Morgunblaðið - 19.02.1972, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.02.1972, Blaðsíða 31
MORGUNBL.AÐÍÐ, LÁUGARDAGUR 19. FEJBRÚAR 1972 31 □ a m ^TVLorgunblaðsins Staðan í körfubolta Hittni, fráköst og fleira FYRIR leiki helg-arinnar er stað- an í 1. deild Isiandsmótsins i körfuknattleik þessi: KR 5 0 5 391:329 10 ÍR 5 4 1 411:332 8 Vakir 5 3 2 335:345 6 Þór 5 3 3 356:359 6 IS 4 2 2 250:262 4 Ármann 5 2 3 318:333 4 HSK 5 1 4 309:338 2 UMFS 5 0 5 326:398 0 STIGHÆSTIR: Þórir Magnússon, Val, 142 Einar BoHason, KR, 115 Agnar Friðriksson, ÍR, 105 Guttormur Ólafsson, Þór, 99 SKOT ANÝTIN G (35 skot eða fleiri): Bakverðir: Kristinn Jörundsson, IR, 80:43 = 53,7% Jón Sigurðsson, Ármanni, 57:25 = 43,8% Gunnar Gunnarsson, UMFS, 80:35 = 43,7% Anton Bjarnason, HSK, 64:28 = 43,7% Framherjar: Albert Guðmundsson, Þór, 67:32 = 47,7% Agnar Friðriksson, ÍR, 97:45 = 45,4% Þórir Magnússon, Val, 138:62 = 44,2% Einar Bollason, KR, 110:48 = 43,6% Miðherjar: Bjami Gunnar, ÍS, 54:31 = 57,4% Kristinn Stefánsson, KR, 50:26 = 52,0% Jón M. Héðinsson, Þór, 68:35 = 51,4% Pétur Jónsson, UMFS, 95:42 = 44,2% Félög: KR 371:166 = 44,6% IR ‘ 407:197 = 43,9% IS 251:109 = 43,4% VARNARFRÁKÖST: Jón Héðinsson, Þór, 42 Bjami Gunnar, IS, 32 ALbert Guðmundsson, Þór, 32 Einar Sigfússon, HSK, 30 Félög: Þör 123, ÍR 85, IS 84, Valur81. SÓKN ARFRÁKÖST: Jón M. Héðinsson, Þór, 24 Einar Sigfússon, HSK, 23 Kristinn Stefánsson, KR, 22 Pétur Jónsson, UMFS, 20 Félög: KR 58, UMFS57, Þór51, Ármann 49. VÍTAHITTNI (18 skot eða fieiri): Guttormur Ólafsson, Þór, 28:21 = 75,0% Agnar Friðriksson, iR, 20:15 = 75,0% Einar Boliason, KR, 23:17 = 73,9% Kristinn Jörundsson, IR, 26:18 = 69,2% Féiög: IR 92:53 = 57,6% Valur 66:35 = 53,0% Ármann 68:36 = 52,9% KR 113:59 = 52,2% — G.K. Forystufólk Skiðafélags Reykjavíkur og Jón Aðalsteinn Jónsson, eigandi Sportvals, er gaf bikar- ana. Frá vinstri: Haraldur Pálsson, Leifur Möller, Jón Aðalsteinn Jónasson og Ellen Sighvatsson. Tekst UMFS að krækja í stig? Fjórir leikir í I deild körfuknattleiksins um helgina Um helgina verða leiknir fjór ir leikir í 1. deild Islandsmóts- ins í körfuknattleik. Tveir leikj- anna fara fram í kvöld, og tveir þeirra annað kvöld. Athyglin beinist aðallega að öðrum leikn um í kvöld, sem er milli UMFS og ÍS, nýliðanna i fyrstu deild. Seltjarnarnes í kvöld kl. 19,00. Fyrri ieikurinn er milli þeirra liða sem flestir spáðu að mundu berjast á botni deildarinnar í ár, ÍS og UMFS. ÍS hefUr leikið fjóra leiki í mótinu, unnið tvo og tapað tveimur, en UMFS hefur að loknum fimim leikjium ekkert stig hlotið. Sigri IS í kvöld, eru þeir örugglega úr allri fall- hættu, en fyrir það muntu UMFS menn reyna að komast með öll- um ráðum. Sigri UMFS.hins veg ar, þá hiýtur liðið geysiiega dýr maet stig, stig sem settu veru- lega spennu í faUbaráttuna í mót inu, því HSK hefur aðeins. tvö stig. — Þetta er. mjög opinn leik ur, og vissast að spá errgu um úrslit. Síðari leikurinn í kvöld er svo leikur IR og HSK. HSK-lið- ið hefur verið að sækja sig mik- ið að undanförnu, og tapaði t.d. um síðustu helgi með aðeins tveggja stiga mun fyrir Þór. — Þá töpuðu iR-ingar hins vegar sínum fyrsta leik í mótinu, og ekkert má út af bregða hjá lið- inu ætli það sér að vera með í baráttunni á toppnum áfram. Seltjarnarnes annað kvöld kl. 19,30. Og aftur fá Borgnesingar tæki.færi til þess að ná sér í stig urn þessa helgi, því fyrri leik- urinn er milli þeirra og Ár manns. Það verður þó að segj- ast, að Ármenningar eru öllu sigurstranglegri, en þess ber þó að gæta að Ánmannsliðið hefur átt afar misjafna leiki í mótinu, og oftast nær lagað sig að leik andstæðingsins. Síðari leikurinn annað kvöld er milli IS og KR. Þetta ætti að vera öruggasti leikur helgarinn ar hvað úrslitum viðvíkur, og ótrúlegt annað en KR fari með sigur af hólmi. gk. Þórir Magnússon, Val, hefur sko rað flestar körfur í 1. deild Is- landsmótsins i kö rfuknattleik í ár. Unglinga- mót í svigi SKÍÐAFÉLAG Reykjavíkur mun í vetur standa fyorir þremur ungl- inigamótum í svigi. Keppt verður í þremui- ald u nsflokkum, bæði í direnigja- og stúlknaflokkum. AldUirsflokkar eru: 13 og 14 ára stúlkur og dremgir. 11 og 12 ána stúl'kur og drengir. 10 ára og yngri. Öll böm og unglingar á þess- um aldiri eru velkomin til að taka þátt í keppninmi. Keppt verður að öllu forfallalausu í nágrenni Skíðasikálans í Hveradölum og verða mótin auglýst í blöðum og útvarpi hverju shmi. í verðlaun venð'a veittir 18 bik- anar, sem verzlunin Sportval, Reykjavík, hefur gefið til keppn- ininar. Til þese að hljóta verðlaun verður að taka þátt í öllum þrem ur keppnunum. Að þeim loknum verður samanlagður timi úx öll- urn ferðum lagður saman og þrír fyrstu keppendur í hverjum flokki hljóta verðlaunabikara til eignar. Það er von Skíðafélagsins, að mótin vekji áhuga ungli'ngantia og verði til að auka áhuga á dkíðaíþróttinni hjá almenningi. Fyrsta mótið fer fnam við Skíðaskálann í Hveradölum, suninudaginin 20. febrúar nik.; ef veður og færð leyfir, og verða 'keppendur skráðir kl. 12 við Skíða^kálanm, en keppnin hefet kl. 14. Ef veður verður tvísýnt verða upplýsingar gefnar í Skíðaskái- anum í Hveradölum. (Frétt frá Skíðafélagi Reykjavíkur). íþrótta- blaðið komið út IÞRÓTTABUAÐIÐ 2. tölublað 32. árgangs er komið út, fjöl- breytt að efni, en blaðið hefnr nú breytt nokkuð um svip, auk þess sem það hefur verlð stækk- að. Aðalgrein Iþróttablaðsins að þessu sinni er um afmælishátíð ISÍ 28. janúar sl. og er birtur fjöldi mynda frá hátíðarhöldun- um, auk þess sem ritstjómar- grein blaðsins fjallar um tíma- mót þessi í sögu ISÍ. Þá er i blaðinu grein eftir Pál Gíslason, lækni, er nefnist „Úr þættinum um daginn og veginn", og fjallar PáE m.a. um heilsu- gæzlu og líkamsrækt I grein sinni. Grein er um Ungmennasam- band Borgarfjarðar 50 ára og þing sambandsins. Framhald á bls. 20 Leikir í yngri flokkunum Á niorgun hefst keppni í yngri flokkum í Islandsmótinu í körfu bolta. Mikii þátttaka er í keppn inni, hefur aldrei verið meiri, og sífellt eru ný félög að bætast við. Keppt. verður í riðlum í öU- um flokkum hér sunnanlands, en auk þess er svo keppt bæði í Vesturlandsriðlum og Norður- landsriðlum. Hér sunnanlands verður leikin tvöföld umferð i Öllum yngri flokkunum, önnur umferðin fer fram í íþróttahúsi Háskólans, en hin í æfingatím- um félaganna. Leikirnir um helgina eru þess ir: Iþróttahús Háskólans á morg- un kl. 13.30. 4. fl. KR — Grótfca. 4. fi. Valur — ÍR. 4. fl. ÚMFS — UMFN. 3. fl. Ármann — Haukar. 3. fl. Valur — UMFS. 1. fl. tJMFS — Haukar. Mótið hi ldiir síðan áfrani um næsfcu lielgi. gk- Áhangendafélag ÍBK stofnað Áhaugendafélag knatt- spyrnufélags — það fynsta hérlendis, verður stofnað I Keflavík n.k. þriðjudags- kvöld. Erlendis, og þá sér- staklega í Englandi er mi'kill fjöidi slíkra félaga starfandi, og vinna oft mikið starf fyr- ir knattspyrnufélögin. Eru þessi félög kölluð þar „Sup- portersclubs“ og höfðu Is- lendingar nofklkur kynni af einu slíku s.l. sumar er félag áhangenda Tottenham Hot- spurs skipulagði hópferð sinna manna á leik Spurs ag ÍÐK. — Keflaví'kurliðið hefur s.l. ár átt allstóran hóp tryggra stuðningsmanna, sagði Hafsteinn Guðmunds son, þegar við höfðuim sam- band við hann og spurðumst fyrir um félagisstofnunina. — Þetta fólk hefur séð flesta leiki ÍBK liðsins, sagði Haf- steinn, — og þegar við keppt um í Liverpool 1970 fóru um 60 manns mieð okkur og s.l. sumar fóru um 200 manns með okkur til London, þegar við kepptum við Tottenham Hotspurs. — Slíkt félag sem þetta, gebur unnið mi'kið starf fyrir knattspyrruufélagið, sagði Hafsteinn, — en það er líka stofnað í þeim tilgangi, að menn hittist og spjalli sam- an um leiki og leikmenn, eins og tiðkast víða erlendis. Nú, eitt málið sem félag þetta miun vinna að, er að seld verði aðgöngukort sem gildi á alla leiiki IBK. Það er að visu erfitt hérlendis að koma slíku fyrir, vegna þess hvern ig te kj u s k i p t i ngunn i er hátt- að, en ætti samt að vera mögulegt. — Við stefnum að því að sfcofnendur félaigisinis verði ekki færri en 100 talsins, sagði Haifsteinn að lokum, — .en stofnfunclurinn verður haldinn á þriðjiudagskvöldið í Aðalveri i Keflaivík. iit'-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.