Morgunblaðið - 27.02.1972, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.02.1972, Blaðsíða 4
r 4 MORGUNBLAÖDE), SUNNUDAGUR 27. FEBROAR 1972 ® 22-0*22- RAUDARÁRSTÍG 31 V.------—------/ 14444 “3 25555 14444 S25555 LEIGUFLUG FLUGKENNSLA FLUGSTÖÐIN HF Simar 11422. 26422. BÍLALEIGA CAR RENTAL TT 21190 21188 HAFNFIRÐINCAR ATHUGIÐ Ný og betri þjónusta. SÍMI 51870 BÍLALH1GAN BLIKI hf Lækjargðtu 32. Le.gjum Volkswagen 1300, 1302, 1302 S og Lar.d-Rover, dísíl. —- Símsvan' eftir lokun. fMR ER EITTHURfl FVRIR RlLfl Sr. E»órir Stephensen: HUGVEKJA DRAUMURINN SL. .sunnudag hugleiddum við merkan draum og imnihaldsríkan, og í dag skul um viö halda áfram, þar sem frá var horf- ið. íhugum t.d. bömin í kringum okkur og líf þeirra. Draumur konunnar minnir okk- ur á þá miklu ábyrgð, sem við hin eldri berum gagnvart þeim. — Af hverju læra börnin málið? er stundum spurt. Og svar- ið er: Af því, að það er fyrir þeim haft. — Börnin læra móðurmálið af þvi, hvernig móðirin og aðrir tala við það. Mál Guðsríkisins, mál bænar, trúar og kær- lelka lærist á sama hátt. Móðirin og fað- irinn og aðrir uppalendur bera þar mikla ábyrgð. Ef við vanrækjum að kenna börn- unum mál Guðsríkisins getur svo farið, að þau læri það aldrei. í hverju barni sjáum við hin eldri líka okkar draum um betri heim. Við finnum alltaf til þess, hvað veröldin er grimm, hvað hún geymir mikið af hatri og neyð, Okkur ógnar oft að senda börnin frá okkur út í þessa miskunnarlausu veröld, en við verðum þó að gera það. Og yfir- leitt gerum við það í þvi trausti, að þeim eða þeirra kynslóð takist að skapa eitt- hvað betri heim en þann, sem hún tók í arf. En svo er hitt líka staðreynd, að von- brigðin eru oft mikil, Og hver er ástæð- an? Þeir eru of fáir, sem kunna málið, sem er grundvallarnauðsyn þess, að við getum eignazt Guðsríki hér á jörð. — Og meðan svo er, munu iM öfl geisa. Meðan svo er, er krafan til okkar mjög sterk um að bregðast ekki bömunum í því að kenna þeim mál bænar, trúar og kærleiksríks lífs, og er þið vaxið upp, sem ung eruð, að gleyma ekki því, sem þið lærðuð bezt á unga aldri. Þið eigið að láta það bera ávöxt í lifi ykkar, svo að þið bregðizt ekki heldur, bregðizt hvorki Guði né mönnum. Hvernig var boðskapur draumsins? — Nemið boðskap Guðs og fáið aðra til að gjöra hið sama. Farið út á meðal mann- anna, elskið þá, verndið þá, sýnið þeim kærleika Guðs og takmarkið, sem hann þráir að þið og allir aðrir geti náð. — Þannig var boðskapurinn. Við finnum staðfestingu hans í orðum Jesú, er hann hafði lokið við að segja frá miskunnsama Samverjanum: Far þú og gjör slíkt hið sama. Já, flest ungt fólk á sér líka drauma, — um bjarta og fagra framtíð, um betri og glaðari menn, um það að mega leggja eitthvað af mörkum sjálft til að skapa slíka hluti. Hinir síðustu tímar hafa ein- kennzt af miklum óróa meðal þessa unga fólks, óróa, sem á sér orsök I megnri óánægju þess með fullorðna fólkið og þá veröld, sem það leggur í hendur hinum ungu. Ég las fyrir nokkru grein eftir mann, sem hefur ferðazt um mörg lönd til þess eins að ræða við unga fólkið og heyra álit þess um þessi mál. Hann segir, að það séu tvö orð, sem leiti sífellt á huga hans, er hann reynir að gera sér grein fyrir útkomunni úr könnun sinni og reyn ir að draga þræðina saman. Og þessi tvö orð eru samábyrgð og beiskja. Hann segist hafa fundið mjög sterka samábyrgðartilfinningu meðal ungs fólks víða um heim, og fyrir hann er það eitt- hvað, sem er alveg nýtt. En beiskjan er líka mikil. Og hún kemur af því, að æsk- unni finnst að kynslóðin, sem hefur verið við stjórnvölinn, hafi svikið. Hvað hefur sú kynslóð gert fyrir heim- inn? spyr unga fólkið. Hvað hefur hún afrekað, siðan hún tók við ábyrgðinni? Stríð, hungur, þjóðamorð, þjóðahatur, kynþáttaofsóknir, fátækt og óréttlæti. Og síðan kemur það, sem kórónar verkið: Sprengjan, sprengjan, sem getur þurrk- að allt lif út af jörðinni. — Þetta hafið þið gert, segir þetta unga fólk. Þetta er sá arfur, sem við hljótum. Þannig túlkar greinarhöfundur viðhorf erlendrar æsku til heimsvandamálanna. Og víst hefur þetta unga fólk ýmislegf til síns máls. Við höfum orðið vitni að því, að mannsandanum virðist fátt ómátt- ugt i tæknilegum efnum. En hið andlega svið er ekki jafn glæsilegt. — Það er hægt að sigra mánann, en það er ekki hægt að sigra hungurvofuna. Það er hægt að stjórna tunglflaugum, en það er ekki hægt að útrýma styrjöldum. Það er hægt að sigra himingeimánn, en það er ekki hægt að skapa himnariki á jörð. Og af hverju? Af því að það eru of fáir, sem kunna málið, sem til þess þarf. Sú kynslóð, sem gagnrýnir svo hart, sem unga kynslóðin gerir í dag, hún hlýt- ur iika að vilja gera eitthvað til úrbóta. Hún verður að gera það, ef hún ætlazt til þess, að hún sé tekin alvarlega og menn viti, að hún m-einar það, sem hún segir. Ungt fólk á Islandi er hluti af þessari æsku og ber sinn hluta samábyrgðarinn- ar. Þess vegna segi ég við ykkur, sem ung eruð og lesið orð mín í dag: Munið, að mál Guðsríkis lærist ekki nema með bæn og trausti til Guðs og harðri baráttu við sjálfan sig. Látið trú og kærleika ein- kenna líf ykkar. Þið eigið ykkar drauma eins og annað ungt fólk, og bænirnar ykk- ar munu mynda þrepin í himnastiga handa ykkur, himnastiga, sem mun bera ykkur sama boðskap og Jakob fékk forð- um um himnastigann við Betel, er Drott- inn kom til hans og sagði: Sjá, ég er með þér og varðveiti þig hvert sem þú ferð, og af þér munu allar ættkvísUr jarðar- innar blessun hljóta. Og það er sá draumur, sem Guð á um hverja kynslóð, að hún eigi hina einlægu þrá, til að láta eftirkomendurna njóta verka sinna. — Þann draum þarf hver maður að eiga. Bæði þú og ég. ORÐ 1 EYRA Leiðréttingar MIKIÐ er skrýtilegt, hvað menn geta misslkilið. Mér sýn- ist, að aðskidjanlegir ágætis- meroi hafi ekki enin „fattað“ þau bláköldu sannindi, að Jakob skriifar allt í fúlusbu alvöru. Kannski er Jakob meira að segja alvarlegasti höfundur á íslandi, jafnvel alvarlegri en Tór og Ingibjörg Sigurðardóttir til samans. — Jaköb meinar Sko aWt, sem hann segir og skrifar og ieyfir sér engin húimorisbísik höfiuð- stökk eða alvörulausa brand- arasmíði á þesisum alvöru- stundum og uppgangstáimium menningarlegra hugsjóná. — Jakob er með öðrum orðum kú'ltúrpersónuleiki eða menn- ingarviti, hvað hér með aug- lýsist. Jakob er til að mynda (menningarlegt orðafar frá Kjöben) yfir sig hrifinn af sköpunarhugmynd formanns Menntamálaráðs, og Jakob er líka ákafiur aðdáandi Njarðar Njarðvíkur, Sigfúsar Bliíasson ar, Ólafs Ragnars og svo firamvegis. Jakob ætflar sem sagt aldeilis ekki að brenna sig á því soðiniU að fara að krítiséra þær persónur, sem hafa burðazt með íslenzka menningu í bakpokanum sín- um allt frá Hrafna-FIóka sál- uga til dags sigurðarsonar og súmmaranna. Það væri nú láka annað hvort. En fyrst Jakob er nú á ann- að borð með leiðréttingar, þá vildi hann aðeins geta þess, að í geníölu Skrifi hans urn daginn var slæm prentviila, ein af þeim, sem þeir kenna tilteknum púka. Þar stóð Hannibal í stað Hannibaal, sem er að sjáifisögðu það rébta. Vandamenn fyrirbærisins eru beðnir forláts á mistökun- um. með DC-ð L0FTLEIBIR PARPOflTUn beln líno í lofl/kráfdeikl 75TOQ ^Kdupmdnnahöfn ^Osló ^ Stokkhólmur sunnudagd/ sunnudagð/ mánudaga/ mánudaga/ þriójudaga/ (oriÖjudaga/ föstudaga. fimmtudaga og föstudaga. fimmtudaga ^ Gldsgow laugardaga }London laugardaga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.