Morgunblaðið - 10.11.1971, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.11.1971, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1971 21 — Landhelgisumræður Framliald af bls. 12. þeim möguleika, að við Jrynr.um að velja landgrunn.slinuna en ekki 50 mílna mörkin. Þingmaðurinn sagði, að það væri tiltölulega auðvelt að röik- styðja kröfur okkar tll alls iand- grunmsins. Landgrunnið er pall- ur, sem landið stendur á, óað- Skiljanlegur hluti af íslandi. Það er grundvallaratriði að fá viður- kennda þá meginkenningu, að auðæfi landgrunnsims og hafsins yfir því séu auðæfi viðkomandi lands. Óhætt er að fullyrða, sagði hann ennfremur, að aldrei mun stEindast til lengdar, að ein regla gi'ldi um auðæfi botnsins og önnur um auðæfi í sjónum yfir honum. Þett-a er ástæðan fyr ir þvi, að við höfum erlendis lagt áher/.lu á landgrunnið og að miun hyggiiiegra er að marka fisk veáðiiögsöguna út frá 400 mílna jaflndýpislinu en miða hana við 50 sjómílur. Au'k þess sem með þeim hætti yrðu veruleg svæði utan fiskveiðimarkanna, sem myndu kaila á erlend fiskiskip og nýja útfærslu kannski að tveim árum liðnum. Þingmaðurinn sagði, að fvrir siðustu kosningar hefðu þáver- andi stjórnarflokkar lagt höfuð- áher/lu á endurskoðun land- grunnslaganna. Hann sagðist enn vera þeirrar skoðunar, að það mál væri hrýnt og að við ættum að áskilja okkur allan rétt í land- grunnsihlíðunum allt niður að hlíðarfæti, sem er á um 1000 míina dýpi. Hannibal Valdiniarsson fé'lags- málaráðhen-a lýsti ánægju sinni yfir þvi, að hjá stjórnarandstöð- unni væri að mæta vilja til þess að jafna ágreiningsefni um minnd háttar atriði. öl'lu máli skiptir, sagði ráðherra, að öllum sé ijóst, að þessar kröfur eru kröfur íslendinga á hverjum tíma og hvaða rikisstjórnar, sem er á íslandi. Hann sagði, að það hefði verið sjálfsagt og eðiilegt, að kosn- ingamar hefðu snúizt um land- helgisimálið. Rökrétt afleiðing kosninganna hefði verið sú að leggja tiUögur stjórnarandstæð- inga þá óbreyttar fram á Alþingi nú og það hefði verið gert. Hins vegar er sjálfsagt, sagði ha”n, að ræðzt sé við um sérhver smærri atriði málsins í landhelg- isnefnd, en ágreiningur um þau komi ekki fram á opinberum vettvangi. Hann lagði áherzlu á, að samn- ingunum við Breta og Vestur- Þjóðverja yrði sagt upp og að útfærsla landhel-ginnar drægist ekki. Ráðherrann sagði, að það væri rétt, að af hendi þáverandi stjórn arflokka hefðu verið settar fram þær kröfur dagan-a fyrir kosning arnar, að kannski væri rétt að gera rneiri kröfur en 50 milur. En þetta var taldð yfirboð og ekiki tekið alvariega, sagði ráðherr ann. Sagðist hann vera hræddur um. að kröfur okkar hefðu nú verið túlkaðar þannig á erlend- um vettvangi, að ekki yrðu fylilri kröfur gerðar en til 50 sjómílna Og staðreynd er, að tvennt mæl- ir á móti því. í fyrsta lagi hversu óreglulega ldnu iand grunnið mótar og erfiða í fram kvæmd. 1 öðru lagi og það veg ur þyngia, sagði ráðherra, en-g in landgrunnssikilgreining er til á alþjóðamælikvarða og land grunnsmörkin nokkuð á reiki. — Sagðist hann ekki vita, hversu sterkt það yrði hjá okkur að taka einir u-pp stkiltgreiningu i landgrunnin'u, áður en alþjóð'leij skilgreining lægi fyrir. Gunnar Tlioroddsen (S) sagði að í tillögum rtkisstjórnarinnar væru tvö aðalefnisatriði. Annað að fiskveiðilögsagan sikuli áikveð in 50 mílur, hitt að mengunar- lögsagan skuli ákveðin 100 míl- ur. Sagðist hann ásamt nokkr- 'um öðrum þingmönnum fljtija tillögu til þingsályktunar um landhelgi og verndun fiskistofna. Þar sem sú tillaga snerti mjög þetta mál, kvaðst hann mundu gera hana nokkuð að umtals- efni. Varðandi fyrra meginatriðið, hver skuld mörk fiskveiðiland- helgi, hefur rikisstjórnin tekið ?á afstöðu, að hún s'kuli vera 50 milur. Við, sem stöndum að tii- lögunni á þingskjali 56 leggjnm til, að fiskveiðilögsagan verði i stað 50 mílna ákveðin ytri mörk landgrunnsins, sagði þingmað-ur- inn. Ég skal leitast við að færa nokkur rök fyrir því, hvers vegna við teljum þetta heppi- legri aðferð hagkvæmari fyrir landið og sigursæl-li í baráttunni út á við. I rauninni hefur landgrunns stefnan verið okkar yfirlýsta stefna íslendinga i þrjá áratugi. Þegar lögin u-m verndun fiski- miða landgrunnsins voru sett 1948, var okkur áskilinn réttur til þess að taka einstök svæði landgrunninu og lýsa þau verndarsvæði eða friðunar. Þessi stefna var itrekuð i þingsálykt- un frá 5. maí 1959, þar sem all- ur þingheimur stóð saman um það að afla viðurkenningar á landgrunninu ðUu. í þingsálykt- un frá siðasta þingi um réttindi fslendinga á hafinu umhverfi, landið, er þessi sama stefna mörkuð. Þegar þau orð falila hjá hæstv. ráðherrum, að þessi til laga um landgrunnið al'lt sé í rauninni yfirboð, þá finnst mér í rauninni vera miklu rökrétt- ara að sagja: Tillaga ríkisstjórn arinnar er undirboð, hún er aft- urhvarf frá margyfirlýstri stefnu Alþingis og fslendinga Þingmaðiurinn sagði, að ein af ástæðunum fyrir því að hann um teldi nú rétt að slá föstum land grunnsmörkunum væri sú, að annars þyrfti að taka þessa bar- áttu í tveimur áföngum, nú 50 mUiur og síðan þyrfti einhvern tíma siðar að koma aftur til AI- þingis og gera nýja ályktun um að nú ætlum við að lýsa yfir öllu landgrunninu. Varðandi ytri mörk landgrunns ins sagði þingmaðurinn, að gert væri ráð fyrir þvi i ályktun frá því í vor, að sú nefnd, sem þá var kosin, skyldi undirbúa lög- gjöf um skiligreiningu á land grunni íslands og skuli miðað við því sem næst 400 metra jafn- dýpislínu eða 50 mílur eða meira frá grunnlínum umhverfis land ið. Lagt er til, að nefnd þessi hraði störfu-m og leggi tillögur sinar fyrir Alþingi það, sem nú situr svo að ytri mörk land- grunnsins verði til frambúðar lögfest á þessu þingi. Alþingismaðurinn sagði, að það væri algjör misskilningui’ sem fram hefði komið við um ræðumar, að það hefði meir erfiðleika i för með sér að miða við dýpt en 50 milur. Sumir segðu, að það væri auðveldara að átta slg á þeirri reglu og frá öndverðu hefði al-ltaf verið gert ráð fyrir því að draga beina linu yfir djúpála, þegar miðað væri við 400 metra jafndýpislinu. En hver eru helztu rökin fyrir þvi, að landhelgin miðist við land grunnið alilt en ekki 50 mílurn ar? spurði þingmaðurinn. 1. Það er rökréttara og eðli legra frá hvaða sjónarmiði, sem er, því að landgrunnið er hluti af landinu, sökkull þess. Sagð ist hann ekki vita, hvernig 50 sjómiílurnar væru til komnar og hvers vegna ekki hefði verið ákveðin einhver önnur tala, t.d. hefði Hannibal Valdimarsson nefnt 40 sjómílur. 2. Utan við 50 mílurnar eru mikilvæg fiskimið eins og út af Vesturlandi og Vestfjörðum, þar sem landgrunnið nær töluvert lengra út, 10, 20 og jafnvel 30 mílur. Þar eru góð fiskimið, sem erlendir togarar sækja á. Þingmaðurinn sagði, að við gætum e.t.v. ekki vænzt mikilia auðrefa á botni landgrunnsins, þar sem ísland væri landfræði lega svo ungt land. En þeim mun nauðsynlegra er það fyrir okkur að eignast yfirráð vfir sjónum yfir þvi. Og til lengdar er harla erfitt fyrir stórveldin að standa þar á móti þar sem þau hafa helgað sér auðæfin á land- grunninu sjálfu hjá sér. Þau geta reynt það um stund, en það stenzt ekki til lengdar. Alþingismaðurinn sagði, að 400 metra jafndýpislína væri engín framtíðarmörk. Með henni næð- ust væntanlega helztu fiskimiðin landgrunnshallanum, en rétt væri að miðá við meira dýpi til frambúðar. Um gildstökudaginn er svo ákveðið í tillögunni, að ályktun- in komi til framkvæmda þann dag, sem ákveðið er af Alþingi. Þetta hefur verið túlkað svo, að með þvi sé útfærslunni slegið á frest. Það er mikill misskilning- ur. Eins og sagt er í greinargérð- inni, var ekki talið rétt að slá neinum degi föstum strax vegna viðræðnanna, sem nú fara fram við Breta og Þjóðverja. Aðalatr- iðið er, að Alþingi geri það upp við sig, hvaða dag útfærslan skuli taka gildi. Ef ráðhtrrarnir reyna að gera það tortryggilegt, beinist sú tortryggni að þeim sjálfum, sagði alþingismaðurinn, að þingmeirihluta þeirra sé ekki treystandi til að ákveða ákvörðunardaginn. í tillögunni segir, að ríkisstjórn in skuli gera nauðsynlegar ráð- stafanir til þess að koma í veg fyrir skaðlega memgun sjávar við strendur landsins og á haf- inu umhverfis það og eiga sam- starf við aðrar þjóðir í því efni, eftir því sem þörf krefur. Hér er um mál að ræða, sem allir eru sammála um, að þurfi gagn- gerra og róttækra ráðstafana við, sagði þingmaðurinn. Við þurf- um að líta i eigin barm fyrst. Á ströndum landsins og í höfn- brestur á nægilegt hrein- læti. Við þurfum að byrja á þvi að gera hreint fyrir okkar dyr- um og setja strangar reglur um það, hvaða úrgangsefni megi setja í hafið. Þingmaðurinn ræddi sið ;n nokkuð um mengunarmálin og taldi 100 mílna mengunarlögsögu of litla, enda sagðist hann ekki skilja hvernig sú tala væri fund- in. Þingmaðurinn lagði mikla áherzlu á nauðsyn þess að íslend ingar beittu sér fyrir víðtækum friðunarráðstöfunum á uppeldis- stöðvum ungfisks og hrygningar- stöðvum á landgrunninu öllu. Það væri nauðsynlegt fyrir láf og framtíð islenzku þjóðarinnar og ef litið yrði á baráttuna út á við, hefði það einnig mikla þýð- ingu. Jafnframt sagði hann að gæta yrði hagsmuna íslendinga á út- hafinu tfyrir utan landgrunnið, með því að við reyndum með öðrum þjóðum að koma í veg fyrir ofveiði og rányrkju. Ef til þess kæmi, að tekið yrði upp kvótakerfi víðs vegar á úthafinu, væri okkut- nauðsynlegt að hafa þar hönd í bagga og tryggja okk- ur eðlilega hlutdeild í slikri skömmtun. Að lokum lét þingmaðurinn í ljós þá eindregnu ósk og von, að tillögurnar báðar yrðu teknar fyrir í utanríkisnefnd fordóma- lausrt, lileypidómalaust og reynt að ná samstöðu um sem hag- stæðasta tillögu og ályktun fyr- ir íslenzku þjóðina. átt, að íslendingum bæri réttur til fisikveiðilögsögu yfir land- grunninu öllu, eins og sér væri skylt vegna ákvæða landgrunnis- laganna. En jafnframt hefði hann talað um þann áfanga, sem ríkisstjórnin hefði sett sér að ná, 50 sjómílur frá grunnlínum. Enda þótt ianidgrunnið sé mark ■miðið, sagði ráðherra, „þá eru það 50 sjómílur, sem þessi ríkis- stjórn ætlar að beita sér fyrir að ná í þessum áfanga.“ Guðlaugur Gíslason (S) sagði, að sú stefna, að miða landhelg- ina við ytri mörk landgrunnsiins, væri ekkl í ósamræmi við for- málaran að þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinmar, en þar segði: „Stefna Alþimgis í landhelgis- málinu er byggð á þeim grund- velli, að landgruninið er hluti af yfirráðasvæði viðkomandi strand rikis. Samkvæmt viðurkenndum alþjóðareglum ber strandríkimiu einkaréttur til nýtingar á auð- æfum hafsbotmsiins til emdi- marka landgrunnsins. Rétturinn til mýtingar á auðæfum hafs- botnsins og sjávarims yfir hon- um verður ekki aðskilinn.“ Alþingismaðurinn sagði, að þetta sfcref ætti að stíga í ein- um áfanga. Með þessari tillögu- gerð erum við ekki að efna til ófriðar eða einingar, heldur vilj- um við stíga feti lengra en rífcis- stjórnin og er það í samræmi við það, sem við höfum áður haldið fram. Alþingismaðurinn sagði það sína skoðun, að erlendis væri málið túlkað á veikari grundvelli en vera þyrfti með því að halda sig við 50 sjómílurnar en ekki landgrunnið, sem aðrar þjóðir viðurkenina rétt strandríkis til. Þá vék alþingismaðurinn að friðunarsvæðunum og sagði, að erlendis væri það mjög mikið atriði fyrir okkur að geta vitn- að til þeirra. En hér innanlands væri það mál einnig mjög brýnt. Til þess að koma í veg fyrir eyði leggingu fiskistofnanna væri nauðsynlegt að gera þegar í fltað ráðstafanir til þess að friða upp- eldisstöðvar ungfiSks út af Norð- Austurlandi og einnig hryguing- arstöðvamar við suðurströndina. Það er þýðingarmiikið í sam- bandi við túlkun málstaðar okk- ar erlendis, sagði alþingiamaður- inin, að við getum bent á það í reynd, að við viljum fara að með gát og forða ofveiði, bæði á því svæði, sem við ráðum þegar yfir og er innan 12 mílanma og einnig á því svæði, sem tekið verður inn í fiskveiðilögsöguna með út- færslu hennar. 40% TIL ÍÞRÓTTA MANNVIRKJA — verði skylda Einar Ágústsson utanríkisráð- herra ræddi einkum tvennt: Annars vegar að viðræðu- nefndin við Englendinga og Vestur-Þjóðverja væri skipuð embættismönnum, en formaður hennar væri Hanis G. Andersen, okkar snjallasti maður á vett- vangi alþjóðaréttar með áratuga reynslu og nyti hann viðurkenn- ingar langt út fyrir landsteinana. Hinis vegar hefði verið talið rétt, að hann og sj ávarútvegsráðherra hefðu einnig sína fulltrúa í nefnd immi, sem skipuð hefði verið af fráfarandi ríkisstjórn. Hins vegar sagðist hann oft hafa flutt ræður erlendis í þá FRAM kom á Alþingi í gær írumvarp til laga um breytingu á iþróttalögum nr. 49/1956, sem Ellert B. Sehram (S) er flutn- ingsmaður að. Með frumvarpinu er lagt til, að lögfest verði skylda íþróttasjóðs til að leggja fram 40% af stofnkostnaði við gerð iþrótfamannvirkja. Gengið hef- ur verið nt frá slíkri fjárveitingn í framkvæmd, en íþróttasjóðiir hefur hvergi nærri staðið við „skuldbindingar" sínar, eins og s'egir í greinargerð með frum- varpinu. Frumvarpið er á þessa leið: 1- ST. 4. töluliður 8. gr. laganna falli niður. 2. gr. Aftan við 1. málsgr. 9. gr. lag- aruna komi ný málsgrein, svo hljóðandi: Nú hefur íþróttanefnd sam- þykkt gerð og staðsetniingu íþróttamaninvirkis og mælt með styrkveitingu, og skal hún þá mema 40 af hundraði af stofn- kostnaði viðkomandi mannvinkis. Styrkurinin skal inntur af hendi í samræmi við greiðsluáætlun, sem lögð er fram með styrk- beiðni og íþróttanefnd samþykk- ir. Beiðni og áætlun skal liggja fyrir ári áður en framkvæmd er fyrirhuguð og eigi síðair en 15. júlí ár hvert. Að fengnu sam- þykki íþróttanefndar skal gert ráð fyrir fjárveitingumni á fjár- lögum komandi árs. Uggur um Bukovsky Moskvu, 9. nóvember. AP—NTB TVEIU kunnir sovézkir vísinda- menn og baráttumenn mannrétt- inda, kjarnorkueðlisfræðingur- inn Andrei Sakharov og stærð- fræðingurinn Igir Sjafarevich, hafa látið i Ijós ugg um aðbúnað rithöfundarins V'ladimir Buk- ovskys sein er hafðtir i haldi í geðveikrasjúkrahúsi í Moskvu. Uggur vísindamamna kemur frarn í eftirmála við opið bréf undirritað af 50 manns, sem af- hent var vestrænum fréttaritur- um í gær og stílað er til mann- réttindasamtaka. Vísindamenn- imir mótmæla einangrun Buk- ovskys í eftirmálanum. f bréf- inu segir, að nánustu ættingjar Bukovskys hafi aldrei fengið að hitta hann. 3. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Ákvæði til bráðabirgða. Gera skal áætlun um, að van- greiddur bókfærður stofnkostn- aður íþróttamamnvirkj a hjá íþróttasjóði verði gerður upþ á næstu 5—6 árum, og skal sú áætlun liggja fyrir við af- greiðslu fjárlaga fyrir árið 1973. í stuttumáli |NATO gegn 'eiturlyf jum Brussel. Bandarikjastjórn hefur lagt 1 til við Atlantshafsbandalagið I að það taki upp samvinnu um I framleiðsliu efnis sem hamli I gegn eiturlyf janeyzlu. Hér er um að ræða lið í yfirgrips- 1 mikhim tiliögum um ráðstaf- | anir til að auka heilsuvernd, i er nefnd á vegum bandalags ins (CCMS) á að annast. ' Henderson í meðbýr Fort Meade: Alvarlegasía ákæran á ,hendur Oran K. Henderson ofursta vegna fjöldamorðanna í My Lai hefur verið felld niður og sakborningurinn þannig unnið mikinn sigur. Ákæran var á þá leið, að ‘ Henderson hefði logið vísvit- andi þegar hann sagði rann- sóknanefnd landvarnarráðu- neytisins í fyrra, að hann hefði ekki talað um atburð- ina í My Lai við tvo fhig- menn, sem tóku þátt í aðgerð unum. Þrjú önnur alriði ákær unnar gegn Henderson fjalla um tilraunir til að hylrna yfir morðin og geta varðað 3ja ára fangelsi. ^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.