Morgunblaðið - 10.11.1971, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.11.1971, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1971 11 Vísbendingar frumkannana: Neyzla ávana- og fíkniefna al- mennari en talið hefur verið Frá umræðum í borgarstjórn um till. Markúsar Arnar Antonssonar Á fundi borg-arstjórnar Reykja víkur sl. fimmtudag bar einn af borgarfuiitrúum Sjálfstæðis- flokksins, Markús Örn Antons- son, fram tillögu varðandi stofn un rannsóknardeildar til að koma í veg fyrir ólöglegan inn- flutning og neyzlu ávana- og fíkniefna. í ræðu, sem Markús Örn hélt, er hann mælti fyrir til Iögu sinni, gerði hann grein fyr ir skriflegrum upplýsingum, sem hann hafði fengið hjá eftirlits- mönnum þeim, er unnið hafa til bráðabirgða að rannsóknum á ávana- og fíkniefnaneyzlu á höf uðborgarsvæðinu. I»ar kom fram, að frumrannsóknum er nú lokið á 90 málum og alls hafa verið teknar um 510 skýrslur. Virð- ist á könnim þessari, sem neyzla þessara efna sé talsvert almennari á Islandi en talið hef- ur verið tii þessa. Virðist sem mest af fíkniefnunum komi hing að til lands í pósti, en næstal- gengasta aðflutningsleiðin er sú, að íslenzkir unglingar, er dval- izt hafa erlendis fiytja þessi efni inn í landið í farangTl sín- um eða innan klæða. Þá hafa er lendir ferðamenn og varnarliðs- menn á Keflavíkurfiugvelli einn ig útvegað unglingum nokkurt magn af fíkniefnum. Tillaga Markúsar var svohljóð andi: „Vegna visbendinga frum- kannana, er fram hafa farið og benda til þess, að neyzla ávana- og fíkniefna sé almennari á Is- landi en almennt hefur verði tal ið, beinir Borgarstjórn Reykja- víkur þeirri áskorun til fjárveit ingarvaldsins og yfirvalda dóms mála í iandinu, að hið fyrsta yerði komið á fót rannsókna- deild sérþjálfaðrá eftirlits- manna, er starfi skipulega að því að koma í veg fyrir ólög- legan innflutning og neyzlu ávana- og fíkniefna." 1 upphafi framsöguræðu sinn- ar, sagði Markús Örn Antons- son: „Með tillöguflutningi þessum fer ég þess á leit, að fram komi af hálfu borgarstjórnar Reykja- vikur yfirlýsing um, að hún telji nauðsynlegt, að opinberir aðilar séu afarvel á verði gegn þeirri hÉettu, að heyzia ávana- og fíkni- efna verði jafnalvarleg hér og viða í nágrannalöndum okkar og bjóði heim þeirri spillingu og gjörmengun mannlífsins, sem hún leiðir sannarlega til. Það er á allra vitorði, að Islendingar hafa engan veginn farið varhluta af þessu vandamáli. Unglingar, sem sótt hafa til útlanda í skóla leyfum hafa margir haft kynni af fíkniefnaneyzlu og reynt hana sjálfir. Þeir hafa iika flutt efnin heim með sér og boðið kunningjum og skólafélögum að reykja svo iengi sem birgðir hafa enzt. Við höfum til skamms tíma ver ið treg til að viðurkenna, að um raunveruiegt vandamál væri að ræða. Það er í sjálfu sér virð- ingarvert að sýna fyllstu var- færni og forðast að blása upp mái af þessu tagi og gera kannski með því illt verra. En mitt áiit er, að tími sé nú kom- inn til þess fyrir opinbera aðila, eins og borgarstjórn Reykjavík- ur að vara við óheillaþróun, sem þegar verður vart á þessu sviði, og brýna menn til öflugra, raunhæfra aðgerða gegn vax- andi vandamáli." Markús rakti nú nokkuö undir búning þann og frumaðgerðir, sem farið hafa fram af opin- berri hálfu í þessu efni. Sagði Markús Örn Antonsson. hann m.a.,-að fjórir menn hefðu frá í febrúar sl. unnið til bráða birgða að rannsóknum á ávana- og fíkniefnaneyzlu á höfuðborg arsvæðinu. Hafði Markús Örn fengið skriflegar upplýsingar frá mönnum þessum og sagði m.a.: „Lokið er nú frumrannsókn- um á um 90 málum en ails hafa verið teknar um 510 skýrslur. Mestur hluti þessa skýrslufjölda byggist á samanburði þeirra að- ila, sem fram hafa komið í frum skýrslu. Við þessar rannsóknir hefur m.a. komið i ljós, að lang mest af þeim fíkniefnum, sem hingað berst, kemur í pósti. Önn ur algengasta leiðin til að koma slíkum efnum hingað er sú, að íslenzkir Unglingar, sem dvalizt hafa erlendis koma með þau i farangri sínum eða falin innan- klæða. Þá héfur einnig upplýstst um nokkurt magn af fíkniefnum, sem unglingar hafa útvegað frá erlendum ferðamönnum og vam arliðsmönnum á Keflavíkurflug- velli. Vitað er um a.m.k. 90 póst- sendingar af Cannabisefnum er- lendis frá og í nokkrum tilfeil- um um minniháttar magn að Lysergic (LSD). tftvegun þess- ara fikniefna virðist í langflest um tilfellum vera hendingum háð enda hefur ekki sannazt ennþá um sölu nema í nokkrum tilfelium, á Cannabis og Lyser- gic (LSD).“ 90 ára í dag: Guðlaug Ólafsdóttir Akranesi ÓTRÚLEGT, en þó satt, að hún Lauga í Ásgarði, en svo hét hús- ið er hún bjó síðast í á Akra- nesi, er orðin níræð. Guðlaug ber aldurinai mjög vel, bæði hvað snertÍT útlit og andlega Skynjun, þó er rninnið nokkuð farið að bresta, en hun fylgist vel með hlutunum. GUðlaug er fædd að Ólafsvöll- um á Akranesi 10. nóv. 1881. Lengst: af átti hún heimili þar, og í Ásgarði, litlu húsi er hún réisti á Akranesi ásamt Ólafi bróður sínum er stundaði þar skóviðgerðir. Guðlaug saumaði og gerði við flíkur fyrir fólk — sehnilega oft fyrir litla greiðslu. — Henni er mjög sýnt um að Sauina og prjóna, og hefir gert lítilsháttar að því fram á síðustu ár. Guðlaug var oft í kaupavinnu á sumrum m. a. var hún á Gils- bakka og í Amarholti 5—6 sinn- um á hvorum srtað, minnist hún húsbænda og heimafólks þar oft Og með sérstökum hlýhug. ’ Guðlaug er sérstáklega grand- vö<r til orðs og æðis, vill öllum vel og hefur oft vikið að þurf- andi, enda þótt efni hafi löng- um verið lítil. Með orðum sinum, alúð og framkomu allri við ná- ungarun, mun hún þó hafa yljað fiestum og bezt. Guðlaug er mjög trúuð kona. Mun engimn dagur svo líða að húíi lési eigi úr helgum ritum og hafi yfir bænir og vers. Hún gerðist aðventisti fyrir mörgum árum og hefir stutt þann söfnuð í orði og verki síðan. Allir, sem kynnzt hafá Guð- laugu, munu hafa fundið hina óvenju miklu hlýju og um- hyggju, sem frá henni streymir. Hún á því miður fáa sína líka. Guðlaug giftist árið 1904 Helga Helgasyni frá Rringlu á Akranesi. Þeirra samvistir urðu alltof skammar, því að Helgi drukknaði 16. nóv. 1905, ásamt 4 systkinum sínum og 6 öðrum ( alls 11 manns), er þeir voru á leið frá Rvík til Akraness á Okkur innilegustu þakkir sendum við börnum okkar, tengdabömum, barnabömum, frændfólki, vinum og kunn- ingjum fyrir alla vinsemd okkur sýnda á gullbrúð- kaupsdaginn 5. nóv. 1971. Guðrún Pétursdótthr, Jóhann Guðjónsson, Vestiu-braut 3, Keflavík. Síðar í greinargerðinni segir: „Þessar rannsókriir og athug- anir okkar hafa þegar leitt í Ijós, að notkun á Cannabis er mun algengari en almennt var talið í fyrstu. Vitað er um fjöi- menna hópa, sérstaklega skóla- fólks, sem neytir þessara efna í verulegum mæli, eða a.m.k. viku lega. Efni þessi virðast vera not uð að staðaldri hjá fjölda ungl- inga, en vitað er um hundruð þeiira, sem neytt hafa þeirra að meira eða minna leyti. Notkun á Lysergic (LSD) er fremur sjaldgæf og ekki er vitað um samfellda neyzlu á slíku efni en aðalorsakir þess virðast vera, að útvegun efnisins er erfíðleikum háð og jafnframt gætir nokkurr ar hræðslu um afleiðingar neyzl unnar. Ekki hefur orðið var tið telj- andi neyzlu á öðrum skynvillu- efnum. Augljóst er þegar, að þau verkefni, sem hér er við að glíma, eru alltof umíangsmikil til þess að fjórir menn geti ann- að þeim. Eins og fram kemur í upphafi þessarar skýrslu hafa ýmsir veigamiklir þættir litla sem enga afgreiðslu fengið af þeim orsökum, en á því verður ekki ráðin bót nema veruleg fjölgun komi til á starfsmönn- um og aðstaða bætt, bæði er telk ur til húsnæðis og tækjabúnað- ar.“ Síðar i ræðu sinni sagði Markús: „Af öllu þessu má sjá, að þeir sem málunum eru kunnugastir hafa gefið viðvörunarmerki og ég tel það skyldu okkar að bregðast við því á raunhæfan hátt og búast til varnar áður en í óefni er komið. 1 þessu máli höfum við enn allt að vinna. Þær uppiýsingar, sem starfs- menn Æskulýðsráðs Reykjavík- ur hafa aflað sér í samtölum við ungt fólk eru mjög á sömu lund. Af þeitn má ráða, að það verður æ auðveldara að komast yfir fikniefni á höfuðborgarsvæðinu og sterkur grunur leikur á, að kominn sé upp visir að ákveðnu dreifingarkerfi. Þegar málið er á slíku stigi er tfcni til kominn fyr ir borgaraha að draga enga dul á það lengur að vandamál er vissulega fyrir hendi og ástæða til að láta til skarar skríða gegn því.“ Að lokinni ræðu Markúsar Antonssonar tók Alfreð Þorsteinsson (F) til máds, og flutti hann eftirfarandi viðauka tiliögu: Við stofnun rannsóknadeildar innar verði full-t tillit tekið til þeirrar starfsemi, sem nú þegar er fyrir hendi á þessum vett- vangi hjá lögreglu- og tollyfir- völdum. Þá talaði Steinunn Finnboga- dóttir (SFV) einnig undir þess- um dagskrárlið. Að svo búnu var tillaga Markúsar ásamt við- aukatillögu Alfreðs samþykkt einu hljóði. 6 manna fari (við Suðurflös á Akranesi). Aðeina 1 lík rak á land — Helga — og er hann greftraður að Görðum á Akra- nesi. — Óskar Guðlaug að fá að hvíla við hlið hans er þar að kemur. Fyrir um 10 árum fluttist Guðlaug á Elliheimilið Grund. Hefir hún þar vistlegt herbergi að Blómvallagötu 12 og unir sér hið bezta. Allur aðbúnaður er þar með ágætum, enda gerir forstjóri Grundar — Gísii Sig- urbjömsson sér far um að láta öllum líða sem bezt og gera gamla fólkið ánægt eftir því sem frekast er unmt — þótt oft séu þar ýmis ljón í vegi og misjafnar óskir aldraðs fólks og aðstamd- enda þess. Ég, er þessi fátæklegu afmæl- isorð rita, og mitt fólk höfum notið umhyggju Guðlaugar Ól- afsdóttur yfir hálfa öld. Fyrir það þökkum við henni hjartan- lega og óskum henini friðsæls ævikvölds. Ó. J. Einn bolli og annar bolli aftur í bollann - og einn bolla enn - því kaffid er frá 0.J0HHS0H &KA&BER HF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.