Morgunblaðið - 10.10.1971, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.10.1971, Blaðsíða 10
34 MORGUNÐLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. ÖKTÓBER 1971 Rætt við Helgu Ingólfsdóttur um sembal og semballeik Þejrar flett er upp á orðinu harpsíkord í íslenzkri orða- bók stendur: „gömul gerð hljóðfæris fyrirrennari flyg- ils og: líkt lionum." Aftur á móti er orðið sembal eða semball hvergi að finna. Harpsíkord ogr semball er eitt ogr sama hljóðfærið; harpsí- kord er það orð, sem ensku- mælandi þjóðir nota, en megrinlandsþjóðir hafa notað semball (cembal) og það orð hefur verið notað hér á landi á síðustu árum. Fæstir ís- lendingar munu þó að nokkru ráði þekkja til þessa liljóðfæris, en úr því ætti að vera liægrt að ráða bót í fram tíðinni. Helgra Ingólfsdóttir semballeikari er komin heim frá námi með sembalinn sinn, og vonast hún til þess að fá tækifæri til að kynna þetta merka hljóðfæri og þá tón- list, sem fyrir það hefur ver- ið skrifuð og kenna einnig aft-ur á móti hamar, sem slær á strenginn, og hljómur hans fer eftir því, hve fast er stutt á nótuna. Þetta er grundvall- armundurinn á sembal og píanói. Semball Helgu hefur tvö nótnaborð og f jórar raddir. Raddirnar eru missterkar og er með pedölum hægt að ráða hvaða rödd er spiluð eða þá hvort tvær eða fleiri eru tengdar saman. Raddirnar eru kenndar við fetalengd í orgelpípum; fjögurra feta, átta feta, sextán feta. —- Er þetta stærsta gerð af semb- al, konserthljóðfæri, en einn- ig er framleitt mikið af minni gerðum, sem hafa eitt nótna- borð og 2—3 raddir. — Sembal er oft notað sem samheiti yfir spinett, virginal og sembal, en þessi hijóðfæri eru mjög líik að allri gerð, seg ir Helga. 1 tvær aldir, 17. og 18. öld átti semballinn fastan Helga Ingólfsdóttir við sembalinn sinn. (Ljósm. Mbl. Kr. Ben.) Ekki aðeins mílusteinn í þróunarbraut píanósins semballeik. Helga hefur reyndar þegar stigið fyrsta skrefið í þessari kynningu sinni, en það var á sembaltón leikum, sem hún hélt í Nor- ræna húsinu árið 1969. En hvers konar hljóðfæri er sembal, hver er saga þess og hvemig stóð á þvl að Helga fór að læra sembal- leik? Með þessar spurningar á vörum knýjum við dyra á heimili hennar og manns hennar, Þorkels Helgasonar, stærðfræðings. 1 stofunni stendur semball inn, ljós að lit og svipaður flygli að lögun. Nótnaborðin, sem eru tvö, eru svört, þ.e. þær nótur sem eru hvítar á pianói eru svartar á sembal og öfugt. Heiga segir ástæð- una þá, að Frökkum, þeirri smekklegu þjóð, hafi fund- izt fallegra að horfa á hvít- ar hendur leika á svörtu nótnaborði en á hvítu. Þegar stutt er á nótu á sembal grípur eins konar leð- urtunga í strenginn og þegar hún sleppir honum hljómar hann. Það skiptir engu máli hvort stutt er laust eða fast á nótuna, hljómurinn er allt- af jafn sterkur. Á píanói er sess í kammerhljómsveitum og gegndi þar mikilvægu hlutverki. Hann var eitt þriggja ásláttarhljóðfæra, sem notuð voru — hin voru orgel, sem var hið kirkjulega semball og nútímatónskáld var lítið hljóðfæri og hljóm- lítið og þvi aðallega notað í heimahúsum. Úr clavichord inu er þó hægt að ná mjög litríkum hljómi með breytileg um styrkleika, því þar er slegið á strengina eins og á pianói. — Hlutverk sembalieikar- ans í kammerhljómsveitum barokktímabilsins er mjög þýðingarmikið. Hann leiðir hljómsveitina og undirstrikar með sembalnum hljóma verks ins. Styðst sembalieikarinn við bassalínu tónverksins (basso continuo), en til frek- ari ábendingar fyrir sembal- leikarann er bassalínan auk- in ákveðnum tölum frá hendi höfundar. — Táknar ákveðin tala þá ákveðin hljóm? — Að vísu, en talan er þó aðeins ábending til sembal- leikarans og hann verður síð an að ákveða hvernig hann tekur hljóminn. Hann getur haft hann margradda, tví- radda, skreytt hann á ýmsa vegu og oft fellur það einnig í hans hlut að improvisera laglínu. — Semballeikarinn verður einnig sjálfur að á'kveða hvaða rödd hann spil ar og hvar og hvernig hann breytir styrkleikanum, eins og orgelleikarinn. Nóturnar gefa ekkert til kynna um það, hvorki einleiksnótur né hljómsveitarnótur (partítúr), sem semballeikarinn notar með hljómsveitinni. — Hvenær fara vinsældir sembalsins að dvína? — Semballinn hverfur alveg af sjónarsviðinu á ofanverðri átjándu öld. Þá komu ný við- horf til tónlistarinnar og menn vildu m.a. ekki lengur þessi skörpu styrkleikaskil, sem eru i barokktónlistinni. Þeir vildu geta tjáð sig með crescendo og diminuendu. Fleira kom þarna til Semball er aðallega hljóðfæri pólýfón ískrar tónlistar, en á 18. öld fékk hómófóniski stíllinn byr undir báða vængi. í stað útflúraðra radda barrokktón listarinnar kom einföld og stutt laglína og þessi nýja lag lína krafðist meiri sveigjan- leika I tónmyndun. Hljóðfær- ið, sem stenzt þetta nýja við- horf, þótt í þröngum ramma sé, clavichordið, verður tengi liður milli sembalsins og pía- nósins, sem síðan tók við. — Þegar Beethoven samdi sínar fyrstu sónötur skrifaði hann að þær væru „fyrir sembal eða píanó“. Píanóið var þá enn svo nýtt að fáir áttu það og þess vegna voru betri möguleikar á að selja verk fyrir sembal. Mozart samdi einnig verk fyrir semb al eða píanó“ — Píanóið varð brátt vinsælara ásláttarhljóð- færið og hefur verið það síð- an, en semballinn hvarf af sjónarsviðinu í meira en öld. — Hvenær var semballinn svo endurvakinn? — Um aldamótin siðustu hófst endurvakning á bar- okktónlistinni og samfara henni kemur fram endurvakn ing sembals. Semballinn er þá viðurkenndur sem sjálfstætt hljóðfæri, en ekki aðeins mílusteinn á þróunarbraut pí anósins, eins og álitið hafði verið. Nú er svo komið að í öllum mikilvægari tónlistar- skólum og hljómleikasölum er simball og nútíma tónskáld hafa samið töluvert af semb- alverkum, t.d. Frank Martin, Bohuslav Martinu, Jean Fran- caix, Manuel de Falla, Carl Orff, Poulenc og Hans Wem- er Henee. Á síðustu áratug- um hafa vinsældir sembals ins aukizt geysilega og nem- endum í semballeik fjölgað, þótt þeir séu ennþá fáir mið- að við þá sem leggja stund á píanóleik. — Hvar eru þessi hljóðfæri aðallega framleidd? — Þau eru sm'íðuð mjög víða og ég á til dæmis stóra bók, þar sem eingöngu eru upplýsingar um sembalsmiði. Um verksmiðjuframleiðslu á sembölum er varla að ræða. Þetta er handiðnaður og yfir- leitt smíðar hver sembalsmið- ur innan við tug hljóðfæra á ári. — Er semball þá ekki dýr? — Verðið er lí'kt og á flyigl um og konserthljóðfæri kosta nálægt 400 þúsund krónur (án tolla). Helga segist ekki vita nema um tvo sembala hér á landi utan síns. Er annar í eigu Barnamúsíkskólans og hinn i eigu útvarpsins — og hafa þeir verið fengnir þegar Sin- fóníuhlljómsveitin hefur flutt verk þar sem þeirra heíur þurft með og pianóleikarar hljómsveitarinnar leikið á þá. — Hvernig stóð nú á því, að þú fórst að læra á sembal? — Eftir að ég lauk sólóista prófi í píanóleik frá Tónlistar skólanum í Reykjavík vorið 1963 fór ég til framhaldsnáms tll Þýzkalands og var þar í tónlistarskólan um i Detmold. Þar hreifst ég svo af sembaln um, að ég ákvað að taka hann sem aukagrein. Þetta var augnabliks hrifning og ég hugsaði ekkert um afleið- ingarnar. Smám saman náði semballeikurinn það sterkum tökum á mér að ég ákvað að taka hann sem aðalgrein og árið 1968 lauk ég prófi í semb alleik frá Tónlistarháskólan- um í Munchen. Síðustu þrjú árin hefur Helga dvalizt í Boston í Bandaríkjunum, þar sem mað ur hennar var við framhalds- nám. Þar notaði hún tímann til að æfa sig og „molta" það, sem hún hafði lært. Meðan hún dvaldist í Boston kenndi hún smávegis og hélt tvenna tónleika. Nú er hún nýkom- in heim og farin að kenna á sembai við Tónlistarskólann í Reykjavík. Nemendur verða mestmegnis píanónemendur, sem taka vilja sembal sem aukagrein og verður þeim út- veguð æfingaaðstaða. — Ég hetf gaman af að kenna, segir Helga en ég vil ekki kenna eingöngu. Ég verð að fá að spila og fá fólk til að meta hljóðfærið og tónlistina tU að vera ham- ingjusöm. — Þ. A. Vilja endurskoðun á lögum um almannafrið á helgidögum Frá héraðsfundi Eyjaf jarðarprófastsdæmis Héraðsfundur Eyjafjarðarpró- fastsdæmis var haldinn að Munkaþverá og Freyvangi fyrr f mánuðinum. Rögnvaldur Finnbogason, ný- skipaður prestur í Siglufirði, prédikaði við guðsþjónustu í Munkaþverársókn, en Birgir Snæbjörnsson þjónaði fyrir alt- ari. Kór kirkjunnar söng undir stjóm Hrundar Kristjánsdóttur. A8 lokinni guðsþjónustu setti prófasturinn, Stefán Snævarr, héraðsfundinn og stjórnaði hon- um. 1 ávarpi sínu óskaði nrófast urinn eftir meiru kirkjulegu starfi, bæði af hendi presta, safn aðarfulltrúa og sóknarnefnda, og óbreyttra safnaðarmeðlima. Taldi hann vonlaust, að kirkjan næði nokkrum verulegum ár- angri, ef safnaðarfólk allt væri ekki virkt og starfsfúst og hvatti hann alla, sem unna kirkju og kristindómi, til aukinna starfa og átaka. Að loknu ávarpi prófasts var fundurinn fluttúr að Freyvangi. Þar gaf prófastur skýrslu um störf prestanna í prófastsdæm- inu. Alls var flutt 431 guðs- þjónusta; 282 almennar guðsþjón ustur, 102 barnamessur og sam- komur og 47 aðrar messur. Á ár- inu 1970 voru skírð 389 börn, 355 börn voru fermd og altaris- gestir urðu 1368. Af prestum voru gefin saman 126 brúðhjón á árinu. Þá voru greftraðir 138 manns 1970. Séra Bjartmar Kristjánsson flutti erindi um „Drottins dag“ og urðu á eftir því nokkrar um- ræður um hvíldardaginn, helgi- dagalöggjöf og eftirlit lögreglu- yfirvalda með þeim lögum. Sam- þykkt var tillaga, þar sem skor- að er á Alþingi og ríkisstjórn að taka til endurskoðunar lög um almannafrið á helgidögum þjóð- kirkjunnar, þar sem þess sé gætt, „að sá tími, sem kirkjam notar til helgihalds á þessum dögum hljóti tilhlýðilega lög- verndan“. Nokkrar umræður urðu einn- ig um kristindómsfræðslu í skðl- um og skort á góðum handbók- um, bæði fyrir kennara og nem- endur. Einnig var rætt um org- anista og söngkennslu og þar um samþykkt tillaga, með ósk- um til skólanefnda og sóknar- nefnda, að þær hefji samstarf um að fá hæfa menn til að sinna söngkennslu í skólum og organ- istastörf um við kirkj ur. Héraðsfundinum lauk svo með stuttri a ndakt og að fundarmenn sungu versið: ,3on Guðs ertu með sanni. . .“ Siroky látinn PRAG 7. október — NTB. Viliam Siroky fyrrverandi for- sætisráðherra Tékkóslóvakíu lézt í Pragr í gær, 69 ára að aldrl, Siroky var forsætisráðherra frá 1953 til 1963, er hann lenti í deil um við Novotny forseta. Hann var settur af fyrir „stjórnmálaleg mistök og van- rækslu í starfi“. Síðan fréttisit ekkert af honum fyrr en á tím- um Dubcek-stjórnarinnar 1968, únistaflokknium vegna sitaliín en þá var hann rekinn úr homtn- íiskra skioðana sinna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.