Morgunblaðið - 19.02.1972, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐEÐ, LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 1972
Oigafandl hf, Árvelfait fteyfojawík
Fi'iamk.væm da stjórí Harafdur Sveinsaon,
Ri'tsíjórar Mattihías Johannessen,
Eýj'ótfur Koníéð Jónsson
Aðstoðarritstjórl Styrmir Gunnarsson.
Ritstjómanfull'tró! Þiorbjötin Guðmundsson
Fréttastjórí Björn Jóihannsson,
A'uglýsingástjöTi Árni Giarðar Krlstinsspn,
Ritstjðrn og aígreiðsla Aðalstrsetl ö, sfml 10-100.
Augiiýsingar Aða!str'a>tí ©, sfmi 22-4-80
Áskriftargjard 225,00 kr á imámuði innanlands
í iausasöTu 15,00 Ikr eintakið
SAMVINNUFÉLÖG
OG ALMENNINGS-
HLUTAFÉLÖG
það var bent fyrir nokkr-
um árum, að við nútíma þjóð-
félagsaðstæður væri ógjör-
legt að stofna til samvinnu-
félaga um meiriháttar rekst-
ur, einfaldlega vegna þess að
áhættufjármagn, eigið fé,
væri útilokað að fá. Eina leið-
in til þess að atvinnurekstur
á vegum samvinnufélaga yk-
ist væri því sú, að eldri fé-
lög færðu út kvíarnar og not-
uðu fjármagn, sem þeim
hefði áskotnazt, til þess að
beita sér að nýjum greinum
atvinnurekstrar.
Erlendur Einarsson, for-
stjóri Sambands íslenzkra
samvinnufélaga, hefur nú
bent á leið til að bæta úr í
þessu efni. Hann telur rétti-
lega, að samvinnufélögin
verði að afla sér nýs fjár-
magns frá almenningi, ef þau
eigi að geta eflzt og þróazt
eðlilega. Bendir hann á, að
þannig þurfi að haga mál-
um, að alþýða manna geti
átt fé hjá félögunum og geti
notið eðlilegs arðs af því, en
jafnframt sé athugandi að
verðtryggja þetta fjármagn.
Forstjóri SÍS telur, að slík
nýskipan mála á vettvangi
samvinnuhreyfingarinnar sé
ekki sama eðlis og hlutafé-
lagarekstur, því að atkvæða-
greiðslum verði áfram þann-
ig háttað, að hver félagsmað-
ur fari einungis með eitt at-
kvæði.
Hér er vissulega hreyft
hinu athyglisverðasta máli,
því að brýn þörf er á því, að
almenningur taki í ríkara
mæli en verið hefur beinan
þátt í íslenzku atvinnulífi.
Mikið hefur á undanförnum
árum verið rætt um svonefnd
almenningshlutafélög, þ.e.a.s.
félög margra einstaklinga,
sem opin séu fyrir almenn-
ingsþátttöku og byggð upp
með frjálslegum hætti, þann-
ig að beinna áhrifa þátttak-
enda gæti á stjórn þeirra.
Hugmynd Erlends Einarsson-
ar er nátengd þessu skipu-
lagi, þó að segja megi, að slíkt
félagsform sé ólíkt þeim
hlutafélögum, sem við höfum
haft mest kynni af.
Auðvitað skiptir minnstu
máli, hvort þau félög, sem
byggð yrðu upp með þessum
hætti, yrðu nefnd samvinnu-
félög eða almenningshlutafé-
lög. Aðalatriðið er, að þar
gæti heilbrigðra áhrifa þátt-
takenda, allt fari fram fyrir
opnum tjöldum og stjórnend-
ur fyrirtækjanna einangrist
ekki frá hluthöfunum.
í almenningshlutafélögun-
um er unnt að búa þannig um
hnútana, að einn eða fáir
menn geti ekki ráðið lögum
og lofum. Þetta er einfald-
lega gert í samþykktum fé-
lagsins, þar sem ákveðið er,
hve mörg atkvæði hver ein-
stakur hluthafi megi hafa. I
upphaflegum lögum Eim-
skipafélags íslands h.f. var
t.d. ákveðið, að enginn hlut-
hafi mætti fara með meira
atkvæðamagn en sem nam
nokkuð innan við 1% heild-
arhlutafjárins.
Nauðsynlegt er, að ný lög-
gjöf verði sett um samvinnu-
félög og hlutafélög. Að vísu
er þess ekki að vænta, að
sósíalistar fáist til að standa
að heilbrigðri löggjöf í þessu
efni, því að þeir eru andvíg-
ir eignamyndun almennings.
Hins vegar ættu lýðræðisöfl-
in að geta sameinazt um það,
að hrinda í framkvæmd þeirri
stefnu, sem nefnd hefur ver-
ið auðstjórn almennings eða
fjárstjórn fjöldans, en sá þátt
ur, sem Erlendur Einarsson
hefur fjallað um, er hinn þýð-
ingarmesti, þ.e.a.s. bein eign-
arráð almennings að atvinnu-
tækjunum. Raunar er það ó-
þarfa viðkvæmni, að hver ein
stakur félagsmaður megi ein-
ungis hafa eitt atkvæði. Ekk-
ert er óeðlilegt við það, að
menn fái að ráða þeirri eign,
sem þeir eiga í félögum, al-
veg á sama hátt og þeir ráða
yfir öðrum eignum sínum, að
vísu með þeim takmörkum,
sem þjóðfélagsaðstæður krefj
ast. Þess vegna væri sjálf-
sagt eðlilegust takmörkun at-
kvæðisréttar eitthvað á þann
veg, sem upphaflega var í
Eimskipafélaginu. En hvað
sem því líður hlýtur þetta
mál að verða ofarlega á
baugi, þegar lýðræðisleg öfl
starfa á ný saman að stjórn
landsins.
BREZKAR
HÓTANIR
N
’ okkuð er tekið að brydda
á hótunum af Breta hálfu,
vegna útfærslu íslenzkrar
fiskveiðilandhelgi hinn 1.
sept. n.k. Slíkar hótanir eru
hvimleiðar og sízt til þess
fallnar að auðvelda það sam-
komulag, sem nú er reynt að
ná við Breta og Vestur-Þjóð-
verja. Þess er líka að gæta,
að viðskipti Islendinga og
Breta hafa alla tíð verið hin-
um síðarnefndu hagstæðari.
Auðvitað munar Breta ekki
mikið um þau viðskipti, sem
þeir eiga við íslendinga, en
engu að síður mundi við-
skiptabann af þeirra hálfu
skaða þá meir en okkur.
Málmiðnaðarmenn á Seyð-
isfirði hafa gert um það álykt
un, að þeir mUni ekki gera
við brezk skip, komi til lönd-
unarbanns í Bretlandi. Eðli-
legt er, að mönnum hitni í
hamsi, er hótunum er beitt,
en sjálfsagt er þó hyggileg-
ast, að við spörum okkur stór
orð meðan verið er að leita
heilbrigðs samkomulags. Hins
vegar ættu íslenzk innflutn-
ingsfyrirtæki að aðvara
brezka útflytjendur, sem þau
hafa skipti við og hvetja þá
til að beita áhrifum sínum
gegn áróðri brezkra togara-
eigenda.
Þegar handritamálið var á
döfinni í Danmörku forðuð-
ust íslendingar öll stóryrði og
varð það mjög til að auðvelda
lausn þess máls. Við skulum
í lengstu lög leitast við að
hafa sama hátt á í landhelg-
ismálinu, svo að þeir sendi-
menn okkar, sem leita eftir
samningum við Breta, geti
með góðri samvizku sagt, að
fyrir okkur vaki ekki annað
en gott eitt. Við viljum ekki
skaða góð samskipti milli
þessara nágrannaþjóða, en
hljótum þó að standa á rétti
okkar og hvikum ekki frá
þeirri lífsnauðsyn, að varð-
veita íslenzk fiskimið.
Harmsaga Varirnar hreyfast
neimsook- , ,
menntanna 1 moldlimi
Áður en vikið er að ljóðinu um
Stalín, sem var upphaf þess að O.M.
var handtekinn, er ekki úr vegi að
gera nánari grein fyrir aðalpersón-
um bókar N.M., skáldinu og konu
hans.
Nadezjda Mandelstam er nú
á áttræðisaldri. Hún fékk leyfi til að
flytjast úr útlegð til Moskvu 1964 og
lifir nú á dálitlum eftirlaunum. í for-
mála sænska þýðandans, Hans
Björkegren, segir, að þjartsýni N.M.
spretti m.a. af þeirri vitneskju að
sovézka kerfið skorti, þrátt fyrir
harðstjórn sína, raunverulegt vaM.
Æskan hafi snúizt öndverð gegn
arfi stalínismans og ljóð O.M. „hafi
ekki þurft á að halda uppfyndning-
um Gútenbergs". Þau breiðast út í
„samizdat-útgáfum“ meðal æskunnar
og menntafóiks, þ.e. þeim er dreift
eins og t.a.m. skáldverkum Solzhen-
itsyns og ritum Medvedev-bræðr-
anna í óleyfilegum útgáfum. Stjórn-
völdunum tókst að deyða líkama
skáldsins, en ekki að þagga niður
rödd hans: Hann tók frá mér loftið,
sem ég andaði að mér. Asseríu-mað-
urinn (auknefni Stalíns) hefur hjarta
mitt í hendi sér — segir hann í
ljóði. Annars staðar segir hann aft-
ur á móti, að það sé ekki hægt að
svipta hann röddinni — varirnar
muni halda áfram að hreyfast, einn-
ig í moldinni. Einmitt það hefur nú
gerzt, segir ekkja hans. Hún byrjaði
að skrifa bókina 1964, meðan Krús-
jeff var enn við völd og andstalín-
ismi opinber stefna. Hún hófst
handa nokkurn veginn vonlaus um
að fá bókina prentaða i föðurlandi
sinu. Þessi von er varla meiri nú en
áður, því að barátta er hafin fyrir
endurreisn Stalíns „og gagnrýni á
harðstjórann er aftur refsingar-
verð“, segir þýðandinn.
Osip Mandelstam fæddist 15,
janúar 1891 í Varsjá. Hann ólst upp
í Pétursborg. Að stúdentsprófi
loknu (1907) stundaði hann nám við
Sorbonne og 1909—‘10 við háskól-
ann í Heidelberg. Hann hafði náið
samstarf við Önnu Akhmatova og
Nikolaj Gumiljov, mann hennar, og
var orðinn þekkt ijóðskáld fyrir
fyrri heirrisstyrjöldina af ijóðabók
sinni, „Steininum" (Kamen), sem
kom út 1913; aukin og endurprent-
uð 1916. önnur ljóðabók hans
„Tristia" kom út á útlagaforlagí í
Berlín 1922, án samráðs við skáld-
ið, en var gefin út í Moskvu ári síð-
ar undir nafninu „Önnur bókin“
(Vtoraja kniga). 1925 gaf O.M. út
bókina, „Hávaða tímans" (Sjum vre-
meni), sem hefur að geyma ívaf úr
ævisögu hans. Hann gaf einnig út
ritgerðasafn „Um ljóðlist" (O
poezii) 1928, og ijóðasafnið „Ljóð“
(Stichotvorenija), þar sem eru m.a.
prentuð óbirt ijóð frá 1921—’25,
ásamt Ijóðunum í „Steininum" og
„Tristia“. Þá skrifaði O.M. einnig
skáldsögu.
Siðustu fjögur árin, sem O.M. lifði,
orti hann mikið. Ljóðin frá þessum
árum hafa ekki verið birt á prenti,
þó að þau séu oft talin hápunktur
snilldar hans. Tekizt hefur að varð-
veita þau í óleyfilegum útgáfum ein-
ungis vegna þeirrar frábæru alúðar,
sem kona hans hefur lagt við þau.
Brezka ijóðskáldið og gagnrýnand-
inn A. Alvarez, sem segir að O.M.
hafi verið mesta ljóðskáld Rússa á
þessari öld og telur bók konu hans
snilldarverk, segir að hún hafi
kunnað öll óprentuð Ijóð hans utan
bókar og bjargað þeim þannig frá
glötun.
Ljóðið um Stalín orti O.M. i nóv-
ember 1933, en ritaði það aldrei nið-
ur. Honum varð á að mæla það af
munni fram i hópi örfárra góðvina.
Ríkislögreglan snuðraði það auðvit-
að uppi, hún léði slíku Ijóði eyra!
Loksins vaknaði áhugi hennar á ljóð
list O.M. Hann var svo handtek-
inn 1934 og sendur til Lúbjanka, en
lifði af í það sinn. Hann fékk tauga-
áfall í fangelsinu, heyrði raddir of-
sækjenda sinna og virðist þessi
„sjúkdómur" hafa ágerzt, þegar
hann var sendur í þrælkunarbúðirn-
ar fjórum árum síðar. Þar lézt hann
eins og aðrar ó-persónur kerfisins.
Enginn veit hvar eitt helzta ljóð-
skáld Sovétríkjanna hvílir í fóstur-
jörð sinni.
N.M. segir í minningabók sinni að
Búkarin hafi verið um megn að
bjarga skáldinu, þó að hann gerði
sitt bezta til þess, enda unnandi
skáldskapar O.M. Þá var ljóðið kom
ið í hendur yfirmanns öryggislög-
reglunnar, Jagoda, sem kunni það
utan bókar og mælti það af munni
Zhores og Roy Medvedev.
fram í viðurvist Búkarins. Þá dró
Búkarin sig í hlé.
Kannski hefur ljóð O.M. átt þátt
í því að vekja tortryggni Stalírts,
hver veit. Vituð ér enn — eður
hvat? 1 skáldverkum Solzhenitsyns
er skyggnzt bak við pótemkin-bros
Stalíns: „Mistök í nærveru hans
(Stalíns) gátu verið mistök upp á
líf og dauða og orsakað
sprengingu . . .“ Þessi orð eru lýs-
ing á samtali Stalíns og Abakumov,
yfirmanns öryggislögreglu hans
1949. Trotsky heldur þvi frarn, að
Stalín hafi verið kerfið holdi klætt,
en um það hefur verið deilt. Ýmsir
ríghalda í þá kenninigu að hann hafi
breytt kerfinu, hann hafi innblásið
það sínum anda. Víst er
að leið kommúnistaleiðtogans Búk-
arins lá bak við þagnarmúr Lúb-
janka-fangelsisins. Það var óhjá-
kvæmileg krafa hins holdtekna
kerfis, Stalíns.
M.