarmenn. Þeim hefur verið sagt að læsa niður upp- lýsingar um framleiðslutækni og önnur leyndarmál með- an Rússarnir væru nærstaddir, og gæta þess vandlega að ein- hverjir aðilar i hópheimsókn „villist" ekki út úr hópnum. 1 Sovétríkjunum sjálfum er iðnnjósnunum stjórnað af vis- inda- og tæknideild KGB. Fjöldi njósnara í vísinda- og tæknideild sovézka sendiráðs- ins er ljós vottur um hve mikil áherzla er lögð á þetta. Aðferðirnar við njósnirnar fela m.a. í sér leynilega fundi með þeim sem veita upplýsing- arnar, á jafn sakleysislegum stöðum og knattspyrnuleik- vangi eða á hundaveðhlaupa- brautum, söfnum, bókasöfnum eða járnbrautarstöðvum. Það eru notaðir skráðir og óskráð- ir póstkassar, elektrónisk merkjasenditæki og þar fram eftir götunum. KGB KGB (Komitet Gosudarst- vennoi Bezopasnosti), eða Ör- yggisráð ríkisins, er í orði kveðnu undir stjórninni, en vinnur í rauninni beint fyrir flokkinn, og gengur í flestum tilfellum framhjá stjórninni. Einum hinna tiu ritara mið- stjórnar kommúnistaflokksins er að jafnaði falið að stjórna öryggismálum ríkisins. Núverandi yfirmaður KGB, Yuri Andropov, á bæði sæti í stjórninni og stjórnmálaráði flokksins, sem sýnir glöggt vald og stöðu KGB í Sovét- ríkjunum. Til samanburðar má nefna að Andrei Gromyko, ut- anríkisráðherra er EKKI með- limur í stjórnmálaráðinu. KGB er þannig kleift að fá til eigin afnota mikinn hluta af háum stöðum í sendinefndum Sovétríkjanna erlendis, og legg ur sig þá sérstaklega eftir stöð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.