Morgunblaðið - 27.02.1972, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1972
„Svartur sólar-
geisliu á íslandi KmáyriflflíÉ
Svartur sólargeisli, heitir nýtt ís-
lenzkt sjónvarpsleikrit, sem sjón
varpið frumsýnir á mánudagskvöld
og er leikritið eftir húsmóður í Kópa
vogi, Ásu Sólveigu.
Leikritið f jallar um reykvíska fjöl-
skyldu. Faðirinn er gamall milli-
landaskipstjóri og hefur lengst af
verið í siglingum- milli landa, en þó
eru mjög traust bönd á milli hans,
konu hans og þriggja dætra.
Tvær dæturnar búa heima ennþá,
en sú eizta hafði gifzt til Amerikiu.
Hún kemur heim eftir 5 ára fjarvist
með litinn son sinn, sem hún á með
hvítum manni sínum, góðborgara
með góða stöðu. En bamið er svart
og koma þar til erfðaeiginleikar föð-
urins, erfðir sem ekki var vitað um.
Allt hieypur í bál og brand og um
þetta fjallar leikritið, baráttu móð-
urinnar urn það hvernig hún eigi að
halda bami sinu svo vel fari, en um
leið vaknar sú spurning hvort hægt
sé að berjast við heiit þjóðfélag?
Kynþáttavandamái er fært heim til
Islands þótt í litlum mæli sé
og margt fer öðruvísi en ætlað var.
Ása Sólveig sagði í viðtali við
Morgunblaðið að hún hefði skrifað
þetta leikrit fyrir tveimur árum, en
að það hefði verið búið að vera tæpt
ár hjá sjónvarpinu þegar ákveðið
var að taka það til flutnings.
Leikstjóri á Svörtum sólargeisla er
Helgi Skúlason, en persónur og leik-
endur eru: Lárus, Valur Gíslason,
Elín, Guðbjörg Þorbjarnardóttir,
María, Helga Bachmann, Sigrún, Þór
unn Sigurðardóttir, Birna, Ragnheið
ur K. Steindórsdóttir, Árni, Sigurð-
ur Skúlason og Gunnar Björn Jón-
asson.
Upptöku stjórnaði Tage Ammen-
drup.
„Þetta er fyrsta leikritið mitt,“
sagði Ása Sólveig, „en ég hafði þó
gert eina tilraun áður. Annars þurfti
ég að breyta þessu leikriti talsvert
eftir að sjónvapið tók það til upp-
töku.“
„Hvert er efnið sótt?“
„Leikritið hef ég algjörlega spunn
ið upp úr mér. Ég þekki engan bak-
grunn að þræðinum úr lífi fólks, en
ef það slæðist eitthvað moralskt inn
í leikritið þá er það alveg óvart.“
Ása Sólveig er Reykvíkingur að
ætt og uppruna, en býr eins og fyrr
er sagt í Kópavogi. Eiginmaður
hennar er múrari, en þau eiga
3 börn. Ása Sólveig sagðist hafa
unnið úti þegar hún skrifaði Svart-
an sólargeisla, en nú væri hún hætt
þvi og sinnti búi og börnium ásamt
því að skrifa. Mestan kost við hús-
móðurstörfin kvað hún að þá væri
hægt að ráða tíma sínum.
„Ég þarf ekki að setja mig í nein-
stellingar til þess að skrifa,“
sagði hún, „eða komast í rólegt hprn.
Ég get alveg eins samið þó að krakk
arnir séu í sama herbergi eða næsta.
Krakkarnir trufla mig ekkert og mér
finnst það ekfeert afrek að geta unn-
ið þar sem börn eru.“
„Hefur þú haft einhver kynni af
leiklist áður?“
„Nei, engin, en ég var við upp-
tökuna á leikritinu og það tók sinn
tíma að komast inn í þessi vinnu-
brögð. Einnig bauðst mér að vera
við æfingar á leikriti í Iðnó, annað
hef ég ekki komið nálægt leiklist."
„Hvað hefur þú skrifað á eftir
Svörtum sólargeisla?“
Helga Bachmann í hlutverki sínu.
„Ég er með ófrágengið handrit fyr
ir sjónvarp og í Iðnó á ég sviðshand
rit hjá Leikfélaginu, en ég veit ekk-
ert hvort eitthvað verður úr þeim.
Mér detta oft í hug spurningar og
þeim reyni ég að svara í leikritun-
um. Mér datt til dæmis í hug hvað
gerðist ef íslenzk stúlka kæmi
heim með svart bam. Leikritið segir
eina sögu, sú næsta yrði ef til vill á
allt annan hátt. En teljum við okk-
ur ekki fordómalausustu þjóð í
heimi?"
Valur Gíslason og Guðbjörg Þorbj arnardóttir í hiutverkium sinum.
Bræðrafélag Grensássóknar
SÁ misskdningur virðist vera
ailtof almeninur hér á landi, að
nægifega vel sé séð fyrir starfi
kirkjunnar í hverju prestakalli,
þegar prestur hefur verið feng-
inn til þess að starfa þar. Ef
safnaðarstarfið á að vera lifandi
og öflugt, er þörf á aðstoð og
sjálfboðaliðsstarfi fjölmargra
safnaðarmeðlima, og þörfin er
því meiri siem safnaðarstarfið er
öflugra. Enginn prestur getur
komizt yfir að sinna öllu nauð-
symlegu starfi í söfmuðinum.
Þetta er flestum þeim ljóst,
sem áhuga hafa á málefnum
kirkjunnar. Þess vegna hafa ótal
margir einstaklingar tekið virk-
an þátt í kirkjutegu starfi um
land allt. Hér hefur munað mest
um starf margra kvenna, sem
lagt hafa hönd á plóginn, hve-
nær sem þörf hefur verið á. Og
það er langt síðan slíkt starf
varð skipulegt í f jölmörgum söfn
uðum. Um það bera vitni hin fjöl
mörgu og öflugu kvenfélög inn-
an kirkjunnar, sem starfa i
mörgum söfnuðum. Mun það
ótalið, sem slí'k félög hafa lagt
fram til stuðnings við kirkju og
kristindóm.
Einatt hefur farið svo, að hér
hefur hlutur karlmannsins orðið
allur annar og minni. Á þessu
hefur þó orðið nokkur breyting
hin síðustu ár. Sá skilningur
hefur vaknað og farið vaxandi,
að hér þurfi karlmennirnir að
taka til hendi ekki síður en kon-
urnar. Auðvitað hafa margir karl
menn lagt fram mikið starf í
þágu kirkju sinnar, en oft hefur
þótt skorta eðlilegan vettvang,
þar sem þeir gætu tekið höndum
saman í skipulegu starfi innan
vébanda kirkjunnar.
Nú hafa verið stofnuð bræðra-
félög í nokkrum söfnuðum, sem
hafa þótt gefa góða raun, Hafa
slík félög unnið mifeið og gott
starf, ekki sízt í söfnuðuim, þar
sem uppbyggingarstarf hefur
staðið yfir. Það hefur sýnt sig, að
slík félög geta reynzt mikils virði
fyrir söfnuðina ekki síður en
kvenfélögin.
Fyrir nokkru vaknaði áhugi á
því innan Grensássafnaðar, að
sli'kt félag yrði stofnað þar. Að
tilhlutan sóknamefndar var hald-
inn umræðufundur um málið og
kjörin undirbúningsnefnd til þess
að gangast fyrir stofnun félags-
VESTUB-fSLENDINGAB eru
um þessar mundir í óða önn að
undirbúa aldarafmæli fslendinga
byggðar i Manitoba. f því tilefni
hefur komið fram sú hugmynd
að gefa út sýnisbók um bók-
menntaverk íslenzkra höfunda í
Norður-Ameríku.
Talsmaður þessarar hugmynd-
ar er WiJI Kristjansson, ritstjóri
The Icelandic Canadian, og í til-
ins. Undirbúningsnefndin hefur |
nú lokið störfum, og ákveðið hef ]
ur verið að boða til stofnfundar j
bræðrafélags Grensássóknar j
þriðjudaginn 29. febrúar n. k. kL
20.30 í núverandi safnaðarheim-
iili í Miðbæ, Háaleitisbraut 58—
60.
Ég vil hvetja sem flesta karl-
menn í Grensássókn að mæta á
þessum fundi og ganga í þetta
félag. Grenséissöfnuður er enn
ungur að árum og margt er
ógjört í uppbyggingu safnaðar-
ins. Nú er bygging hins nýja
safnaðarheimilis komin á loka-
stig og verður væntanlega tekin
í notkun fyrir haustið. Okkur er
því mikil þörf á þvi að kalla sem
flesta safnaðarmeðlimi ti'l starfa
lögu sinni gerir hann ráð fyrir
að sýnisbókin verði í tveimur
bindum — annað um ljóðagerð
en hitt um óbundið mál. Hann
gerir ráð fyrir að sum ijóðin
verði þýdd á ensku, en önnur
eru upphaflega saminn á enska
tungu. Kristjansson lagði fram
með tillögu sinni langan lista
yfir skáld, rithöfunda og þýð-
endur sem gætu komið til greina
í slíka sýnisbók.
í söfnuðinum.
.lónas Gísla-son.
Sýnisbók með verkum
v-íslenzkra höfunda?