Morgunblaðið - 19.02.1972, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.02.1972, Blaðsíða 24
24 MORGUNÐLAÐJÐ, LÁUGARDAGÚR 19. FEBROÁr 1972 fclk í fréttum (?* ÞAU LEIKA HERTOG AH J ÓNIN Frinsinn og Wallis, þfgar ástar aevintýrið stóð seni hæst. Við sögðum frá þvá að leik- ararnir Ricíhard Cíhamberiain og Faye Dunaway væru að leika í kvikmynd, sém snýst um hið fræga ástarævintýri Prinsins af Wales, sem siðar var um hríð Játvarður VII Eng landskonungur og Wallis Simp- son. Hertoginn brást hinn versti við, þegar hann frétti af tiltæikinu og lögfræðingar hans athuga nú málið. En hér sjást altént leikararnir í hiutverkum sínum. Viiræbur flugtélaganna holda áfram: BEZT KLÆDDI BANDARÍSKI LÖGFRÆÐI NGIjRIN N Og karlmönnum tll sikemmt- wnar og fróðleiks er hér mynd af „bezt klædda lögfræðingi Bandarikjanna" Patrick V. Miurphy. Hann þakkar smekk- visi konu sinnar þennan heið- ur, þvi að það er hún sem vel- ur á hann allan fatnað, yzt sem innst. ☆ HVER TEFIJR VIÐ DÓMARANN? Leyndardómsfullt mál er kom ið upp á heimili R. T. Scales, dómara í Dailas í Texas. Hann á sumsé í skákeinvigi við óþekktan keppinaut og eru málavextir þessir: Scales dóm- ari er áhugamaður um skák. Fyrir tveimur viikum sá hann að einhver hafði tekið fram taflið hans og leikið fyrsta leik- inn. Og þá er að geta þess að Scales býr einn í ibúð og ekki eiiga fleiri að hafa aðgang þar að. Scales varð forviða, eins og gefur að skilja, en lék þó næsta leik. Þegar hann kom svo heim úr vinnunni næsta kvöid sá hann að þinn óþekkti keppinautur hans hafði ieikið næsta leik. Og síðan hafa þeir Scales dómari og hinn dular- fuili áhugamaður í skák leikið einn leik á hverjum degi. f>að fylgir sögunni, að staða dómar- ans nú sé ögn betri. SORAYA SÉR LOKS HILLA UNDIR HJÓNABAND Soraya, fyrrverandi eigin- kona Persakeisara sér nú loks fyrir endann á hinni iöngu bið eftir nýju hjónabandi. 1 nokk- ur ár hefur hún búið i óvígðri sambúð með ítalska leikstjór- anum Franco Indovina, en hann hefur ekki fengið skilnað frá fyrri konu sinni Amalíu nokkurri Indovina. Sasnkvæm t nýjum hjónaskilnaðarlögum á Ítalíu, sem tóku giidi í fyrra, fara væntanlega í hönd bjart- ari dagar fyrir Sorayu, því að Indovina hefur fengið sam- þykktan skilnað að borði og sæng frá Amaliu. Og þá er að vona að brúðkaupsklukkur kiingi innan tíðar fyrir Sorayu. HÆTTA Á NÆSTA LEITI - Eftir John Saunders og Alden McWiUianis Hugsaðu um það, Raven, þú gætir koni- MJ n»eð og skrifað mikið af greinum um mengun. Það, sem ég held og það sem yfirmaðíir minn tniir, er tvennt ólikt, West. (2. mynd) Bara til að sanna þér að þú ert galinn skal ég hringja á skrif- stofuna og þú nmnt heyra NEI á átta tiingumáhim, þar á meðal óprenthæfu. (3. mynd) Hvernig ætli það sé, Elí, ætli skipstjóri á leiguskipi geti gefíð sjálfan sig í hjónaband? ☆ MISSTÓRIR TVlBURAR Eins og sjá má á myndinni er stærðarmunur allveruiegur á tviburunuim Thoimasi og Ing- vari Nilsson frá Nassjö í Sví- þjóð. Þeir eru sextán ára gaml- ir og Ingvar er 1,90 m á hæð, en aftur á móti er Thomas ekki nema 1,53 m. Þ-egar drengirnir fæddust voru þeir nátovæimlega jafn þungir og langir og voru svo líkir, að skyldmenni áttu örð- ugt með að þekkja hvorn írá öðrum. Nú leggja fæstir trúnað á að þeir séu tvíburar — og skyidi engan á þvi furða. Þegar drengirnir uxu úr grasi kom í Ijós að Ingvar óx mun hraðar en bróðir hans oig loks urðu foreldrarnir svo áhyggjufullir, að farið var með drcnginn til læknis. Hann fær nú lyf og hefur tognað veru- lega úr honum síðan sú með- ferð hófst. En langt á hann enn í land með að ná bróð- urnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.