Morgunblaðið - 10.11.1971, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 10.11.1971, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1971 — Landhelgisumræður Framhald af bls. 32. in hundrað sjómílna mengunar- lögsaga. Ríkisstjórnin mun um landhelgismálið haía samráð við stjórnarandstöðuna og gefa henni kost á að fylgjast með allri framvindu málsins." Forsætisráðherra kvað rétt og eðlilegt að leitað væri staðfest- ingar Alþingis á stefnu stjórn- arinnar og væri þingsályktun- artillagan borin upp í því skyni. Hann fór nú nokkrum orðum um nauðsyn Islendinga á að færa út fiskveiðilögsögu sína og minntist i því sambandi m.a. á hættuna á ofveiði á fiskimiðun- um við Isíand, bæði vegna auk- innar sóknar erlendra fiskiskipa á þessi mið svo og vegna nauð synjar íslendinga á að auka fisk veiðar sínar í náinni framtíð. Óhikað mætti fullyrða, að eng- in þjóð í veröldinni væri eins háð fiskveiðum og við Islending- ar. Forsætisráðherra sagði, að við urkennt væri, að strandriki ætti rétt á að tileinka sér auðæfin í og á hafsbotni landgrunns- svæðisins. Eðlilegt væri, að sama regla gilti um auðæfi sjáv- arins yfir þessum botni. Kvaðst hann ekki geta séð, að íslend- ingar brytu nein alþjóðalög, er þeir færðu út landhelgi sína. Gerðar hefðu verið tilraunir til að setja aiþjóðareglur á þessu sviði með alþjóðaráðstefnum, fyrst á vegum Þjóðabandalags- ins 1930 og síðan tvívegis á veg- um Sameinuðu þjóðanna 1958 og 1960. Aliar þessar tilraunir hefðu misheppnazt. Enn væri fyrirhuguð ráðstefna árið 1973. Væri það í sjálfu sér næg sönn- un þess, að þjóðir heimsins teldu engar gildandi þjóðaréttarreglur vera fyrir hendi á þessu sviði. Væri það og Ijóst af öðrum ástæðum, eða þeirn, hve mistnun andi landhelgi hinar ýmsu þjóð- ir teldu sér í dag. Benti hann á, að yfir 20 ríki teldu sér stærri landhelgi en 12 mílur. Væri ekki vitað, að til neinna sérstakra ráðstafana hefði verið gripið gegn þeim þjóðum. Af framan- sögðu væri ljóst, að ekki væru til neinar gildar þjóðréttarregl- ur og þess vegna hlyti hver þjóð að hafa einhliða rétt til að ákvarða landhelgi sína, svo sem raunar hefði ávallt verið. Efnahagsleg, líffræðileg og sögu leg rök leiddu til þess, að út- færsla á landhelgi íslendinga í 50 mílur væri fullkomlega rétt- mæt. Forsætisráðherra vék nú að landgrunnsiögunum frá 1948 og kvað allar stækkanir á landhelgi Islendinga frá þeim tima hafa verið byggðar á þeim lögum. Enn væri fyrirhugað að byggja útfærslu landhelgi á þessum iög um. Væri óþarft að ákveða þessa útfærslu i sérstökum lögum, þó ekki myndi það skaða. Hann ræddi nú það atriði til- lögunnar, að samningunum við Breta frá 1961 skyldi sagt upp. Taldi hann samninginn þegar hafa þjónað tilgangi sínum. Enn fremur kvað hann það vera skoð un ríkisstjórnarinnar, að ákvæði samningsins um 6 mánaða til- kynningarfrestinn væri óeðlilegt, og nauðsynlegt væri fyrir íslend inga að losna undan þvi. Þá taldi hann einnig ófært að láta al- þjóðadómstólinn fjalla um mál- ið og réði í því efni mestu um hvers konar iífshagsmunamál okkar væri að ræða. Hann sagði, að allir íslenzku stjómmálaflokk arnir hefðu viðurkennt, að samn ingarnir við Breta væru upp- segjanlegir. Hins vegar vildu Bretar reyna að halda því fram, að svo væri ekki. Ekki væri sennilegt, að þeim væri stætt á beírri skoðun, þegar á reyndi. Ólafur Jóhannesson sagði, að Islendingar vildu mikið á sig leggja til að halda góðum sam- skiptum við Breta og Vestur- Þjóðverja, sem lengi hefðu ver- ið meðal okkar beztu viðskipta- þjóða. Útfærsla okkar á landhelg inni nú gæti þó engan veginn komið þessum aðilum á óvart. Hann kvað rangt að gera lítið úr þeim mótbyr, sem vænta mætti i máli þessu. Lagði hann í því efni rika áherzlu á að samstaða mætti nást milli stjórnarinnar og stjórnarandstöðunnar í mál- inu. Væri m.a. að því stefnt i tillögunni, sem stjórnin legði fram, þar sem gert vœri ráð fyr- ir stofnun þingmannanefndar sem í ættu sæti einn fulltrúi frá hverjum þingflokki. Kvað hann starf landhelgisnefndarinn- ar hingað til hafa verið gott. Forsætisráðherra vék nú að þvi, hvers vegna við mættum ekki bíða eftir hafréttarráðstefn- unni 1973. Taldi hann fiskistofn- ana hér við land vera nú þegar í stórhættu og málið þyldi enga bið. Þá taldi hann óvist að ráð- stefnan yrði haldin árið 1973 og væri af þeirri ástæðu óráðlegt fyrir okkur að biða. í lok ræðu sinnar sagði ráð- herra, að landhelgismálið væri stærsta mál þjóðarinnar um þessar mundir. Vafalaust yrði við erfiðleika að etja en þó ætti hann ekki von á efnahagslegu.n þvingunum frá öðrum þjóðum. Ef til þess kæmi yrðu það hon- um mikil vonbrigði. Jóhann Hafstein (S) sagði að mjög mikið af þvi, sem forsœtis- ráðherra hefði sagt, væri um- deilulaust af sinni hálfu. Hins vegar væru þó viss atriði, sem ekki yrði hægt að komast hjá að festa sjónir á og benda á. Þó kvaðst hann vona, að ekkert sem hann segði yrði til þess að veikja á nokkurn hátt samstöðu og styrk okkar sem þjóðar í landhelgismálinu. Ég hef bæði fyrir kosningarnar í vor og eft- ir reynt að haga mínum orðum á opinberum vettvangi út frá þvi sjónarmiði, sagði alþingis- maðurinn. Jóhann Hafstein sagði, að það væri misskilningur hjá forsætis- ráðherra, að engin alþingissam- þykkt lægi fyrir í landhelgismál inu. Slík samþykkt lægi fyrir frá þvi í vor og var samkveemt henni kosin 5 manna nefnd ril þess að undirbúa frumvarp og leggja fyrir Alþingi þar sem í væru þrjú meginatriði: 1. Skilgreining á landgrunni íslands miðað við sem næst 400 metra jafndýptarlínu, möguleg hagnýtingarmörk eða 50 mílur eða meira frá grunnlínu umhverf is landið, eftir því sem frekari rannsóknir segja til um að hag- stætt þyki. 2. Ákvæði um óskertan rétt íslendinga til fiskveiða í hafinu yfir landgrunninu eins og rétt- urinn til hafsbotnsins hefur þeg- ar verið tryggður með lögum frá 23. marz 1969 um yfirráðarétt Islands yfir landgrunninu. 3. Ákvæði um ráðstafanir, sem séu nægilega víðtækar til að tryggja eftirlit af íslands hálfu og varnir gegn því, að hafið umhverfis Island geti orð- ið fyrir skaðlegum mengunar- áhrifum úrgangsefna frá skip- um eða af öðrum ástæðum. Þá voru einnig í þessari þings- ályktun ákvæði um verndar- svæði á uppeldisstöðvum fisks og á hrygningarstöðvum. Jóhann Hafstein sagði, að frumvarp þetta lægi nú fyrir Alþingi, ef fyrrverandi stjórnar- flokkar hefðu farið með völd, og sagðist hann hafa óskað eftir því, að nefndin héldi fundi og semdi frumvarpið eins og fyrir hana var lagt af Alþingi. Sagð- ist hann leggja mikla áherzlu á, að þetta yrði gert og kvaðst ekki telja það flókið verk né margbrotið að semja frumvarp til laga um landhelgi íslands. Og það sem mestu máld skiptir í slíku frumvarpi er að lýsa því yfir, afdráttarlaust, að á öllu landgrunni íslands sé fiskveiði- landhelgi íslendinga, sagði Jó- hann Hafstein. Jóhann Hafsteiri kvaðst viss um, að við nánari athugun mundu stjórnarflokkarnir fall- ast á að breytingar á tillögu þeirri, er til umræðu væri. En hún fjallar raunverulega ekki nema um þrjú atriði, sagði hanin. 1. Að gera ríkisstjórnum Eng- Lands og Vestur-Þýzkalands grein fyrir, að vegna lifshagsmuna þjóðarinnar og vegna breyttra aðstæðna verði landhelgissamn- ingnum frá 1961 sagt upp. Þing- maðurinn sagði að í þessum samningi væri ekkert lengur, sem hægt væri að segja upp ann að en það að Bretar og Þjóð- verjar væru skuldbundnir til þess eins og við að leggja ágrein ing um úffærslu fyrir alþjóða- dómstól. Nú stæðu málin þann- ig, að viðræður væru hafnar milli Islendinga og þessara þjóða um landhelgismálið og væri til- gangur þeirra sá að freista þess að finna leiðir til þess að losna við ágreining. Meðan niðurstöð- ur þeirra viðræðna liggja ekki fyrir, er ástæðulaust að taka ákvörðun eða afstöðu til upp- sagnar, sagði þingmaðurinn. Við munum leggja áherzlu á það, Sjálfstæðismenn, að okkur sé gerð grein fyrir niðurstöðum þeirra viðræðna, áður en ákvörð un eða afstaða er tekin i máli eins og þessu. 2. I tillögunum er útfærsla landhelginnar miðuð við 50 míl- ur. Sagði þingmaðurinn, að í ályktun Alþingis frá því í vor, hefði verið miðað minnst við 50 milur, en við meira, ef miðað yrði við 400 mílna jafndýpislínu. 3. 1 tililögunni er ákvæði um 100 mílna mengunarlögsögu. 1 tíð fyrrverandi ríkisstjórnar var hafin samvinna við erlendar þjóð ir um sameiginlegar ráðstafan- ir til að hindra mengun hafsins, sagði þingmaðurinn. Sagðist hann telja þessa landhelgi of litla með skírskotun til ráðstefnu 12 ríkja, sem nýlega var haldin í Osló um ráðstafanir til að koma í veg fyrir mengun sjávar á haf- inu frá suðurodda Grænlands suður undir Gíbraltar, norður og austur fyrir Noreg. Sagði hatm, að í sambandi við lagfæringar á atriðum eins og þeim, sem lytu að mengunarlögsögu Islands, hefði verið hægt að komast að samkomulagi, ef tillögur ríkis stjórnarinnar hefðu verið born- ar undir stjórnarandstöðuna. Alþingismaðurinn sagði, að í utanríkismálanefnd yrði reynt af hál'fu Sjálfstæðismanna að ná samstöðu um viss atriði og breytingar sem æskilegar væru og innan handar fyrir ríkisstjórn ina að fallast á. En vegna þess, að ríkisstjórnin valdi ekki þá leið, að leita samvinnu við stjórn arandstöðuna, áður en málið var lagt fram á Alþingi, hafi Sjálf- stæðismenn séð sig knúna til að flytja sérstakar tiUögur um mal ið. Alþingismaðurinn sagði, að á þingfundi Sjálfstæðisflokksins hefði verið um það rætt, að ástæða væri til þess fyrir Islend- inga að hafa frumkvæði að til- löguflutningi á næsta undirbún- ingsfundi fyrir hafréttarráðstefn una 1973, en sá fundur verður haldinn í marz. Hugmyndin kom fram vegna þess, að bæði Banda- rikjamenn og Bretar hafa lagt fram tillögur á undirbúnings- fundunum, sem ræddar hafa ver- ið í heimsfréttunum og gerð grein fyrir viðhorfum þeirra. Sagði hann, að í landhelgisnefnd inni hefði verið fallizt á þetta sjónarmið, að við flyttum okkar eigin tillögu á næsta undirbún- ingsfundi og söfnuðum liði með þeim þjóðum, sem vilja styðja okkur um sérstakan rétt strand- rikisins og rétt landgrunnsins. Kvaðst hann meta hinar góðu undirtektir við þetta méd og vænta þess, að siík tillögugerð sé i undirbúningi hjá ríkisstjórn inni. Að lokum sagði þingmaðurinn vilja taka það fram, að enginn, hvorki innlendur né útlendur, þyrfti að vera i nokkrum vafa um það, að við íslendingar ætl uðum að færa út landhelgina og að við teldum okkur eiga rétt á á öllu landgrunninu. Um þetta stöndum við saman og það er þungamiðja málsins. Hann sagð- ist ekki draga úr mikiivægi landgrunnsins frá 1948 en að sinum dómi væri mjög þýðingar mikið nú, að því væri lýst yfiir einmitt nú á þessu þingi, að ís lendiingar tileinkuðu sér allt land grunnið sem fiskveiðilögsögu, því að „í meginatriðum stönd um við íslendingar saman í þessu máli, að landgrunnið allt eigi að vera fiskveiðilögsaga fslendinga.“ Lúðvík .lósefsson sjávarútvegs ráðherra lagði í upphafi máls síns áherzlu á, að i landgrunns lögunum stæði skýrum stöfum, að um breytingu á fiskveiðilög sögunni ætti að kveða á með reglugerð, og væri útfærsla landhelginnar þvi í höndum sjáv arútvegsráðuneytisins á grund- velli þeirra laga. Um tillöguflutning stjórnar og stjórnarandstöðu á síðasta Ai- þingi sagði ráðherrann, að til- iaga þáverandi ríkisstjórnar hefði fjallað um undirbúning að aðgerðum, en ekki um beinar ákvarðanir né hvenær útfærslan ætti rétt á sér. Tiilaga stjórnai- andstæðinga þá hefði hins veg- ar gert ráð fyrir bindandi ákvörð un þegar á siðasta þingi og hefðu kosningaúrslitin staðfest, að sá væri vilji þjóðarinnar sem í þeim tiilögum fólst, „en af- staðan í landhelgismálinu átri þar sinn stóra hlut að.“ Lúðvík Jósefsson sagði, að svo væri að sjá, sem ýmsir ættu erf- itt með að sætta sig við 50 sjó- mílna mörkin en jafnframt væri því haldið fram, að með þeim væri frá því fallið, að landgrunn- ið allt féHi undir fiskveiðilögsög- una. Sagði hann af þessu tilefni, að landgrunnið væri hvorki ná- kvæmlega skilgreint né afmark- að í alþjóðalögum. Eitt aðalihlut- verk hafréttarráðstefnunnar yrði að komast að niðurstöðu um þetta mál ög að ekkert þrýsti á skyndiákvörðun í þessu máli nú. Tillaga Sjálfstæðisflokksins um að fiskveiðilögsaga Isiands nái yfir aUt Iandgrunnið umhverfis landið er „að minum dómi ó- tímabær og óheppileg tillaga." Með henni er gefið í skyn, að við teljum ytri mörk landgrunns ins 400 metra dýptarlinu, en það taidi ráðherra hæpið á þessu stigi málsins. Hann sagði, að augljóslega væri óframkvæmanleg gæzla „á friðunarsvæðum á mikilvægum uppeldisstöðvum ungfisks á landgrunninu út að ytri mörkum þess,“ eins og tillögur Sjálfstæð- ismanna fela i sér. Þá sagði hann að það a‘riði í til’lögu Sjálfstæðismanna, að fiskveiðilögsagan verði breyri- Ieg að stærð, bryti i bága við þær meginreglur sem við og aðr- ar þjóðir hefðum ákveðið um stærð fiskveiðilögsögu. Með 50 mílna útfærslunni er stórt skref stigið, sagði hann, en réttur okkar til landgrunnsins í engu skertur. „Náist samkomu- lag um ákvörðun landgrunns- marka, er opin leið til færa land- helgina út síðar.“ 1 lok ræðu sinnar lagði Lúð- vík Jósefsson megináherzlu á eft- irfarandi: 1. Stækkun fiskveiðilögsögunn- ar er okkar innanríki.smál. 2. Rök okkar eru augljós, of- veiðihættan hangir yfir okkur og undirstöður efnahagsMifsins þarf að treysta. 3. Samningunuim við Englend- inga og Vestur-Þjóðverja ber að segja upp. 4. Sjálfsagt er að ræða um eðlilegan umþóttunartíma við þær þjóðir, sem mestra hags- muna hafa að gæta, gegn þvi að þær viðurkenni útfærslu land- helginnar. 5. Útfærsla landhelginnar er í senn fiskiverndarlegs og efna- hagslegs eðlis. 6. Hér er um stækkun fisk- veiðilögsögu að ræða, en ekki skiigreiningu á landgrunninu. 7. Allt þref þarf að hverfa, en samstaða að nást. 8. Stefna okkar í landhelgis- málinu er að vinna á á erlendum vettvangi. 9. Enginn getur fiskað á is- lenzkum fiskimiðum í andstöðu við okkur. 10. Samstaða okkar er sterk- ari en öll erlend herskip, ltorni til hernaðaraðgerða á íslands- miðum. Benedikt Gröndal (A) sagði, að .siðustu daga væri landhelgismál- ið komið á framkvæmdastig með viðræðunum við Breta og Vest- ur-Þjóðverja. Hann sagði, að mikið væri talað um þjóðarsam- stöðu í málinu og sér virtist, að minni framkvæmdaatriði ætti að vera hægt að jafna í utanrík- ismálanefnd eða landhelgisnefnd. Sagði hann, að í suraar og haust hefði landhelgisnefndin oft verið kölluð saman, en aldrei siðan þing var sett. Sagðist hann treysta því, að störf hennar yrðu tekin upp að nýju. Hann lagði áherzJlu á, að AI- þýðuflakkutinn væri fús að leggja ágreiningsefni um fram- kvæmdaatriði ti'l hliðar, en hins vegar teldi hann ástæðu til þess að sannreyna það enn, hvort rik- isstjómin væri ekki tilbúin til þess að fallast á það, að hin nýja landhelgislina yrði ekki miðuð við 50 sjómílur heldur 400 sjó- milna jafndýpislinu. Það er grundvallaratriði í þeirri álykt- un Alþingis, sem enn er í gildi, sagði þingmaðurinn. Þessi stefna þarf engum að koma á óvart hvorki innan lands né utan. Hann sagði ennfremur, að í þeirri kynningarstarfsemi, sem fram hefði farið erlendis, hefði verið rætt um málið af mikiilii varkárni hvað þetta snerti. Þann- ig hefði utanríkisráðherra rætt um rétt okkar til alls landgrunns ins og talað um 50—70 mílna út- færslu, og þannig haldið opnum Franihald á hls. 21. FRÉTTIR í STUTTU MÁLI FRAM kom á Alþingi í gær til- laga til þingsályktuniar um út- gáfu handbókar fyrir launþega. Gert er ráð fyrir að í handbók þessari verði öll lög og reglu- gerðir, hæstaréttardómar, félags- dómar og opinberar samþykktir, er varða rétt, vernd og öryggi launþega. Flutningsmenn tillögu þessarar eru Bjarnfríður Leós- dóttir (Ab.) og Helgi Seljan (Ab.). Þá var eintnig dreift á þingi í gær breytingartillögu Bene- dikts Gröndal (A) við tillögu um landhelgismál, sem er á þá leið, að í stað þeirra orða í tillögu ríkisstjórnariininar, sem segja, að stækkun fiskveiðilögsöguntniar verði 50 sjómilur frá grumnlín- um allt í kringum landið, og komi stækkun til framkvæmda eigi síðar en 1. september 1972, komi, að stækkun fiskveiðilög sögumnar verði landgrunmið mið- að við 400 metra j afndýptarlínu, en þó hvergi minna en 50 sjó mílur frá grunnlínum o. s. frv.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.