Morgunblaðið - 22.12.1971, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 22. DESEMBER 1971
21
7
DAMAN heitir ný verzlim, sem
opnaði nú fyrir jólin i Hafnar-
stræti .19, oíf eins og na-fnið gef-
ur til kynna sérhæfir hún sig í
kvenvarningi, leðurtöskum,
hönzkum og slæðum, en hefur
einnig peysur, finnskar sokka-
buxur og nærfatnað. Eigendur
eru Elín Margrét Nielsdóttir,
sem sést til vinstri á myndinni
og Sigríður _ Steingrímsdóttir,
lengst til hægri. 1 miðið er Ása
Jónasdóttir, afgreiðslukona.
— Rætt við
Indriða
Framhald af bls. 17
óneitanlega er mér hugstæðari
en aðrir menn.
— 1 „79 af stöðinni“ deyrsögu
hetjan í bókarlok. Einar í „Land
og symir“ hverfur konulaus á
braut. Er þér annt um að láta
aðalpersónur þínar fara forgörð-
um?
— Nei. Nei. Ég var að skrifa
um niðurbrotna hluti og þess
vegna hlaut þetta að fara svona.
t>að lig'gur í augum uppi, að
enginn getur snúið við með
sanni. Og þá ekki Ragnar í „79
af stöði-nni“. Sögulokin eru ekki
slys. Þau eru bara yfirlýsing um
það, að enginn kemst til baka.
Ekki í sannleikanum. Éinar i
„Land og synir“ hverfur yfir á
annað svið. Stúlkan hans er eins
og landið, héraðið. Það hverfur
enginn á burt með hérað sitt
upp á arminn. Héraðið verður
eftir. Það er ein af þessum stað
reyndum, sem menn verða að
gera upp við sig.
í bókum minuom skrifa ég
fyrst og fremst um hluta af
ákveðnum timabilum. Örlög per-
— Bréf um
Alþingi
Franiliald af bls. 16
hversu mikinn vanda var þarna
að glima og hvernig átti að hon-
uim að standa. Framsóknarmenn
höfðu hins vegar uppi mikla
drauma í þessu sambandi og
fluttu sérstakt frumvarp um
stofnun námskostnaðarsjóðs.
Matthías Bjarnason rifjaði þetta
upp og komst að þeirri niður-
stöðu, að tekjur sjóðsins hefðu
nuimið hvorki meirá né minna en
140 milljónum kr. rúmum nú, ef
frumvarpið hefði orðið að lög-
um. Allt um það er 10 milij. kr.
’hækkun látin nægja nú í þessu
17—18 milljarða fjárlagafrum
varpi. 25 millj. kr. verður með
öðrum orðum varið til að jafna
námsaðstöðu nemenda í strjál-
býli og þéttbýli á því herrans
ári 1972.
í okkar strjá’toýla stóra landi
vekur ávallt mikla athygli,
hvernig að vegamálunum er stað
ið. Á undanförnum þingum hafa
núverandi stjórnarflokkar og þá
einkum Framsóknarmenn mjög á
því hamrað, að eðlilegt sé, að all
ar tekjur af umferðinni verði
iátn.ar renna, til vegasjöðs. Því
fer þó víðs fjarri nú, að nokik-
ur tilraun sé gerð til þess að
standa við þet ;a fyrirheit. Fer
þanniig nú fyrir hinum gömlu
htuigsjónuim Framsóknar, að þær
týna tölunni ein aif annarri og
eru jarðaðar i kyrrþey.
Framlög til hafnarmála í heild
hækka úr 200 millj. kr. í
271 millj. kr. eða um rúm 35%.
Þörf þeirrar hækkunar er brýn
og þó meiri heifði verið vegna
stóraukins kostnaðar við hafnar
framkvæmdir. Þá kallar það
ekki síður á, að sérstak-
lega minni sveitarféiögin geta
ekki risið undir þeirri kostnað-
arhlutdeild, sem hafnarlög ætla
þeim, þótt nýleg séu. Fyrir þá
sök fluttu nokkrir þingmenn
Sjálfstæðisflokksins þingsálykt-
un um endurskoðun hafnarlag-
anna á síðasta Alþingi og skip-
aði Ingólfur Jónsson nefnd í fram
haldi af því til þess að endur-
skoða hafnarlögin. Hannibal
Valdimarsson hefur nú fjölgað
í neflndinni og er þess að vænta,
að hún skili áliti áður en langt
um liður. VerðUr áreiðanlega
samstaða um það, að rikissjóður
hlaupi þar duglega undir bagga,
svo að unnt reynist að koma
fjárhag hafnanna í viðunandi
horf.
Eins og mönnum er e.t.v. kunn
ugt hafa þrír af þingmönnum
stjórnarfflokkanna, Ingvar Gisla-
son, Bjarni Guðnason og Svava
Jakobsdóttir, flutt um það til-
lögu á Alþingi, að söluskattur
af bókum renni til rithöfunda
og höfumda fræðirrita sem við'bót
arri'tlaun. Benedikt Gröndal
lagði til við 2. umræðu fjárlag-
anna, að ríkisstjórninni yrði
heimilað að gera ráðstafanir tiil
þess að svo yrði, ef það reynd-
ist mögulegt við nánari skoðun
í ríkisstjóminni. Menn skyldu
því ætla, að ofannefndir þrir al-
þinglsmenn tækju ti'Mögu þess-
ari fagnandi, einkum þar sem
ekki var um bindandi útgjöld
fyrir rikissjóð að ræða, aðeins
heimild. En handjárnin dugðu.
Allir þingmennirnir þrir stigu
upp i ræðustól og gerðu grein
fyrir þvi, hvers vegna þeir
greiddu atkvæði gegn sinni eig-
in tiiilögu nú fyrr á þessu þingi
og reyndvU þannig að þvo hend
ur sinar. Þau létu meira að segja
banna sér að sitja hjá. Fjármála
ráðhera vék aðeins að tillögu
þessari við umræðurnar og sagði
þá m.a.: „Ég er mótfallinn því
að taka einstaka þætti sölu
skattsmálanna fyrir, heldur yrði
að gera það i heild, svo er með
þetta s-em um önnur“. Þessi um-
mæli ráðherrains eru fullkomlega
eðlileg að mínu mati og sjálf-
sögð sem slík, en frá öðrum
manni en honum. Þetta rökstyð
ég með því, að enn verða þeir,
sem kynda hús sín með
railmagni, að una því að verða
að greiða söluskatt aif kynding-
arkostnaðinum, meðan þeir, sem
til þess nota oliu eða varma-
orku eru undan honum þegnir.
Það ranglæti stendur enn, eft-
ir því sem ég bezt veit, og fjár-
mái’iaráðherra hefur enga við-
leitni sýnt til að leiðrétta þessa
misimunun skatilborgaranna, sem
hann kom á sl. sumar.
Áður en 2. umræða fjárlaga
fór fraim, hafði það komið fram,
að BSitB taldi sig eiga rétt á
almennum kauphækkunum
vegna nýgerðra kjarasamninga.
Af því tilefni spurði Jón Árna-
son fjái'málaráðherra: „Hvernig
hyggst rikisstjórnin mæta kaup
kröfum sem opinberir starfs-
menn hafa sett fram og telja sig
eiga rétt á samkvæmt kjarasamn
inigum?“ Svar fjármálaráðberra
var á þessa leið: „Með það verð
ur að fara að lögum. Rikisstjórn
in er ekki dómari í þessu máli,
hefur ekki verið og verður ekki,
og það mun að sjálfsögðu verða
farið með það svo sem lög mæla
ráð fyrir um. Ég gef hins vegar
enga yfirlýsingu um það hér á
háttvirtu Alþingi, hvað mér
sýnist þar um, því að um það
fjalla þeir, sem eiga að dæma,
en mitt mat er auðvitað ekki það,
sem þar gildir.“ Nú verður það
að segjast eins og er, að það er
rétt á takmörkunum, að ráðherra
fari þarna rétt með. Að sjálif-
sögðu er það i verkahring fjár-
málaráðherra að vera viðsemj-
andi fyrir rikisins hönd
um kjarasamninga opinberra
starfsmanna. Þegar jafnháar
kaupkröfur kom frarn, sem
þarna er um að tefla, hlýtur það
þvi að koma til hans kasta við
afgreiðslu fjárlaga að meta,
hver rök standi til þess, að þær
nái fram að ganga að réttum
samningum. En ráðherrann kær
ir sig greinilega ekki. um, að það
mat komi fram nú fyrir atf
greiðslu fjárlaga, eins og til
þeirra er stofnað. Fyrirsjáanlegt
er því, að málinu verður skotið
undir úrskurð kjaradóms.
Ég hef hér stiklað á nokkr-
um atriðum i sambandi við 2.
umræðu fjárlaga. Fram hjá þvi
verður ekki komizt, að þetta
verða mestu verðbólgufjárlög,
sem samþykkt hafa verið á Is-
landi. Ríkisstjórnin tók við blóm
legu búi. Tekjur rikissjóðs á yf-
irstandandi ári munu fara 1200—
1300 millj. kr. fram úr því, sem
áætlað var á fjárlögum. Allt um
það námu gjöld umfram tekjur
475 millj. kr. um síðustu mánað-
armót samkvæmt upplýsingum
ríkisbókhaldsins, en 387 millj.
kr. höfðu verið teknar að láni.
Greiðsiluhallinn á ríkisbúskapn-
um nam því 862 millj. kr. Þótt
desember sé góður innheimtu-
mánuður, eru því miður hverf-
andi likur til þess, að staðan
batni svo mikið. 1 einu mesta góð
æri, sem yfir þjóðina hefur geng
ið til lands og sjávar sjáum við
þvi fram á greiðsluhalla hjá rík-
issjóði um áramót vegna fyrir-
hyggjuleysis núverandi ríkis-
stjiórnar.
Nú mætti ap vísu segja, að rík
isstjórninni væri nokkur vork-
unn, ef húh léti sér segjast og
lærði af eigin mistökum. En til
þess bendir því miður ekkert.
Fjárlögin, sem nú bíða af-
greiðslu, eru æpandi staðfesting
þess. 1 dag verður tekjum rikis-
ins til hinna ýmsu þarfa skipt
með þeim hætti, að útgjöldin
munu vaxa um nær 50%. Að sex
til átta vikum liðnum munum við
sjá, hversu mik'ið kemiur til
skipta samkvæmt þeim tekjuöfl-
unarfrumvörpum, sem lögð hafa
verið fram. Fjármálaráðherra
hefur þó slegið þann varnagla,
að hann kunni að grípa til inn-
flutningsgjalds eða enn nýrr
ar skattheimtu siðar á árinu til
þess að endarnir nái saman. Is-
lendingar fá því áreiðanlega að
greiða keisaranum það sem keis
arans er á næstu misserum.
sónanna eru eklki einungis þeirra
örlög. Þau eru ekki einiungis nið-
urstöður einstaklinga. Þau eru
niðurstöður þeirra tímabila, sem
ég hef kosið að lýsa. Þess vegna
hlýtur þetta að fara svona. Sjáðu
til: Fiestir lifa það af í „Norðan
við stríð".
— fj-
— Nefndakjör
Framhald af bls. 14
Lárus Jónsson B
Pá’rni Jónsson B
Jón Ármann Héðinsson C
í stjórn
átvinnuleysistrygginga,sjóðs
voru kjömir:
Hjá’.lmar Vilhjiálmstson A
Eðvarð Sigurðsson A
Pétur Sigurðsson B
Óskar HalHgriimsson C
Varamenn:
Daði Ólafsson A
Benedikt Daviðsson A
Axel Jónsson B
Jóna Guðjónsdótt.ir C
Stjórn fiskimálasjóðs var
kjörin:
Jón Skaftason A
Karvel Pálmason A
Karl Sigurbergsson A
Sverrir Júliusson B
Matthías Bjarnason B
Varamenn:
Jón Sigurðs'son A
Hal'ldór S. Magnússon A
Konráð Gislason A
Sigurður Egillsson B
Már Elfeson B
Stjórn vísindasjóðs var kjörin:
Hall'dór Pálsson A
Páll Theodórsson A
Ármann Snævarr B
Steimgrimur J. Þorsteinsson C
Varamenn:
Guðmundur Guðimiunds'son A
Guðrún HaMigrimsdótitir A
Magnús Magnússon B
Sigmundur Guðbjarnarson C
f trygginffaráð voru kjörin:
Ásgeir Bjarnason A
Alfreð Gísfliason A
Geir Gunnarsson A
Gunnar Möl'ier B
Ragnhildur Hel-gadó Itir B
Varamemn:
Bald.'ur Óskarsson A
Ottó Björnsson A
Adda Bára Sigfúsdóttir A
Guðmundur H. Garðarsson B
Kjartan J. Jóhannsson B
í útvarpsráð voru kjörnisr:
Tómas Kartevson A
Ólafur Ragnar Grimsson A
Steflán Karteson A
Njörður P. Njarðvik A
ÞorvaWur G. Kristjiánsson B
Valdimar Kristinsson B
Stefán Júlíusson C
Varamenn:
Örlyigur Háilfdánarson A
Leó Löve A
Ólafur Einarsson A
Þorbjörn Broddason A
Ragnar Kjaritansson B
Magnús Þórðarson B
Sitgurðiur Guðimiundsson C
Vérðlaunanefnd Gjafar Jimis
Sigurðssonar var kjörin:
Magnús Már Lárusson A
Gife Guðmundsson A
Þór Vilhjálimsson B
Y f ir skoðunarmenn
ríkisreikJningainna voru k.jömir:
Halildór Kristjánsson A
Pétur Sigurðsson B
Haraldur Pétursson C
í flugráð voru kjörnir:
Þórður Björnsson A
Garðar Siigurð'sson A
Alfreð Gislason B
Varamenn:
S.ieingrímur Hermanns'son A
Páll Bergþórsson A
Guðmundur Guðmundsson B
Loks fór fram kosning í stjóm
Fraimkvæmdastofnunar ríkishis.
Kjörnir voru:
Ingvar Gislason A
Steingríimiur Hermannvsson A
Björn Jónsson A
Ragnar Arnaldís A
Magnús Jónsson B
Matthias Bjarnason B
Benedikt Gröndal C
Varamenn:
Björn Svein.björnisson A
Guttormiur Óskarsson A
Halldór S. Magnússon A
Ólafur Jónsson A
Sverrir Hermannsson B
Jón Árnason B
Steílán Gunnlauigsson C
þeirsem ekki mega
verða of seinir
nota
CAMPBELL
snjókedjur
Bjóðum CAMPBELL
keójur og staka keðjuhluti.
Einnig keðjutangir.
Allt á sama Staó Laugavegi 118 - Simi 22240
EGILL VILHJÁLMSSON HE
llalldór Blöndal.