Morgunblaðið - 30.03.1972, Side 28

Morgunblaðið - 30.03.1972, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1972 Tvrmw l'.STULKA OSKASTl I þýðingu Huldu Valtýsdóttur. „Ég efast um, að ég hitti hana aftur,“ sagði ég. Það gat verið satt. En þó var ég ekfei yf- ir það hafinn að velta því fyrir mér, hversu staðföst neitun Pennyar væri gegn fortölum Gii berts. „Er hún yngri en ég?“ „Ncvkkrum árurn ymgri.“ „Hver er hún ?“ „Hún er dó'.tir Roys Vander- vane.“ „Er hann ennþá á dagskrá? Og kom sá svarti til að jafna ium þig?“ „Nei, hann var að biðja mig að hjálpa sér með smávegis." „Léttlyndur náungi." „Eigum við ekki helzt að vera það öll nú til dags? Hvað um þig og hinn vininn? Efeki heyr- ist mér á lýsimgum þimurn að hann sé nærri eins aðlaðandi og ég. Reyndar sagðir þú það sjálf. En ég þykist vita, að hann geti verið bæði skynsamari og betri. Og þú vilt hafa hann. Þess vegna á þér að standa á sama, hvað ég geri.“ „Nei, það er bara eðlilegt að mér standi ekki á sama. Það væri ekki sanngjarmt ef ég fár- aðist yfir þvi og reyndi að fá þig til að hit'a hana ekki fram- ar. En ég hef ekiki gert það.“ „Nei, það máttu eiga.“ „Þakka þér fyrir. Hinn er töluvert skynsamari en þú og nærri því eins góður,“ sagði hún og gaf þar með upplýsing- ar ótilkvödd í annað skiptið þetta kvöld. hvers vegna þér er ekki sama." „Ef þú skilur það ekki, þá verður að hafa það. Og nú töl- um við ekki meira um þetta. Ég skal ekki minnast á það aftur að fyrra bragði og ég skal ekki gefa í skyn að ég sé að hugsa um það, þó að ég minnist ekki á það.“ Hún stóð við þau orð og það kom mér ekki á óvart. Hún sleppti því meira að segja að vera svolítið ólundarleg og ann ars hugar eins og var þó hennar vani um miðbik vikunnar. Við snæddum kvöldiverð á „Bert orelli" við Oharflottegötu og fór um síðan í bíó. Myndin fjallaði um kjarorkukofbát og var spennandi reyfari og valin af mér. Sjálf hafði húm stungið upp á að við sæjum ungverska mynd um ævi Liczts, vegna þess að hún hélt að ég kysi hana frekar. Þó grunaði mig að Pennyarmálið væri ekki fullaf- greitt af hennar háflu og var því við öllu búinn, þegar hún spurði næsta morgun. „Douglas, ertu upptekinn á mánudaginn ?“ Ég dró upp minnisbókina. „Há'lft í hvoru. En ég gat sleppt því. Æ*]ai'ðu ekki að fara til pabba þins þá, eins og þú ert vön ?“ „Jú, en mér datt í hug, að þú kæmir Mka. Hann hefur svo oft spurt um þig.“ „Bara við þrjú?“ „Já. Ég gæti þá komið um sex- leytið hingað," sagði hún og leit út um gliuggann, „og svo fær- um við til hans kortér fyrir sjö.“ „Ágætt. Þá segjum við það.“ Mér tokst eins og venjulega að fá hana ofam af þvi að þvo upp eftir morgunmatinn og við kvöddumst. Síðan þvoði ég upp, skrifaði bréf og ráfaði um íbúð ima, þangað til merki var gefið með þremur stuttum hrinigingum á dyrabjölluníni. Það táknaði að Gwyenth Iqbal var farin í vinn- una og ég gat setzt við píanóið og farið að æfa mig. Faza-1 Iqbal var enn heima og mundi verða næsta klukkutíimann. Honum var heldiur ekki um æfimgar móm ar geíið, en sýndi mér meira um burðarlyndi, vegna þess að ég var líka umburðarlynid'ur gagn vart óstyrkuna væluhljóðum og hvel'Ium skellum, sem komu úr einhverju furðuhljóðfæri hans. Ég fór yfir Beethoven op. 109. Fyrst kafla og kafla í senn og siðan allan, þegar ég var búinn að f'á mér meira kaffi. Þá ákvað ég með sjálfum mér að Iqbal hjónin hefðu nokkuð til síns máis. Fingumir höfðu fylgt boð um frá heilanum allvel en heii- inn starfað slælega, verið latur. Ég ákvað líka með sjálfum mér, að helzta afsökum mín fyrir að hafa ekki lagt fyrir mig einleik á píanó, fékk varla staðist. Hún var nefnilega sú, að kennarinn minn hafði þverskaliast við að lofa mér að fást við strengja- hljóðfæri og setjast í hljómsveit. Æfingarnar héldu mér að visu við, en líklegra var mér nær að æfa fingrasetningunia á ritvél og reyna að lemja eitthvað saman af viti. Þegar klukkan var hálf tðlf var ég búinn að fá nóg og ákvað að halda af stað niður í miðborg- ina. Að vísu voru 45 mínútur til stefnu, en ég vonaði að eitthvað skemmtilegt yrði á vegi mínum tii að tefja tímann, skrúðganga „Ég skál. Samt skil ég ekki, eða umferðarstöðvun. En mér varð ekki að ósk minni. Vagn- stjóramir i strætisvögnunum tveim, sem ég þurfti að taka, óku af slíkri leikni og með slík- um hraða að með íádæmum var, rétt eins og þeim hefði verið hótað brottrekstri, ef þeir kaam- ust ekki á áfangastað á mettíma. Klukkuna vatnaði tvær minút- ur í tólf, þegar ég gekk upp tröppumar á Alexandra Hall. Hauslíítill náungi í einkennisbún ingi kom á móti mér í anddyr- inu og bandaði mér burt, með hendinnd. Svo þekkti hann mig og setti upp vandlætingarsvip i staðinn. „Það er verið að æfa,“ sagði hann. „Já, sir Roy sagði mér það.“ Mér sýndist hausinn á honum minnka um svo sem hál'ft hatt númer. „Þeir sitja inni einir tólf eða f jórtán.“ „Nú, ég verð þá ekki eini áheyrandintn." „Hvert er naifnið ?“ Eftir nokkrar vangavel'tur um hvort ég héti Yandell eða Randall, átti hann í innri baráttu smástund, líklega um það, hvort hann ætti að fara firam á að leita á mér, en hleypti mér 'loks inn. Ég fökk mér sæti afitan við miðju hússins, þar sem ég vissi að hljómburðurinn var beztiur. Roy var á skyrtunni með tón- sprotann í hendinni og nótumar fyrir framan sig. Skyrtan var ljósbleik með pifum í bak og 'fyrir og hefði sjálfsagf fallið vel í smekk Vivienne. Hljóðflæra- leikararnir hlustuðu á hann með athygli. „Fyrsta óbó,“ sagði hann. „Mundu að halda tónimum ai- veg fram að næsta merki. Og þriðja og fjórða klarinett: dálít ið sterkara en iægra 'firá fyrstu flautu. Og öll strengjahiljióðfæri: svolítið meiri tiflifinningu ef hægt er. Reynið að syngja með. Ég veit að margir bjálfar 'leggja mikið upp úr þvú, en ég er hrseddur um, að þeir hafi rétt flyrir sér. Ég mundi nota ann- að orð yfir það, en það er vist ekki til. Munið að leika eikki af fufllum kraflti strax. í þessum löngu verkum verða menn að halda svölítið aft- ur af sér, annars er alflur vindur úir manni, áður en kem- ur að lokakaflanum. Nú töbum við þennan þátt aftur all- an. Jæja, tilibúnir? Ágætt.“ Hann saup á glasi, sem óvin- ir hans hefðu sjálifsagt fu’Xyrt að innihéldi vodka, en ég vissi að var bara vatn. Hann varð að njóta sannmælis þrátt fyrir Prjónauppskriftir O Ase Luna Jensen fyrir lopa og eingirni eru komnar. ÍSLENZKUR HEIMILISIÐNAÐUR, Laufásvegi 2 — Hafnarstræti 3. velvakandi 0 Um kaup iðnnema Tryggvi Þór Aðalsteirisson skrifar fyrir hönd Iðnnemasam bands íslands: „Reykjavík, 24. marz 1972. Vegna bréfs í dálki yðar fimmtudaginn 23. marz sl. frá Þór Ottesen um kaup iðnnema vill Iðnnemasamband íslands taka fram eftirfarandi: í lögum um iðnfræðslu nr. 68/1966 og nr. 18/1971 og í reglu gerð um iðnfræðslu er hvergi ákvæði um, að þeim iðnnemum, er sitja í iðnskóla að loknum námstíma, skuli greitt sveins- kaup. Ekki er heldur neitt á- kvæði um þetta atriði í þeim samningum, sem gerðir hafa verið fyrir hönd iðnnema um kaup þeirra og kjör. Stjórn Iðnnemasambands ís lands er jafnframt ekki kunn- ugt um, að dómar hafi fallið, þar sem gert er að skyldu að greiða sveinskaup í umræddu tilviki. Því má ætla, að maður sá, sem Velvakandi bar þetta undir, hafi rétt fyrir sér, þegar hann segir, að meisturum bea'i ekki skylda til þess að greiða sveinskaup á umræddum tíma. Vegna þessara hluta vill Iðn nemasamband íslands taka skýrt fram, að það er mikið ábyrgðarleysi af sumum iðn- meisturum að sjá ekki til þess, að iðnnemar þeirra ljúki skóla- náminu innan marka námstím- ans. Jafnframt hefur iðnnem- um þótt það furðu sæta, að hið svokallaða annakerfi, sem ný lega hefur verið komið á við Iðnskólann í Reykjavík, gerir ekki ráð fyrir því, að nemend- ur geti farið á milli bekkja á sama vetri, ef þeir sjá fram á að þeir ljúki námstíma sínum, áður en þeir geta lokið skóla- náminu samkvæmt þessu kerfi. Það er því greinilegt, að þetta nýja annakerfi Iðnskólans þarf þegar í stað endurskoðunar við. Iðnnemiasamband íslands vill einnig taka fram, að þar sem margir iðnmeistarar hafa greitt nemum sínum sveinskaup, á meðan þeir sitja í skólanum að námstima loknum, er komið fordæmi á, að slikt verði að undantekningalausri neglu. — Iðnnemar búa við svo kröpp kjör, að ekki er ástæða til að ætla, að um ósanngjamar kröf ur sé að ræða frá þeirra hendi hvað varðar kaupgreiðslur þeim til handa í umræddu til- viki. F.h. Iðnnemaisambands íslands Tryggvi Þór Aðalsteinsson". 0 Óánægður öryrki Maður, sem á heima suður með sjó, skrifair (og setti sér fyrirsögnina sjálfur); „Komdu sæll, kæri Velvak- andi! Ég má til með að skrifa þér fáeimar línur, en ég ætla að biðja þig um að birta ekki nafn mitt undir bréfinu, en ég ætla að láta nafnnúmer mitt undir það. Ég ætla ekki að gera þetta að pólitísku þrasi, eins og al- þingmennirnir okkar hafa gert á síðustu þingum. Ég, sem skrifa þetta bréf, er búinn að vera tuttugu ár lífeyris- þegi hjá Tryggingastofnun rík isins, og ég varð fyrir vonbrigð um með að Magnús Kjartans- son tryggingaráðherra komm- únista, skyldi gleyma okkur ör yrkjunum, þegar nýja trygg- ingafrumvarpið var búið til. — Fyrir árið 1971 hafði ég sem 100% öryrki kr. 117.600 á ári, 9800 kr. á mánuði eða 327 kr. á dag. Fyrir árið 1972 á ég að hafa samkvæmt nýju lögun um 120.000 kr. á ári eða 10.000 kr. á mánuði eða 333,25 kr. á dag, og hækkunin er kr. 2.400 á ári eða 200 kr. á mánuði eða kr. 6,70 á dag. Mér þætti gaman að fá upplýsingar um það, hver býr til svona lagaleysu. Ég hélt að það ætti að fara að bæta okkur lífið, en ekki að draga af okkur. Ég er svo heppinn, að ég hef aldrei þurft að vera á spít ala og aldrei farið á heilsuhæli til að slappa af, eins og forsjór arnir segja. Ég las það í Lög- birtingarblaðinu, að það kost- aði kr. 3.800 á sólarhring eða kr. 114 þús. á mánuði að liggja á Borgarspítalanum. Ég vona, að ég þyrfi aldrei að liggja á svona dýru ríkishóteli. Ég ætla að biðja tryggingamálaráðherra að lofa mér að hvílast á Hótel Esju, þegar ég þarf að slappa af, því að það kostar ekki nema 400 kr. á sólarhring. Ég hugsa, að það verði margur maður hissa, að öryrkjastyrkurinn skuli ekki vera hærri_ eftir allt þetta stjórnarþras. Ég hugsa, að alþingismönnunum og ráð- herrunum þætti þetta ekki hátt kaup eftir tuttugu ár sem líf- eyrisþegi. Það væri anzi gam- an, ef þessir menn reyndu að lifa af þeissum fáu krónum, sem við eigum að láta okkur nægja fyrir öllu, bæði stóru og smáu, ég hugsa að þeir færu ekki á bar inn á Hótel Sögu með afgang- inn eftir fyrsta mánuðinn, ég hugsa að þeir færu allir á Borg arspítalann. Jæja, Velvakandi góður, ég vona, að þú birtir þetta orðrétt frá minni hendi, því að þetta er ekki skifað í pólitískum á- róðurstilgangi, en ef ég fer ekki rmeð rétt mál, þá ætla ég að biðja tryggingaráðherra um að leiðrétta þetta hjá mér, en ef þetta er rétt, þá ætla ég að biðja um ríkisstyrk, eins og forstjórarnir orða það. Með fyrirfram þökk, 2530-3267“. 0 Bréfavinir í Noregi, Bandaríkjuniim og Englandi Nú er páskafrí, skólafrí hjá öllum krökkum. Þess vegna er góðuir timi og gott næði til þess að skrifast á við krakka í öðr um löndum. Veigma eigin reynslu getur Velvakandi varla vegsamað það nógu mikið, hversu skemmtilegt og gagnlegt það er að eignast bréflega vini í öðr um löndum á æskuárum. Um að giera að vera ekki of feim inn og hræddur í upphafi! — Hvað gera nokkrar villur til? Það er ekki búizt við öðru en að skandínavískan okkar, ensk an, þýzkan eða franskan o.s.frv. sé morandi í villum. Aðalatrið ið er að komast í samband við jafnaldra annars staðar. Það er alveg ótrúlega þroskandi og, ef út í það er farið, þá er það lær dómsríkt fyrir tungumálanám- ið. Fyrir eyjarskeggj a er það hireint og beint sáluhjálpaxatr- iði að hafa andlegt samneyti við meginlandsbúa. — Hér koma svo þrjú bréf frá ungu fólki í útlöndum, sem langar til að kynnaist fslemdingum. Fjórtán ára telpa i Noregi, sem hefur áhuga á íþróttum og bréfaskriftum, vill kynnast ís lenzkum telpum og drengjum á svipuðu aldursskeiði og hún sjálf er á. Hún skrifar á ensku, en að sjálfsögðu er einnig hægt að skrifa henni á norsku eða „isk.andínavísku". Nafn og heimilisfang: Siri Rþberg Olscn, Lillevannsveien 11, Oslo 3, — Norge. Átta ára gamall bamdarískur drengur óskar eftir því að eign aist íslenzkan pennavin. Senni- lega eru ekki mörg íslenzk börn á sama " aldri sendibréfsfær á ensku, en þau gætu e.t.v. skrif að með hjálp fullorðinna. Nafn hans og heimilisfang er: Jimmy Kern, R. D. 1, Ringoes, New Jersey, U.S.A. Miss Sarah J. Bradley, 7 St. Georges Ciose, Tyffley, Gloucester, GL4 ODF, England, er fjórtán ára og langar til þess að eigmast bréfavin á íslandi, sem er á svipuðu reki og hún. Hún vill fremur skrifast á við telpu en dreng; helzt telpu, sem býr í sveit nálægt íjöllum og hverum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.