Morgunblaðið - 10.10.1971, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.10.1971, Blaðsíða 16
Hinrik VIII. og eiginkonurnar sex FYRSTA eiginkonan gerðist hirðulaus, varð feit og ljót. Önn- ur konan var bölvuð tik en hafði kynþokka. Hann lét þriðju kon- una koma of snemma til skímar á syni þeirra, og það varð henni ofraun. Fjórða konan var bólu- grafin og lyktaði illa en hún hafði völd og áhrif. Fimmta konan var falleg ung stúlka, sem átti ástar- ævintýri með bezta vini hans. Sjötta konan giftist honum vegna þess að maðurinn, sem hún elskaði, var í peningakröggum. Þannig hljóða lýsingar ástr- alska leikaran3 Keith Michell á hinum sex eiginkonum Hinriks VIII., en Michell fer með hlut- verk þessa umdeilda konungs í framhaldsþætti þeim, er hófst í sjónvarpinu sl. sunnudag. Þessi sex þátta framhalds- flokkur var fyrst tekmn til sýn- inga hjá BBC á síðasta ári, og fór áhorfendum stöðugt fjölgandi eftir því sem á leið. Eitt hjóna- band Hinriks er tekið fyrir i hverjum þætti. Var framhalds- flokkur þessi að lokum orðin aðnjótandi eins konar menning- ardýrkunaT. Að meðaltali horfðu fjórar milljónir Breta á þættina sex, og hefur emginn leikrita- flokkur hlotið fleiri áhorfendur í sögu rásar 2 hjá BBC. Framhaldsflokkurinn hefur hlotið fjölda verðlauna, bæði heima og erlendis, t.d. hlaut þátturinn um Jane Seymor verð- laun á alþjóðlegri sjónvarps- þáttahátíð í ftalíu sem bezta sjón varpsleikritið. Póstkort hafa ver- ið gefin út með myndum úr þætt inum, og leikbúningamir hafa verið sýndir um allt Bretland. Þá hefur framhaddsmyndaflokk- urinn verið sýndur við sjónvarps atöðvar í fjölda landa — alls ataðar við jafngóðar undirtektir. Mark Shivas, framleiðandi flokksins, heldur því fram, að eiin ástæðan fyrir því hversu vel flokknum hafi vegnað á sjón- varpsskerminum, sé sú að hver þáttur var saminn af mismun- andi höfundum. „Þetta þýddi að brugðið var upp ólíkum mynd- um af persónuleika Hinriks í hverri viku, sem gerði okkur e.t.v. kleift í fyrsta sinn að skilja flókið sálarlíf þessa undraverða manng og samskiptum hans við þessar sex undraverðu eiginkon- ur.“ Ekkert var til sparað í gerð þáttanna. Tveir leikstjórar skipt- ust á að stjóma þeim; mikil vinna lögð í leikmyndir og bún- inga, og aðeins úrvalsleikarar fengnir til að skipa hlutverkin. Keith Michell fékk það vanda- sama verkefni að túlka Hinrik VIII. eins og hann kom sex ólík- um höfundum fyrir sjónir, en flestir eru sammála um að hon- um hafi tekizt að skapa og halda heilsteyptri persónulýsingu alla þættina út i gegn. Michell telur, að sagnfræðin hafi ekki birt Hin- rik VIII. í sönnu ljósi; kynferð- ismál hans hafi komið af stað gróusögum um athafnir hans og gáfur. „Ég velti því stundum fyrir mér,“ segir Michell, „hvort hann hafi í raun og veru verið kenndur við fleiri konúr en venjulegir menn. Það var bara meira áberandi, þar sem hann kvæntist þeim öllum.“ Likt og flestir leikaramir í þessum framhaldsflokki tekur Michell harða afstöðu með þeirri persónu, sem hann túlkar og hef ur miklar meiningar um konur Hinriks, sem „konumar" geta í fæstum tilvikum fallizt á. Leik- konumar sex, sem fara með hlut- verk eiginkvennanna, köfuðu djúpt í hlutverk sin, og í túlkun sinni reyna allar að varpa sögu- legu ljósi á eiginkonunnar. Elest- ar hafa þær ríka samúð með kon unum, og leitast við að réttlæta gerðir þeirra. * KATRÍN AF ARAGON „Eftir að ég hafði lesið um hana,“ segir Annette Crosbie, sem lék Katrínu af Aragon í síð- asta þætti, „var mér óskaplega umhugað að fólk dáðist að henni á sama hátt og ég. Ég vildi fá fólk til að skilja hvero vegna þessi kona var svona ótrú- lega þrá og hvers vegna hún vildi ekki veita honum skilnað. Ég er algjörlega samþykk gjörð- um hennar. Auðvitað gat hún ekki veitt honum skilnað, þvi að um leið hefði hún lýst því yfir að dóttir hennar væri lausaleiks- krói.“ Málin horfa öðru vísi við Michell. „Ég held að þau hafi lifað í hamingjusömu hjónabandi um tíma eða þangað til hún fór að gerast hirðulaus um útlit sitt. Hún varð feit, Ijót og of nöldur- söm. Hún hélt að hún kæmist upp með allt af því að hún var gift.“ * ANNA BOLEYN 1533 kvæntist Hinrik Önnu Boleyn, sem leikin er af Dorothy Tutin. Michell heldur þvi fram, að Hinrik hafi vafalaust átt með henni margar sælustundir í fyrstu og hún hafi verið góð ást- kona. „f rauninni var hún reglu- leg hóra og steig ekki í vitið. Hún var honum á engan hátt samboð- in.“ Dorothi Tutin heldur því hins vegar fram, að Boleyn hafi lik- lega verið saklaus af þeim sakar giftum, sem leiddu til þess að hún var hálshöggvin. „Ég hef áistæðu til að ætla að hún hafi verið saklaus, því að mér er til efst að hún hafi tekið _þá áhættu að fóma stöðu sinni. Ég held að það hafi verið mjög erfitt að fara dult með ástarævintýri á þessum tíma. Ég tel fullvist að hún hafi átt marga elskhuga áður en hún giftist Hinriki, en eftir það finnst mér hún hafa haft of mikið að missa. Hún var stolt, fjörleg, svo lítill prakkari en um leið svolítið stirðbusaileg, vildi fara sínar eig- in leiðir og þarfnaðist þess að daðra við aðra menn. Hún þarfn- aðist skjalls og vildi hafa menn í kringum sig. Ég held að hún hafi verið mjög góð ástkona, en erfið í sambúð sem eiginkona, og vissulega var hún farin að fara í taugarnar á Hinriki undir lokin. Ég held að hún hafi ekki getað elskað neinn mjög lengi. Ég held, að Hinrik hefði orðið allt annar maður, hefði fyrsta hjóna- band hans heppnazt og Katrín af Aragon fætt honum erfingja.“ ★ JANE SEYMOUR Strax eftir aftöku Önnu Bol- eyn kvæntist Hinrik Jane Sey- mour, sem ári síðar fæddi hon- um son. Hinrik krafðist þess að hún yrði viðstödd skím sonar- ins, en þar sem hún var veik- burða, hefur þessi áreynsla sennl lega orðið henni að bana. Anne Stallybrass leikur Jane, og hún er þeirrar skoðunar, að um raun- verulega ást hafi verið að ræða milli konungs og þessarar ein- földu sveitaistúlku. „Allt þar til hún lézt skipaði engin önnur kona sess hennar, og á bana- beði sínum hrópaði hann nafn hennar.“ „Hún var ekki verulega fall- eg og orðin 27 ára, þegar hún giftist honum —- var að komast af giftingarskeiðinu. Svo að varla hefur hún haft líkamlegt aðdráttarafl, heldur hefur hún fyrst og fremst verið góð mann- eskja. Hún fæddi honum son, sem hann hafi þráð svo mjög, en lézt svo strax á eftir, þannig að hún fékk varla tækifæri tii að gera nein axarsköft. Þar sem Hinrik var nú einu sinni Hinrik, hefði hann vafalaust átt ástar- ævintýri með öðrum konum, en ég er samt þeirrar skoðunar, að hjónabandið hefði orðið farsælt og langvinnt, hefði henni auðn- azt líf. Hún hafði allt til að bera sem góð eiginkona." Michell er sammála að þessu sinni: „Hún fæddi honum erf- ingja; nöldraði ekki og annaðist hann vel. Hún kom fram við hann, eins og hann væri maður og eiginmaður." Og Salybrass segir ennfremur, að eftir að hafa leikið Jane hafi hún fengið aðra mynd af Hinriki; næstum því borið til hang sömu tilfinningar og Jane — að hann hafi í raun- inni ekki verið eins forhertur og af var látið. * ANNA AF CLEVES Því miður lifði hún ekki leng- ur, og Hinrik, ®em var nú orðinn eldri, verri, feitari og ruddalegri en fyrr, lét pússa sig í heilagt hjónaband með Anne af Cleves. Þetta var stórpólitískt hjóna- band. Michell er stuttorður að vanda og lýsir henni á þann hátt að „hún var bó'lugrafin, lyktaði illa og gekk illa til fara.“ Hún var hins vegar ekkert flón. Hún hafði mikil áhrif viða á meginlandinu, og þegar gvo var komið að Hin- rik þoldi hana ekki lengur fyrir augum sínum, náði hún mjög hagstæðum skilnaðarskilmálum — tveimur sveitasetrum og ríf- legum lifeyri. Elvi Hale leikur Önnu af Cleves og lýsir henni sem „ósköp venjuQegri, heldur stórgerðri og beinaberri konu,“ en hún hafi haft til að bera per- sónutöfra. „Jafnvel eftir skiln- aðinn var vinátta með henni og konunginum." * CATHERINE HOWARD Hinrik þoldi hana aðeins I nokkra mánuði, og um leið og skilnaðurinn var um garð geng- inn, gekk hann að eiga Catherine Howard, sem leikin er af Angelu Pleasence. Hún segir: „Ég held að hún hafi verið dæmigerður ráðvilltur unglingur. Hún hlaut i vöggugjöf ákveðni, en ekki ást og öryggi, sem þarf að vera henni samfara. Hún var alltaf að reyna fólk. Mjög litið er annars vitað um hana, svo að tilfinn- ingar hennar til konungs eru flestum ráðgáta. Ég held þó, að tilgáta höfundar sé ekki lakari en hver önnur: hún hafi misst dómgreindina við tilhugsunina um að giftast konunginum, en orðið skelfingu lostin, þegar gift- ingin var afstaðin. Þó er það vitað um hana, að hún var hálshöggvin eftir árs hjúskap. Michell lýsir sambandi þeirra á þann hátt, að það hafi verið „ást roskins manns á mjög ungri stúlku, eem sveik hann með þvi að halda framhjá hon- um með bezta vini hans.“ Angela Pleasence telur þó, að hún hafi verið saklaus. „Ég á erfitt með að ímynda mér að hún hafi gerzt sek um skírlífisbrot. Hún hefur ekki verið slíkur kjáni. Hún var ekkert flón — gætur voru hafðar á henni dag og nótt, og hún hlýtur að hafa vitað að hún mundi missa höf- uðið, ef hún yrði honum ótrú. Eftir því sem ég hef lesið um hana, mun hún — bam að aldri — hafa gert munnlegt samkomu- lag um að giftast öðrum, og á þessum tíma var slíkt samkomu- lag bindandi samkvæmt lögum. Þetta held ég að hafi verið nægi- leg ástæða fyrir skilnaði. Ég hef mikla samúð með henni. Hún var bara ungur sakleysingi, sem var notuð; fórnarlamb kringum- stæðnanna." ★ CATHARINE PARR Hinrik kvæntist þá í síðasta sinn. Að þessu sinni var eigin- konan Catharine Parr, gáfuð, heiðarleg kona, sem hafði verið gift tvisvar áður, í bæði skiptin rosknum mönnum. Michell segir að hún hafi hlotið „síðustu dreggjar mannsins, er var orðinn mjög gamall, og illa á sig kominn líkaimlega.“ Rosalie Crutchley leikur Catharinu Parr og segir um hana: „Ég hygg, að hún sé hvað minnst þekkt af eiginkonunum, en kannski hvað áhugaverðust. Hún var gáfuð, heiðarieg og með sterka siðgæðisvitund, ekki fram Hinrik og Jane Seymour Ilinrik og Anne Boleyn Hinrik og Anna af Cleves

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.