Morgunblaðið - 10.11.1971, Blaðsíða 13
MORGTJNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGOR 10. NÓVEMBER 1971
13
21 árs maður
handtekinn
— fyllti út ávísun úr stolnu hefti
RANNSÓKNARLÖGREGLAN í
Reykjavík handtók í gær 21 árs
nuuin, sem viðurkenndi (i hafa
fylit út eina ávisun, sem seld
var úr hefti því, sem stolið var
frá starfsstúlku Krabbameinsfé-
lagsins fyrir nokkru. Þá var i
gær framlengd gæzluvarðhalds-
vist konu þeirrar, sem handtek-
Sn var með heftið í Hafnarfirði,
ma allt að 20 daga.
Maðurinn, sem handtekinn var
i gær, segist hafa verið á veit-
ingastað, þegar til hans kom mað
ur og bað hann að hjálpa sér að
útfylla ávísun. Varð hann við
þessari beiðni og fyllti ávisunina
út bæði sem útgefandi og selj-
andi. Ekki notaði hann þó sitt
eigið nafn. Hinn þakkaði honum
kærlega fyrir hjálpina og hvarf
á braut, eflf siðar var ávísunin
svo seld í verzlun í Reykjavik.
Eins og skýrt hefur verið frá,
kveðst konan hafa fundið ávís-
ainaheftið á götu í Reykjavík.
Nýlenda?
London, 9. nóvember. AP.
AUÐVELT væai að lifa „mjög
þægilegu“ lífi á timglinu, sagði
David R. Scott ofursti, yfirmað-
ur Apollo 15. i London í dag.
Hann sagði, að tunglið gæti orð-
ið prýðileg nýlenda ef þrengsli
og mengnn yrðu of mikil á jörð-
unni.
„Menn geta lifað mjög þægi-
iegu lifi á tungiinu í óákveðinn
tíma. Landnám á tunglinu er
mjög raunhæít úrræði," sagði
Scott. Scott er á ferðalagi til
fimm Evrópulanda ásamt félög-
um sínum af Apollo 15. til að
skýra frá þeirri vitneskju sem
Bandarikjamenn hafa aflað sérí
geimvísindum.
„Hvit bóku um „Laugardagsbyltinguna“ i FUF:|
„KLOFNINGS- OG
ÓFRIÐARSTARF
U
— ritstjóra Tímans og formanns Fram-
sóknarfélags Reykjavíkur
EINS og kunnugt er af írétt-
um var gerð stjórnarbylting í
Félagi ungra framsóknar-
manna í Reykjavík á síðasta
aðalfundi þess um miðjan
októbermánnð. Var það hægri
armur Framsóknarflokksins
sem náði yfirráðum í félaginu.
Nú hafa fyrrverandi stjórnar-
menn — og þeir, sem urðu
undir í baráttunni á aðalfnnd-
inimi — gefið út „hvíta bók“
um „Laugardagsbyltinguna“,
sem þeir kalla svo, en í þess-
um ritlingi er rakinn aðdrag-
andi þeirra átaka, sem urðu á
aðalfundi FUF. Er útgáfa
þessa ritlings til marks nm,
hve átökin innan Framsókn-
arflokksins rista djiipt.
TILNEFNING
1 fulltrúarAð
f hjníii „hvitu bók“, kennir
margra grasa. í»ar er m.a.
skýrt frá þvi, að fráfarandi
stjóm félagsins hafi verið
búin að taka þá ákvörðun að
teggja til við aðalfund, að
Tómas Karlsson, ritstjóri Tím-
ans,, yrði einn af fulltrúum
félagsins i Fulltrúaráði Fram-
sóknarfélaganna í Reykjavík,
en þessari ákvörðun hafi ver-
ið breytt og ákveðið að gera
ekki tillögu um Tómas. Ástæð
urnar fyrir þessari breytingu
voru eftirfarandi samkvæmt
„hvítu bókinni":
„Orsakir þess, að ekki' var
nú taiið rétt að gera tillögu
um Tómas.sem fulltrúa yhgra
félagsins i Fulltrúaráðið, voru
i meg'inatriðum þessar:
1. I ljós hafði komið, að
Tómas, sem hefur þann trún-
að og þá ábyrgð með hönd-
um fyrir hönd alls Fram-
sóknarflokksins, að vera rit-
stjóri við aðalmálgagn flokks-
ins, Tímann, og fyrsti vara-
þingmaður flokksins í Reykja-
vík, hafði gerzt sérstakur
friðarspillir í félaginu og gert
bandalag við utanfélagsmenn,
þar á meðal formann Fram-
sóknarfélags Reykjavikur,
Kristinn Finnbogason, um
klofningsframboð í íélaginu.
Félagsstjórnin taldi, að slikt
klofn-ings- og ófriðarstarí
samræmdist í engu trúnaðar-
stöðum hans íyrir Fram-
sóknarflokkinn, og væri þvi
rétt að veita honum þá áminn-
ingu, að hafa hann ekki á lista
stjómarinnar.
2. Tómas hafði þá þegar
sýnt það með vali á sam-
starfsmönnum, að hann hafði
meiri áhuga á samstarfi við
f örystumenn Framsöknar-
félags Reykjavikur en forystu
menn FUF, og var þvi talið
éá'ííégt, að hann leitaðá eftir
því að verða einn af Fulltrúa-
ráðsmönnum Framsóknar-
féiags Reykjavikur, þar sem
hann er einnig félagsmaður."
LOFAR EKKI GÓDU
Þá er sérstakur kafli helg-
aður þætti utanfélagsmanna í
stjómarbyltingunni og um
það mál segir svo: „Einn al-
varlegasti þáttur í Laugardags
byltingunni í FUF er sú stað-
reynd, að þeirri byltingu var
að mestu leyti stjómað af ut-
anfélagsmönnum. Eins og
fram hefur komið áður, höfðu
klofningsmenn, þegar áður en
stjóm félagsins hafði tekið
ákvörðun um tillögur sínar,
boðað til fundar í Glaumbæ,
sem haldinn var í hádeginu
laugardaginn 2. október. Þessi
fundur var haldinn til þess
að hrinda í framkvæmd
áformum, sem þegar höfðu
verið ákveðin annars staðar,
um mótframboð i FUF.
Meðal þeirra, sem mættir
voru á þessum fundi, voru
Kristinn Finnbogason, for-
maður Framsóknarfélags
Reykjavíkur, Alvar Öskars-
son, stjórnarmaður í sama
félagi og húsvörður hjá
íjármálaráðuneytinu, Tómas
Karlsson, Alfreð Þorsteinsson,
Finnur Karlsson og ýmsir
fleiri.
Þar var raðað niður á
stjómarlista klofningsmanna
og m.a. ákveðið að íá Þor-
stein Geirsson, lögfræðing og
stjórnarmann í Varðbergi,
sem formannsefni.
Sá maður, sem hvað mest
lét að sér -kveða á þessum
íundi, og sem stjómaði bar-
áttunni á bak við tjöldin, var
Kristinn Finnbogason.
Það er því vissulega eðli-
legt, að fyrsta verk hinnar ný-
kjömu stjómar hafi verið að
óska eftir sérstaklega góðu
samstarfi við Framsóknar-
félag Reykjavíkur. Mun Krist-
inn þar hafa gott samstarí
við sjálfan sig.
Það mun hins vegar ekki
lofa góðu um íramtið félags-
ins, að vera nú komið i hend-
umar á þeim manni."
HVATT TIL
GAGNBYLTINGAB
1 „hvitu bókinni" er hvatt
til gagnbyltingar í FUF og
ungir framsóknarmenn úti
á landi fá óbeina viðvörun
um að standa á verði. Svo seg-
ir í lokin:
„Augljóst er nú þegar, að
FUF i Reykjavik er ekki leng-
ur það afl, sem það var sam-
einað og einhuga síðustu tvö
árin. Félagið hefur einnig sett
mjög niður vegna afskipta
utanfélagsmanna af máleín-
um þess, og verður ekki sá
styrkur að baki núverandi rik-
isstjórn, sem verið hefur.
Við teljum mjög nauðsyn-
legt, að félagsmenn geri sér
almennt grein fyrir því, sem
hefur gerzt, og snúist til varn-
ar félagi sínu, flokki og ríkis-
stjóm.
1 því skyni að auðvelda þá
baráttu, er þessi „hvita bók"
um sögu Laugardagsbylting-
arinnar send til félagsmanna.
Það er von okkar, að af þeim
staðreyndum, sem hér hafa
verið raktar, rísi sú alda, sem
tryggi það, að FUF í Reykja-
vik verði aftur áhrifaafl inn-
an Framsöknarflokksins.
Undir framsóknarmenn um
allt land og forysta þeirra í
Sambandi ungra framsóknar-
manna mun eftir sem áður
halda merfeinu hátt á loft og
berjast af einurð og íestu fyr-
ir málefnum sínum og stefnu
rikisstjómarinnar. Við erum
þess fullviss, að yfirgnæfandi
meirihluti félagsmanna i FUF
muni veita okkur liðsinni og
tryggja það, að innan
skamms tíma verði hreyfing
ungra framsóknarmanna á ný
sameinuð."
TEKIN ÚR PRENTUN
1 fylgiskjölum með „hvítu
bókinni" er m.a. birt yfirlýs-
ing frá þremur ungum fram-
sóknarmönnum, sem birtist í
Tímanum, en sagt er frá að-
draganda þeirrar birtingar og
kemur þar m.a. fram, að
formaður Framsóknarfélags
Reykjavikur, Kristinn Finn-
bogason, hefur tekið völdin
af Þórarni Þórarinssyni, rit-
stjóra Tímans, og komið i veg
fyrir birtingu þessarar yfir-
lýsingar í einn dag. Um þetta
segir svo:
„Neðangreind yfirlýsing var
afhent Þórarni Þórarinssyni,
ritstjóra Tímans, fyrir hádegi
fimmtudaginn 21. október sl.
Var samþykkt af ritstjóra, að
hún birtist í Timanum föstu-
daginn 22. október er hann
hefði haft samband við þá
menn, sem nafngreindir voru
I greininni. Þegar búið var að
setja og ganga frá greininni
I Tímanum á fimmtudags-
kvöldið, kom niður í prent-
smiðju Timans Kristinn Finn-
bogason, formaður Framsókn-
arfélags Reykjavíkur, og tók
greinina út. Birtist greinin því
ekki fyrr en laugardaginn 23.
október, og þá við hlið yfir-
lýsingar, sem hin nýkjöma
stjóm FUF var látin sam-
þykkja á föstudeginum."
Þýðendur bókarinnar HEIMURINN ÞINN. Lengst ttl vinstri er
Gnnnar Jónsson, Jón Ögmiindur Þormóðsson, ritetjóri, er i mW
ið, en Sigurðnr Ragnar sson lengst til hægri.
Ný handbók um heimsmálin;
Heimurinn
þinn
ÉT ER komin ný handbók nm
heimsmálin, sem nefnist Heim-
urinn þinn og er hún gefin út
af bókaútgáfunni Erni og örlygi
h.f. 1 bók þessari ern ítar-
legar upplýsingar um lönd og
þjóðir, menn og málefni. Bókin
er á sjötta hundrað blaðsíður og
í henni ertt um ellefu hundruð
uppsláttarorð. 1 fréttatilkynn-
ingu frá útgáfunni segir m.a.:
„1 bókinni er greint frá ödlu
sem máli skiptir um lönd, þjóðir,
menn og málefni. Að stofni til
er bókin byggð á brezkri bók,
sem komið hefur út í mörgum
útgáfum hjá hinni heimsþekktu
Peniguinbókaútgáfu. Þó hefur
verið bætt við miklum fróðleik
um ísland og önnur Norður-
lönd, svo sem um helztu stjórn-
málamenn og norræna sam-
vinmu á vettvangi Norðurianda-
ráðs og víðar. Ten>gsl og við-
skipti íslands við önnur lönderu
rakin ítariega í hverju einstöiku
tilviki. Efni bókarinnar er skip-
að niður eftir stafrófsröð i mjög
aðgengilegu formi eii auk þess
er ítarleg orðaskrá aftast í bók-
L inni með tilvitnunum, er gefa
til kynna, hvar i bókinni sé fjall
að um einstök atriði. Aftan við
hverja tilvitnunartölu i orða-
sikránni eru ýmist bókstafirnir
a eða b, en það merkir að orðs-
ins sé að leita á efri eða neðri
helminigi viðlkomandi blaðsíðu.
Ritstjóri bókarinnar er Jón
ögmundur Þormóðsson, lögfræð
ingur, sem nú stundar fram-
haldsnám við Harvardháskóla í
Bandarfkjiunum í þjóðarétti, og
með honum að þýðingunni unnu
þeir Sigurður Ragnarsson, sagn
fræðinigur, og Gunnar Jónsson
lögfræðingur. Orðaskrána vann
Björn Jónsson, cand. mag., skóla
stjóri.
Erfitt er í stuttu máli að gera
ítarlega grein fyrir efni bókar-
innar, en segja má að megin-
þættir hennar séu þessir: Riki
heims, landsvæði og miikilvæg-
ir staðlr, stjórnmálamenn,
stjórnmálaflokfkar og stjórnmála
hugtök, alþjóðastofnanir og al-
þjóðleg samtök, alþjóðasamning
ar og alþjóðlegar yfirlýsingar og
ýmis fróðíleiksatriði af vettvangi
heimsmálanna. Hver þessara
meginþátta greinist síðan í
fjölda undirþátta, enda eru upp-
sláttarorð bókarinnar um 1100
eins og áður segir.
Bókin er sett, prentuð og bund
in hjá Prentsmiðjiunni Eddu h.f.
Káputeikningu gerði Hilmar
Helgason hjá Auglýsingastofu
Gisla B. Björnssonar. Litróf
gerði prentmót.
Fjárskaðar 1
Mývatnssveit
Björk, Mývatnssveit, 9. nóv.
AÐFARARNÓTT sl. sunnudags
s'kalil hér á mjög snögglega hið
versta veður af norðvestri. Veð-
urhæð var mikil og fannikoma.
Ekki stóð þessi veðurofsi nema
fram undir hádegi á sunnudag.
Sums staðar dró í skaíla á veg-
um og varð að ryðja þeim af. Fé
var víða úti þegar veðrið skall
á. Mönn-um vannst ekki öllum
timi til að smala fé sínu og ná
því í hús. Þegar er vitað að fé
hefur fennt í þessu óveðri. Á ein-
um bæ, Baldursíheimi, hefur orð-
ið tilfinnanlegt tjón. Þar er þeg-
Jarðvísindi í
Sovétrikjunum
PRÓFESSOR Dr.g.m.s. Anatoly
Larionov, forstöðumaður jarð-
verkfræðideildar háskólans í
Leningrad, fljdur opinbera fyrir-
lestra í boði verkfræði- og raun-
vísindadeildar Háskóla íslands í
1. kennsliistofu Háskólans niið-
vikudaginn 10. nóveniber kl. 17
og þriðjndaginn 16. nóvember kl.
17.
Fyrri fyririesturinn nefnist:
Jarðvisindamemnt'un i Sovétríkj-
unum, en siðari fyririesturinn
fjallar um verkfræðilega jarð-
fræði nú til dags.
Fyrirlestramir eru öllum opn-
ir og verða fluttir á ensku.
(Frétt frá Háskóla Islands).
ar búið að draga úr fömn 26
dauðar kindur, en ennþá vantar
þama milli 10 og 20 kindur og
er óttazt að flestar séu dauðar.
Talið er að vegna veðuröfsans
ha.fi dregið í svo harða skafla
að fé hafi strax kafnað vegna
loftleysis. Bkki gat veðurstofan
heldur sagt til um þetta veður
fyrr en siðdegis á lauigardag.
Kristján Þórhallsson.
Fyrirlestur um
tékkneska
samtímatónlist
N ÆSTKOM ANDI föstudags-
kvöld, 12. nóvember, flytur doc.
Vaclav Felix fyrirlestur um
tékkneska samtímatónlist 1
Norræna húsinu. Máli sinu til
skýringar mun hann leika þætti
úr tónverkum aí hljómplötum
eða segulböníum.
Docent Vaclav Felix er hingað
kominn á vegum tékknesku Tón-
verkamiðstöðvarinar i Prag og
tékkneska Menntamálaráðuneyt-
isine, og hefur íslenzkiri tón-
verkamiðstöð veirið boðið að
endurgjalda þessa heimsókn i
náinni framtið.
Fyrirlesturinn hefst kl. 20.30
og er öilum heimill aðgangur.
(Fréttatilkynnmg frá ístenzkrl
tónverkamiðstöð).