Morgunblaðið - 10.10.1971, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.10.1971, Blaðsíða 14
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1971 Jón II. Þorbergsson; Hreinar línur UihIít þessi tvö orð heyrir við átttrmikið andiegt áhrifasvið. Mannheimur skelfur allur af þvi fóikið vantar vit, tiifinningu og iöngun til að halda sig við hreinar iinur í hugsunum, orð- ism og gjörðum. Undirstaðan þessu til bóta er að halda sig við sannieikann, sem er hinn eini og rétti grundvöllur í mann iegri hugsun. Hver sá maður eða kona, sem ber kærleik til sann- leikans á mikinn andlegan fjár- sjóð. Sannleikurinn, sem mann- iifið byggist á er allan að finna í orði Drottins, kenningu Krists. Hann sagðist vera kominn til að bera sannieikanum vitni og að þeir, sem stunda sannleikann yrðu frjálsir. — Frjálsir úr þeim viðjum sem mennirnir búa sér sjálfir, þegar þeir hirða ekíki um sannleikann. Sé það ekki gert, ánetjast fólkið hinum ótrú- legasta hugsjónagraut og tapar skilningi sem leiðir af heil- brigðri hugsun. Svo langt getur þetta gengið að ekki s'kilj- ist það, sem skiljanlegt er. Það sem öllum er nauðsynlegt að skilja byggist á trú á almáttug- an Guð, skapara himins og jarð- ar og skapara fólksins. Án þess að slá sjálfum mér guli- hamra verð ég að segja það að ég skil mannlífið og til- gang þess, samkvæmt kristinni kenningu en án hennar, er ég skilningslaus. Allt sem Kristur sagði er sannleikur og líka vel skiljanlegt. Hann segir: „Trúið á Guð og trúið á mig. í húsi föður mins eru mörg híbýli, væri ekki svo, mundi ég þá hafa sagt yð- ur að ég færi burt til að búa yður stað“ (Jóh. 14-2-3.) „Leit- ið fyirst ríkis Guðs og réttlætis Hans og þá mun allt þetta veit- ast yður að auki“ (Matt. 6, 33.). Þegar Hann var spurður að því, hvert væri hið æðsta boðorð svaraði Hann: Þú skalt elska Guð þinn af öilu hjarta þínu og af allri sálu þinni og af öll- um huga þínum. Þetta er hið mikla og fyrsta boðorð. En hið annað er líka þetta: Þú skalt eiska náunga þinn eins og sjálf- an þig. Á þessum tveimur boð- orðum byggist allt lögmálið og spámennimir — og Hann segir: „— Haltu boðorðin. Trúðu aðeins og þá muntu lifa.“ Hér höfum við hreinar Mnur, auðskilið sann leikamál, sem miðar að því að við tryggjum okkur Hf í þessu lífi og líf i framhaldslífinu, sem var höfuðáhugamál Krists með okkur ðll. Hann sagði: Yður ber að endurfæðast (Jóh. 3, 7.) End urfæðing er hugarfarsbreyting sem felst í þvi að hverfa frá veikri trú og trúleysi til lifandi trúar. Þeirrar sem gefur lífs- kraftinn að ofan og bind- ur okkur við sannleikann og leiðir okkur til að skila verk um, sem eiga fyrirheit og eru Guði þóknanleg. Þá erum við á hreinni Jínu. Þeir, sem ekki trúa á Guðdóm Krists eru vissulega neikvæðir. Guðspjöllin verða ekki dregin í efa, sem söguleg- ur sannleikur. Guði var ekki ómáttugt að láta Krist fæðast í þennan heim, á þann hátt sem greint er frá í ritningunni. — 1 musterinu 12 ára gamall, vissi Hann allt á himni og jörðu. Kraftaverk Hans, sem ekki verða í efa dregin, bera þess vitni að Hann réð yfir guðleg- um mætti, enda taidi Hann að fólk gæti trúað á sig vegna verkanna. Hann sagði frá því að Hann ætti að líða kvalafullan dauða, til að friðþægja fyr- ir mannanna syndir og afla þeim fyrirgefningar og náðar Guðs. En í guðdómnum — að rísa upp úr gröf sinni, á þriðja degi. AUt þetta gerðist. — Þar á móti bar fólkinu að trúa, iðrast og biðja til Drottins. Við Pilatus sagði Kristur: „Ekki hefðir þú vald yfir mér ef þér hefði ekki verið gefið það, að ofan“ (Jóh. 19, 11.). Þegar Kristur kom til þeirra systra Maríu og Mörtu og lífg- aði bróður þeirra — sem kom- in var nálykt af — sagði Hann við Mörtu: — Ég er upprisan og lífið, sá sem trúir á mig, mun lifa þótt hann deyi og hver sem lifir og trúir á mig, hann skal aldrei að eilífu deyja — (Jóh. 11, 25-26.). Þetta eru hreinar lin- ur. Guðdómleg fyrirheit. 1 upp risunni sannaði Kristur þetta og um leið guðdóm sinn. Það er von laust að horfa í aðrar áttir. Guðs orð er ávallt nýtt og gildir jafnt á öllum tímum til þess að móta mennina til ltfs. — En þeir geta ekki mótað það af því það hagg ast aldrei. Fólk sem lifir sam- kvæmt Guðs orði öðlast gott og fullgilt lif — sem hefir fyrir- heit um framhald. — En þeir sem ekki fást um boð Guðs hlaða um sig jafnvel ótrúlegustu örðugleikum og niðurlægingu. Þannig sannar Guðs orð sig sjálft að vera staðbundinn órjúf- anlegur sannleikur til viðhalds og vaxtar lífi mannanna barna, lífi sem miðar áfram að mark- inu — lífi í öðru lífi. — Frá upp- hafi í sögu fólksins er þess get- ið að guð talaði við menn, sem Hann gerði að kennimönnum — innblásnum anda — Hans. Krist ur sagði: „Þér hafið Móse og spá mennina. Hlýðið þér þeim.“ Sam kvæmt rödd Guðs ritaði Móse boðorðin 10 og blessunarorðin. — Boðorðin standa í V. bók Móse 5. kapitula en blessunar- orðin i IV. bók Móse (6, 24—26). Hvort tveggja er stórt atriði í kristninni, sagt er að þetta hafi verið fyrir um 3400 árum. En Kristur kenndi bæn allra bæna: Faðir vorið. Guð var löngu búinn að segja þeim, sem heyrðu Hann að Krist- ur ætti að kama, og hvað Hann ætti að gera. Nú þegar við höf- um kenningu Hans getum við heyrt Guð tala við okkur, 1 und irvitund okkar og samvizku, ef við trúum, statt og stöðugt. Þeg- ar á það er litið að Guðs orð og fyrirmaali fela 1 sér liísskil- yrði fólksins og þau liggja ljóst fyrir í kenningunni, hjá hinum „kristnu" þjóðum, er það jafnvel furðulegast af öllu hvað þær þjást mikið af þvi þær vanrækja og hagnýta sér ekki þessi miklu hlunnindi. En Guð gaf mönnun um frjálsræði til að veðja og hafna, þeim til sjálfsþroskunar. Kristur talaði oft í dæmisögum til þess að fá föikið til að hugsa. Dæmisögur Hans eru ódauðleg- ar. Þær verka á mannlífið og lýsa því í dag. Dæmisagan um miskunn.sama Samverjann t.d. veldur mikilli blessun alla tíma. Ég ætla að taka hér upp úr 8. kapi tula Lúkasar guðspjalls, útskýr- ingu Krists á dæmisögunni um sáðmanninn. Þar getum við séð okkur sjálf í dag. — Hér er út- skýringin: „Sæðið er Guðs orð, en þeir við götuna eru þeir, sem hafa heyrt það en síðan kemur djöf- ullinn og tekur orðið burt úr hjarta þeirra til þess að þeir skuli ekki trúa og verða hólpn- ir. En þeir á klöppinni eru þeir, sem taka við orðinu með fögn- uði, er þeir hafa heyrt það, en þessir hafa ekki rót, þeir er trúa um stund og falla frá á reynslu- tfma. En það er fólk meðal þyrna. Það eru þeir, sem hafa heyrt orð ið, en fara síðan og láta áhyiggj- ur og auðæfi og unaðssemdir lífsins hefja sig og bera engan þroskaðan ávöxt. En sæðið í góðu jörðinni, það eru þeir, sem heyrt hafa orðið og geyma það í góðu og göfugu hjarta og bera ávöxt með stöðuglyndi" (Lúk: 8. 11, 15.). 1 þessari útskýringu verður fólkið í fjórum hópum og má sjá það í nútímanum. í hinum fyrst talda eru, fyrst og fremst hinir róttæku kommúnistar, sem afneita tilveru Guðs og vinna að því að afmá Kristindóminn. En einhvers staðar á þessi hreyfing upptök sin. Hér er auðsjáanlega Satan að verki. Þessi andlegi óþverri smitar út frá sér. Boð- berar hans, eiga hvergi föður- land. — Kommúnisminn fyllir mannlífið með lygi, svikum og yf irgangi. Kommúnisti, hériendur, var látinn halda afkristnun- arræðu í kirkju óháða frikirkju safnaðarins í Reykjavík. (Sjá grein í Vikunni 22. april. Hún tekur vel undir þessa nýjung og nefnist „Endurnýjuð kristni"). Þetta var kirkjulegt hneyksli. „Hús mitt skal vera bænahús segir Drottinn". Vegna þess sem stendur i nefndri grein — að Kristur hefði komið til að vekja ófrið meðal fólks, Skal hér vitn- að til þessara orða Hans: „Frið læt ég eftir hjá yður, minn frið gef ég yður. Ekki gef ég eins og heimurinn gefur. Hjarta yð- ar skelfist ekki né hræðist" (Jóh. 14,27.). Það hefir sannað sig um ald- ir og gerir enn í dag að þar, sem fólk lifir saman, samkvæmt kenningu Krists, þar ríkir frið- ur. — Þetta sem mannheim skort- ir svo stórkostlega. „Allt sem þér viljið að aðrir menn geri yður það skuluð þér og þeim gera." Þessi orð Krists eru undir- staða friðar. Hið fyrsta sem Kristur sagði við lærisveina sina, þá Hann birtist þeim eftir upp- risuna var: „Friður sé með yð- ur“. f öðrum hópi eru þeir, sem „falla frá“ kenningu Krists. Margt hefir þjóð vor og fleiri kristnar þjóðir af þeim. Þetta eru hinir tómiátu, sem hafast Jón H. Þorbergsson ekki að. Þeir vanrækja kirkju Krists, sem höfuðmenning- arstofnun þjóðanna. Hér í landi er þessi hópur mjög áberandi, fátt fólk, í þéttbýlinu, sækir stöðuglega helgar tiðir í kirkjurn ar. Heimilum fjölgar þar, sem sem börn eru ekki látin læra bænir og iðka Guðsorð og góða siðu, i hvívetna. Skólar lands- ins eru yfirleitt langt fyrir neð- an það, sem þolanlegt er — menningarlega séð, í ástundun, kennslu og upplýsingum í krist- inni trú og siðalögmáli hennar. Kommúnistar — sem ekki ættu að koma nálægt kennslumálum — fylkja miklu liði í kennara- stétt landsins og jafnvel Kenn- araskólinn sjálfur er talinn hol- grafinn af kommúnisma. — Eitt stærsta menningarmál þjóðarinn ar er að losa sig við kommann eins og nágrannaþjóðir okk- ar eru á góðum vegi með. — Stjórnmálin í landinu eru stór- menguð vegna þessa tómlætis og fleira mætti taka fram um þetta. f þriðja hópi eru þeir sem láta hið veraldlega umstang „hefja sig" og bera engan þroskaðan ávöxt. Þetta er fólfc efnishytggj- unnar, þeir sem hafa veraldleg- ar lystisemdir fyrir sinn Guð. Meiri og meiri peningar, er þeirra markmið, skemmtanir og hóflaus lifnaður, sem bannaður er í kenningu kristninnar. Oft er ýmiss konar tækni notuð í þessu augnamiði. Vaxandi tækni hefir fylgt mannkyninu frá fyrstu tíð. Guð hefur gefið mönnum hæfileikana til að efla tæknina og er ekki á móti vexti hennar. En öll á hún að hagnýt ast á kristilegan hátt. Vísinda- menn og tæknifræðingar sem lengst eru komnir stöðvast meir og meir á því að Guð hafi skap- að tilveruna. Eins og kennt er. Loks er það fjórði hópur- inn. „Það eru þeir sem heyrt hafa orðið, geyma það i göfugu og góðu hjarta og bera ávöxt með stöðuglyndi." Þetta er trú- aða fólkið, sem veit að „sérhver góð gjöf er ofan að og kemur niður frá föður ljósanna.“ Trú- aða fólkið, sem í hvívetna, legg- ur sig fram til að lifa og breyta samkvæmt kenningu Krists. Þetta fólk heldur uppi þeirri menningu þjóðanna, sem ein stoðar til að veita þeim verðugt ltf. Hjá þessu fólki varð kirkja Krists ti'l. En hún er æðsta menningarstofnun í mannheimi. Kirkja Krists, með trúuðu fólki viðheldur og þróar: Sannleik, kærleik, frið, jafnrétti allra gagnvart almáttugum Guði og von og vissu um sæluríkt Mf í komandi lífi, er þeir hafa, í þessu lífi, unnið sér þegnrétt Drottins. Ef Kristur væri ekki kominn væri islenzka þjóðin ekki til. Mesta gæfa hennar hef- ir verið, er og verður sú að njóta kristninnar. Til hennar má rekja alla þætti sannrar menningar. — Kristið lif, sem gef ur kraft að ofan, þarf að ná inn á öll svið þjóðfélagsins. Inn á heimilin, inn í skólana, inn í hvers konar félagsleg samtök fólksins og inn í starfsemi stjórnmálanna. Alls staðar verð ur að þræða hinar hreinu línur kristindómsins. Hér í landi þarf mikið átak til þess, eins og van- trúin er hér fyrirferðarmikil. Vinnupláss Vinnu- og lagerpláss óskast strax, staerð um 100—150 fermetrar. Friðrik Bertelsen, Laufásvegi 12. Sími 26620. Meiropróí bifreiðnstjóru Námskeið til undirbúnings fyrir meirapróf bifreiðastjóra verður haldið í Reykjavík og hefst í þessum mánuði. Skriflegar umsóknir skulu berast til bifreiðaeftirlits ríkisins fyrir 15. þ.m. Bifreiðaeftirlit ríkisins. Þjóðina vantar nú sem áður, al- menna vakningu I orði Drottins. Til þess að svo verði, þurfum við öll að biðja til Guðs og stofna til almennra samtaka um hópbænir fólks. „Ef Drottinn byggir ekki húsið, erfiða smið- irnir til ónýtis." (Sálm. 127, 1.). Kristur sagðist ekki vera kom- mn til þess að láta þjóna sér, heQdur til þess að þjóna og til þess að leggja lif sitt í söiurn- ar, sem 'lausnargjald fyrir marga." (Matt 20, 28. Mark 10, 45.). Mest var Hans þjónusta á krossinum. ÖH ættum við að hug leiða, alla Hans þjónustu við okkur. — Lausnargjaldið er veruleiki fyrir þá sem trúa. Kristur sagði: „Ég er kominn til þess að þeir hafi Iíf“ (Jóh. 10, 10.) Það líf er öfflum auðvelt að eignast vegna þjónustu Hans í fóm og kenningu, sem hann veitti öllum í skiljaniegum orð- um og svo kraftaverkum. Öll ætt um við að lifa þessu lííi. Halda Okkur við hreinar linur. — Til þess er öruggast að ástunda trú og bæn. En þær þróa með okk- ur hvor aðra. Að lofcum leyfi ég mér að Skora á allt fólk í landinu að í staðinn fyrir hið flökna veraldlega líf, geri það sig móttækilegt fyrir líf og þjón ustu Meistarans. Taki saman höndum með Hann til fyrirmynd ar. Framkvæmi hópbænir, góð- verk í kærleika og lofsöng. Þá eignast unga fólkið hugsjónir um guðsríki mitt á meðal okk- ar. Þá yrðum við á hreinum lín- um í hugsunum, orðum og gjörð- um. 4.10.1971. — Hjúkrunar- konur Framhald af bls. 35 ákveðin með samráði hlutaðeig- andi stjórnvalda og stéttarsam- taka. Endurskipun heilsugæzlu, hjúkrunar og félagslegrar um- önnunar fer fram á öllum Norð urlöndum. Hjúkrunarkonur starfa og bera ábyrgð á sér- stöku sviði. Skiptir því miklu máli, að þær eigi fulltrúa við framkvæmd þessarar endur- skipunar og geti haft þar áhrif. Sama máli gegnir um atriði, sem varða menntun og forráð til áhrifa á sviði heilsugæzlu og hjúkrunar. Hjúkrunarkonur á Norður- löndum fá sífellt ný og aukin verkefni við hjúkrun, kennslu og stjórnun. Samvinna hjúkrunarkvenna á Norðurlöndum — SSN — gerir þvi kröfur til þess, að hvorki nýjar né auknar starfsskyldur séu lagðar á hjúkrunarkonur, án þess að samningar milli hlut aðeigandi hjúkrunarfélags pg vinnuveitenda hafi átt sér stað. Samvinna hjúkrunarkvenna á Norðurlöndum gerir einnig kröfu til þess, að hjúkrunarkon ur geti aflað sér þeirrar fram- haldsmenintunar, sem krafizt er, til þess að þær geti fylgzt með framförum í sinni grein og haldi launum sínum á meðan. Með tilliti til hins ríkj- andi stjórnmálaástands, sem fel- ur í sér sameiginlegan vinnu- markað í Evrópu, m.a. fyrir hjúkrunarkonur heitir Sam- vinna hjúkrunarkvenna á Norð urlöndum — SSN — hjúkrunar félögum innan Efnahagsbanda- lags Evrópu fullum stuðningi í kröfum þeirra um aukningu þeirra lágmarkskrafna til hjúkr unarmenntunar, sem eru ákveðn ar í reglugerðartillögum Evrópu nefndarinnar. Þessar lágmarks- kröfur geta ekki talizt tryggja fullnægjandi menntun með til- liti til starfa hj úkrunarkvenna. Samvinna hjúkrunarkvenna á Norðurlöndum — SSN — telur að hjúkrunarkonur frá löndum utan Norðurlanda verði fram- vegis að fá möguleika til þeirr- ar menntunar og kynningar, að þær geti starfað jafnfætis inn- lendum hjúkrunarkonum. (Fréttatilk. frá Hjúkrunarfé- lagi Islands).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.