Morgunblaðið - 30.03.1972, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1972
17
I>esssa mynd tók Ölafiir K. Magm'isson af þingrflokki S.jálfstæOisflokksins í Alþingrisluissgrarðinnm fyrir nokkru. Frá v.: Pétur Signrðsson, Sverrir Hermanns-
son, Matthías Bjarnason, Mattliías A. Mathiesen, Ingólfur Jónsson, Lárus Jónsson, Gunnar Gíslason, Auð ur Auðims, Jóhann Hafstein, Geir HaUgrímsson,
RagnhUdiu- Helgadóttir, Ólafur G. Einarsson, Oddur Ólafsson, Guðlaugur Gíslason, Friðjón Fórðarson, Gimnar Ti)oroddsen, Pálmi Jónsson, Steinþór Gests-
son, Jón Árnason,Magnús Jónsson, EUert B. Schram og IÞorvaldur Garðar Kristjánsson.
en um 317%. Hér munar veru
lega um fiskiskip á bilinu
200—300 rúmlestir, en ein
mitt þessi skip urðu síðar not
uð mikið til togveiða og einn
ig mörg hinna minni nýju
skipa. Sennilega hafa aldrei
fleiri íslenzk togskip áður
verið að veiðum á miðunum
hér, þótt eldri togararn-
ir hafi gengið úr sér.
HAFIN VAR BYGGING
SKUTTÓGARA
Nú er sagt að ríkisstjórn
in sýni mikið framtak með
nýbyggingu skuttogara?
Má vera. En fyrrverandi
rikisstjórn hafði gengið frá
löggjöf, fjáröflum og öðru til
byggingar á stórum, allt að
1000 tonna skuttougrum, í
samvinnu við þá, sem áhuga
höfðu fyrir smíði þessara
skipa. Einnig stuðlað að
kaupum á minni skuttogur-
um, sem ekki voru nýsmíði,
en hafa reynst ágætlega. Fyr
ir sitt leyti hafði fyrrverandi
ríkisstjórn heimilað Vestfirð
ingum kaup á 5 skuttogur-
um af minni gerð frá Noregi.
Við töldum líka alveg bráð-
nauðsynlegt að huga að hags
munum innlendrar stálskipa-
smíði. Stökkbreytingar eru
varasamar. Annars er mér
ekki kunnugt um, að í tíð nú
verandi stjórnvalda hafi enn
verið gengið frá kaupum á
nema 5—6 skuttogurum, —
frá Spáuii. Og sennilega er
enn alveg óséð fyrir fjáröfl-
un til Fiskveiðasjóðsins, sem
setlað er að breyta stuttum er
lendum lánum til skipa-
kaupa, 8 ára, í allt að 20 ára
lán. Vonandi tekst vel til áð-
ur en lýkur.
ER MESTA
FRAMFARASKEIÐIÐ
HROLEVEK J ANDI ?
. Ertu svartsýnn á horf-
urnar?
Það sagði ég ekki. En það
bendir allt til þess, að mjög
muni hægja á vexti bæði
þjóðarframleiðslu og þjóðar-
tekna á þessu ári og að hann
verði ekki i hinum þýðingar-
meiri grundvallaratvinnu-
greinum, heldur fremur i
byggingariðnaði og þjónustu
greinum. Ríkisstjómin á
e.t.v. enn eftir, þrátt fyrir
nýafgreidd skattalög, að
glíma við frekari fjáröflun
áður en þingi lýkur. En ég
óttast, að allt stækki það rík
isgeiirann, þ.e. síauki rikis-
fjármögnun, sem er að mín-
um dómi ekki það vænleg-
asta. Sparnaður eykst ekki í
landinu þótt riksisjóður yfir
bjóði sparisjóði og banka og
taki þeirra fé þannig tii sinn
ar ráðstöfunar. Viðskiptajöfn
uðurinn við útlönd fer versn
andi og það mun sennilega
ganga alvarlega á gjaldeyris
forðann á þessu ári. Gengi
krórrunnar var felilt um ára-
mótin, — að visu i tengslum
við gengisfall dollars. En
enginn millivegur var farinn
milii dollars og annars gjald
miðils, þótt við seljum um
40% útflutningsframleiðslu i
öðrum gjaldeyri en dollurum.
Fólkið finnur hvernig verð-
gildi krónunnar minnkar 1
búskap þess. Þvi valda með-
al annars margháttaðar og
miklar verðhækkauiir heiztu
neyzluvara almennings.
Á áratugnium 1960—1971
jókst einkaneyzla í landinu
um 7%, eða ívið meira en
þjóðartekjur, en það svarar
til 5,% vaxtar á ári. Fjár-
munamyndun jókst um ca.
62%, eða 4,5% á ári, en sam-
neyzla, þ.e. þjónustuútgjöld
hins opinbera, um 79%, eða
5,3% á ári. Það er þetta, sem
núverandi stjórnarherrum
finnst hrollvekjandi að
hugsa til. Þeirra bíður út-
tektin síðar.
Þjóðarauðurinn, þ.e. af-
skrifuð verðmæti fastafjár
muna, véla og tækja, ásamt
einkabifreiðum, jðkst á síð-
asta áratug um 72%, og svar-
ar ofangreind aukning til
þess, að um 60 milljarða kr.
verðmæti hafi myndazt á
tímabilinu, en verðmætisupp
hæð þjóðarauðsins var við
árslok 1970 áætluð 145,7
milljarðar króna.
FJÁRLAGAAFGREIDSLAN
Amæilisverð
Það má segja að nú sé
annað þingbléið á þessum
vetri. Það væri fróðlegt að
heyra, hvað þér finnst
einkum einkenna þinghald
ið undir nýrri stjórnarfor-
ustu?
Ef litið er yfir þinghald-
ið fyrir jól er afgreiðsla fjár
laganna veigamest, auk
nokkurra málaflokka stjórn-
arsamningsins, sem komu þá
til afgreiðslu.
Fjárlagaafgreiðslan var
seinvirk, þunglamaleg og
hlaut að vonum þunga gagn
rýni. Útgjaldaaukningin
reyndist gifurleg, um 50%
frá fjárlögum ársins 1971.
Ekki lánaðist stjórnarliðinu
að fá lögfesta tekjuöfiun til
þess að mæta útgjöldunum áð
ur en fjárlögin voru af-
greidd. Sýnt var þó framan
í ný skattafrv., sem skyldu
afgreiðaist síðar.
Hver voru önnur helztu
mál fyrir áramót?
Öryggis- og varnarmálin,
landhelgismálið; almanna-
tryggingar og lögin um fram
kvæmdastofnunina með sín-
úm „kommisörum" og lítt tak
mörkuðum möguleikum tii si-
vaxandi ríkisafskipta.
ÖRYGGIS OG
VARNARMÁLIN VERÐA
Afram í
SMfkSUÓSIM
En afgreiðsla öryggis-
og varnarmála er ekki lok
ið enn í þinginu. Hver verð
ur framvindan á næst-
unni?
Nei, þeim er ekki lokið og
við munum fylgja eftir fyrri
gagnrýni á framhaldi þings-
ins eftir páiska. Þetta á ræt-
ur að rekja til þess að rík-
isstjórnin boðaði aðgerðir áð
ur en hún hugsaði.
Utanríkisráðherra hefiir
þótt rétt að telja það van-
traust á sig þegar við Sjálf-
stæðismenn buðum aðstoð
okkar til þess að forða hon-
um frá meiri skaða af völd-
um kommúnista en orðinn
var. Þetta er næsta hæpin al
staða, en þó hefir gagnrýni
okkar leitt til þess, að
þriggja manna ráðherra-
nefndin hefir haft hljótt um
sig. Erfitt hefir reynzt
og reynist enn, að átta sig á
því, að hverju utanríkisráð-
herrann stefnir, hann hefir
verið full fjöllyndur í yfir-
lýsingum, þótt málin skýrist
væntanlega á næstunni.
Hannibal Valdemarsson er
eini ráðherrann, sem enga
tæpitungu talar við kornmún
istana. Hann þekkir þá bezt.
Nokkrir þingmenn Fram-
sóknarflokksins hafa líka gef
ið nægjanlega skýrar yfir-
lýsingar til þess að ljóst er,
að þingmeirihluti er ekki fyr
ir hvatvislegum aðgerðum í
varnarmálunum. Utanrík-
isráðherra lýsti yfir í haust,
að hann mundi hefja athug-
un og viðræður um varnar-
málin eftir áramót. Nýverið
lýsti hann yfir, að til'lagna
frá honum væri ekki að
vænta á þessu þingi. Það er
barnaleg skammsýni hjá ut-
anrikisráðherra, þegar hann
telur sig hvergi hafa orðið
varan við undrun manna á er
lendum vettvangi vegna
ráðleysis og fálmkenndrar af
stöðu í öryggismálum.
MISTÖKUM í
LANDHELGISMÁLINU
ÆTTI AÐ VERA I.OKÍD
Það hefir þó betur tekizt
með landhelgismálið?
Það er rétt. Samstöðu var
unnt að ná við stjórnarand-
stöðuna nú, etfiir að þó
höfðu verið felldar veiga
miklar tillögur hennar um
víðari fiskveiðiiögsögu á
landgrunninu.
Stundum tala menn um yf-
irboð af okkar hálfu, þegar
við vildum nú miða við 400
metra jafndýpislínu, þar sem
hún lægi utar 50 sjómílum.
Það voru skýr fyrirmæli
þingsályktunar fyrrver-
andi ríkisstjórnar frá 7. april
1971, að þannig skyldi fisk-
veiðilögsagan ákvarðast. Nú
eru menn i vaxandi mæli
kviðafullir vegna þess,
hverju sleppt hefir verið að
sinni. Það skaðar ekki út í
frá, að mönnum sé þessi hlið
málsins full ljós. Mestu skipt
ir að sýna fullkominn ein-
hug út á við. Þetta tókst þvi
miður ekki í fyrra á Alþingi
með þáverandi stjórnarand-
stæðingum. En er full ein-
lægni innan rikisstjómarinn
ar sjálfrar? Það er opinbert
leyndarmál að afbrýðisemi
ríður þar húsum. Sjávarút-
vegsráðherra sendir „legáta“
út í lönd til mjög annarlegs
erindisreksturs. Ekki er
hann þó utanríkisráðherra
og heldur ekki forsætisráð-
herra. Sjálfur heldur hann
blaðamannafund og lýsir yf-
ir, að viðræðum við Breta og
Þjóðverja sé nánast lokið.
Allt annað segja forsætisráð
herra og utanríkisráð-
herra við okkur fulltrúa
stjórnarandstöðunnar í
landhelgisnefndinni, sem rík
isstjórnin óskaði eftir að við
tækjum þátt i til samráðs um
þetta mikilvæga mál Ég vil
aðeins vona, að gifta ráði að
gerðum okkar og rik ábyrgð
artilfinning eins og þegar 60
þingmanna samstaða náðist á
Alþingi þann 15. febrúar s.l.
Það er mál að linni leikara-
skap og persónulegri auglýs
ingahneigð.
ÖNNUR MÁL
Hvað um almannatrygg-
ingarnar?
Um þær var enginn ágrein
ingur, enda framhald af fyrri
löggjöf og yfirlýsingum úr
röðum núverandi stjómar-
andstæðinga.
En „báknið", sem þú kall
ar svo, á þinginu fyrir jól?
Mér er sagt, að það sé bú-
ið að leigja sér húsnæði við
hæfi slíkrar stofnunar. Ann
ars skulum við leyfa reynsl-
unni að bera þessu ríkis-
bákni vitni.
En viðfangsefnin eftir
áramót?
Skattamálin fyrst og fremst
og svo rannsókn kjörbréfa.
Það hefir orðið næstum
daglegur viðburður, að þing-
menn stjórnarliðsins sendu
inn fyrir sig varamenn í tíma
og ótima. Jafnvel vegna fjar
veru í einn til tvo daga. Hér
hefir verið um gróflega mis-
notkun að ræða, sem öllum
er nú ljóst að stemma verð-
ur stigu við. Þegar svo sjáv
arútvegsráðherra stökk af
þingi „vegna annríkis", held
ég, að flestum hafi ofboðið
háttalagið. Málið er nú til at-
hugunar á vegum formanna
þingflokkanna.
HIN NÝJU SKATTALÖG
VALDA MIKLUM
VONBRIGÐUM
En skattamálin?
Þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins hafa lagt sig mjög
fram um það að koma þar
lagfæringum að. Ég fullyrði,
að ólíku er saman að jafna,
kunnugleika og vinnubrögð-
um þingmanna Sjálfstæð-
isflokksins og stjórnarliðs
ins í þessum málum. Vona ég,
að almenningi sé þetta full-
ljóst af fréttum útvarps og
blaða. Verð ég hér að láta
nægja að vitna til mjög vand
aðra nefndarálita, bæði varð
andi gagnrýni og stefnumóit-
un okkar hjá þeim þingmönn
um Sjálfstæðisflokksins, sem
um þessi skattamál fjölluðu I
nefndum þingsins, og i marg-
ar ræður þingmanna okkar,
en eins og ég sagði, þá vann
þingflokkurinin í heild að
mjög málefnalegri skoðun
þessara vandasömu mála og
hefir Morgunblaðið birt mik-
ið af þingræðum Sjálfstæðis-
manna til skýringar þess-
um málum —- og reyndar eirin-
ig flutt túlkun andstæðing-
anna, sem er og mikilsvert.
Ég býst við, að næsti þátt-
ur þessara mála gerist, þegar
skattborgurunum berast
skattseðlarnir í vor.
Skattamálin voru fránnuna-
lega ilila undirbúin og mörg
ákvæði meingölluð og eins
liklegit, að ieiði til málaferla
eða a.m.k. mikilda vonbrigða.
nAin samvinna í
ÞINGFLOKKNUM
Aðstaða þingflokksins
hlýtur að vera verulega önn
ur nú í stjórnarandstöðunni?
Vissulega — og mér er
ljóst að blöðin eiga erfitt með
að koma á framfæri svo sem
skyldi þeirri margháttuðu
gagnrýni, sem jafn stór
og einbeittur þingflokkur og
Sjálfstæðismanna hefir lagt
af mörkum í vetur á Alþingi.
Hver einstakur þingmaður
okkar hefir verið mjög virk
ur í starfi og samvinna inn-
an þingflokksins hefir verið
mjög náin.
tast, að hverju stefnir