Morgunblaðið - 19.02.1972, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.02.1972, Blaðsíða 8
*■ MORGUNBLAÐÍÐ, LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 1972 Kristján Thorlacius talar á fundi B.S.R.B. „Ríkisstj órnin telur ekki grundvöll ...66 Stiklað á stærstu steinum í kjarasögu BSRB Kjaramái opinberra starfs- manna eru nú nijög i brenni- depli og þá einkum vegna þeirr- ar afstöðu ríkisstjórnarinnar að vilja ekki ræða við Bandalag starfsmanna rikis og bæja um þær kröfur, sem bandalagið setti fram í kjölfar aimenna kjara- samkomulajgsins milli A.S.Í. og vinnuveitenda 4. desember sl. B.S.R.B hefur oft áður gengið bónleitt til búðar rikisins með kjarakröfur, en aldrei áður lief- ur það gerzt, að ríkisstjómin hafi ekki séð ástæðu til að ræða við bandalagið um kaup og kjör félaga þess, þá beiðni þar um hefur verið fram borin. Nú eru rétt að verða liðin 10 ár síðan Alþingi samþykkti lög um kjarasamninga opinberra starfsmanna. (Lögin voru sam- þykkt 17. apríl 1962 og eru lög nr. 55/1962). Fram að þvi höfðu kjör þessara starfshópa ver- ið ákveðin með sérstökium launa- lögum, en reyndar var það orð- ið viðtekin venja, að rætt var við samtök opinberra starfs- manna, B.S.R.B., fyrir setningu launalaga og reyndar hafði það og tíðkazt, að opinberir starfs- menn fengju launauppbætur milli setningu launalaga, þegar ástæður voru til. Engu að síður höfðu opinber- ir starfsmenn dregizt mjög veru lega aftur úr öðrum stéttum þjóð félagsins, hvað kaup og kjör snertir, og tii marks um það er úrskurður Kjaradóms frá 3. jútlí 1963, þar sem dómurinn ákvarðaði þeim 15—80% launa- hækkun. Þarna höfðu tek- izt samningar milli B.S.R.B. og ríkisstjórnarinnar um niðurröð- un í launaflokka, en launastig- ar og vinnutímaákvæði gengu til Kjaradóms. KJARADÓMUR SEGIR NEI 1 desember 1963 sömdu verka- lýðsfélögin og vinnuveitend- ur mm 15% almenna kaujnhækk- un og með tilvísun í 7 gr. lag- anna um kjarasamninga opin- berra starfsmanna setti B.S.R.B. fram kröfur um sömu launaupp- bætur sínum félagsmönnum til handa. — í lögunum segir svo (í 7. gr.): „Kjarasamningur skal vera skriflegur, gerður til eigi skemmri tíma en tveggja ára í senn og gildistími hans miðast við áramót. Nú verða almennar og veru- legar kaupbreytingar á samn- ingstímabili, og má þá krefjast endurskoðunar kjarasamnings án uppsagnar hans. Náist ekki samkomulag aðilja innan mánað ar frá kröfugerð, fer um með- ferð máls samkvæmt III. og IV. kafla laga þessara að öðru en því, að samningar eða dómur Kjaradóms skal gilda frá þeim tíma, sem um semst eða Kjara- dómur ákveður." — Nú tókst ekki samkomulag, hvorki milii aðilja fyrsta mánuðinn né hjá sáttasemjara ríkisins þann næsta og gekk málið því lögium samkvæmt til Kjaradóms. Málið var þingfest fyrir Kjaradómi 18. febrúar 1964 og kvað hann upp dóm sinn 31. marz, þar sem kröfum B.S.R.B. var synjað með öllu á þeim meg inforsendum, að þjóðarbúið þyldi þær ekki. Þrír dómara Kjaradóms stóðu að þessum dómi, en tveir skiluðu sérat- kvæðum og taldi annar rétt, að láta ekki erfiðar horfur í þjóð- arbúskapnum kæfa mð öllu kröfur B.S.R.B. og hinn kvað upp þann úrskurð, að kröfur B.S.R.B. skyldi allar taka til greina og föst laun ríkisstarfs- manna þvi hækka um 15% frá 1. janúar 1964 að telja, 4% VIDURKENND ,4LMENNAR OG VERULEGAR K AU PBRE YTIN G AR“ Árið 1965 gekk rikisstjórnin að kröfum B.S.R.B. um 4% launa hækkun til samræmis við ný- gerða almenna kjarasamninga og einnig var þá samið um stytt ingu lengsta vinnutímans úr 48 stundum á viku í 44 stundir. Það eru þessir samningar, sem B.S.R.B. nú vitnar til um við urkenningu ríkisstjórnarinnar á því, að 4% kauphækkun á al- menna vinnumarkaðinum sé „al- mennar og verulegar kaupbreyt ingar“ sem 7. gr. laga um kjara- samninga opinberra starfsmanna kveður á um, að sé næg ástæða til „að krefjast endurskoðunar kjarasamnings án uppsagnar hans“. ÞRISVAR TIU KJARADÓMS Árið 1966 semja verkalýðsfé- Iögin um 3,5% kauphækkun og 0,25% í orlofsheimilasjóð. Laun verzlunarfólks hækkuðu um 5% frá ársbyrjun. B.S.R.B. setti fram kröfu um 5% kauphækkun frá 1. júlí að telja og gekk málið til Kjara- dóms. Dómur féll 17. marz 1967 og hækkuðu þá laun í 1.—6. flokki um 3,5%, í 7. flokki um 3%, í 8. flokki um 2% og í 9. flokki um 1%. Frekari kaup- breytingar fengust ekki og Kjaradómur taldi orlofsheimila- sjóð ekki heyra undir sitt dóm- svið. Kjaradómur setur opinberum starfsmönnum enn heildarlauna kjör 30. nóvember 1967 og árið eftir verður ágreiningur á verð- lagsuppbót á laun. Eftir mála- rekstur fyrir Félagsdómi kemur málið til kasta Kjaradóms, sem fellir í því dóm hliðstæðan þeim samningum, sm verkalýðsfélög- in höfðu þá gert um verðlags- uppbótagreiðslur. En nú er hafinn undirbúning- ur að víðtæku samkomulagi um kaup og kjör milli B.S.R.B. og rikisstjórnarinnar. SAMKOMULAGID 1970 1 júní 1970 semur B.S.R.B. um 15% kauphækkun tii jafns við þá nýgerða kjarasamninga verkalýðsfélaganna og i desem- ber sama ár er svo undirritað samkomulag milli B.S.R.B. og ríkisstjórnarinnar. Til að rétta hlut opinberra starfsmanna þurfti nú 15—60% almenna kauphækkun með nökkrum und- antekningum til beggja hliða. Samningurinn var gerður til þriggja ára með þremur áfanga- hækkunum, sem komnar yrðu til framkvæmda 30. júní 1972. I sameiginlegum yfirlýsingum samningsaðila sagði m.a.r „Þá er það forsenda fyrir gerð þessa samnings, að laun ríkisstarfs- manna hafa farið sílækikandi i samanburði við laun á almenn- um markaði frá árimu 1964, þeg- ar Kjaradómur treystist ekki til að dæma ríkisstarfsmönnum 15% kauphækkun, sem á þvi ári varð á almennum launamarkaði.“ Og: „í samræmi við stefnu áð- urgreindra laga um kjarasamn- inga (lög nr. 55/1962) er leit- azt við í þessum samningum að ná sem mestu samræmi milii launa fyrir störf hjá ríkinu og þeirra launa, sem nú eru greidd á almennum vinnumarkaði fyrir sambærileg störf." Þetta samkomulag markaði á margan máta tímamót í kjara- sögu B.S.R.B. bæði vegna starfs- matsins, sem var grundvöllur þess, og svo hins, að þarna var um verulegt átak að ræða til að rétta hlut opinberra starfs- manna gagnvart aðiljum hins frjálsa vinnumarkaðar. RlKISST-IÓRNIN NEITAR UM VIÐRÆÐUB Fjórða desember sl. náðust samningar miili aðilja hins frjálsa vinnumartkaðar um 14% kauphækkun á tveimur árwm og komu 4% hennar til framkvæmda strax. Sex dögum eftir þetta sam- kormulag sendi B.S.R.B. fjármála ráðherra fyrir hönd ríkisStjóm- arinnar bréf með ósk um samn- ingaviðræður og settar voru fram kröfur sambærilegar sam- komulaginu frá 4. desember. Næstsiðasta dag ársins barst B.S.R.B. svo svar ríkisstjórnar- innar: „Ráðuneytið hefur móttekið bréf Bandalags starfsmanna rik is og bæja, dags. 10. þ.m., þar sem stjórn bandalagsins gerir með vísan til 7. gr. laga nr. 55/1962 um kjarasamninga opin berra starfsmanna, kröfu til end urskoðunar á gildandi kjara samningi með tilliti til þeirra al- mennu og verulegu kaupbreyt- Inga hjá öðrum stéttum en op- irtberum starfsmönnum, sem orð ið hafa með kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. Vegna þessa tekur ráðuneytið fram, að ríkisstjórnin hefur gert um þetta mál svofellda ályktun: „Ríkiisstjórnin telur ekki grundvöll til endurskoðunar á kjarasamningum opinberra starfsmanna frá 19. desember 1970, enda koma til áfanga- hækkanir skv. þeim á árinu 1972. Ríkisstjórnin ákvað í mál- efnasamningi sínum að setja nýja löggjöf um réttindi manna, sem veiti þeim samn- ingsrétt og mun hún þegar upp úr næstu áramótum skipa nefnd til þess að undirbúa þá löggjöf." Þessi nifflurstaða tilteynnist Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja hér með.“ Mál þetta fór svo til sátta- semjara ríteisins og er nú koimið fyrir Kjaradóm, þrátt fyrir beiðni B.S.R.B. um Iagabreyting- ar til að heimila lengri samn- ingaviðræður með sáttasemjara. -fj- Þorraþankar Eftir Benedikt Guðmunds- son, Staðarbakka ALLTAF er það okkur sveita- fólkinu gleðiefni þegar daginn tekur að lengja, skammdegið þokar, en sólín hækkar á lofti. Þá finnum við að enn megum yið eiga von á vori eftir langan vet ur. Oft var talað um kubla og harðindi á þorranum, jafnvel bjargarskort og- heyleysi. Allir vona að sú tið komi ekki framar. En þó þorrinn geti verið harður ög óvæginn er langt frá því að avo sé ætíð, hann hefur einnig sínar björtu hliðair. ! Veturinn hefur sýnt okkur sín air ýmsu hliðar. Veðurspámenn hafa saimkvæmt venju sett fram slna spádóma, en þeir hafa ekki staðizt rtema .stóamma hríð. Fram í dias. var hér fremur hagstæð tíð, en um miðjarí mánuðinn fór að snjóa, og um jól var kominn geyshnikill snjór, svo sjaldan verður meiri. Við það að verða haglaust fyrir allar skepnur, og er slítet óvenjulegt hér. Milii hátíð anna fór að hlýna og upp úr ný ári var allur snjór horfinn, og sumarblíða dag og nótt. Jörð var svo til klakalaus og unnið með skurðgröfum og jarðýtum sem um hásumar væri. Hefur það ekki komið fyrir hér síðan þau tæki komu til notkumar. Þegar aftur fór að kólna síðari hiuta mánaðarins og mikinn snjó setti niður víða á landinu, var ekki nema snjóföl hér, og í dag, 31. janúar var aftur alautt og sum arblíða. Á síðasta sumri var byggður upp áfangi af barnaskólanum á Laugarbakka, sem fjórir hrepp ar Vestur-Húnavatnsisýslu standa að: Hefur stöðugt verið unnið að þvi að ganga til fulinustu frá þeim tveimur áföngum er reistir hafa verið, og er þá alveg eftir að byggja þann þriðja og síðasta af fyrirhugaðri byggingu. Um ára- mótin voru tvær kennaraíbúðir tetonar í notfcun. Kennslan fer aðailega fram í félagsheimilinu Ásbyrgi, og er margt af bömun- um á heimilum sínum á nóttunni en ekið í skólann. Lítið hefur verið um skemmt- anahald eða félagsstarfsemi 1 vet ur, sem m.a. stafar af því að fé- la'gsheimilið er upptekið vegna skólans. Þó verður að sjálfsögðu haldið þorrablót á næstunni eins og venja hefur verið. Á þessum vetri hefur mikið verið talað og ritað um kjaramál og kjarabætur. Stytt hefur verið vinnuvikan og lengt orlof, kaup hefur hækkað hjá flestum launa- stéttum, að vísu er svo að skilja að nú aé kominn upp nokkur ágreiningur um hvort hér hafi verið um „verulegar“ kauphækk- anir að ræða, sbr. deilu starfa- marnia ríkis og bæja við ríikis- stjónnina um launiamái. En í ÖU- «n þeirn skrifum og um- ræðum um þessi mál er ein stétt manna sem aldrei er minnzt á, og það eru bændur. Ekki er annað vitað en vinmustundir hjá þeim séu álíka margar og áður var, þó búið sé að lögleiða 40 st. vinnuviku og ef að líkum læt- ur mun eitthvað svipað verða með orlofið. Eitt af hinum mörgu og fögru loforðuim núverandi ríkisstjómar, er húin settist á valdastól, var að lofa hinum lægst launuðu stéttum þjóðfélags- ins miklum kjarabótum, og sér- staklega tilgreint að bændur skyldu fá 20% kjarabót á tveimur árum. Það er því ekki að undra þótt menn bíðii í ofvæni tilbúnir að meðtaka hinn stóra glaðning, en ekkert sést hylla undir harnn enn, og varla er hann ko-minin, því i Tímanum nýlega var eins konar efnisyfirlit um það er ríkisstjórnin væri búin að fram- kvæma, og þar kom etekert fram um að farið væri að efna þetta fyrirbeit. En riiú mun'U kannski ýmsir telja að bændur séu svo vel laun- aðir að þeir þurfi etoki uppbót á sín laun. Væri rétt að Hta á það nánar, og taka þá hinar raunveru- legu ánstekjur. f nóvemberhefti Hagtrðinda 1971 er skrá yfir meðaltal* brúttóteikjur á árinu 1970, kvæntra karla á aldrinum 25—60 ára, sundurliðað eftir starfsstétt- um. Lægstir á þessari síkrá eru lífeyrisþegar með 213 þús. Næstir eru bændur með 311 þús. Þá ófaglærðir verkamenn 350 þúa. Skrifstofu- og afgreiðslufólk — ekki yfirmenin — 414 þús. Karnn- arar og starfsmenm ríkisins 526 þús. o. s. frv. og eru þessi laun, allt upp í 903 þús. hjá læknum. f athugasemdum við þessa töflu telur Hagstofan brúttótekjur bænda oftaldar þar sem nokkrlr útgjaldaliðir varðandi búrekstur- inn séu færðir á persónufirádrátt en ekki dregnir frá tekjum af búi. Eftir Iestur þessarar töflu og með fyrirheit ríkisstjórnarinmar í huga, hefði mátt halda að bænd- ur yrðu ekki síðastiir í röðinni þegar allir eiga að fá bætt lífa- kjör. En hvað hefur valdið? Hef- ur ríkisstjórnin gleymt bænduim,? eða hafa forráðamenn bændanna sofnað á verðinum? Þetta ásamt mörgu öðru eru okikar þan/kar á þorranum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.