Morgunblaðið - 16.02.1972, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.02.1972, Blaðsíða 16
16 MORGUTSPBLAfMÐ, MIÐVTKUDAGUR 16. FEBRÚAR 1972 Oitgeíafld! Mf. Árvdkur, R&y*kilav!íí Fr.anrVkvaamdaatJón Harotdur Sveínsaon. Rítötídí’ar M«rtt!hía8 Johararessen, Eýjóltfur Konróð Jórjsson. Aðstoðarríts^órt atytmlr Gurrrrarsson. R'rts'tJór.rrarfuHtrtii Þortíötin Guömundsson Fréttastjóri ÐJörn Jóharareson. AuglýslngöstiOrf Awri Garðar KrlsttnssQn. Rrtstjórn og aígreiðsfa Aðolstreert! 9, sSnri 10-100. Auöjýsingar AOalstrestl 0, sfnvt 22-4-80 AsJcriftargjafel 226,00 kr 6 Tmámuðl innantands (tausasötta 16,00 kr olntakiö ÞJÓÐAREINING Cvo farsællega hefur til tek- ^ izt, að samstaða hefur náðst milli allra þingflokk- anna um þingsályktun í land- helgismálinu. Var hún sam- þykkt með 60 samhljóða at- kvæðum á fundi Sameinaðs Alþingis í gær. Þar með er tryggð þjóðareining um alla meginþætti varðandi út- færslu fiskveiðitakmarkanna næsta haust. Allt frá því að landhelgismálið kom á dag- skrá á Alþingi fyrir u.þ.b. einu ári, hefur Morgunblaðið hvatt mjög eindregið til ein- ingar í þessu lífshagsmuna- máli þjóðarinnar. Því miður tókst ekki að skapa slíka ein- ingu fyrir kosningarnar sl. vor, en eftir að kosningum lauk hefur þráðurinn verið tekinn upp á ný með þeim árangri, sem nú liggur fyrir. Tillaga sú, sem utanríkis- málanefnd kom sér saman um og tekin var til umræðu og afgreiðslu í Sameinuðu þingi í gær, felur í sér ákvörðun Alþingis um, að fiskveiðilögsagan skuli færð út í 50 sjómílur hinn 1. sept- ember nk. Við þennan tölu- lið gerðu fulltrúar stjórnar- andstöðuflokkanna fyrirvara og lögðu til, að útfærslan yrði hvergi minni en 50 sjómílur, en að öðru leyti miðað við 400 metra jafndýpislínu. Sjónarmið Sjálfstæðisflokks- ins og Alþýðuflokksins hefur jafnan verið þetta eins óg fram kom strax á sl. vetri. Stjórnarflokkarnir hafa ekki viljað fallast á þessa tilhögun og að breytingartillögu stjórn arandstöðuflokkanna felldri, stóðu þingmenn þeirra að sjálfsögðu með samþykkt um útfærslu í 50 sjómílur næsta haust. í þingsályktunartillögunni er sérstakur töluliður, sem fjallar um samkomulagið við Breta og V-Þjóðverja frá 1961. Við þennan tölulið gerðu fulltrúar stjórnarand- stöðuflokkanna einnig fyrir- vara. Þessi töluliður er svo- hljóðandi: „Að ríkisstjórnum Bretlands og Sambandslýð- veldisins Þýzkalands verði enn á ný gerð grein fyrir því, að vegna lífshagsmuna þjóð- arinnar og vegna breyttra að- stæðna geti samningar þeir um landhelgismál, sem gerðir voru við þessi ríki 1961 ekki lengur átt við og séu íslend- ingar ekki bundnir af ákvæð- um þeirra.“ í ræðu þeirri, sem Jóhann Hafstein, formaður Sjálfstæð- isflokksins, flutti í Samein- uðu þingi í gær sagði hann m.a. um þennan tölulið: „Fulltrúar stjórnarflokkanna í utanríkismálanefnd gera þá grein fyrir skilningi sínum á þessum lið tillögunnar í nefndaráliti, að þeir líti svo á, „að ríkisstjórnin hafi sam- kvæmt öðrum tölulið þings- ályktunartillögunnar heimild til þess að segja samningnum frá 1961 upp“, og telja að það muni ríkisstjómin gera. Eitt er að telja sig hafa heimild til einhvers og annað að nota slíka heimild. Samkvæmt þessum skilningi fulltrúa stjórnarflokkanna í utanrík- ismálanefnd felst ekki upp- sögn á samkomulaginu við Breta og V-Þjóðverja frá 1961 í 2. tölulið. Þennan skilning fulltrúa stjórnarflokkanna vefengi ég ekki, en þá er líka rangt það, sem segir í frásögnum stjórn- arblaðanna um hina nýju til- lögu utanríkismálanefndar í morgun, að með henni sé samningnum við Breta og V- Þjóðverja sagt upp. Það er hins vegar upplýst í nefndar- áliti af fulltrúum stjórnar- flokkanna, að ríkisstjórnin muni segja þessum samning- um formlega upp. Um það vil ég leyfa mér að láta í ljósi þá skoðun, að það sé mjög óráðlegt og óviðeigandi að segja þeim upp nú, meðan enn er ekki lokið viðræðum við Breta og Þjóðverja, sem stofnað hefur verið til í þeim tilgangi að finna hag- fellda lausn vandamála, setn upp kunna að koma við út- færslu fiskveiðilögsögunnar. Meðan slíkum viðræðum er enn ekki lokið er fyrir hendi sá möguleiki að nýtt sam- komulag taki við af eldra samkomulagi og væri sam- skiptum þjóðanna betur kom- ið með þeim hætti.“ Af þessu má marka, að þótt nokkur skoðanaágreiningur hafi verið um tvo töluliði í þingsályktunartillögunni, eins og hún kom frá utan- ríkismálanefnd, hefur tekizt að haga málum svo, að full samstaða hefur að lokum náðst um ályktun Alþingis. Ekki verður nógsamlega und- irstrikað, hve mikla þýðingu það hefur. Sú barátta, sem við íslendingar eigum fyrir höndum til þess að tryggja viðurkenningu annarra þjóða á nýjum fiskveiðitakmörkun- um, verður bæði löng og hörð. Forsenda þess, að sigur vinnist í þeirri baráttu er sú, að full þjóðareining verði um útfærslu fiskveiðitakmark- anna. Sú þjóðareining er nú fyrir hendi. Þess vegna munu íslendingar standa saman sem einn maður, þegar til út- færslunnar kemur og tryggja fullnaðarsigur í þessum mikla sjálfstæðismáli þjóðarinnar. Harmsaga heimsbók- menntanna EFTIR MATTHÍAS JOHANNESSEN Minningabók rússnesku skáld- eflckjunnar Nadezjda Mandelstam er að margra dómi einn merkasti varðinn á leið okkar um helvíti stal- ínismans. Það er ekki út í bláinn að inferno skuli koma í hugann, þeg- ar þessi bók er nefnd. Hún fjallar um eiginmann Nadezjda, rússneska skáldið Osip Mandelstam (kallaður O.M. í bókinni), sem hafði meiri mætur á hinum guðdómlega gleðileik Dantes en ððrum bók- um. Osip Mandelstam er eitt helzta ljóðskáld Rússlands á þessari öld og varpar hlutskipti hans ljósi á ör- lög rússnesku þjóðarinnar. Bók N.M. lýsir þvi einum nærtækasta — og um leið átakanlegasta — veruleika samtíðar okkar. 1 sænskri þýðingu Hans Björke- gren nefnist bókin „Stalins mirakel" eða: Kraftaverk Stalins, en á ensku hefur hún hlotið nafnið: „Hope against hope“, — eða Von gegn von. Vonin, sem lifði með kúguðu fólki Sovétríkjanna á áratugnum 1930—’40, var kraftaverk. En heiti bókarinnar á ensku hefur tvíþætta merkingu, því að Nadezjda er mér sagt að þýði von á rússnesku. Und- Irtitill sænsku þýðingarinnar er: Bók um ijóðskáldið Osip Mand- elstam og Rússland fjórða áratugar- ins. Bók N.M. er mögnuð lýsing hljóð- látrar og sízt af öllu dómharðrar konu, sem ber ekki sorgir sínar á torg út, en virðist nývöknuð af mar- tröð, einna helzt súrrealisk- um draumi. Svo fjarri skilningi okk- ar er reynsla höfundar. Engu er lík- ara en dauðateygjur heillar þjóðar fajri um bókina, svo hryllilegur er veruleiki hennar og andrúm, svo óraunverulegur í okkar augum að hann hefur vart getað átt sér stað. En hógværð höfundar er með ein- dæmum og ásakanir fáar: „Af þvi að enginn vildi verða fórnardýr vor- um við öll fórnardýr eða auðsveip- ir aðstoðarmenn böðlanna." Þessi, að okkar dómi, draum- kennda reynsla eða óraunverulegi veruleiki, er harla átakanlegur i fleiri ritum rússneskum um þessar mundir og hefur þrátt fyrir allt kallað fram úr myrkrinu stórverk byggð á helvítisgöngu þessarar merku bókmenntaþjóðar. Þannig hafa bræðumir Zhores og Roy Medvedev leyst frá Skjóðunni. Fram í dagsljósið hafa komið jafn ógleym- anlegar minningabókmenntir og þær eru ótrúlegar og standa raunar nær stórbrotnum skiáldverkum Solzíhen- itsyna en daglegu tífi á íslandi, svo að dæmi sé tekið. íslenzk sam- tíð er einhvers konar sveitarsæla borið saman við þá veröld, sem er umgjörð þessara rússnesku rita. 1 niðurlagi bókar Zhores og Roy Med- vedev, á ensku: „A Question of Mad- ness“, er minnzt á furðuþjóðfélagið, sem engum hefur dottið í hug að gæti orðið að veruleika: þar sem þeir heilbrigðu eru sagðir geðveikir og öfugt. Er vitnað til vísindaskáld- sögu Rotoerts Stveckleys „The Aca- demy", sem út kom fyrir nokkrum árum. Þá datt engum í hug, segir Roy Medvedev, að efni hennar gæti orðið áþreifanlegt þjóðfélagsböl, en það hefur nú gerzt. Þeir bræður hafa kynnzt geðveikrahælum Sovétríkj- anna. Zhores Medvedev, einn þekkt asti erfðafræðingur Sovétríkjanna, var m.a. handtekimn, af því að hanm er vinur Solzhemtsyna! Og svo auðvit- að einn helzti andstæðingur stalín- istans fræga, Lysenkos, sem enn lif- ir góðu lífi í Sovétríkjunum. Hvernig væri að íslenzkir geð- læknar og sálfræðingar kynntu sér Nadezjrfa Manrfeistam. og fjölluðu svo um bóik þeirra bræðra? Hún hefur vakið heimsat- hygli og á erindi við oktour, t.a.m. annar kafli bókarinnar þegar Zhores er handtekinn heima hjá sér og flutt- ur á geðveikrahæli. Mikið jafnaðargeð og óvenjuleg- an styrk þarf til að rita minninga- bók N.M. eins og gért er. En reynsl- an hefur ekki smækkað N.M. eða skemmt, heldur dýpkað hana. Mér er til efs að nokkurt „heilbrigt" þjóðfélag hafi af svo mikilli konu að státa. Djúpt er í árinni tekið, en svo er að sjá að sællífi og áhættuleysi velferðarríkisins kristalli manneskj- una síður en „hið sjúka“ þjóðfélag. Við hljótum að staldra við þá spurn- ingu, hvað helzt getur varð- veitt manneskjuna í velsæld, því að ekkert okkar mundi vilja eignast manndóm og þrek, ef það kostaði óhjákvæmilega frelsið og þau fyrir- heit sem það gefur. Á kápusíðu sænsku þýðingarinn- ar segir, að 1. maí 1919 hafi N.M. kynnzt einu helzta skáldi þeirra tíma í Rússlandi, O.M., en leiðir þeirra aftur skilið þennan sama mánaðardag 1938, þegar O.M. var handtekinn vegna ljóðs, sem hann hafði ort um Stalin, og var fluttur í þrælkunarhúðir nálægt Vladivo- stok, þar sem hann dó með dýrsleg- um hætti, eins og komizt er aðorði, í þrælkunarbúðunum Vtoraja Retjka. Enginn veit hvar hann er grafinn. Dánardægur hans og leg- staður eru óþekkt. Um þessi 19 ár fjallar bók N.M. „ein merkilegasta og áhrifamesta minningabók, sem skrifuð hefur ver- ið á rússnesku", eins og komizt er að orði á kápunni. Og því má bæta við að flestir brezkir bókmennta- menn nefndu hana fyrsta, þegar þeir voru spurðir við áramót um merkustu bók ársins. í síðustu köflum minningabókar N.M. reynir hún að gera sér ein- hverja grein fyrir þvi, hvenær mað- ur hennar lézt í vinnubúðunum. „Það hlýtur að hafa verið einhvern tima á tímabilinu desember 1938 og april 1939,“ segir hún og dregur þá ályktun af ýmsum gögnum, þ. á m. samtölum við fanga sem kynntust manni hennar. Sjálf heldur hún þvi fram að skáldið hafi dáið 27. des. 1938, eða sama árið og hann var handtekinn. Svo langt var hann þá leiddur að sumir fanganna hafa full- yrt að hann hafi fremur átt heima á geðveikrahæli en í fangabúðum. Nú hefur Sovétstjórnin bætt úr slíkum „yfirsjónum" eins og kunnugt er. Lítið dæmi um kjörin í vinnubúð- unum: Skóhlífarnar voru litlar en í Ijós kom, að þær voru mátulegar, þar sem fangann vantaði tær. Þær höfðu frosið í búðunum, svo að hann varð að höggva þær af með öxi til að fá ekki þlóðeitrun. Þetta er sagt um einn af samföngum O.M. Og enn fremur: Þegar fangarnir voru færðir til baðhússins, frusu nærklæði þeirra í röku loftinu . . . Þeir dóu eins ög flugur úr kulda, næringar- skorti, þrælavinnu og sjúkdómum, einkum taugaveiki. Á einum stað í bókinni segir, að starfsmenn lögregl- unnar hafi stöku sinnum breytzt I manneskjur — og þá helzt þegar þeir voru orðnir þreyttir á að drepa. Og á enn öðrum stað: O.M. sagði alltaf að þeir vissu hvað þeir gerðu — þeir vildu ekki aðeins eyða mann- eskjunni, heldur einnig hugsuninni. Samt var skáldið ekki andstæðing ur kommúnismans eða Sovétkerfis- isins, a.m.k. ekki fyrst framan af. Hann hafði ekki, eins og margir síð- ar, áttað sig á að það var illt I sjálfu sér. Hann var einn þeirra, sem trúðu á nauðsyn nýrra viðhorfa og lét sér, að því er virtist, lynda ýmaa ókosti nýjabrumsins. Hversu marg- ir hafa ekki svipaða afstöðu enn í dag, bæði hér og erlendis? Að hverjum réttarhöldum lokn- um, segir N.M., varpaði fólk öndinni léttar — jæja, nú er þessu loksins lokið! Það þýddi: Guði sé lof, ég hef þá sloppið ... Já, við höfum sloppið. Inferno

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.