Morgunblaðið - 27.10.1971, Síða 15

Morgunblaðið - 27.10.1971, Síða 15
MORGU’NBLAÐIB, MIÐVIKUDAGUR 27, OKTÓBER 1971 15 IJtgáfubækurnar haustiö 1971: Fjöldi nýrra bóka á markaðinn Bókaútífáfnrnar eru nú aú leggja Kíúnstu fiönd á imdirbún- Ing útgáfubóka sirma fyrir jóla- maj'kaðinn í ár. Nú þegair eru reiyndar niargar ,jólabækur“ komnar á markaðinn, endastytt ist óðum i jólahátíðina. ÍMorgun- blaðið hefur að venju snúið sér tll nokkurra bókaútgetfenda og leitað uppiýsinga nm útgáfubæk ur þeArra. Þettta er þriðja og síð- a.stn greiinin í þeim flokki, en iiinjw voru birtar 23. september ©g 17. október. Jónas Guðmimdsson. BÓKAÍJTGÁFAN hildur Bókaútgáfan Hildur gefur í ár út átta bækur, sjö þýddar og eina frumsamda. Hér fer á eftir yfirlit, sem Gunnar S. Þorleifs- son tók saman. Hægur siinnan sjö heitir bók eftir Jónas Gnðmundsson, stýri- mann. Þetta er fimmta bók Jón- asar og segir frá siglingum hans wn veraidarhöfin og kynnum hans af erlendum þjóðum. Þetta er bráðiskemmtileg bók, og mjög óvenjuleg, rituð af kímni og ber sögii. Hildur hefur gefið út all- ar bækur Jónasar og hafa þær háð miklum vinsældum. Bókin er myndskreytt af Gísla Sigurðs syni ritstjóra og listmálara, en Átli Már gerði kápu. Tvíburasysturnar heitir saga Séra Jón Skagan. eftdr danska rithöfundinn Ib Henrik Cavling. Cavling er orðinn svo kunnur og vinsæll höfundur hér á landi, að óþarfi er að kynna hann nánar. Hild- ur hefur gefið út tíu af skáid- sögum Cavlings. Þorbjörg Ólafs dóttár þýddi bókina. Húsið á ströndinni er saga eftir Dapline du Maurier, hina heimskunnu, ensku skáldkonu, sem er ísienzkum lesendum að ; góðo kunn, m.a. fyrir skáldsög- urnar Rebekka og Rakel. Húsið á ströndinni hefur verið metsölu : ,bók, bæðí í Bretlandi og Banda- rlkjunum. Hún er harla dular- full, gerist í tveim heimum, ef svo mætti segja, fyrir áhrií nýs lyfs, sem söguhetjan tekur i til- raunaskyni fyrir prófessorinn, sem fann það upp. Fyrir áhrif þess lifir hann löngu liðna tíma, kynnist persónum, sem uppi voru fyrir 500 árum og lífinu, sem þá var lifað. Söguiokin eru í hæsta máta óvenjuleg. Friðrik Sigurbjörnsson þýddi bókina. Þriðja brúðurin heitir skáld- saga eftir Viktoriu Holt. Hildur hefur áður gefið út fjórar sög- ur eftir Viktoriiu Holt og hefur lesendum hennar farið fjölgandi með hverri nýrri bók. Sagan gerist í afskekktri höll á klett- óttri strönd Cornwalls í En.g- landi, þar sem skuggalegir at- þurðir fortíðarinnar eru á ó- hugnanlegan hátt nákegir og hafa áhrif á líf sögupersónanna. Skúli Jensson þýddi bókina. Milli heims og heljar er stríðs saga eftir þýzka rithöfundinn Will Berthold. Hún segir frá þátt töku þýzkra fallihffifaherma'nna undir forustu mikils full'huga, sem trúdr þvi, að hann sé að heyja heilagt stríð fyrir föður- landið og foringjann. Sagan lýs- ir hetjudáðum þessara vopna- glöðu manna meðan stríðslánið er með þeim, en einnig ósigrum og vonbrigðum eftir að halla tekur und- an fæti, unz augu fullhugans opnast loks fyrir því, að þeir fé lagar hafa verið blekktir til að ljá lið sitt einu mesta blóðveldi sögunnar, og hann ris upp gegn öllu brjádæðinu. Þorbjörg Ólafs dóttir þýddi bókina. Þá koma í endurútgáfu hjá Hildi tvær bækur eftir norsku skáldkonuna Margit Ravn: SýsliimaBinsdæturnar og Birgitta á Borgiun. Margar af sögum Mar git Ravn komu út fyrir rúmum þrjátiu árum og nutu þá fádæma vinsælda. Hildur hefur nú gef- ið út fimm af þessum sögum á ný og kam strax í Ijós, að þær njóta engu minni vinsælda nú en þá. Loks er bók fyrir drengi: Þegar drengur vill eftir Torry Gredsted. Þetta er saga drengs, sem fer til föður síns, er setzt hefur að í Korsíku og kynnist þar bæði góðu og illtu hjá jafn- öldrum sínum. Aðalsteinn Sig- Jón Óskar. mundsson kennari þýddi bókina. Aðalsteinn var einn af kunn- ustu skólamönnum landsins og þýddi og frumsamdi margar bæk ur fyrir drengi. Hann þekkti drengi allra manna bezt og vissi hug þeirra til lífsins, enda eru uppeldisaðferðir hans í fuliu gildi enn í dag. ÞJÓÐSAGA OG SKARÐ Hafsteinn Guðmundsson tók saman eftirfarandi yfirlit yfir bækur sem út koma á hans veg- um í haust: Séra Magnús Grimsson og Þjóðsögnmar eftár Sigurð Nor- dal. Bók þessi er samin vegna greinar, sem Ólafur Davíðsson skrifaði í Sunnanfara, V. árgang 1896, um séra Magnús Grímsson. Efni greinarinnar varð prófess- omum tilefni til þess að gera þessa Mtlu bók, sökum þess hversu Ólafur lét að dómi Nor- dals hæpin orð falla um Magnús Grímsson og þjóðsagnasöfnun hans. Árið 1970, sem er sjötta árbók Þjóðsögu. 1 bókinni er, eins og áður sérstakur fréttakafli frá is- landi með mörgum litmyndum. Rauðskinna, hin nýrri er séra Jón Thorarensen hefur safnað og kom út á árunum 1929—1961 í tólf heftum. þessari nýju út- gáifu er bætt við miklu af nýjum sögum og þó einkum þjóðháttum hinnar formi sjósóknar, fisk- veiða og aMs konar atvinnu á sjávarjörðum. Þriðja grein Jón Helgason. Höfð axlarskipti á tunglinu eftir séra Jón Skagan. Sögur af sérstæðu fólki, atburðum úr lífi sóknarbarna hans og eigin lífs- baráttu. Skoðanir höfundar á Njálu og atburðum úr henni, en hann var aMan sinn prestsskap sóknarprestur Austur- og Vestur Landeyinga og bjó á Bergþórs- hvoli. Þegar Bjössi var lítill. Afi seg ir frá. Spennandi drengjasaga er gerist norðanlandis og er skrif uð af þjóðkunnum manni sem ekki lætur nafns sins getið. IÐUNN, HLAÐBÚÐ OG SKÁLHOLT Forlögin Iðunn, Hlaóbúð og Skál'holt, sem rekin eru und- ir einni stjórn, gefa út á þessu ári rúmlega þrjátíu bækur, þeg- ar með eru taldar nýjar prent- anir eldri útgáfubóka. Auk þess eru í undirbúningi, en misjafn- lega langt á veg komnar, ail- margar bækur, sem koma út á næsta ári. Varðandi nýjar bæk- ur, sem út koma á þessu ári, fór- ust Valdimar Jóhannssyni útgef anda orð m.a. á þessa leið: 1 tilefni af sextugsafmæli dr. Halidórs Halldórssonar prófess- ors gáfum við út ritgerðasafn eftir hann, sem ber nafnið ís- lenzk málrækt. 1 bók þess- ari eru tiu ritgerðir, sem allar fjaMa um íslenzka málrækt og íslenzkt mál frá hagnýtu sjónar miði fremur en fræðilegu. 1 bók þessa munu margir sækja gagn- legain fróðleik, svo sem stúdent- ar í íslenzku, kennarar, kenni- menn og blaðamenn. Þá er komin út bók eftir ung- an fræðimann í lögfræði, Pál Sigurðsson. Nefnist hún Brot úr réttaroögn oig geyimir sjö rit- gerðir, sumar langar, enda Dr. Halldór Halldórsson. er bókin yfir 330 bls. að stærð. Páll lauk embættisprófi í lögum frá Háskóla Islands vorið 1969 og fór utan tii framhaldsnáms á næista hausti. Nam hann fyrst í Osló, en síðan í Bonn, þar sem hann er enn við nám og fræði- iðkanir. Vinnur hann þar m.a. að ritverki um þróun eiðs og heitvinnings i réttarfari. Nýlega er komin út Veður- fræði eftir Markús Á. Eiiuirs- son veðurfræðing. Eru þar gerð skil undirstöðuatriðum veður fræðinnar i máli, myndum og uppdráttum á skýran og skipu- legan hátt. Bókin er hæfilegt námsefni í menntaskólum og öðr Guðmunditr L. Friðfinnsson um framhaldsskólum, en jafn- framt handhæg fróðleiksbók öll um aimennin.gi og auðveldar mönnum að skiija og notfæra sér veðurfregnir og veðunspár. Jón Helgason rithöfundur og ritstjóri sendir frá sér nýja bók. Nefnist hún Orð sknlu standa. Er þar rakin saga manns, sem í flestu tiMiti var dæmalaus — í fyHstu merkingu þess orðs. Nafn hans skal ekki nefnt að sinni, en ég er illa svik tnn, ef hann verður mönnum ekki minnisstæður að loknum lestri bókarinnar, sagði Valdd- mar. Þá koma út í bókarformi er- indá þau, sem flutt voru í Rík- isútvarpinu sl. vetur undir hinu sameiginiega heiti Lífsviðhorf mitt. Ber bókin sama nafn, en höfundarnir hafa hver um sig gefið sínu erindi nafn. Þetta eru tíu erindi og höfundarnir eru (taldir í þeirri röð, sem er- indiin voru flutt): Sigriður Páll Sigiirðsson. Jón Thonareinsen. Bjömsdóttir frá Miklabæ, Vilhjálmur Þór fyrrum ráð- ráðherra, GuðS'teinn Þengils- son læknir, Ólafur Þ. Kristjáns son skólastjóri, GisiM Magnús- son bóndi, Stefán Karlsson handritafræðingur, Margrét Guðnadóttir prófessor, Sören Sörenson fyrrum heilbrigðisfull- trúi, frú Sigurlaug Jónasdóttir og sr. Gunnar Árnason. Frá hendi Jóns Óskars rdthöf- undar kemur bókin Gangstéttir í rigningu, þar sem hann held- ur áfram að rekja minningar sdnar um skáld og bókmennta- líf I höfuðstaðnum. Um þau efni eru áður komnar frá hendi Jóns bækurnar Fundnir snilling ar og Hernámsáraskáld. Hinar hreinskilnu endurminn- ingar dönsku skáldkonunnar Tove Ditlevsesn, Gift, koma út í þýðingu Helga J. Hadldórssonar cand. mag. Bók þessi kom út í Danmörku snernma á þessu ári og er þegar komin út á þýzku og norsku. Hefur bókin vakið mikia athygld og hlotið góða dóma. — Þá kemur út skáidsag- an Dónmrinn og böðull hans, eft ir Friedrioh Dúrrennmtt, sem er vel kunnur hér á landi eins og annars staðar. Þýðandi er Unnur Eiríksdóttir. Hin kunna sænska skáldsaga, Sunmrið með Moniku eftir Per Anders Fogelströni kemur út í íslenzkri þýðingu Ádfheiðar Kjartansdóttur. Þessi hugþekka saga segir frá sumarlangri ást tveggja ungmenna. Ingmar Bergman gerði kvikmynd eftdr sögunni, sem sýnd hefur verið hér á landi. Þrjár sögur koma út eft- ir kunna brezka metsölu- höfunda: Tataralestin eftir AIi- stair MacLean, í þýðingu Andrésar Kristjánssonar, Lagt til atlögu eftir Hammond Innes, i þýðingu Magnúsar Torfa Ól- afssonar, og Hin feigu skip eft- ir Brian Callison, í þýð- ingu Kjartans Ólafssonar. Eft- ir MacLean og Hammond Innes hefur Iðunn gefið út fjölda bóka, og eru þeir vel kunnir hér á landd. Hin feigu skip er fyrsta bók Callisons og kom út á Englandi fyrí.r ári. Vakti hún mikla athygli og náði óvenjulegrd sölu. 1 sumar kom svo önnur bók frá hendd þessa höfundar, og gefur Iðunn hana út á næsta ári. Eins og endranær gefur Ið- unn út margt bóka handa börn- um og ungdingum. Handa yngstu börnunum koma út tvær mjög fal legar bækur prentaðar í litum í Framhald á bls. 20. Markiis Á. Eúmrsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.