Morgunblaðið - 16.02.1972, Blaðsíða 20
20
MORGUNÐLAÐ'IÐ, MIOYIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 1972
Jóhann Hafstein um landhelgismálið í gær:
Förum að með gát en einurð og festu
Sjálfstæðismenn hafa lagt sig
fram um að samstaöa næðist
í UMRÆÐUNUM á Al-
þingi í gær um landhelgis-
málið, lýsti Jóhann Haf-
stein, formaður Sjálf-
stæðisflokksins, sérstakri
ánægju sinni yfir því, að
samstaða hefði náðst í ut-
anríkismálanefnd þingsins
um nýja tillögu í landhelg-
ismálinu. „En gefur þetta
ekki vísbendingu um það,
að rétt hafi verið gagnrýni
okkar sjálfstæðismanna á
vinnubrögðum hæstvirtrar
ríkisstjórnar í þessu máli,
þegar hún lagði fyrir þing-
ið í haust alveg óbreytta
tillögu frá því í fyrra, sem
bæði var gölluð að efni og
formi?“ sagði Jóhann Haf-
stein og bætti við: „Er
þetta ekki hreinlega vís-
bending um það, að sam-
komulag hefði getað náðst
strax í haust. ef þess hefði
verið freistað innan land-
helgisnefndarinnar, en til
þess var engin tilraun
gerð af ríkisstjómarinnar
hálfu.“ í lok ræðu sinnar
sagði formaður Sjálfstæð-
isflokksins: „Við treystum
á farsæla framvindu máls-
ins. Við sérhverja fram-
kvæmd þess skyldi farið
með gát, en einurð og
festu.“
Ræða Jóhanns Hafstein
við landhelgisumræðurnar
í gær fer hér á eftir í
heild:
Það verður að teljast mikið
ánægjuefni, að samstaða hefir
náðist í utanrikismálanefnd
um nýja tillögu í landhelgis-
máJimi.
Að visu er það svo, að við
fulMrúar stjómarandstöðu-
flokkainna i nefndinni áskild-
uni okkur tvenns konar fyrir-
vara við 1. og 2. tölulið til-
lögunnar, sem nefndin flytur
á þingskjali nr. 336.
Við áskiidum okkur rétt til
þess að flytja breytingartil-
lögu við 1. töluiið, en hún er
á þingskjaii nr. 337. Efni
hennar er að miða fiskveiði-
landhelgina nú við landgrunn-
ið, þannig að ytri mörk henn-
ar skuli vera sem næst 400
metra jafndýpislinu, en þó
hvergi nær landi en 50 sjómil-
ur frá grunniínu. Hvernig
landhelgislínan yrði þá dreg-
in, skilgreinist nákvæmiega
í frumvarpi þvi til laga um
landgrunn Isiands og hafið yf-
ir þvi, fiskveiðiiandheijgi, vis-
indalega verndun fiskimiða
iandgrunnsins og mengunar-
lögsögu, sem við 7. þámgmað-
ur Reykvildnga flytjum á
þingskjali nr. 318. Með þess-
um hætti yrði stærð aiirar
iandheiiginnar 243 þúsund fer-
kiiómetrar í stað 216 þúsund
ferkílómetra, ef miðað er að-
eins við 50 sjómiiur frá grunn
Knu. Munar það 27 þúsund
ferkilómetrum og innan
þeirra marka eru mjög feng-
sæl fiskimið. Ef þessi breyt-
ingartillaga hlýtur ekki nægj-
anlegan sfuðning háttvirtra
þingmanna, en sidkt væri
æskUegast, þá munu þing-
menn SjálÆstæðisflokksins
fylgja 50 milna tiilögunni.
Með þessum hætti viljum við
tryggja eina og sömu sam-
þykkt Alþingis i iandheigis-
málinu nú.
SAMKOMULAGIÐ FRA 1961
Hinn fyrirvari okkar er við
2. töluidð. Fuiltrúar stjómar-
flokkanna í utanrikismála-
nefnd gera þá grein fyrir
skUningi sínum á þessum lið
tiHögunnar í nefndaráiiti á
þingskjali 335, að þeir líti
svo á, „að rikisstjórnin
hafi samkvæmf öðrum töiu-
lið þingsályktunartiiiögunnar
heimUd til þess að segja
sammingum frá 1961 upp"
og teija að það muni ríkis-
sfjómin gera. Eitt er að telja
sig liafa iieimUd tU einhvers
og annað að nofa siíka heim-
Ud. Samkvæmt þessum skiln-
inigi fuJitrúa stjómarflokk-
anna í utanríkismálanefnd
felst eidti uppsögn á sam-
komulaginu við Brefa og Vest-
ur-Þjóðverja frá 1961 í 2. tölu-
lið.
Þennan skilning fulitrúa
stjórtnarflokkjanna vefengi ég
ekki, en þá er lika rangt það,
sem segir í frásögnum stjóm-
arbJaðanna um ixina nýju til-
lögu utanríkismálanefndar i
morgun, að með henni sé
samningnum við Breta og
Vestur-Þjóðverja sagt upp.
Það er hins vegar upplýst
I nefndaráliti af fulitrúum
stjórnarflokkanina, að rikis-
stjómin muni segja þessium
samningum formlega upp.
Um það vU ég Jeyfa mér að
láta i ljós þá sicoðun, að það
sé mjög óráðlegt og óviðeig-
andi að segja þeim upp nú,
meðan enn er ekki lokið við-
ræðum við Breta og Þjóð-
verja, sem stofnað hefir
verið tU í þeirn tilgangi að
finna hagfellda lausn vanda-
mála, sem upp kunna að
koma við útfærslu fiskveiði-
lögsögunnar. Meðan slikum
viðræðum er ekki enn lokið er
fyrir hendi sá möguleiki, að
nýtt samkomulag taki við af
eldra samkomuiagi, og væri
Framhald á bls. 21
Jóhann Hafstein
Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra;
Virðing Alþingis vex
vegna þessa atburðar
Leggjum okkur alla fram um i
að ná samkomulagi við Breta
og Vestur-í*jóðverja
Á FUNDI sameinaðs Alþingis í
gær var til umræðu nefndarálit
utanríkismálanefndar um álykt-
un Alþingis í landheigismáiinu.
Vlð þær nmræður kom m.a.
fram hjá forsætisráðherra, að af
háJfu ríkisstjómarinnar yrði
ekki um neinar tilslakanir að
ræða frá þeirri stefnn, sem mörk
uð væri með Alþingissamþykkt-
Imii. Hann sagði jafnframt, að
Islendingar myndu leggja sig
fram um í viðræðunum við
Breta og Vestur-Þjóðverja og
væni fúsir til að veita þeim hæfi-
legan umjióttiinartíma til sam-
komuiags.
Eysteinn Jónsson (F) formað-
ur utanríkismálanefndar sagði
m.a. að utanríkismálanefnd þætti
ástæða til að Alþingi áréttaði
enn einu sinni þá grundvallar-
stefnu Islendinga, að landgrunn-
ið allt sé yfirráðasvæði Islend-
inga og hið
sama gfldi um
hafið yfir land-
grunninu, um
leið og áherzla
er á það lögð,
að útfærsla fisk
veiðilögsögunn-
ar nú sé áfangi
en ekki loka-
mark.
Hann sagði, að utanríkismála-
nefnd teldi mikflsvert, að Al-
þingi iýsti yfir þeim vilja sin-
um, að áfram yrði haldið sam-
komulagstilraunum við ríkis-
stjórnir Bretiands og Sambands-
lýðveidisins Þýzkalands um þau
vandamál, sem sköpuðust vegna
útfærslunnar.
Að kVkum sagði Eysteinn Jóns-
son, að æði mikil vinna hefði
verið í það iögð á Alþingi í sam-
ræmi við rikisstjómina að sam-
ræma sjónarmiðið í landhelgis-
málinu og Iiefði það verk borið
mikinn árangur. Það lægi fjmir
samstaða á Alþingi um að færa
fiskveiðilandlieigina út eigi sið-
ar en 1. september. „Hvarvetna
á Islandi munu þetta þykja góð
og mikilsverð tíðindi, — þvi
menn vita allir, hvað við iiggur.
Jóhann Hafstein (S) tók til
máls á eftir Eysteini Jónssyni
og er ræða hans birt annars stað
ar hér á síðunni.
Gylfi Þ. Gíslason (A) ræddi
um það, að þeirri skoðun hefði
undanfarið vaxið fylgi á alþjóða-
vettvangi, að strandríki hafi rétt
til þess að gera ráðstafanir til
verndar fiskimiðum við strendur
sínar og þeim mun víðtækari
rétt, sem fiskveiðar eru mikil-
vægari fyrir það. Þessi þróun
myndi eflaust
halda áfram í
sömiu átt og
með vaxandi
hraða. Þótt all-
ir Islendingar
væru sammála
um nauðsyn
stækkiunar fisk-
veiðilögsögunn-
ar og teldu sig
færa fullgild rök fyrir afstöðu
sinni, væri ágreiningur um það,
hvort miða skyldi við 50 mílur
eða Jandgrunnið. Aiþýðuflokkur-
inn hefði þegar á siðasta vori
tekið að boða landgrunnskenn-
inguna. Þótt tillaga um það yrði
fefld, myndu Alþýðuflokksmenn
samt styðja áform rikisstjórnar-
innar um útfærslu í 50 mflur
hinn 1. sept. „Ég lít svo á,“ sagði
hann, „að þótt ágreiningur 6é
um framkvæmdaatriði í þessu
lífsha gs mu namáli Islendinga,
megi það ekki verða til þess, að
Alþingi standi ekki saman um
kjarna málsins, sjálfa útfærsl-
una."
Ólafur Jóhannesson forsætis-
ráðherra sagði, að þar sem fyr-
ir lægi yfirlýsing af hálfu stjóm-
arandstæðinga um, að þeir
myndu og þeirra flokkar greiða
þingsályktunartillögunni at-
kvæði, teldi hann um fullkomna
samstöðu að tefla.
Forsætisráðherra sagði, að
virðing manna fyrir Aiþingi
myndi vaxa vegna þessa atburð-
ar. Þar sem ailir þingmennirn-
ir, —- 60 að tölu, — greiddu at-
kvæði með tillögunni, væri um
að ræða atburð,
sem yrði minnzt
um ókomin ár,
atburð, sem yrði
skráður skýrum
stöfum í sögu
Alþingis. Eftir
þessari af-
greiðsJu vrði tek
ið, ekki aðeins
hér heiina, heJd-
ur einnig eriendis.
Forsætisráðlherra tók skýrt
fram, að af hálfu rikisstjórnar-
innar yrði ekki um neinar tilslak
anir að ræða frá þeirri stefnu,
sem mörkuð væri með Alþingis-
samþykktinni. Hins vegar vfld-
um við halda áfram að ræða við
Breta og Vestur-Þjóðverja, sem
hér ættu mestra hagsmuna að
gæta, og vfldum leggja okkur
alla fram um að komast að sam-
toomuiagi um sanngjama lausn
á þeirra vanda. Einnig myndum
við halda áfram vinsamiegum
viðræðum við frændþjóð okkar
í Færeyjum.
Liiðiik Jösepsson sjávarút-
vegsráðherra sagði, að þeir sem
málum réðu hjá Bretum og Vest-
ur-Þjóðverjum væru okkar hörð-
ustu andstæðingar í fiskveiðfland
helgismálinu.
Reynt væri að ógna okkur með
því að viðskipti okkar væru í
hættu, ef við
færðum út fisk-
veiðimörkin.
Slík viðbrögð
gætu ekki
breytt afstöðu
okkar hvorki
hótanir um lönd
unarbann á ís-
lenzkum fiski í
Bretiandi néum
viðskiptasamninga við Efnahags
bandaiagið.
Ráðherrann sagði, að öfl is-
lenzka þjóðin stæði einhuga i
þessu máli. Mismunandi skil-
greiningur á æskilegum land-
helgismörkum breyttu þar engu
um, enda væri þar ekki fjailað
um grundvallaratriði málsins.
Giiðlangur Gislason (S) tók
mjög undir það, að það væri
ánægjuefni, ekki aðeins fyrir
þingmenn heldur fyrir þjóðina
alla, að sú samstaða skyldi nást,
sem fyrir lægi á Alþingi.
Aiþingismaðurinn iýsti ánægju
sinni yfir, að 4. liðurinn sky)di
tekinn inn i
ályktun utanrik
ismálanefndar,
en þar er fjall-
að um verndun
fiskistofna og
friðun einstakra
fiskimiða. Sagði
þingmaðurinn,
að hér væri um
mjög mikiivægt
mái að ræða, sem stjómvöld
hefðu á undanförnum, árum ekki
sýnt nægan skilning. Kvaðst
hann vænta þess, að sjávarút-
vegsráðherra tæki þetta má)
föstum tökium og gerði raunhæf-
ar ráðstafanir til þess að hrinda
því í framkvæmd, sem stefnt
væri að í þessum lið áiyktunar-
innar.
Gunn&r Thoroddsen (S) lýsti
yfir ánægju sinni yfir, að sam-
staða hefði í meginatriöum tek-
izt milli þingflokkanna um þetta
mál. Hann taldi breytingartiilög-
ur utanríkismálanefndar að
ýmsu leyfi til bóta frá tfllögum
ríkisstjórnarinnar. Nefndi hann
í því efni fyrst 3. liðinn, að hald-
ið ; yerðj áfram samikomulagstfl-
raunum við ríkisstjórnir Bret-
lands og Sambandslýðveldisins
Þýzkalands um þau vandamál,
sem sköpuðust vegna útfærsl-
unnar.
FramhaJd á hls. 23