Morgunblaðið - 27.02.1972, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.02.1972, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1972 v,-. • • • Frá aöalfundi Félags íslenzkra stórkaupmanna. (Ljósm. Mbl.: Kr. Ben.) Uppljóstranir Newsweek: Rússar buðu Egyptum f ullkomna v opnasmið j u Vildu fjarlægja Sadek og Heikal og fá fasta aðstöðu fyrir sovézk skip New York, 21. febrúar NTB—AP BA N DARÍSKA tlmaritið News- week seg-ir að Bússar hafi boð- izt til að reisa fullkomna vopna- verksmiðju í Lgj'ptalandi gegn því að þeir fái framtíðaraðstöðu fyrir sové.zk skip og að tveir valdamenn verði sviptir völdum, Mohammed Ahmed Sadek, her- málaráðhérra og Mohammed Haswanein Heikal, ritstjóri AI Ahram. En Newsweek segir, að búizt sé við að Anwar Sadat forseti hafni þessu boði og að samskipti stjórnanna í Kairó og Mos'kvu virðist fara hríðversnandi, þótt allt sé ennþá slétt og ftellt á yfir- borðinu. Sadek hersihöfðingi hefur oft — Kínaför Framh. af bls. 1 skýrði svo frá, að þá þegar hefði náðst samkomulag um efni end- anlegrar yfirlýsingar þeirra um viðræðurnar. Það verkefni, sem eftir væri, fælist fyrsit og fremst í því að þýða yfirlýsinguna. Ekki kvaðst Ziegler geta skýrt ná- kvæmtega, hvenær yfirlýsingin uim viðræður bandarisku og kin- versku s t j ó r nm ál a lei ðtoga n n a yrði kunngerð opinberlega, en það yrði þó senniiega síðdegis á sunnudag. Mörg hundruð manns voru á flugvellinum í Hangehow til þess að taka á móti Nixon forseta og Ohou En-lai forsætisráðherra. Vetrarveður ríkti þar hins veg- ar, það var svalt og hvasst, Síðan var ekið í 11 bifreiðum inn í borgina, sem er mjög fög- ur og þyrptásit fólk saman á göt- um miðborgarinnar, er bílalest- in ók í gegnum borgina. Fyrsti þátturinn i heimsókn Bandarikja- forseta tll borgarinnar var skoð- unarferð um hana, en í kvöld hyggst byltingarráð borgarinnar halda veizlu forsetanum til heið- urs. Jafnframt er talið hugsan- legt, að Nixon forseti eigi nýjan fund með Mao Tse-tung, for- manni kínverska kommúnista- fiokksins, en í Hangchow á Mao sumárbúsitað. Frá Hangchow fier Nixon for- setá ásamit fylgdarliði sínu til Shanghai, þar sem dvalizt verð- ur éinn dag. Þar lýkur heimsókn forsetans i Kína og fer hann það- an áleiðis til Bandarikjauna á mánudaig. sagt nánusfcu samstarfsmönnum sínum að það séu Rússar sem komi í veg fyrir að Egyptar fari með stríði á hendur ísraelsmönn- um. „Ef eimhver ykkar vill sparka aftan í rússneskan ráðu- naut gerið það varlega. Við viij- um helzt íorðast að I odda sker- ist fyrir opnum tjöldum,“ á Sad- ek að hafa sagt við samverka- menn siína. Hins vegar virðist Sadek ekki hafa tekið orð sín háfcíðlega því að skömmu síðar gaf hann sov- ézkum hers'höfðingja sólaiihrings frest til þess að fara úr lamdi þar sem herslhöfðinginn á að hafa kaliað Egypta svikula ástkonu. Sadek er einnig sagður hafa neit- að að fara með Sadat í ferð hans tii Moskvu nýlega. Sadek á að hafa sagt að hann hafi farið til Moskvu þrívegis á einu ári án þess að það hefði borið nokkurn árangur. — Hjartavernd Framhald af bls. 2 neyzla meðal sextugra karla 5— 15. Hundraðshluti þeirra, er reykja meir en 25 sígarettur á dag fer lækkandi með hækkandi aldri. Einnig kemiur firam að um 25% þátttakenda eða helmingur reyk- imgamanna á a'ldrirautm 24—37 ára byrjuðu að reyikja 15—19 ára gamlir, en flestir hinna eldri byrj uðu reýkingar eftir tvítugt. Hin skýrslan mun fjalla um blóðfituefni s.s. kolesterol o.fl. >ar kemur fram m.a. að kolester- olmagn í blóði fs'lendiraga er með því haasta meðal nágrannaþjóða okkar. 1 tilefini af hjartamárauðimum í april, hefir verið ákveðið að gang ast fyrir þremur fræðsluerind- um í útvarpi og sýningu fræðslu myndar í sjónvarpi oig einnig verður gefið út sérstakt hátíðar blað af tímaritirau Hjartavernd. Af hálfu Hjartaverndar sátu fundinn Sigurður Samúelsson, prófessor, formaður Hjartavernd ar, Sigurliði Kristjénsson, for- stjóri, gjaldteeri Hjartaverndar, Jöhann H. Níelsson, fram- kvæmdastjóri Hjartaverndar, S+efián Júlíusson, rithöfundiur, Niteuláis Sigfússon, læknir Hjarta vemdar og Otti J. Björnsson, töi fræðmgur. Ritstjóranum Hohammed Hass anein Heiteal og Rússum mun einnig hafa lent saman að und- anförrau. Nýlega muri sovézik sendinefnd hafa tekið Hei'kal til bæna vegna andsovézkrar grein- ar. í A1 Ahram. Ritstjórinn svar- aði um hæl: „Ég er Egypti og læt mig því mestu varða egypzka hagsmuni, en þið eruð Rússar og látið ytekur varða ykkar eigin þjóðárhagsmuni. Þetta tvennt þarf ekki endilega að fara sam- an.“ Newsweek hermir einnig, að sex Rússahollir liðsforingjar hafi reynt að bjarga Aly Satory fyrrum varaforseta úr fangelsi siðast þegar Sadat var í Mos'kvu. Þeir ætluðu að gera það undir því yfirskyni að flytja ætt’ Sabry í annað fangelsi. Á síð- ustu sfcundu komst upp um áform þeirra og þeir voru allir handteknir að sögn Newsweek. Mintoff skipti enn um skoðun London, 26. febrúar — AP DOM Mintoff, forsætisráðherra Möltu, sendi Heath, forsætisráð- herra Breta, orðsendingu í morg- un, þar sem liann mnn hafa sagzt tilhúinn að hefja samn- ingaviðræður á ný. Kom þessi orðsending mjög á óvart, þvi I gærkvöldi hætti Mintoff skyndi- lega við að fara til Bretlands til viðræðna við Heath. Tók hann ákvörðunina nokkr- um mínútum áður en flugvél haras átti að fara af stað og gaf enga steýriragu. Haran hafði þá sjálfur beðið Heath um fund fyrr um daginn. — Búnaðarþing Framhald af bls. 2 unum, og fæðing þeirra hefur eftir þvi sem vitað er, gengið jafn greiðlega og alíslenzkra hálfa. Um blöndun ammarra holdakynja við íalenzka kúa- stofninn er hins vegar ekkert vit- að. Tekið skal fram, áð stjóm Bún- aðarfélags íslands hefur þegar fengið frumv'arpið til umsagnar og iagt til, að það verði að lögurn óbrteytt. ' 31 N ---— Aðalfun ouí* Félags ísl. stórka ujjíuanna AÐALFUNDUK Félags íslenzkra stórkaupmanna var haldinn í gær að Hótel Sagu. Árni Gesisson, formaður íéiagsins, lsauð fulitrúa veíkomna og sérstaklega bauð hann velkominn Torfa Hjartar- son, tollstjóra, sem var lieiðurs- gestur funöarins. Formiaður miraratist látiinina fé,- laga frá síðasta aðalfundi, þeirra Friðrilks Maginússonar, Halldórs Kj artanssonar og Kiistjáras L. Ge. t. ' oraair. Risu fundarmenm úsf . ætum til þess að miranast þeirra. Torfi Hjartarson, tollstjórC íiulti ávarp á íundinum og fJailU aði um ýmis atriði í tollamálutra. Gat hsinn þess m.a. að í gæ-tr helði tilskipun um tollheim'tu á! íslandi átt 100 ára afraæli. ' Sjötíu stór'kaupmeran sátu fundinin, en um 190 félagsraeninl eru í félaginu. Átti fundteíuira að ljúka í gærkvöldi. Fréttabréf úr Djúpi: Haf narmann- virki skemmast Bæjum 17. febrúar 1972. Á östeudaginn 16. þ.m. gerði hér vestan garra með éljum og hvessti nokkuð um kvöildið. Skemmdist þá nýbyggð ferju- brygigja í Æðey, sem þar var bygigð í suimar, og var til miteiila samgöngubóta og öryggis í sam banda við komiu Djúpbátsins þangað, en ekki Ihaufði verið geragið frá bryggju þessari á þann trygigilega hátt, sem ætlaS var. Ómögulegt getuir verið hjé bóndanum í Æðey að komast í Djúpbátinn, sem er eina sam- göngutækið hér í Djúpinu á vetrum, þar sem hann er að- eimis einn að karlmörmum til, með teorau sinni og dóttur, á krakka aldri. En synir þeirra hjóna á skólum og I atvinrau fjarverandi. Það sagði Guðrún húsfreyja í Æðey mér, að væri það fæsta i heimilá í Æðey það hún tlil rnyndi, en hún er þar upp alin. En þar var áður fyrr mann margt. Einnig tók sjóriran í þessum sama vestan garra, landiganginn ofan til við Brygigjuna í Bæj'um, sem var malarofaniburðiur sem sjór gengur yfir. Var gert við þessa bryggju fiyrir 2 árum fyr- ir mikla peninga, en ómögulegt var að fá því framgengt, að sfceypt yrði ofan á þennan land gangslkaifilað sem er um 10 m lang ur, heldiur voru 300 poikar af senmeinti stkildiu efitir á vegum bryggjunnar hér oig gerðir ónýt ir, og engum að gagni. Nökkur mjólteursala er hjá bændum í Bæjum og Unaðsdal, Hópferð á Wembley EINS og kunnugt er leika Ohel- sea og Stoke til úrslita um deilda bikarinn á Wembley 4. marz n.k. og komast færri að en vilja til að sjá þennan leik sem og aðra úrslitaleiki á Wembley. KR.-ing- um hefur þó einhvern veginn tek izt að útvega 20 sæti á Wembley þennan dag og hafa þeir í hyggju að efna til hópferðar á lei'kinn. Brottför er áætluð 29. febrúar og komið heim sunnudag inn 5. marz. Mikið er um að vera á knattspyrnusviðinu þessa viku í London, því að auk úrslitaleiks- ins verður leikið í deildakeppn- inni og bikarteeppninni. Þá má geta þess, að Benfica leikur við Fulham á Craven Oottage í sömu vi'ku. Allar upplýsingar um þessa ferð KR.-inga gefur Bjarni Felix son. DRCIECR og verða þeir nú að bera mjóite urbrúsana á bakinu frameft- ir brygigjiunni, og allan fóður- bæti og fl'utning til heimilisþarfa á bakinu einnig upp brygigjuna aftur, þar sem engiu tfarartætei er nú ifiært firam á bryggjiu. Eins metra hár vegtoatekinn stendur nú eins og rofabarð þvert yfir veg- inn. Þetta sama kom einni-g fyr- ir í fyrrahaust, og urðurn við einnig þá að bera á baikinu all- an fliutning til og frá Djúpbátn- um. Margtoúið er að biðja um að þetta verði lagað, en daufheyrzt verið við því fram á þennan dag. Kuldakast gerði hér noktera daga, en einmuna góð tíð hefir verið 'hér i vetur, og snjólétt, oig vona menn, að úr fari að ræt- ast þeim einnuna harðindum, og svellalögum, sem verið hatfa hér undanfariin 5 ár. J.Í.K. Dönsk vöru- sýning í Kína Hong Kong, 26. febrúar, AP. ERLING Jensen, viðskiptamála- ráðherra Danmerkur, kom til Hong Kong í dag. — Hann er fyrsti vestræni stjórnmálamaður- inn, sem heimsækir Kína eftir för Nixons Bandaríkjaforseta þangað. Jensen sagði í dag, að hann hefði alls ekki í hyggju aS kanna viðbrögð manna í Kína éftir heimsókn Nixons þangað, heldur mundi hann einbeita sér að því að efla útflutning Dana til Kína. Jensen fer með lest, á mánudag til Kanton, en þar hyggst hann dveljast í tvo daga. Á miðvikudag fer hann flugleiðis til Shanghai, þar sem hann verður í tvo daga og á föstudag kemur hann til Peking. Það er danska stjórnin, setn gengst fyrir vörusýningu í Kína dagana 6. til 17. marz og verður það fynsta evrópstea vörusýninig- in í Kíraa eftir menraingarbylt- iiraguraa. Daraiska Austur-Asiúfé- lagið á mikinm þátt í sýniragu þesisari. Haft var eftir Jensen viðskipta- miálaráðherra, að Kínverjar hefðu verið mjög samvinnufúsir varðandi þessa fyrirhuguðu viiru sýraingu og 'kvaðst hanra vonast til þess að geta dregiS mjög úr óhagstæðum viðskiptajöfnuði Dana við. Kína, sem er eins og stendur 5 á móti 1 Kína í hag. Ráðherranra sagði, að um 100 daras'kir atvinnuTekendur og kaupmenn myndu koma til þess- arar vörusýningar, sem haidira verður í Peking. Margir þes»- ara marana éru þegar komnir tif Hoing Kong, Bangkok, Singapone og Kuala Lumpur í viðskipt aef- iridum, áður en þeir halda Afrarai för simú til Kína.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.