Morgunblaðið - 16.02.1972, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.02.1972, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. FKBROAR 1972 TVITIG STILKV OSKAST. I þýðingu Huldu Valtýsdóttur. „Kr hamn eins ágætur og þú vilt vera láta?“ spurði Harold Meers. „Já, jafnvel betri, sé hægt að tfullyrða um það á þessu stigi...“. „Áttu við tæknilega séð?“ „Já, líka,“ sagði ég. „Hann skilur tónlistina, sem hann flyt- ur. Þar sérðu að ég . . .“ „Ég hélt, að þeir gerðu það allir.“ „Nei, ekki allir." „Á sinn hátt.“ Svo bætti Har- old við með undrunarhreim: „Hann er frá Austur-Þýzka- Oandi.. .“ „Já“. „. . . vanþróaðasta og spillt- asta einræðisríki veraldar. Að undanskilinni svörtustu Afriku.“ „Vafalaust, en það hefur þó ekki staðið Kohler fyrir þrif- um á tónlistarbrautinni. Hefði átt að gera það, en gerði ekki.“ „Eins og þú veizt, tel ég ým- islegt mæla gegn því að birta þessa tónlistardálka. Fólk sækir ekki hljómleika nú til dags. Það kaupir plötur. Samkvæmt slag- orði nútímans „allt inn á heim- ilin“. Og hvergi eru haldnir tón- leikar nema hér i London. Þeir eru óþekkt fyrirbæri í Manch- ester og Birmingham. Þú veizt, að ég hef mangoft sagt að þetta er ekki eingöngu blað fyrir ibú- ana hér í London . . . þetta er blað allrar þjóðarinnar. Er hann Gyðingur?" Orðin runnu af vörum Har- olds áherzlulaust og í jafnri tón hæð. Hendur hans lágu fram á borðið og lófarnir sneru upp. Hann var fremur lágvaxinn mað ur, útlimasmár og herðamjór. Sólin skein á næstum sköllótt- an kollinn. Þetta var venjuleg- ur samtalsmáti hans. Hann gerði manni stundum dálítið erfitt fyr ir að halda þræðinum. Eitt var það þó sérstaklega í ræðu hans, sem þvældist fyrir mér. Það kom mér á óvart að honum fynd íst ýmislegt mæla gegn því, að ég hafði tekið að mér tónlistar- gagnrýni fyrir blaðið eða tón- iistarfréttir. Hann hafði til- kynnt mér, að þessi nýlunda væri hans hugmynd eingöngu, og væri fyrsta skrefið til að hækka menningarstig dagblaða almennt. Hann hefði barizt fyr- ir þessu máli eins og ljón gegn harðri andstöðu blaðeigandans, umbrotsstjórans og ég held bara lyftuþjónsins líka. Ég sat þarna á móti honum í stóru, nýtízku- legu skrifstofunni hans, þar sem blöð, bréf og bækur lágu um allt í hinni mestu óreiðu og svaraði spurningunni: „Ég veit það ekki.“ „Þurfum við að auglýsa þessa þokkapilta? Hvernig fór um bolivíska dans- og söngflokk- inn á föstudaginn var? Fór það ekki allt í háaloft? Fólk las um hávaða og læti og handtökur og hvað um það, sem flokkurinn var að flytja? Telemann og Pro kofiev og hver var sá þriðji?" „Beethoven. Ég hlustaði á æf- ingu hjá þeim og mér fundust þeir . ..“ „Gagnrýnandi á að vera spar á gífuryrði." Harold leit á hand ritið mitt, sem lá fyrir framan hann á borðinu og ég hélt snöggvast, að hann væri að lesa það. „Við blönduðum ekki stjórnmálum í listina," sagði hann. „Það gerðu þeir. Skilurðu það ekki, að þessi náungi fær aðeins að ferðast erlendis, vegna þess að hann er einlægur þjónn þessarar hræðilegu stjórnar? Lifandi áróðursauglýsing fyrir hana?“ „Mér finnst það ekki skipta 0 Útvarpsfólki þakkað „Kæri Velvakandi. Mig langar til að senda þér nokkrar iinur. Hefi aldrei skrif að þér áður. Þá er fyrst að þakka Þorgeiri Ibsen upplest- urinn úr bókinni „Foreldrar og kennarar", i þýðingu Jóns Þór arinssonar, var það bæði fróð- legt og skemmtilegt. Eitt vant- aði á, og það var, að erindin voru alltaf lesin á þeim tímum, sem kennsla í skóium stóð yf- ir, og þaraf leiðandi gátu kenn arar ekki notið þess að hlusta, en þeir hefðu vissulega þurft að heyra þetta eins og aðrir. Svo langar mig að þakka Fr. Dagrúnu Kristjánsdóttur fyrir hennar ágætu erindi, og vissu lega á sú kona bágt (ef það er þá kona) sem sendi frá sér annan eins óþverra og Dagrún las upp i þætti sem hún kallaði „sendibréfum svar- að“. Hélt ég satt að segja að eng- inn væri svo fullkominn að hann gæti ekki alltaf eitthvað lært af þvi sem flutt er í bæði útvarpi og sjónvarpi, því mað- urinn er allt sitt lif að iæra. Húsmóðir í Ölfusi". 0 Skuddinn lifi Kópavogi 8. febrúar 1972. „Velvakandi góður. Mikið værir þú vænn, ef þú hjálpaðir mér nú til að létta svolítið á samvizkunni, sem er búin að vera hálf slæm 1 nokkur ár. Svo er mál með vexti að mig langar til að biðja þig, að birta fyrir mig þrjár vísur sem ég nefni „Skudda- vísur“. Flestir kannast sjálfsagt við Jón-Geir D. Eyrbekk, sem var fisksali i Hafnarfirði, en er nú látinn fyrir nokkrum árum, ekki aðeins, af þvi hann var fisksali og skynsamur maður, máli, hvort ég skil það eða ekki með tilliti til þess sem ég á að gera. Þú réðir mig til að skrifa um merka tónlistarvið- burði en ekki...“ Einn símanna á borði Harolds fór að hringja. Hann tök tólið upp með annarri hendinni og benti mér að sitja kyrr með hinni. „Já,“ sagði hann hvellum rómi. „Já, hver? Fáðu símanúmer- ið hennar." Hann lagði tólið á tækið og sagði við miig: „Hvern- ig vreri að sleppa þvi alveg, hvaðan hann er?“ „Áttu við, að ég eiigi bara að segja, að hann sé þýzkur?“ „Þú segir bara ekkert um það. Þetta er ekki auglýsingafyrir- tæki.“ „En, Harold, þótt þú sért amd vigur öllu, sem frá Austur-Evr- ópu kemur, þá . . .“ „Jæja, jæja,“ sagði hann og var þó hvorki gramur né skömm ustuleg-ur. „En eins og ég sagði: farðu ekki of mikið út í tækni- legu hliðina. Mundu að þú ert ekki að skrifa fyrir fagmenn i músík." „Stuttar athugasemdir um hæga kafla og stef og tilbriigði. Það er ekki flóknara en svo, að allir . . .“ „Agætt. Hringdu i umbrotið um hálf sex eins og vemjulega ef þyrfti að stytta um eina límu eða svo. Síminn var til þin áð- an.“ „Hver var það?“ „Kitty Vander — eitthvað. Varla þó eiginkona Roy Vand- ervane ... þess aðlaða?" „Ætli það ekki.“ „Hann hlýtur að hafa versn- að um allan helming við aðals- helduir vegna ævisögu hans „Tekið í blökkina" sem Jónas Árnason færði í stílinn, af sinni alkunnu smilld. Ég varð Jón-Geiri sáluga samferða í skemmtiferð sem far in var af félögum úr kvæða- mannafélagi Hafnarfjarðar. Á leiðinni i bílnum var látið fjúka í kviðlingum, eins og venja er á þeim bæ. Jón-Geir kvaddi sér hljóðs og hafði orð á því að sér þætti leiðimlegt ef orðið Skuddi glat- aðist úr málinu, þvi þetta væri ágætisorð, og síðan mæltist hann til þess að einhver af þeim er gætu sett saman vísu, tigmina. Fyrir þjónustu í þágu tónlistarinnar! Ætti frekar að vera fyrir skítverk unnin fyrir forsætisráðherrann." „Þetta á hann ekki skil- ið, Harold." „Nei. Hafið þið unnið saman?“ „Ég var í hljómsveitinni hans.“ „Einmitt.“ Ég fékk sambamd frá skipti- borðinu á ganginum við númer ið sem Kitty hafði gefið upp. Þá mundi ég eftir því, að Vander- vane-hjónin voru flutt og bjuggu nú s'kammt norður af Hamþstead. Þau bjuggu þar í gríðarstóru húsi eiginlega úti í sveit við Hertfordshire. Eft- ir háifrar minútu bið var tólinu lyft, en enginn ávarpaði mig. Þess í stað heyrðist ógurlegt öskur i nofckurri fjarlægð og óljós karlmannsrödd, sem sagð- ist mundu tapa vitglórunni, ef þessum hávaða linnti ekki. Þeg ar dregið hafði ögn úr óhljóð- unum kom röðin að mér. „Já, halló, hver er þetta?" Það var karlmannsrödd, negra- rödd að mér heyrðist. „Þetta er Douglas Yamdell. Frú Vandervane bað mig að hringja." Ég fékk emga visbend imgu um að þessi orð hefðu kom- izt til skila, en eftir drykklanga stund kom Kitty í símann. „Ert það þú, Douglas?" „Já, Kitty.“ I röddinni mátti auðveldlega greina niðurbælda geðshrær- ingu og hennd hefði eigimlega betur hæft setning á borð við: „Ó, guði sé lof, guði sé lof, að þú ert heill á húfi, elskan, ást- in min. Nú get ég byrjað að liía lifinu á ný.“ En ég vissi, að gerðu nú vísu um skuddann, taldi hann að orð lifðu lengur í bundnu máli, en óbundnu. Ég varð við þessum til- mælum hans og lofaði að skila vísunum til hans hreinskrifuð- um eftir ferðina, en nokkrum dögum seinna lagði Jón-Geir í sína hinztu fór, svo það varð aldrei úr því að harnn fengi vis urnar. Ég vona að þú sjáir þér fært að birta þetta við tækifæri. Með fyrirfram þökk. Ragna S. Gunnars, Fífuhvammsvegi 11, Kópavogi." TUDOR rafgeymar Allar stærðir og gerðir í bíla, báta, vinnuvélar og rafmagns- lyftara. Höfum sérstæða geyma fyrir Saab, Renault, Fiat og Moskwitch. NÓATÚIM 27, SlMI 25891. ÚtboB Tilboð óskast í smíði innréttinga og veggklæðninga í vert- ingahús. Útboðsgagna má vitja á skrifstofu vora miðvikudaginn 16. febrúar eftir hádegi. TEIKIMISTOFAN STAÐALL, HVERFISGÖTU 106 A REYKJAVÍK. ÚTSALA Útsala verður næstu daga á eldri gerðum prjónafatnaðar að Skjólbraut 6 Kópavogi og Nýlendugötu 10 Reykjavík. Opið kl. 10—5. Skuddavísur. Oft á grýttri ævibraut, i alls kyns puði og muddi, létt mér hefir þunga þraut þig að eiga, Skuddi. Þótt þér gangi eitthvað að og orðin létt sé budda, farðu ekki að fást um það, fáðu þér bara Skudda. Farir þú í ferðalag fáir vætu og sudda, bezt mun lakan bæta hag bragð að fá af Skudda. R.G. £ Biður um að biðskýli sé fært Hátúni 4, R. 30.1.’72. „Kæri Velvakandi! Vilt þú gera svo vel og koma þessum línum á framfæri fyrir mig við forráðamenn SVR. Mig langar til að biðskýlið á Austurbrún sé fært suður yfir götuna, því það er ekkert notað þar sem það er nú. Svoleiðis er að ég er starfsstúlka á Hrafnistu og tek strætisvagn, leið 5. Við bíðum oft dálítið lengi eftir vagnin- um, og er þá oft kalt í öffiu þessu roki, setm verið hefur vebur. Ég vona eindregið að forráðamenn SVR sjái sér fært að gera þetta. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. Starfsstúlka Hrafnistu.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.