Morgunblaðið - 19.10.1971, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 19.10.1971, Qupperneq 24
24 MOKGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1971 stórum dagblaðaböggli á legu- bekkinn. — Hvernig œtli mér líði? svar aði ég. — Ég má hafa mig aila við, að halda niðri í mér kaff- inu. Kannski þér vilduð sopa? bœtti ég við, drsemt. Hann elti mig inn í eldhúsið og settist niður og tókst að að koma iöngu löppunum inn usdir borðið,. án þess að velta því. — Ég kom með blöðin, sagði hann og saup varlega á kaffinu. — Hélt yður mundi langa til að sjá þau. >að var of seint ti, þess að morðið kæmist í aðal- útgáfuna, en smáblöðin sendu út aukablað. Þumlungsháar fyr irsagnir og myndir —- tvær af yður. - Af mér? Þeir hljóta að hafa fundið þær i vinnustof unni. Röddin í mér skalf og ég hristi höfuðið til þess að losna við suðuna fyrir eyrunum. Þetta gat ekki verra verið. Hvað gat ég sagt við Hue? — Hvað sögðu þau um mig? Hann rétti fram bollann sinn til þess að fá meiri sykur, og lét þess getið, að ég væri ágætis matreiðslukona og hann sjálf- ur væri engan morgunmat far- inn að fá. Hvað sögðu þeir um yður? Nú ekkert svo sem sérlegt. „Fyrirsæta finnur líkið," eða eitthvað þess háttar. Einn þeirra benti á yður sem grun- aða — eins og þér vitanlega er- uð. — Ég veit það, játaði ég. — En það er eins og hver önnur vitleysa. Ykkur gengur miklu fljótar ef þið látið mig afskipta- lausa og ráðizt heldur að ein- hverjum öðrum. Ég reyndi að segja þetta einbeitt á svip, en hríðskalf og beið þess, að hann kæmi með eitthvað, sem einhver hefði sagt honum, eða þá, að lög reglan hefði fundið bréf frá mér til líksins, og það kæmi mér efst á blað hinna grunuðu. Ég yrði beinlinis að finna þetta bréf, ef þeir væru ekki þegar búnir að ná í það. Eða sannfærast um, að það væri ekki lengur til. Þegar hr. Parrott sagði ekk- ert annað en biðja um meiri syk ur, spurði ég: — Hvað um þetta blóð á skónum mínum? Ég hlýt að hafa staðið í blóðpolii þegar ég opnaði skápdyrnar. AKRA AKRA fyrir steih i bahstur 74 Sportjakkar í hressandi litum og mynstrum — Hvernig þér fenguð það á yður skiptir okkur engu máli. Að minnsta kosti helmingur þess ara mannæta þarna í samkvæm- imu fékk á sig blóð, þegar þeir þustu upp, til þess að skoða lík- ið. Frú Linton var með blóð á skónum og pilsfaldinum. Hún viðurkennir, að hafa verið inni í herberginu skömmu áður en þér funduð hr. Thews. Sagðist hafa farið þangað til að þvo sér um hendumar og laga sig dálítið til. Kannski hefur hún gert það. Ég þori ekkert að fullyrða, enn sem komið er. Það var líka blóð á öðrum skónum hans Lin- tons. Hann sagðist hafa þotið þarna inn, þegar hann heyrði ungfrú Leigh æpa up yfir sig. Og auðvitað var hún líka útöt- uð. Og frú Pannington og frú Payne . .. — Já en hjálpi mér! sagði ég. Elcki nema á skóm og pilsföld- um. Eins og þetta blóð var, hefði mátt halda, að sá sem myrti Melchior hefðd verið all- ur blóði drifinn. — Nei, ekki þessi morðingi. Hann hafði meira vit en svo. Hann barði Thews fyrst í höf- uðið og skar hann síðan á háls í rólegheitum, og gætti þess vel, að verða ekki fyrir blóðstraumn um. Meðan ég var að hindra mag- ann í mér i því að fara alla leið upp í munn, stökk kisa upp i kjöltu mína og hann sagði: „Guð minn góður!“ og var næstum búinn að vel'ta kaffibollanum. Hann virtist heldur ekki vera neitt góður á taugunum, og mér datt í hug, að kannski hefði hann sofið enn minna en ég. — Þér ættuð að vara fólk við, ungfrú Boykin, sagði hann. — En þetta er annars faliegur kött ur. Hann klóraði I-am á hausn- um og hún malaði og teygði sig eftir fætinum á honum og læsti klónum í hnéð á honum og sleppti takinu á vixl. — Svona er hún ekki við alla, sagði ég og um leið datt mér Hue í hug. — Þér ættuð að taka yður það til inntekta. — Það geri ég líka. Ágætis kött ur. Hægan, hægan, kisa. Hvað hei'tir hún ? — Hún heitir I-am. Það þýð- ir, að ég er kötturinn, sem er AKRA á brauð Hrúturinn, 21. marz — 19. april. Þú breytir mikið til núna os allt verður það til batnaðar. Nautið, 20. apríl — 20. maí. Bjartsýnin er alls ráðandi þessa dagnna, oir allt brosir við þér. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júni. Pú tapar dálitlum tíma mcðan þú ert að átta þlg en þ:*ð ffefur þefvisinni byr, og andríkinu lausan tauminn. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. I'ú getur ckki gengið fram hjá þörfnm ng kröfum náungan.. Ljónið, 23. júií — 22. ágúst. I*ú þarft ekki að binda þig lasaleBa séð. Mærin, 23. ágúst — 22. september. l>að er alveg [a-ss virði að reyna dálítið á sig tii að ná settu marki. Vogin, 23. septeniber — 22. október. Þú ert önnum kafinn fyrri partinn og iiefur þvi umiið til þeirrar livíldar, sem þú færð í kvöid. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Reyndu að bæta ráð þitt, þútt þú sjáir ekkert athugavert í fari þínu. Bogmaðuriiin, 22. nóvember — 21. desember. Nú langar þlg: að leika þér, en máttu það? Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Nú skaltu láta gott af þér leiða eins og krafi/.t er af þér. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Taktu eftir því, hvort allt gengur samkvæmt áætlun. Fiskarnir. 19. fehrúar — 20. marz. finnur til álaigs, vegna sjálfsgagnrýninnar. Hún ætiar að verða þér þungbær. einn á ferli og allir staðir eru mér jafnkærir. Ég stóð upp frá borðinu. Hann elti mig inn i hina stofuna, greip í hönd mér og athugaði mig frá hvirfli til ilja. — Farið þér nú í eitthvað og svo skul- um við fara í St. Georg og fá okkur eitthvað í svanginn. Ekki svo að skilja, að kaffið væri ekki nógu gott. Þegar ég kom út úr baðher- berginu aftur og í fína kjólnum frá því síðdegis í gær, hafði hr. Parrott lagað til í stofunni. Öskubakkar höfðu verið tæmd- ir, föt hengd upp, sykrinum sóp í bahstur Frn Stjörnuljosmyndum Framvegis tökum við og afgreiðum allar myndatökur á stofu í Correct colour, 7 stillingar og stækkun. Allar heimamynda- tökur í Kodak colour. Bekkjamyndatökur i skólum tökum við einnig í Kodak colour. Kodak correct eru vönduðustu myndirnar á markaðinum í dag og í beztu fáanlegum litum. Heppilegar við öll tækifæri. Sérstaklega fyrir börn, brúðkaup og þar sem blóm koma við sögu, en þær eru bundnar við stofu. Correct colour er íslenzkur iðnaður, en við höfum einkaréttinn. Pantið með fyrirvara. STJÖRNULJÓSMYIMDIR, Flókagötu 45, sími 23414, að inn undir teppið, og beddan- um ýtt inn í skápinn. Þetta var of mikið af því góða. Ég hafðd orðið þarna fyrir hverju áfall- inu á fætur öðru, án þess að fá tóm til að jafna mig á millL Ég hallaði mér upp að liurðinni og greip höndum fyrir andlitið. — Hvað er að? Þessi við- felldni maður gekk tij mín, greip í axlir mér og reyndi að ,fá mig fil að lita upp. Ég hörfaði undan, en þáði samt vasaklútinn hans og þerr- aði augun. — Það var ekkert, sagði ég loksins. — Ég fékk bara skjálfta. Fyrst þetta, sem gerðist í gærkvöld og tvo timbur mennirnir og svo farið þér að taka til í stofunni . . . Ég er ekki vön að hitta fólk, sem kem- ur dettandi alblóðugt út úr fata- skáp! Ég ætlaði að fara að gráta aftur, en hann greip til mín og hristi mig, og skipaði mér að hætta þessu. Nú skuluð þér taka yður sam- an og svo fáum við okkur eitt- hvað að éta. Þér hressizt við það. Hann hjáipaði mér i loð kápuna, og ég sá, að hann horfði á hana hissa. Svo sneri hann frá mér og greip sinn eigin frakka og hatt af legubekknum. — Þér giíeymduð blöðunum, sagði hann. — Hérna eru þessi með mynd- unum af yður. Ég horfði á efstu myndina. Hún var nú ekki sem verst, og Hue hefði orðið hrifinn af þess- ari stellingu með víxllagða fæt- ur, ætli það ekki? Yfir mynd- inni stóð: „Fann iikið", og und- ir henni: „Ungfrú Louise Boykid". — Boykid! sagði ég sármóðg- uð og fleygði frá mér biaðinu. — Svona þurftu þeir að stafa það! Boykid, þó, þó! — Vel á minnzt, sagði hr. Parrott, þegar við komum út í sólskinið og nístandi kuldann. Hvað voruð þér að gera i nótt, eftir að við skildum? Ná- grannar yðar sögðu, að það hefði verið líkast því sem þér væruð að höggva í eldinn. Ég tók að útskýra fyrir hon- um þetta með innbrotsþjófinn, en tók mig síðan á. Eitthvað benti mér á, að hyggiiegra mundi vera að segja ekkert fyrr en ég vissi nánar um þetta. — Nú, það? sagði ég og stakk hök- AKRA fyrir steih

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.