Morgunblaðið - 11.05.1972, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MAl 1972
manna í frjálsum, heiðarleg-
um kosningum. Þar situr við
stjórnvölinn hópur herfor-
ingja, sem hafa látið magn-
aða spillingu vaxa upp í
skjóli valda sinna og þess
stuðnings, sem þeir hafa hlot
ið frá Bandaríkjamönnum. Af
þessari staðreynd skyldu
menn þó ekki draga þá álykt-
un að þorri almennings í
Suður-Víetnam líti svo á,
að hersveitir Norður-Víet-
nam og skæruliðar séu
einhvers konar „þjóðfrelsis“-
her, því að tæpast mundu
ER NÝ „KÚBUDEILA“
í AÐSIGI í VÍETNAM ?
Ú.tgefandí hjf. Árvákur, R'éykjavfk
Fra'mkva&mdastjóri Haraldw Sveín&son.
.Rilstjórar Matthías Johannessen,
Eýjólifur Konráð Jónsson.
Aðstoðarrítstjóri Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfullirúi horbljöm Guðmundsson.
Fréttastjóri Björn JóhannS'Son.
Auglýsingastjöri Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstraeti 6, sfmi 1Ö-100.
Aug'.ýsingar Aðafstraeti 5, sfmi 22*4-80
Áskriftargjal'd 225,00 kr á má'nuði ínnanlands
í íausasöílu 15,00 íkr eintakið
þeirra hefur engin úrslita-
áhrif haft. á gang styrjaldar-
innar.
Stefna Nixons, að láta Suð-
ur-Víetnama eina annast
varnir landsins og vonir hans
um það, að þeir geti haldið
þeim vörnum uppi að ein-
hverja marki, virðist hafa beð
ið afhroð. Norður-Víetnam-
ar ætla að láta kné fylgja
kviði. Bandaríkjaforseti er
þeirrar skoðunar, að það
megi ekki gerast vegna stöðu
Bandaríkjanna í heiminum
og möguleika hans sjálfs til
að ná endurkjöri. Það er því
ljóst, að hann vill allt til
vinna að losna út úr þess-
ari styrjöld á þann veg að
hann bjargi andlitinu. Til
þess m.a. hefur hann gripið
til hafnbannsins á Norður-
Víetnam, sem er aðgerð, er
jafnast á við þær aðgerðir,
sem Bandaríkjamenn gripu
til í Kúbudeilunni frapgu.
Spurningin nú er sú, hvort
stjórnir Sovétríkjanna og
Kína vilja reyna að beita
áhrifum sínum til þess að
stjórnin í Hanoi gefi Banda-
ríkjunum þetta tækifæri. Ef
ekki, er meira hættuástand
framundan í Víetnam og
raunar heiminum öllum en
nokkru sinni fyrr á því langa
árabili, sem þetta sóðalega
stríð hefur geysað.
AUMLEG VÖRN
Pnn einu sinni er allt komið
^ í bál og brand í Víetnam.
Þær vonir, sem farið hafa
vaxandi síðustu misseri um
batnandi horfur, hafa brost-
ið síðustu vikur, er hatrömm
hernaðarátök hafa blossað
upp á ný. Þessi illvígu átök
gefa tilefni til að draga fram
og minna á nokkrar stað-
reyndir varðandi þetta
hörmulega stríð. í fyrsta lagi
er nú opinberlega viðurkennt
að ekki er um að ræða borg-
arastyrjöld í Suður-Víetnam.
Norður-Víetnamar hafa gert
innrás í landið og þeir hafa
sjálfir staðfest það. í öðru
lagi er þessi innrásaraðili
ekki veikburða smáþjóð, sem
er að koma frelsisunnandi
öflum til hjálpar. í Norður-
Víetnam hefur verið byggt
upp meiriháttar herveldi,
sem nýtur öflugs stuðnings
tveggja af þremur mestu
stórveldum heims, þ.e. Sovét-
ríkjanna og Kína. í þriðja
lagi er sýnt, að Norður-Víet-
namar hafa ekki áhuga á
friðsamlegri lausn þessara
deilumála. Þeir hyggjast
vinna hernaðarlegan sigur í
Suður-Víetnam og auðmýkja
Bandaríkjamenn. Þetta eru
þær staðreyndir stríðsins í
Víetnam, sem snúa að Norð-
ur-Víetnömum og skærulið-
um Víetkong og við blasa
þessa dagana.
Þegar svipast er um í her-
búðum hins styrjaldaraðilans
liggur þetta fyrir: í Saigon er
ekki við völd lýðræðislega
kjörin stjórn, sem hlotið hef-
ur meirihluta stuðning lands-
hundruð þúsunda Suður-Víet
nama flýja hina frelsandi
heri eins og gerzt hefur síð-
ustu vikur ef svo væri. Það
er fyrirsláttur, þegar Nixon,
Bandarikjaforseti, heldur því
fram, að loftárásir Band.a-
ríkjamanna á Norður-Víet-
nam, hafnbannið á Norður-
Víetnam og þátttaka Banda-
ríkjamanna í lofthernaði í
Suður-Víetnam, séu fyrst og
fremst til þess að vernda líf
þeirra 60 þúsund bandarískra
hermanna eða tæplega það,
sem enn eru eftir í Suður-
Víetnam. Ásamt fleiru miða
hernaðaraðgerðir Bandaríkja
manna að því að bjarga and-
liti þeirra í Víetnam. Reynsl-
an af fyrri loftárásum Banda
ríkjamanna á Norður-Víet-
nam sýnir, að lofthernaður
að var fátt um svör hjá
talsmönnum Þjóðviljans
á Alþingi í fyrradag, þegar
Geir Hallgrímsson vakti at-
hygli á þeirri forkastanlegu
blaðamennsku Þjóðviljans að
nota rangfærða frétt í brezku
blaði, sem hafði verið leið-
rétt hér í Morgunblaðinu sl.
föstudag, til þess að dylgja
um svik við íslenzkan mál-
stað í landhelgismálinu.
í gær gerði ritstjóri Þjóð-
viljans aumlega tilraun til
þess að halda uppi vömum
fyrir sjálfan sig og blað sitt.
Hann hélt því fram, að Þjóð-
viljanum hefði borið skylda
til að birta fréttina og krefj-
ast opinberrar leiðréttingar
og sá einn hafi verið tilgang-
ur blaðsins. Þessi vörn fær
ekki staðizt. í fyrsta lagi
vegna þess, að Geir Hall-
grímsson hafði þá þegar
nokkrum dögum áður birt op-
inberlega leiðréttingu á frétt
hins brezka blaðs. í öðru lagi
vegna þess, að Þjóðviljinn
bað ekki bara um leiðrétt-
ingu, hann notaði frétt, sem
blaðið vissi að var röng, til
ómerkilegra árása á íslenzkan
stjórnmálamann.
Vinnubrögð Þjóðviljans í
þessu máli eru glöggt dæmi
um það, hversu langt það
blað hefur sokkið ofan í svað
æsifréttamennsku eftir hreins
anir þær, sem gerðar voru á
ritstjórn blaðsins sl. sumar,
þegar flestir reyndustu blaða
menn þess voru hraktir úr
starfi, en pólitískir kommiss-
arar settir í þeirra stað.
( W/
---v
Jíeitr1|arkSimeií
í i
Hvers vegna vörp-
um við sprengjum?
Eftir Antony Lewis
Grein sú, sem hér fer á eftir,
og rituð er af fréttaritara New
York Times, hefur vakið mikla at-
hygli í Bandaríkjunum og til
hennar vitnað í þeim umræðum,
sem þar fara nú fram um styrjöld
ina í Víetnam. Er hún talin lýsa
viðhorfum þeirra, sem lengrst eru
til vinstri í handarískum stjórn-
málum.
Mín kynslóð er alin upp í trú á
Bandaríkin. Við vissum, að hvað sem
leið misrétti í þjóðfélaginu, þá var
það í grundvallaratriðum byggt á
réttlæti og mannúð. Og þegar allt
kom til alls, átti að vera hægt að
bæta misréttið með skynsemi og for-
tölum.
Hin hatramma and-bandaríska
gagnrýni róttækra manna og yngri
kynslóðarinnar hefur því ýtt ónota-
lega við okkur. Að kalla Bandaríkin
árásarriki, með svo alráða stjórn, að
aðeins bylting gæti breytt stefnu
þeirra, virtist byggjast á of miklu
ímyndunarafli. — Vera mátti, að hers
höfðingi ræddi um það að færa Viet-
nam aftur á steinaldarstig með
sprengjiuárásum, en þjóðfélagskerfi
okkar mundi aldrei leyfa slíkt.
Mjög hefur reynt á trúna á
Bandaríkin, síðustu árin, en aldrei
jafn hræðilega og eftir sprengjuár-
ásir Riehards Nixons á Hanoi og
Haiphong. Því að nú er ómögulegt að
komast hjá því að eygja þann sann-
Ieika, að Bandaríkin eru það rííki í
heimi, sem er hættulegast og veldur
mestri eyðileggingu. Og hinir póli-
tísku leiðtogar þeirra virðast hrein-
lega ónæmir fyrir fortölum byggðum
á skynsemi og reynslu.
Það eru sjö ár — heil sjö ár! síðan
Uyndon Johnson hóf að varpa
sprengjum á Norður-Vietnam. í bók-
staflegri merkingu hefur milljónum
tonna af sprengjum verið varpað á
Indókína síðan þá, en landsskagi
þessi er þó ekkert „öruggari" en
fyrr — öruggari fyrir það banda-
ríska þjóðfélagskerfi, sem við viljum
koma þar á. Aðeins heimskingi eða
brjálæðingur gæti trúað því nú, að
auknar sprengjuárásir færðu Indó-
kína frið.
HVERS VEGNA VÖRPUM
VIÐ SPRENGJUM?
Hvers vegna vörpum við sprengj-
urn? Til að halda Nguyen Van Thieu
við völd í Saigon. Til að tryggja, að
Nixon verði ekki fyrsti forseti
Bandarikjanna, sem tapar styrjöld.
Til að kenna Rússum hvað það kost-
ar að byrgja óvini okkar upp með
vopnum.
Þetta eru sumar af þeim ástæðum,
sem borið hefur verið við, en þær
eru hlægilegar, því að engin þeirra
nálgast það að réttlæta hinn ósam-
jafnanlega kostnað af sprengjuárás-
um, frá mannlegu eða pólitísku sjón
armiði. Rangur samjöfnuður. í
því eru hin hræðilegu mistök stefnu
Bandaríkjanna í Vietnam fólgin. —
Auðvitað taka kommúnistar einnig
þátt í styrjöldinni, gera árásir í Suð-
ur-Vietnam og drepa mannlegar ver-
ur. En þeir gera það í landi, sem
þeir telja sitt eigið land, af ljósum
orsökum, og með afskaplegum fóm-
um fyrir þá sjálfa.
Bandarikin varpa sprengjum úr
50.000 feta hæð yfir land, sem er í
þúsund mílna fjarlægð frá ströndum
þeirra eigin lands. Og Bandaríkja-
menn geta ekki bent á þann málstað,
sem barizt er fyrir.
Hversu miklu meira siðferðilep't
jafnræði mundi ekki ríkja, ef skrif-
stofuherramir og hershöfðingjarnir,
sem gefa skipanirnar um sprengjuár
ásirnar, væru einhvern tíma sjálfir í
lífshættu.
Það er gamla spurningin um til-
ganginn og meðalið. Enigin spurning
er mikilvægari fyrir forystuhlutverk
Bandaríkjanna í heiminum. Banda-
menn okkar hafa viðurkennt forystu
hlutverk okkar, vegna þess, að þeir
trúa því, að við mundum beita valdi
okkar af varfærni og vizku.
Englendingar og Frakkar munu
ekki svo auðveldlega glata vináttu
sinni í garð okkar, og örugglega ekki
ótta sínum við harðstjórn kommún-
ista. En þeir komast ekki hjá því að
veita því athygli, að það eru ekki
Rússar éða Kínverjar, heldur Banda-
ríkjamenn, sem eru að gera sprengju
árásir á fjarlægt land, af metnaðar-
sökum og særðu stolti.
Já, særðu stolti. Við nánari ihugun
uppgötvar maður, að það er hin raun
verulega ástæða fyrir hinum auknu
loftárásum. Richard Nixon veit ekki,
hvernig hann á að bregðast við fram
sókn kommúnista á annan hátt, svo
að hann hefur kosið að refsa þeim
með fjöldaslátrun.
Þar í er endanlega fólgið hið
ranga mat á sambandinu milli að-
gerða okkar og mar'kmiðs. — Það eru
meira en mistök. Það nálgast glæp-
samlegt athæfi.
SKAHVÆNEEGUST AHRIF 1
BANDARÍK.HTNUM SJÁEFUM
Áhrifin á Indókína munu verða
þau að tefja enn frekar leiðréttingar
í átt til þess stjórnmálalega veru-
leika, sem fyrr eða síðar hlýtur að
koma fram— sættir meðal þjóðarinn
ar, sem byggir skagann. Sprengjuár-
ásir geta aðeins eyðilagt og gert
menn bitra.
Staða Bandaríkjanna í heíminum
hlýtur einnig að bíða tjón við þær.
Ástæðan til þess var sett fram um
daginn — áður en loftárásirnar voru
a«knar — af Þjöðverja, sem er vel
kunnur bandarískum hernaðarsér-
fræðingum, sem snjall hugsuður um
málefni Atlantshafsbandalagsins, en
það var Theo Sommer, aðstoðiarrit-
stjóri „Die ZEIT.“
Sommer skrifaði eftirfarandi í
Uundúnablaðið „The Financial Tim-
es“: „Það miundi vera dapnrlegt að
sjá Suður-Vietnam falla, en banvænt,
ef Bandaríkin færu aftur að taka
þátt í styrjöldinni þar af fullum
krafti.“
Slíkt segir hann, að mundi gera
það líklegra, að Bandaríkin hættu
að standa undir hernaðarlegum
skuldbindingum annars staðar eink-
um í Evrópu.
En skaðvænlegustu áhrif aukinna
sprengjuárása hljóta að koma fram
innan Bandaríkjanna sjálfra. Því
ekkert þjóðfélag getur búið við frið
í innanríkismálum, ef það tekur að
líta á sjálft sig sem drápsmann út í
frá.
Hverju skal svo svara þeim, sem
gagnrýna bandarískt þjóðfélag frá
rótum? Nú, að sjö árum liðnum, er
ómögulegt að halda áfram að stað-
hæfa, að allt muni þróast í rétta átt,
að friðsamleg breyting innan hins
pólitiska kerfis muni að lokum hafa
sín áhrif. Ég trúi því ekki, að of-
beldi auki hamingju mannkynsins.
Eina vonin er sú, að einhvern veg
inn — í einhverju nýju mótmæla-
formi — muni hin göfgari öfl í banda
rísku þjóðlífi láta til sin taka. — Ef
svo verður ekki, er framtíðin dökk.