Morgunblaðið - 27.10.1971, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 27. OKTÓBER 1971
11
J
Jóhann Hanncsson, prófessor:
Rétturinn til að sofa
1.
Svo ágætt sem Ríkisútvarpið
er að mörgu leyti og gott við-
ekiptis að jafnaði, þá endaði það
sumarið með þvi að finna út að
tiltekinn hópur manna, grann-
arnir hér í Laugarásnum, mundi
flestum fremur haldinn fordóm-
um í garð geðsjúkra manna.
Hvar ætlar það að bera niður
næst? Á Ægissíðunni eða annars
staðar í Vesturbænum? Eða að-
eins i þessum eina ási?
R.útv. gekk fram hjá þeim
kleppsvinum, sem hér búa, og
virðist miklu fremur vera að
leita fordóma en eyða þeim.
Fyrir fáum árum var hér í Laug
arásnum hjúkrunamemi, sem
vildi bjóða heim í kaffi hópi geð
sjúklinga, sem henni var trúað
fyrir tii útivistar. Foreldrar
hennar tóku þessu vel, gestirnir
komu og allt gekk ákjósanlega.
Og þar með eru ekki upp talin
öll afskipti fjölskyldunnar af g-
málum. Ég held það væri heppi
legt að Otvarpið sjálft (eða
hæstv. heilbrigðisráðherra)
byði heim þeim nýju nágrönn-
um sem Laugarássbúar eiga von
á. Ekki þætti hjúkrunarnemum
það mikið afrek.
2.
Það held ég að sé víða kunn-
ugt, að sé hópurinn heppilega
valinn og rétt með hann farið,
stafi engum manni nein hætta af
fimmtán geðsjúklingum í endur-
hæfingu. Það mætti líka setja
sextiu vel vaida geðsjúklinga i
sætin á Alþingi tii að koma.geð
heilsumálunum áfram. Þeir
myndu ekki brjóta eina einustu
rúðu — svo mikill er máttur
lækna og lyfja ög hjúkrunar.
Vinnuþrek hafa þó sjúklingarn
ir ekki á við hina þjóðkjörnu,
sém auðvitað yrðu að annast
löggjafarstarfið eins og áður.
Þeir sem kunna að leggja sam-
an og draga frá, geta fundið út
að milli 200 og 300 manns með
alvarlega geðveilu hljóta að
ganga um í þjóðfélaginu án sér
fræðilegrar hjálpar og meðferð-
ar. Miðað er við tölur frá ráð-
stefnu læknanema s.l. vor, út
frá heimildum ábyrgra lækna.
Fram kom, að geigvænlegur
skortur er á sérhæfðum hjúkr-
unarkonum og læknum — og
þetta skapar af skiljanlegum
ástæðum nokkurn ugg meðal al-
mennings að þessi mál eru al-
mennt talað ekki í lagi meðal
þjóðarinnar. Tilfellum geðsjúk-
dóma virðist ekki fækka i ver-
öldinni yfirleitt, en lækningar
og einkum þó meðferð sjúklinga
hafa tekið mjög miklum framför
um, svo að a.uðið er nú að fara
miklu frjálsmannlegar með geð-
veikt fólk en áður.
Samt er ekki skynsamlegt að
reyna að telja fólki trú um að
geðsjúkdómar séu eitthvað sæta-
brauð eða hégómamál. Sízt ættu
fjölmiðlunartæki og læknar að
taka þannig á málum.
3.
Þrennt er meiri ástæða tii að
óttast en geðsjúklinga í endur-
hæfingu. Alkoholisminn er svo
magnaður hér á íslandi að einn
alkoholisti í miðri blokk getur
með aðstoð drykkjubræðra
sinna svipt svefni fólk á þremur
hæðum nótt eftir nótt — og eng
in yfirvöld gera neitt nema að
stinga forsprakkanum í steininn
nokkrar klukkustundir — og
næstu nótt fer plötusnúðurinn
aftur í gang. Þannig er hægt að
brjóta niður geðheilsu manna
fyrir augum yfirvalda — árið
1971. Lögregluskýrslur hlaðast
upp, fólkið treystir ekki læknun-
um og fer til lögfræðinga. Hér
eru ekki fordómar á ferð, heldur
nóg af sönnunargögnum, dauð-
um og lifandi.
Sama er hægt að gera gegn-
um þjóðþrifafyrirtæki með að-
stoð danshljómsveita, sem eiga
að betrumbæta æskulýðinn.
Nótt eftir nótt halda þær vak-
andi fólki, sem þarf að sofa á
nóttunni og vinna á daginn.
„Das Unbehagen in der Kultur"
eftir Freud er hér iifandi raun-
veruledki.
1 öðru iagi er ástæða til að ótt
ast suma kommúniska vald-
hafa, því að þeir loka heilbrigða
menn inni á geðsjúkrahúsum,
svipta þá eðUlegum sainskiptum
við aðra og brjóta þá niður.
Þetta vita rithöfundar og öil
hin vestræna veröld. Þó er ekki
hægt að taka þessa aðferð upp
hér að sinni, sökum þrengsla á
geðsjúkrahúsum. Meiri hætta er
á þvi að menn séu rændir svefn
friði að nóttu til með stórvirk-
um vinnuvélum. Bæði hafa
kleppsmenn og kleppsvinir
nokkra reynslu af þessu.
Ástæða er einnig til að óttast
terrorismo. En terroristar
sprengja upp hús og flugvélar,
hræða saklausa farþega, tortíma
konum, körlum og bömum og
fylla veröldina geig og angist.
Hér er líka R.útv. fúst til að
veita þjónustu með þvi að telja
skilmerkilega fram fjölda
hryðjuverka og þegja um þrek
virki í mannúðarmálum. Geigur
og kviði glæddur og magnaður
af harðsnúnum f jölmiðlunartækj
um á sinn þátt i því að grafa
undan geðheilsu manna.
Stórar stofnanir hafa tilhneig-
ingu til að hefjast upp yfir um-
bætur og gagnrýni. Ég geri mér
litlar vonir um að R.útv. sé und
anþegið þessu lögmáli, sem
Schweitzer benti á. Það gerir
líka margt gott, einkum með
Ræðismaður V-Þýzka-
lands á Hellu heiðraður
ÞÝZKI sendiherrann, Karl Ro-
wold og kona hans héldu fjöl-
iriennt gestaboð sl. liaugardag á
Hellu. Við það tækifæri afhenti
hann fyrir hönd forseta þýzka
Sambandslýðveldisina ræðis-
manni Þýzkalands á Hellu, dr.
Karli Kortssyni héraðsdýralækni,
Starfsorðu þýzka Sambandslýð
veldisins af fyrstu gráðu fyrir
störf í þágu menningarskipta ís-
lands og Þýzkalands. Fjöldi gesta
var saman kominn og voru það
einkum starfsmenn í opinberri
þjónustu á Suðurlandi.
Ingólfur Jónsson, alþingismað-
ur og fráfarandi ráðherra flutti
ávarp af hálfu gestanna til sendi
herrahjónanna og ræðismanns-
hjónanna og hvatti til aukins vin
samlegs samstarfs milli þjóðanna.
Dr. Karj Kortsson er fæddur í
Rowold sendiherra (t.v.) og Karl Kortsson ásamt konum
sínnm
Þýzkalandi en kona hans Carmen
í Frakklandi. Þau hjón fluttust
tii íslands 1950 og tók dr. Karl
þá við nýstofnuðu embætti hér
aðsdýralæknis í Helluhéraði en
einnig hefur hann gegnt störfum
í V-Skaftafellssýslu.
Dr. Karl er vel menmtaður dýrá
læknir og hafði mikla og langa
starfsreynslu, er hann kom til
íslands. Hann hefur lagt mikla
áherzlu á að fyrirbyggja sjúk-
dóma og að halda búfénu
hraustu. Erlend vísindatímarit
hafa birt fræðigreinar eftir hann.
Árið 1956 varð dr. Karl islenzk
ur ríkisborgari. Þau hjón eiga
þrjá syni og eina dóttur og eru
tvö yngstu bömin fædd á íslandi
og þrjú bera alíslemzk nöfn.
Allmargt fólk af þýzku bergi
brotið er búsett á Suðurlandi og
hefur dr. Karl verið ötuli að gang
ast fyrir félagslífi milli þess og
íslenzks fólks, sem stundað hefur
nám í Þýzkalandi, verið i tengsl
um við landið á annan hátt eða
vill auka kynni milli þjóðanna.
Hann hefur greitt götu margra
íslenzkra námsmanna í Þýzka-
landi og manna, sem þurft hafa
viðskiptafyrirgreiðslu þar. Einn
ig hefur hann kynnt þýzkum
námsmönnum og ferðafólki frá
Þýzkalandi íslenzka staðhætti.
Dr. Karl varð þýzkur ræðis-
maður 1954.
Rowold sendiherra flutti ræðu
á íslenzku og gat þess, að hami
og kona hans hefðu eftir megni
reynt að kynnast landi og þjóð og
einnig að kynna þýzk málefni
fyrir íslendingum. Hann hefði
t.d. flutt erindi á Hvolsvelli sl.
vetur um þýzk utanríkismál. —
Kvað sendiherrann það mikinn
feng að fá að kynmast fslending
um á þennan hátt víðar en í höf
uðstaðnum og það væri þeim
hjónum sönn gleði að kynnast
hinu fagra og sagnaríka Rangár
þingi.
Jóhaim Hannesson.
klassiskri tónlist og alþýðlegri
—• og veðurfréttunum. En það
heldur líka niðri hellum fræði-
greinum sem væri til heilla fyr-
ir almenning að gera nokkur
skil. Má hér nefna skólaútvarp,
sem Norðmenn hafa lengi starf-
rækt ágætlega, skipulega
fræðslu fyrir almenning, hug-
sjónasögu, mentalhygiene, sál-
gæzlu, hermenevtik, þekkingar-
fræði o.fl. Þetta sniðgengur
R.útv. en fyilir heldur breiða
byggð „með aumlegt þvaður“ af
þreytingariðnaður. Og mengar
flesta matartíma með aumlegum
auglýsingum í stað þess að
hressa upp á sálir manna og lík
ami eftir matinn.
4.
Það er mín von að Laugaráss
búar taki vel hinum nýju ná-
grönnum. Eins og aldraða for-
stöðukonan sagði stafar engin
hætta af þeim ef hópurinn er
rétt valinn. Miklu meiri hætta
staifar af firringunni, mengun
hugans og hjartans, og kald-
ranaleikanum í mannlegum seum-
skiptum. Mannkynið er ein
heild, ungir og gamlir, heilir og
sjúkir. Byrðarnar verðum vér
að bera saman og uppfylla
þannig hið æðsta lögmál sem er
til. Má hér vísa bæði til Róm-
verjabréfsins og Mannréttinda-
yfirlýsingar S.Þ. (22. grein og
þær næstu). Rétturinn til hvild
ar er talinn til almennra mann-
réttinda, og þar af leiðir að það
hlýtur að vera rétt að menn fái
að sofa á nóttunni ef þeir vinna
á daginn — og lika að sofa að
deginum ef þeir vinna að nóttu
til.
Að líta eftir eigin geðheilsu
er mönnum yfirleitt ekki
kennt. Þrem atriðum er þó auð-
velt að taka eftir, það er hvort
menn geta sofið, borðað og unn-
ið. Ef þessi ferli raskast alvar-
lega um langan tima, er hætt við
að heilsan sé að bila.
Manneskjan á líka rétt á þvl
að kvarta og kveina ef hún hef
Ir ástæðu til. Nú segja fróðir
menn, innlendir og erlendir að
,,slömm“ (eymdarbæli) sé ekki til
á Islandi. En það er ekki vist
að það sé eins langt undan og
menn halda. Ef ráðandi menn
vilja ekki hlusta á kvein hins
þjáða og ekki taka þátt í að
lækna mein þjóðfélagsins fyrr
en þau eru orðin óþolandi, og
þvo hendur sínar likt og Pílatus
til að firra sig ábyrgð, þá er
ekki von að vel fari. Betra en
að gera lúsarleit að fordómum
væri að fara að ráðum Lao-tze:
Fáizt við hið erfiða meðan það
er auðvelt og hið þunga meðan
það er létt.
Á afmælisdegi S.Þ. 1971.
/
fremstu röð
dr eftir dr.
Gœðakaffi frd
0.J0HHS0N
&KAABER HF