Morgunblaðið - 27.10.1971, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1971
5
Skjöldur Stefánsson;
Búðardalur
læknamiðstöð?
Heilsugæzla við
norðanverðan Breiðaf jörð
í upphafi greinar minnar
um þetta viðkvæma mál, vil
ég biðja menn að minnast
þess, að sem leikmaður er ég
ekki nógu kunnugur öllu um
máiefni þetta, »ins og margir,
sem um þennan málaflokk
hafa fjallað undanfarin ár.
Þó hiýt ég að hafa mínar
skoðanir á málefni þessu,
sem ®g aðrir, sem vilja að hag
ur héraðanna dafni og sætta
sig ekki lengur við fólks-
flutninga til hins svokallaða
Reykjavíikursvæðis, m.a.
Skjöldur Stefánsson.
vegna læknisleysis eða
ótryggrar heilsugæzlu heima
í héraði.
Nú þegar þetta er ritað er
enginn starfandi læknir við
Vesturlandsveg á svæðinu
frá Borgarnesi til Patreks-
fjarðar, en héraðslæknir í Búð
ardal hætti störfum um s.l.
mánaðamót og læknir að
Reykhölum með réttindi hef-
ur ekki fengizt s.l. 6 ár, ef
frá eru taldir 6 mánuðir á
þessu ári. Á báðum þessum
stöðum eru búsettar hjúkrun
arkonur, með góða starfs-
reynslu og veita þær þá að-
stoð, sem þeim er fært.
í Dalasýslu eru starfandi
fullsetinn Húsmæðrasköli,
barna- og unglingaskóli að
Laugum og barnaskóli í Búð-
ardal. Að Fellsenda hefur
verið reist elliheimili, sem
njóta þarf reglulegrar læknis
þjónustu af eðlilegum ástæð
um. í héraðinu eru starfandi 2
sláturhús með hátt á annað
hundrað starfsfólk yfir slát
urtíðina. Oft verða meiri og
minni háttar slys hjá fyrir-
tækjum þessum, svo leita
þarf aðstoðar lækna í óra-
fjarlægð með ærnum tilkostn
aði. Hygg ég, að öld heilbrigð
isþjónusta við starfsfólk slát
urhúsanna, þar á ég við al-
menna skoðun þess fólks, sem
vinnur við slík hreinlætis-
störf, sé ekki eins og vera
ætti. I Dalahéraði hafa starf-
að sumarbúðir Þjóðkirkjunn-
ar og á vegum Orlofsnefndar
húsmæðra hafa konur notið
hvíldar og hressingar úr
Reykjavík og víðar af Suður
landi.
1 tillögum nefndar heil-
brigðismálaráðuneytisins er
gert ráð fyrir að heilsu-
gæzlustöð fyrir Búðardals- og
Reykhólalæknishérað verði í
Sfykkishólmi. Þó er gert ráð
fyrir þvi að læknasetur verði
í Búðardal og á Reykhólum á
meðan læknar fást. Ég held
að það sé óhætt að fullyrða
að erfitt verði að fá lækna til
að gegna þessum hérðuðum,
þegar aukin áherzla er lögð á
hópstarf lækna og að raunin
verði sú að lœknisþjónustan
verði frá Stykkishólmi, — ef
tállögum nefndariimair verð-
iu- fylgt.
Ef athugaðar eru fjarlægð-
ir frá Stykkishólmi til sveit-
anna við norðanverðan
Breiðafjörð sést að nær úti-
lokað er að þjóna svæðinu
þaðan. Til Búðardals eru um
90 km og til Reykhóla um
180 km. Samgöngur á sjó og
i lofti eru einatt ótryggar
vegna veðurskilyrða. Eina
leiðin til að þjóna svæði
þessu frá Stykkishólmi virð-
ist því vera með þyrlu, en
slíkt tæki kostar óhemju fé í
innkaupi og í rekstri. — Sam
skipti miili Stykkishólms og
Búðardals eru afar iítil og
engar fastar ferðir eru á
milli staðanna.
Aftur á móti eiga íbúar Búð
ardalshéraðs og Reykhólahér-
aðs sameiginlegra hagsmuna
að gæta, því að talsverð við-
skipti eru á milli héraðanna,
t.d. er vegum haidið opnum
vegna mjólkurflutninga og
annarra flutninga, sem fara
mikið um Dalasýslu. Læknis-
þjónusta í Reykhólahéraði
hefur undanfarin ár verið
að talsverðu leyd sótt til Búð
ardals, en sú þjónusta hefur
gert erfiðara að fá lækni til
Búðardais.
Ibúar þessara héraða eru
um 1600, eða svipað og í vænt
anlegum Vopnaf jarðar- og
Hvammstangalæknishéruðum.
Finnst mér þvií öli rök hníga
að því, að skynsamlegasta
lausn á máli þessu sé sú, að
heilbrigðisþjónusta Dala-
manna og Austur-Barð-
strendinga sé leyst með
tveggja Iækna heilsugæzlu-
stöð í Búðardal, sem
yrði samtengd hjúkrun-
arheimili og sjúkraskýli.
Læknar þessir mundu þjóna
Reykhólahéraði 2—3 datga í
viku og dvelja þar jafnvel í
lengri tíma eftir aðstæðum.
Mér er óhætt að fullyrða,
að fáir staðir úti á lands-
byggðinni eru betur búnir að
tækjum og allri vinnuað-
stöðu en læknisbústaðurinn í
Búðardal. Hef ég þar orð
margra lækna, sem dvalizt
hafa hér eða kynnt sér það
atriði. Sýnir það, að íbúar
Dalasýslu hafa ætíð staðið á
verði og sýnt málefni þess*
mikinn skiLning og nú fyrir
skömmu hefur Sparisjóður
Daiasýsiu afhent kr. 500.000,
sem verja á til bættrar heil-
brigðisþjónustu í héraðinu.
Þá hefur Lionsklúbbur Búð-
ardals staðið fyrir kaupum á
nýjum lækningatækjum.
Það var sannkölluð gleði-
frétt þegar allir starfandi
læknar í Vesturlandskjör-
dæmi sem sóttu fund í
Læknafélagi Vesturlands 10.
okt. s.l. til að ræða heilbrig£>
ismál í kjördæminu, gerðu eft
irfarandi ályktun, sem sam-
þykkt var samhljóða:
Til viðbötar þeim 4 heilsu-
gæzlustöðviun, stan ráðgert
er að koma á fót í Vestur-
landsunidæmi, samkv. gr. 17.2
í „Tillögrum og greinargi'i ð um
lieUbrigðismál“ verði heilsu-
gæziustiið með 2 læknum í
Búðardai. Starfssvæði Iienn-
ar verði: Hörðadalslireppur,
Miðdalalireppur, Haukadals-
Franihald á bls. 20
einkenni þeirra sem klœðast
KORÓNAfötum
*c
KBISTINAR 7.14