Morgunblaðið - 30.03.1972, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1972
Oitgefandi hf Árvakuc Reykj'avík
Fria'm'kvæmdas-tjóri Haraldw Svemsson.
Rittsitjófar M.attihfas Johannessen,
Eýjólifur Konráö Jónsson.
Aðstoðarritstjóri Sftyrmir Gunmarsson.
RiftS’tjórnarfwlIrtnúi Þíorbjjönn Guðrrvundsson
Fréttastjóri Björn Jólhanns.son
A'Uglýsingastjðri Árni Garðar Kristinsson
Ritstjórn og aígreiðsla Aðaistraeti 6, s?mi 10-100.
Augíýsingar Aðalistræti 6, sfmi 22-4-80
Ás'kriftargjald 225,00 kr á 'méniuði innanland®
I teiusasöilu 15,00 Ikr einta'kið
anna bendi til þess, að ágrein
ingur verði um málið innan
ríkisstjórnarinnar. Það kem-
ur í ljós eftir páska.
Það hefur lengi legið ljóst
fyrir, að nauðsynlegt væri að
ráðast í þessar framkvæmd-
ir á Keflavíkurflugvelli og
samkomulag hafði að mestu
tekizt við Bandaríkjastjórn
um, að hún stæði undir kostn
aði við þær, þar sem þær
væru nauðsynlegar vegna
starfsemi varnarliðsins á
Keflavíkurflugvelli. Þegar
stjórnarskiptin urðu í sumar
FLUGBRAUTIN Á
KEFL A VÍ KURFLU GVELLI
IJandaríkjastjórn hefur fyr-
** ir sitt leyti lýst sig reiðu-
búna til þess að standa
straum af kostnaði við leng-
ingu flugbrautar á Keflavík-
urflugvelli og aðrar endur-
bætur. í fréttatilkynningu,
sem Morgunblaðið birti í gær
segir m.a.: „Ákvörðunin um
að fallast á ofangreindar
framkvæmdir byggist á
þeirri skoðun ríkisstjórnar
Bandaríkjanna að lenging
þvefbrautarinnar og bætt að-
staða fyrir flugvélar varnar-
liðsins sé hagsmunamál bæði
hvað snertir flugöryggi og
varnarmátt Atlantshafsbanda
lagsins.“
í fréttatilkynningu Banda-
ríkjastjórnar kemur fram, að
framkvæmdir þessar geti haf-
izt innan tíðar, ef samþykki
íslenzku ríkisstjórnarinnar
liggi fyrir. í viðtali við Morg-
unblaðið í gær lýsti utanrík-
isráðherra því yfir, að ríkis-
stjórnin mundi taka þessa
ákvörðun fljótlega eftir
páska. Hennar verður beðið
með eftirvæntingu.' Annað
helzta málgagn ríkisstjórnar-
innar, Þjóðviljinn, lýsti því
yfir í gær, að tilboð Banda-
ríkjastjórnar væri „ógeð-
fellt“. Hins vegar birti mál-
gagn utanríkisráðherra frétt-
ina undir fyrirsögninni:
„Bandaríkin samþykkja braut
brautina“, en fellir niður
meginefni fréttatilkynningar-
innar. Engum getum skal að
því leitt, hvort þessi mismun-
andi viðbrögð stjórnarblað-
og vinstri stjórnin lýsti yfir
þeim ásetningi sínum að láta
varnarliðið hverfa úr landi á
kjörtímabilinu, dró Banda-
ríkjastjórn að sér hendur í
málinu. Síðan hefur mikið
vatn runnið til sjávar. Utan-
ríkisráðherra hefur gefið hin-
ar fjölbreytilegustu yfirlýs-
ingar um fyrirætlanir ríkis-
stjórnarinnar í varnarmál-
unum og samgönguráðherra
hefur farið í ferðalag vestur
um haf, sem vakti mikla at-
hygli.
Þegar þessi forsaga máls-
ins er höfð í huga er eðli-
legt, að Geir Hallgrímsson,
varaformaður Sjálfstæðis-
flokksins hafi eftirfarandi að
segja um þessa ákvörðun
Bandaríkjastjórnar: „Þetta
tilboð Bandaríkjastjórnar
hlýtur að verða túlkað á þann
hátt, að Bandaríkin álíti, eftir
viðræður við íslenzk stjórn-
völd, að ætla megi, að þau
telji ástæðu til að hafa varn-
arviðbúnað áfram á íslandi.
Þetta ætti að vera ljóst, þar
sem fjárveitingai ald í Banda
ríkjunum veitir ekki milljón-
um dollara af peningum
bandarískra skattborgara til
framkvæmda nema að gagni
komi einnig fyrir Bandaríkin
og öryggi í þessum heims-
hluta. Jákvætt svar íslenzku
ríkisstjórnarinnar mundi
einnig staðfesta þá skoðun,
að hér væri um nauðsynlega
framkvæmd að ræða vegna
íslenzkra öryggishagsmuna
og reksturs Keflavíkurflug-
vallar í framtíðinni, svo að
hann geti verið hlutverki
sínu vaxinn sem flugstöð á
Atlantshafsleiðinni.“
NÝ HAFTASTEFNA
BOÐUÐ
jVfikla athygli hefur vakið
sú yfirlýsing Steingríms
Hermannssonar, ritara Fram-
sóknarflokksins, í sjónvarps-
viðtali á dögunum, er hann
lét í ljós þá skoðun, að nauð-
synlegt væri að draga úr
neyzlu innanlands, byggingu
„stórra og fínna húsa“ og
bifreiðakaupum landsmanna.
Þessi ummæli eins helzta
ráðamanns í Framsóknar-
flokknum og aðrar yfirlýsing-
ar, sem komið hafa fram að
undanförnu í stjórnarblöðun-
um og hjá talsmönnum ríkis-
stjórnarinnar, benda eindreg-
ið til þess að nýjar efnahags-
ráðstafanir séu í undirbún-
ingi. Nú er öllum ljóst, að
nauðsynlegt er að stemma
stigu við þeirri gífurlegu verð
bólguþróun sem er að ríða
yfir. En hitt er svo annað
mál, að öllu skiptir, hvernig
á vandanum er tekið, þeim
heimatilbúna vanda, sem
vinstri stjórnin hefur kallað
yfir sig og þjóðina með stjórn
leysi í efnahagsmálum und-
anfarna mánuði. Ef marka
má ummsfeli Steingríms Her-
mannssonar eru úrræði
vinstri stjórnarinnar höft og
bönn. Það á að banna fólki
að byggja íbúðarhús, eftir því
sem efni og hugur standa til.
Og ekki er örgrannt um, að
almenningi finnist sumir þeir,
sem þannig tala, sízt til þess
fallnir. Það á að gera almenn-
ingi ókleyft að endurnýja
bifreiðaeign sína með eðlileg
um hætti og það á að draga
úr neyzlu, sem með öðrum
orðum þýðir kjaraskerðingu.
Þessara ráðstafana vinstri
stjórnarinnar verður áreiðan-
lega beðið með eftirvæntingu.
íslendingar þekkja höft og
bönn frá tíð fyrri vinstri
stjórnar og eru ekki ginn-
keyptir fyrir þess konar
1 stjórnarháttum á ný.
Jóhann Hafstein
í yiðtali
yið Morgunblaðið
0 Öryggis- og varnar-
málin verða að komast á
traustan grundvöll.
0 Raunverulegar kjara-
bætur eyðast í vaxandi
verðbólgu.
0 Það stefnir að sívax-
andi ríkisafskiptum sam-
fara rýrnandi verðgildi
krónunnar.
0 Þenslan stefnir at-
vinnulífinu í voða og dreg-
ur úr hagkvæmum umsvif-
um einstaklinganna.
0 Sveitarfélögin þurfa
aukið frjálsræði og skýr-
ari verkaskiptingu við
ríkið.
Peg:ar núverandi ríkis-
stjórn hefur setið um átta
mánaða skeið rúmlega er eðli
legt, að menn velti því fyrir
sér, hvert stefnir og í hverju
breytingarnar á stjórnarhátt
um virðast einkum fólgnar.
Uang-t er komið fyrsta þing-
haldi ríkisstjórnarinnar, og
segir það sína sögu. Mbl. hef
ir átt viðtai við formann
Sjálfstæðisflokksins dóhann
Hafstein, um þessi viðhorf,
og fer það hér á eftir.
VAXANDI ERFIDLEIKAR
Það er eins og stjórnar-
siranar nú vilji kenraa ýms-
um vaxandi erfiðleik-
um syndum fyrri stjórnar.
Hvert er viðhorf þitt til
þessa ?
Það er annar tónn en
í sumar, þegar stjórnin tók
við. Þá var efnahagsaðstað-
an metin svo af henni sjálfri,
að fært þótti að lofa 20%
kjarabótum til launþega á
næstu tveim árum og ýms-
um fleiri hlunnindum, svo
sem styttingu vinnutíma,
leragra orlofi o.fl.
Mér finnst einn véigamesti
og eftirminnilegasti þátt-
ur stjórnarsamstarfs við-
reisnartímabilsins, að það
tókst að mæta hinum gífur-
legu áföllum áranna 1967 og
1968 með einurð og fiestu og
þeim árangri að við komumst
aftur fljótt upp úr öldudaln
um. Erfiðleikarnir voru svo
miklir að þáverandi stjórnar
andstaða var kvödd til ráðu
neytis og hugsanlegs sam
starfs haustið 1968. Þeir
lögðu þá ekki á borð með sér
nein ráð, en viðreisnarstjórn
in og þáverandi stjórnar
flokkar báru einir þungann
og ábyngðina.
BATINN RANN EKKI
ÚT I SANDINN
En árferðið, aflabrögð
og verðlag erlendis batn-
aði.
Jú, vissulega, en ábyrgar
stjórnarráðstafanir höfðu
ekki siður sín áhrif og
án þeirra hefði batinn runn-
ið út í sandinn. Það byrjar
að rofa til 1969 og síðan held
ur áfram vaxandi þjóð-
arframleiðsla og þjóðartekj-
ur á mann hafa aldrei orðið
meiri en á sfiðasHiðnu ári.
Við slíku búi er gott að taka
þegar ný ríkisstjórn tekur
við völdum. Aldan reis hærra
en 1966, eftir hið geysihag-
stæða skeið fyrstu viðreisn-
aráranna frá 1960. Lítum bara
á iðnaðinn, þar hefir fram-
leiðslan aukizt um 13% á ári
tvö ár í röð. Mun það vera
mesti vöxtur, sem verið hef-
ir í iðnaði nokkurn tíma.
NÝR SKIPASTÓIX VAR
BYGGÐUR
En þið eruð ásakaðir fyr
ir að hafa gleymt sjávar-
útveginum á viðreisnar-
timabilinu, sérstaklega
endurnýjun togaraflotaras?
Gott, að þú minntist
á þetta. Sjaldan fyrr hefir
meiri endurnýjun og umsköp
un átt sér stað I sjávarút-
vegi. Islendingar eignuð-
ust spánýjan fiskiskipafiota,
betur búinn að tækjum og af
kastagetu en áður. Það er
svo rétt, að hann var byggð-
ur upp eiras og einstakling-
arnir þá vildu hafa hann, út-
gerðarmenn, sjómenn og lika
sveitarfélög. Þetta voru
öðru fremur ný og
stærri síldveiðiskip, miðuð
við veiðiskip okkar þá. Eft-
irspurnin eftir togskipunum
var ekki fyriir hendi. Togara
útgerð erfið og rí'kisstyrkt,
enda togurum meinaður að-
gangur að landhelginni.
Á áratugunum 1960—1970
óx fiskiskipastóllinn á stærð
inni frá 100—500 brúttórúm-
lestir, hvorki meira né minna
Almenningur ót