Morgunblaðið - 27.02.1972, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.02.1972, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1972 SINN FEIN OGIRA FramihaJd af bls. 12 náði yfirhöndinni en andstæð- ingar hans viidu ekki við það una. Þeir gengu af þingi og settu sitt eigið þing á öðrum stað í borginni. Báðar fylking ar héldu nafninu Sinn Fein og þá var farið að gera grein- armun á þeim með orðunum „official“ fyrir upphaflega þingið og „provisional" fyrir það, sem síðar var sett — og þessi aðgreining hefur hald- izt siðam. Báðar fylkingariiar segjast byggj a á kenningum James Connolly, sem var einn af leið togum og hetjum Páskaupp- reisnarinnar. Fulltrúar „offi- cial“ sögðu, að Connally hefði fyrst og fremst verið marx- isti en aðlagað kemnimgar Marx og Lenins írskum að- stæðum. Talsmenn „provisi- omals“ sögðu hins vegar, að víst hefði Connolly verið sósíalisti, en fyrst og fremst írskur þjóðernissinni og sett fram þjóðfélagshugmyndir, sem eingöngu gátu átt við írsk ar aðstæður. Andvígir kommúnisma Valteir O’Loinsigh fram- kvæmdastjóri „provisional“ Sinn Fein sagði, að menn hans væru algerlega andvígir marxisma og kommúnisma í sérhverri mynd, andvígir rikisrekstri og ríkiseftirliti með öllum þáttum þjóðfélags- ins sem væru óhjákvæmilegir fylgikvillar sósíalismans. „Við höldum því fram, að „offi- cial“ IRA sé i tengslum við kommúnistaflokkinn á ír- landi og alþjóðakornmúnis- mann,“ sagði hann. O’Loinsigh lagði á það áherzlu, að hinn upphaflegi flokkur Sinn Fein hefði verið hægri simnaður þjóðernisflokk ur, sem fyrst hefði stefnt ein- göngu að heimastjórn en tek- ið upp kröfuna um algert sjálfstæði og lýðveldi eftir Páskauppreisnina 1916. Ég spurði um afskipti manna hans af Mannréttinda- samtökunum (Northern Ire- land Civil Rights Associati- on) á N-írlandi, NICRA, og svaraði hann þvi til, að þau hefðu upphaflega notið sam- úðar og stuðnings þeirra en ekki lengur, því að nú væru þau í höndum marxista, sem vildu halda heimaþinginu á N-frlandi með ýmsum breyt- ingum. Upplausn heimaþings- ins væri meginknafa „provisi- onaI“ Sinn Fein. Aðrar helztu kröfur væru kosningar um allt lamd og að sleppt yrði öll- um þeim mönnum, sem i haildi væru án dómsúrskurð- air. Framtiðarskipan sameinaðs frlands, sagði O’Loinsigh, að ætti að byggjast á lýðræði og á þeirri skipan irsks þjóðfé- lags, sem gilt hefði áðúr en Englendingar hófu afskipti aí landi og þjóð. f>á vildi hann, að tekin yrði upp hin forna svæðaskipting landsims, kom- ið á svæðaráðum eða þingum, er hefðu talsverða sjálfstjórn í eigin málum, — en yfir öllu skyldi sitja ein miðstjórn og lýðræðislega kjörið þjóðþing i Dublin. Hann boðaði algeran aðskilnað rikis og kirkju og trúfrelsi fyrir alla. Með þessu fyrirkomulagi taldi hamn hægt að tryggja réttindi mótmælenda í sam- einuðu frlandi. „Við verðum að sannfæra mótmælendur um, að þeir séu betur komnir í sameinuðu írlandi en með skiptingu landsin® og við höf- um ástæðu til að ætla að þeir muni smám samam komast á þá skoðun.“ Aðspurður hvort hann teldi i raun og veru, að hryðju- verk væru til slíks fallin, svaraði O’Loinsigh, að vald- beiting væri eina leiðin í bar- átturani gegn Bretum. „Við lítum svo á, að Bretar haldi N-írlandi með valdi og því dugi ekki öninur ráð gegin þeim. I>ví er stöðugt haldið á loft, að brezka herliðið hafi komið til N-frlands til. að verja kaþólska minnihlutann gegn meirihluta mótmælenda. En þetta segir aðeins brot af sögunni. Bretar hafa alltaf haft herlið á N-írlandi, þeir hafa herstöðvar t.d. í Omagh, Baliymine og Holywood og þeir fara ekki þaðan með góðu.“ „Við tökum á okkur ábyrgð á flestum sprengingum og skemmdarverkum, sem unnin eru á N-írlandi, en alls ekki öllum,“ hélt O’Loinsigh áfram. Bæði „official" ■— IRA og öígaflokkar mótmæl- enda hafa unnið slík verk og oft með blóðugri afleiðingum — og sakað okkur um þau. Jafnvel brezki herinn hefur farið þainnig að. Við hikum ekki við að gamgast við því, sem við eigum, en ekki öðru.“ Ég spurði O’Loinsigh hvort ekki væri einhver samvinna milli hinna tveggja arma flokksins og svaraði hann því afdráttarlaust neitandi. „Ég var framkvæmdastjóri Sinn Fein á árumum 1965’.—68,“ sagði hann, — „og margir af mínum beztu vinum frá fyrri árum, eru nú í flokki „official" Sinn Fein en við tölumst aldrei við.“ Mjög virk starfsemi Þeir Heffernann og Garland hjá „official" Sinn Fein sitað- festu, að markmið þeirra væri að breyta þjóðskipulag- inu, afnema kapitalisma og koma á sósíalisma, en sem bráðabirgðalausn gætu þeir fellt sig við áframhaldandi skiptingu írlands, ef uppfyllt- ar væru kröfur þeirra um, að allir væru látnir lausir, sem í haldi væru án dómsúrskurð- ar og um breytingar á skipu- lagi heimaþings N-írlands. „Sameining írlands og hin sósialistíska bylting verða að haldast í hendur, hvað sem öllu liður,“ sagði Garland, og bætti við, að uppreisnin 1921—1'22 gegn skiptingu ír- lands hefði mistekizt sökum þess eins, að forystumenn hennar hefðu ekki haft full- mótuð þjóðfélagsleg mark- mið. „Á sáðasta áratug höfum við verið að móta þjóðfélags- stefnu, sem við teljum að geti sameinað fólk til átaka. Við viljum afnema rí'kjandi efna- hagskerfi og teljum, að það verði ekki gert án forystu sós- íalista. Við viljum losna við ítök Breta í efnahagslifinu, því að þeir stefna markvisst að þvi að ná algeru efnahags- legu tangarhaldi á írlandi alveg eins og á N-írlandi. Með þessi markmið í huga höfum við komið á fót starfs- hópum, sem láta mikið til sín taka. Þeir hafa til dæmis tek- ið yfir i nokkra daga í semn skrifstofur brezkra hagsmuna aðila eða stjórnarinnar. Þeir byggja upp andstöðu verka- lýðsins og innan iðnaðarins, leggja áherzlu á kröfur hans um umbætur í húsnæðismál- um og aukna atvinnu — nú eru um 80.000 manns atvinnu lausir á írlandi. Við höf- um sett fram kröfur um að stórbýli, sem yfirleitt eru í höndum enskættaðra manna verði gerð að samyrkjubúum og að veiðréttindi brezkra borgara í vötnum og ám verði afnumin. Við vinn- um að því að afla stuðn- ings verkalýðsstétta mót- mælenda á N-írlandi, en þvi miður hefur það gengið treg- lega vegna þess, að starfsemi „provisinal“ IRA hefur hrak- ið þá enn lengra í faðm stjóm- arsinna. Til þess að vinna að þessum málum, þurfum við tíma en við erum reiðubúmir að beita hvaða ráðum, sem þarf til að koma þeim í fram- kvæmd.“ Hemaðaraðgerðum „offíci- al“ IRA sögðu þeir Garland og Heffernann, að væri beint gegn brezkum hermönnum fynst og fremst og þá aðaillega í hefndarskyni fyrir tilteknar aðgerðir. Þeir fordæmdu með öllu sprengimgar „provision- al“ IRA, sögðu þær marklaus ar og áramgurslausar. Ég spurði hvort „official" Sinn Fein hefði átt aðild að stofnun Mannréttindasamtak- anna á sínum tíma — og sögðu þeir, að nokkrir félags- manna þeirira hefðu átt þátt þar í, ásamt öðrum aðilum, er áhuga hefðu haft á að bæta hag kaþólska minnihlut- ans á N-írlandi. Það hefði verið stefnan að veita NICRA allan hugsanlegan stuðning og nú væru nokkrir af þeirra mönmum í stjórminni. Ekki vildu þeir félagar gefa upp neinar tölur yfir fjölda félagsmanna, eða stuðnings- manna sinna, — sögðu, að þeir skiptu nokkrum þúsund- um, en héldu uppi ákaflega virkri starfsemi, miklu virk- ari en félagar anmarra stjórn- málaflokka í landinu. Yfir- leitt væru frar sérlega íhalde- söm þjóð en unga fólkið væri orðið ákaflfiga þreytt á ríkj- andi stjórnarháttum og aftur- haldssömum yfirráðum ka- þólsku kirkjunnar. Ekki kváð ust þeir halda opinbera skrá yfir félagsmenn, sökum þess, að þeir ættu alltaf á hættu, að lögreglan léti greipar sópa um plögig þeirra; skrifstofan væri uindir stöðugu eftirliti og símtöl öll hleruð. „Við erum þeirrar skoðun- ar,“ sagði Tony Heffernanm að lokum, „að stjórnin muni beita ölium ráðum til að stöðva framgang okkar — og þess vegna erum við lika reiðubúnir að beita öllum ráð um til að brjóta ríkjandi skipulag á bak aftur.“ — mbj. Kveikt í bifreið á Grindavíkurvegi CM KLUKKAN eitt eftir mið- nætti í fyrrinótt var slökkvilið- inu í Keflavík tilkynnt um Volks wagenbifreið, er væri að brenna á Grindavíkurvegi. Höfðu vegfar endur er leið áttu um veginn, orð ið eldsins varir og tilkynnt um hann í talstöð. Bifreiðin er talin gjörónýt. Biifreiðin hafði staðið þarna á veginum síðan 13. febrúar, er eig amdi hennar var á leið til Grinda víkur, en komst ekki lengra að sinni, vegna bilunar í vél bifreið arinnar. Það kvöld var snjókoma og akstursskilyrði slæm, en bif- reiðin var illa staðsett á vegin- urn og hafði lögreglam í Grinda- vík því sambamd við eiganda bif reiðarinnair, sem þá var kominn til Reykjavíkur, og lofaði bann að fjarlægja hana fljótt. Af þvi varð þó ekki og eins og fyrr seg ir, var komið að bifreiðinni ai- elda í fyrrinótt. Að litilli stundu liðinni komu lögregla og slökkvi lið á staðinn og var eldurinn skjótlega slökktur, en þá var allt brunnið sem bruranið gat og hjól- barðar þar með taldir. Eldisupp- tök eru ókunn en taiið líklegt, að um íkveikju af manna vöidum hafi verið að ræða, þvi að ekki er vitað til þess að neitt hafi ver ið i bifreiðinni, sem kviknað gæti í af sjálfsidáðum. — Fréttaritari. Bifreiðin er aJgerlega ónýt eftir brunann (Ljósm.: Guðfinnur). Trygging gegn vinnuvélaslysum BÚNAÐARÞING afgreiddi sam- hljóða á föistudag ályktun þar sem segir: Búnaðarþing teliur tíimabært og nauðsynlegt að bændastéttin í heiid tryggi sig gegn fjánhags'leguim skafkkaföi]- uim, er hijótasf af slysuim við notikun viinnuvéla í landbúnaði. Því felur þingið sfjórtn Búnaðar- félags Islands að kynna bændum hvennig megi ná s'líkuon trygging um á sem hagkvæmastain hótit FyJgir ályktuninni itarleg gmein- argerð um tryggingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.