Morgunblaðið - 27.10.1971, Side 14
14
MÖRGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 27. OKTÓBER 1971
Msærm
Jómfrúræða Odds Qlafssonar á Alþingi;
Gera þarf ýtrustu tilraun til
að f á ísl. lækna erlendis heim
A FUNDI sameinaðs þings í gær
kvaddi Oddur Ólafsson sér hljóðs
I umræðum um læknaskortinn
I dreífbýiinu og íer ræða Iians
hér á eftir:
í Herra forseti. Ég vil þakka
haestv. heilbrmrh. fyrir hans
Bkeleggu og greinargóðu ræðu,
þar sem tekið var á þessum
vandamálum og þau skýrð af
víðsýni og sannarlega var þetta
afflt rétt, sem hann sagði okkur
um þetta mikla vandamáil þjóð-
arinnar. Læknaskortur er al-
miennur hér á landi og hann er
mikið vandamái. Og það má
segja, að varðandi strjáibýiið sé
þetta þjóðfélagslega mjög alvar-
legt vandamál. Og það fyrsta,
sem okkur dettur þá í hug, er að
leita eftir orsökunum. Það er
alveg rétt, sem fram hefur kom-
ið hjá hv. ræðumönnum, að al-
mennur læknaskortur er í land-
inu, en þó ber að hafa það i
huga, að vdð eigum lækna úti i
útlöndum, sem gætu hægiega
leyst öiM þessi vandkvæði á svip-
stundu, lœkna, sem eru búnir
að vera árum samín erlendis og
fuillœrðir .til heimkomu. En
spursmálið er þá þetta, hvers
vegna koma þeir ekki heim? Og
óneitanlega leitum við þeirrar
ástæðu, að aðstaða sé ekki fyrir
hendi, sú aðstaða, sem þeir vilja
sætta sig við.
fA læknana heim
Ég hef sérstaklega kynnt mér
þetta ástand úti á landinu, og
það er ekki að neita því, að
viða er ekki nógu vel búið að
læknum til þess að hægt sé að
ætlast til að þeir setjist þar að.
Að vísu hefur þetta batnað nokk
uð á síðustu árum. En skortur
ýmissa tækja og hjáipargagna,
samgönguerfiðleikar og margt
fleira veldur því, að læknar geta
illa hugsað sér að staðfestast á
þessum stöðum. Og í raun og
veru er það ástand, sem verið
hefur nú á undanfömum árum,
að lælknar hafa verið í 20—30
héruðum á landinu 3—6 mánuði
og upp í eitt ár, ekki nægilegt
Haralds Guðmunds-
sonar, minnzt á Alþingi
A fundi sameinaðs þings í gær
var Haralds Guðnmndssonar
fyrrnm alþingismanns og ráð-
herra minnzt af forseta samein-
aðs þings, Eysteini Jónssyni, en
er hann hafði lokið máli sínu,
rlsu alþingismenn úr sætum og
vottuðu hinum látna virðingu
sína.
Eysteini Jónssyni fórust svo
orð:
, Haraldur Guðmundsson fyrr-
verandi alþingismaður og ráð-
herra andaðist í sjúkrahúsi hér
í borg síðastliðinn laugardag,
23. okt., 79 Sra að aldri. Vil ég
leyfa mér að minnast hans með
nokkrum orðum.
Haraldur Guðmundsson var
fæddur 26. júia 1892 í Gufudal í
Barðastrandarsýslu. Foreldrar
hans voru Guðmundur prestur
þar, síðar ritstjóri á Isafirði,
Guðmundsson bónda á Litlu-
Glljá I Húnavatnssýslu Eiriks-
sonar og kona hans, Rebekka
Jónsdóttir bónda og alþingis-
manns S Gautlöndum Sigurðs-
sonar. Hann lauk gagnfræða-
prófi & Akureyri árið 1911 og
stundaði síðan farkennslu á vetr
um, en vegavinnu, sildarmat
og fleira á sumrum árin 1912—
1919. Hann var gjaldkeri I úti-
búl Islandsbanka á Isafirði
1919—1923, blaðamaður í
Peydcjavík 1924, kaupfélags-
stjóri J Reykjavík 1925—1927 og
ritstjóri Alþýðublaðsins 1928—-
1931. Á árunum 1931—1934 var
hann útibússtjóri Útvegsbanka
Islands á Seyðisfirði. Árið 1934
yarð hann atvinnumálaráðherra
I ráðuneyti Hermanns Jónasson
ar og gegndi því starfi fram í
marzmánuð 1938. Síðar á því ári
varð hann forstjóri Trygginga-
stofnunar ríkisins og hafði for-
stöðu hennar með höndum fram
á Srið 1957, er hann var skip-
aður sendiherra íslands í Nor-
egl, Tékkóslóvakíu og Póllandi
með aðsetri í Osló. Á árinu 1963
lét hann af sendiherrastörfum
vegna aldurs og átti eftir það
búsetu hér í Reykjavik.
i Jafnframt umsvifa- og ábyrgð
armiklum aðalstörfum gegndi
Haraldur Guðmundsson marg-
vlslegum öðrum trúnaðarstörf
um um ævina. Hann var skipað
ur I ríkisgjaldanefnd 1927, var
I Landsbankanefnd 1928—1936
og I miHiþinganefnd um tolla-
og skattamál 1928. Árið 1938 var
hann kosinn í Þingvallanefnd
Og sama ár I milliþinganefnd til
að rannsaka hag og rekstur tog
araútgerðarinnar. Árið 1942 tók
hann sæti í milliþinganefnd um
stjórnarskrármálið og í milli-
þinganefnd um tryggingamál.
Hann var bæjarfulltrúi á ísa-
firði 1920—1924 og í Reykjavík
1942—1946. 1 stjóm Alþýðusam-
bands Islands var hann 1924—
1936 og 1938—1940. Hann var al
þingismaður á árunum 1927—
1946 og 1949—1957, var fyrst
þingmaður Isfirðinga, síðan
Seyðfirðinga, landskjörinn þing-
maður og loks þingmaður Reyk-
víkirnga. Sat hann á 34 þingum
alls. Hann var forseti samein-
aðs alþingis 1938—1941 og
1942—1943. Formaður Alþýðu
flokksins var hann 1954—1956.
Haraldur Guðmundsson átti
ættir að rekja til fjölhæfra
gáfumanna og ólst upp á gagn-
menntuðu heimili. Hann hreifst
ungur af hugsjónum jafnaðar-
stefnunnar og stóð löngum í far
arbroddi, þar sem barizt var
undir merki hennar. Honum var
trúað fyrir miklu í þeirri for-
ustusveit, og hann vann heils
hugar að sigri þess málstaðar,
sem barizt var fyrir. í sveitar-
stjómum og á Alþingi fékk
hann vettvang til þeirrar bar-
áttu og lá þar ekki á liði sínu.
Félagslegt öryggi var eitt helzta
áhugamál hans og hann flutti
snemma á Alþingi tillögur um
alþýðutryggingar og á ráðherra
árum sínum gafst honum kost-
ur á að koma þeim málum á góð
an rekspöi. Hann var athaifna-
mikil'l og mikilhæfur ráðherra
og hafði m.a. með höndum fé-
lagsmál og atvinnumál á timum
gagngerra þjóðfélagsbreytinga.
Það féll í hans hlut að hafa for-
ustu um setningu fyrstu alþýðu-
tryggingalaganna, sem mörkuðu
timamót í þeim efnum, og að
standa fyrir nýrri stórsókn i at-
vinnumálum til þess að vega á
móti áhrifum kreppunnar miklu,
hins mesta vandamáls þeirra
t5ma. 1 forstjórastarfi Trygg-
ingastofnunarinnar vann hann
ötullega að umbótum á trygg-
ingakerfinu, og eftir að hann
lét af sendiherrastörfum, vann
hann á vegum stjómarvalda að
könnun á stofnun lífeyrissjóðs
fyrir alla landsmenn.
Sem stjórnarleiðtogi lét Har-
aldur Guðmundsson óteljandi
mál til sín taka á Alþingi og ut-
an þess og var tvímælalaust ára
tugum saman einn af áhrifa-
mestu mönnum í stjórnmálaUfi
landsins. Hann var afburða
mælskumaður, skapmikíll og
heilsteyptur baráttumaður, rök-
Haraidur Guðmundsson.
fastur og hreinskilinn. Með ein-
lægni sinni, góðvild og samn-
ingalipurð vann hann sér traust
bæði samherja og andstæðinga,
þótt oft stæði um hann styrr í
hita baráttunnar. Við andlát
hans á þjóðin á bak að sjá mikil
hæfum stjómmálaleiðtoga.
Ég vil biðja háttvirta aiþingis
menn að minnast Haralds Guð-
mundssonar með því að rísa úr
sætum.
fyrir fólkið og ófullnægjandi að
öllu leyti. Ég held, að það, sem
við þurfum að gera og eina leið-
in til þess að laga þetta mál, sé
að gera ítrustu tilraun til að fá
þá lækna til landsins, sem nú
eru erllendis og ekki sízt þá, sem
hafa lokið sinu námi og eru í
störfum við erlend sjúkrahús.
Það er oft talað um það, að
læknar hafi há laun. En það er
ekki bara það, sem um er að
ræða. Læknar hafa líka aðra
vinnuaðstöðu en flestir aðrir
þjóðfélagsþegnar. Á undanföra-
um árum hefur það verið þann-
ig i fjöldamörgum héruðum, að
læknar hafa orðið að sinna tveim
ur Iæknishéruðum, og samkv.
læknaskipunarlögum er þeim
beinlinis fyrirskipað að hafa
gegningarskyldu allan sólarhring
inn og alla daga ársins. Þetta
getur ungum mönnum reynzt
tiltölulega auðvelt fyrsta kastið
og í stuttan tíma. En þegar frá
'líður, verður þessi vinnuað-
staða fullkomlega óhæfileg. Og
þannig orðaði það ungur lækn-
ir, sem var búinn að vera tvö ár
úti í héraði á fundi nú fyrir
skömmu, að hér væri um hreina
vinnuþrælkun að ræða. En þetta
er lika ástæðan fyrir þvi, að
læknar hafa fengið það orð á
sig, að þeir hafa há Iaun. Þar
að auki bætist það við, að lækn-
ar hafa ekki getað fengið
hvorki hjúkrunarkonur, meina-
tækna, jafnvel ekki ritara til
þess að aðstoða sig við þessi
miklu störf þeirra. Og það bygg
ist á tvennu. 1 fyrsta lagi hef-
ur rikisvaldið ekki verið örlátt
á aðstoðarfólk handa læknum
og í öðru lagi er þetta fólk mjög
oft ekki til á þessum stöðum.
GETA VALIÐ ÚR STÖÐUM
Þegar ungir læknar útskrif-
ast úr læknaskólanum, þá
standa þeir frammi fyrir þeim
staðreyndum nú, að þeir geta
valið úr 30—40 stöðum hér í
Oddur Ólafsson.
Reykjavik og nágrenni. Þeir
geta valið úr stöðum í þéttbýl-
inu úti á landi, þeir geta valið
úr stöðum í nágrannalöndunum
og þeir eiga að sjálfsögðu þess
kost að fara úit á land. Og mér
er fullkunnugt um það, að marg
ir ungu læknanna hafa hug á
því að fara út á land. Þeir við-
urkenna það, að héraðslæknis-
starfið er eitt frjósamasta lækn-
isstarfið og þeir viðurkenna
lika, að það er að sjálfsöigðu
aMtaf ánægjulegt fyrir ungan
mann að starfa, þar sem þörfin
er mest. En þetta eru flestir
fjölskyldumenn, og þeir verða
að gera sér grein fyrir þvi á
raunsæjan hátt, hvar þeir eigi
að setja sig niður til frambúð-
ar. Og þá kemur hér vandamál,
sem ekki hefur verið mikið rætt
um ennþá. Þetta mál verður,
held ég, aldrei leyst ' tdl fram-
búðar nema bætt verði félags-
leg aðstaða öll á þessum stöð-
um, nema skólamál, samgöngu-
mál og menntunaraðstaða öll
verði stórbætt úti í strjálbýlinu.
Þetta er Mka ein ástæðan fyrir
þvl, að læknarnir fást ekki þang
að. Þar að auki hefur það sýnt
sig, að ef læknir yfirgefiur hér-
að, þá vdrðist gersamlega óhugs-
andi að fá annan lækni til þess
að leysa hann af til þess að hann
geti fengið sér eðlilegt sumar-
fri eða fri til frekara náms, en
það er þessum læknum í strjál-
býlinu sérstaklega nauðsynlegt,
Framhald á bls. 10
Jómfrúrræöa Lárusar Jónssonar;
Sérreglur gildi um
snjóruðning vega
í læknislausum byggðarlögum
Á FUNDI Sameinaðs þings í
gær tók Lárus Jónsson til máls í
umræðum, sem fram fóru um
læknaskortinn í strjálbýlinu. Fer
ræða hans hér á eftir:
Herra forseti. Það var nú
ekki eiginlega ætlun mín að taka
til máls við þessa umr. á hv. Al-
þingi en vegna þess að þessi mál
bar á góma, með þeim hætti,
sem raun varð á, taldi ég mér
skylt að gera hér örstutta at-
hugasemd.
Ég vil fyrst þakka hæstv. ráðh.
fyrir þá yfirgripsmiklu ræðu,
sem hann hefur flutt hér um
þetta mikilvæga mál, og þá
benda á það, sem raunar kom
fram í hans máli, að það þyrfti
að gera tvennt í þessum efnum.
f fyrsta lagi þarf að finna ein-
hverja bráðabSrgðaúrlausn á
þessu sviði og í amnan stað að
hyggja að framtíðarskipulagi
þessara mála. En ég vil benda á
eitt í þessu sambandi, sem ég tel
ákaflega mikilvægt og var
ástæðan fyrir því að ég tók hér
til máls nú. En það er, að víða
Lárus Jónsson.
þar sem læknaskorturinn er til-
finnanlegastur, þar eru samgöng
ur afar erfiðar og það hefur ein-
hvern veginn æxlazt svo,
að ekki virðast vera nægi-
lega mikil samráð milli sam-
gönguyfirvalda og heilbrigðis-
yfirvalda um aðgerðir í þessu
efni svo að viðunandi sé.
Þannig hagar t.d til í Norður-
Þingeyjarsýslu, að þar er rutt
snjó af vegum einu sinni í mán-
uði en læknar eiga að komast til
staða í byggðarlaginu a.m.k. á
hálf'S mánaðar fresti. Verður
slíkt að teljast furðuleg ráðstöf-
un, þar sem þar er yfirleitt mjög
mikiM snjór á vetrum og snjó-
þungt.
Eins er um stað eins og Ólafs-
fjörð, sem er algerlega samgöngu
laua að kalla nema á sjó, þegar
snjóar í einn erfiðasta fjallveg
landsins, Múlaveg. Reglur sanv-
göngumálaráðuneytisins kveða
svo á að einungis skuli ryðja
snjó á miðvikudegi tU þess að
greiða fyrir umferð, jafnvel þótt
þar sé þá fársjúkur maður fyrir.
Þetta held ég, að þurfi að taka
til gagngerðrar endurskoðunar
og ég vU beina þeim tilmælum
tM bæði hæstv. heilbrigðismála-
ráðherra og samgöngumálaráð-
herra, að úr þessu verði bætt hið
snarasta.