Morgunblaðið - 11.05.1972, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 11.05.1972, Qupperneq 17
MORGU'NBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1972 17 Eftir sr. Asgeir Ingibergsson KANADAPISTILL ' »• / Ávallt verður lundin létt, þegar ég ek um slétturnar í Vestur-Kanada. Ég get ekki skilið þá blindu, sem sumir eru haldnir, sem sjá ekki feg- urðina i víðáttu sjóndeildar- hringsins, sem við njótum, sem búum hér í sléttufylkj- unum. í dag er mánudagur, 10. apríl, og ég er á leið til Saskatoon á árlegt vornám skeið lútherska prestaskólans þar í borg. Við ökum sem leið liggur um Provost, Unity og Big'gar. Landið er snjólaust en ekki grænt strá að sjá en skýjafarið er stórkostlega fal legt og gefur öldóttu lands- laginu duiúðgan, dramatiskan svip. Öll þessi víðátta hafði ver- ið byggð af mannfólki um þús undir ára, sem tjölduðu aldrei nema til einnar nætur og skildu ekki önnur merki eftir >um veriu sína en tinnusteina í örvarodda og egighvasst grjöt tiil hreinsunar skinnum. Síðan byggðist sléttan upp, með býlum, þorpum og borg- um i minni núlifandi manna, af fólki, sem lagði hönd á plóginn og umbylti landinu í gjöfulustu kornakra veraldar innar. Frumherjum sléttunn- ar þótti landið gott og ávöxt uðu sitt pund og hefðu átt erfitt með að skilja þá þró un, sem nú á sér stað, að unga fólkið flýr þetta land um leið og það er laust úr skólunum og leitar sér menntunar og at vinnu í borgunum. „Allt er í heiiníimum hverfult." Ég ranka við mér úr dag- draumum. Saskatoon er skammt undan. Akbrautin gliðnar í tvöfa’.dar akreinar sína í hvora átt. Aðlkoman er sú sama og i hvaða borg, s>ern er i Vestur-Kanada, neónljóisa dýrði'n nýtwr sín vel með dimmbláan kvöldhimininn að bakgrunni. Við, förunautur minn og ég, höldum í gegn- um borgina og yfir eina af hinum mörgu brúm, sem setja svip á þennan stað, til há- skólahverfisins, þar sem prestaskólinn er. Þ>aðan hringdi ég til vinar mí,ns, Mar’.im Magnússonar sem býr skammt austan við háskólahverfið, og bauð hann mér að vera hjá sér þessar nætur, sem ég yrði í Saska- toon og var það vel þegið. Marlin kynntist ég, þegar hann var i heimsókn'hjá syst ur sinni, konu Henrys David sonar í Ashern, Manitoba. Hann er óþreytandi að skrifa og er sífellt að reyna að brjóta rök tilverunnar til mergjar. Hann talar og skrif- ar prýðilega íslenzku, þótt fæddur sé og uppalinn í þessu landi og þótt málið sé ekki daglega á vörum hans, þar sem kona hans talar ekki islenzku. Nú vinnur Marlin við Pho- enix-Herald dagblaðið i Saskatoon og er á næturvakt, svo að við spjlölliuðum hetet saman á morgnana, þegar hann koim heim frá vinnu. Hamn á í fónuim sínuim noikkr- ar fágætar 19. aldar bæikiur, t.d. guðsorðabækur prentaðar i Viðey oig smábæklinga. Strax fyrsta kvöldið í Saskatoon hringdi ég í Jón Örn Jónsson, sem ég kynntist fyrir tveimur árum á tjald- stæðinu á Washingtoneyju i Wisconsin. Kom hann og sótti mig, ásamt konu sinni og syni Guðrúnu o>g Hauki. Kennir hann haigfræði hér í háskólan um. Sr. Ásgeir Ingibergsson Þriðjudagsmorguninn hófst námskeiðið, sem helgað var tveimur aðalefnum. Tvo fyrstu dagana ræddum við um þjóðfélagslegar afleiðing- ar tæknibyltingarinnar o>g tvó seinni dagana ræddum við um vistfræðilegar afleið- ingar tæknibyltinigarinnar. Fyrirlesari fyrri hlutans var dr. Lyle Larson, sem er próf- essor í þjóðfélagsfræði við há skólann í Edmonton. Þjóðfélagsbreytingin, sem er að verða urn þessar m>und- ir í Norður-Ameriku, á að nokkriu ræt'ur sín-ar að rekja Framha'd á bls. 21 Guömundur Magnússon Prófessor ÍSLENZK VERZLUN á heildsölustigi V erzlun Keðjan frá framleiðanda til hins endanlega neytanda er ekki ósvipuð orkuframleiðslu og dreifingu raf magns. Ekki er nóg að framleiða orkuna, heldur þarf einnig að leggja línur til byggða og síðan að dreifa orkunni innan bæja og milli býla. Einhver verður að annast þessa starfsþætti. Hver hlek-kur í keðjiunni er mikilvægur og eðlilegt, að sá hag- kvæmnismælikvarði sé lagður á, að hin mismunandi störf séu unnin af þeim aðllja, sem getur framkvæmt þau með sem ódýrustum hætti, að öðru jöfnu. 1 þvi skyni að fá sem gleggst yf- irlit yfir islenzka heildverzlun, leit- aði éig til Júlíusar S. Ólafssonar, fikv.stj. Félags íslenzkra stórkaup- manna: G.M.: Hvað gerir islenzkur heild- sali? J.S.Ó.: Svipað og starfsbræð- ur hans erlendis annast hann inn- kaup, birgðahald, flutninga vörunn- ar og sölu til kaupmanna eða fram- leiðenda. Einniig sér hann um Mna- starfsemi, en lítið er selt af vörum hér á landi, nema gegn gjaldfresti. Hér er mest um innfluttar vörur að ræða, sökum þess að íslenzk iðnað- arvöruframleiðsla er sérhæfð og ekki nándar nærri eins mikil og inn- fluttar vörur. G.M.: Hve margir heildsalar starfa í landinu? J.S.Ó.: Við teljum, að í Reykjavík séu 274 heildverzlanir, sem starfa að fullu. Hirns vegar eru um 500 fyrir- tæki á skrá, en hvort tveggja er, að þetta er aukavinna hjá mörgum og aðrir hirða ekki um að taka sig af skrá, þótt starfsemin leggist niður. G.M.: Eru margir stórkaupmenn úti á landi? J.S.Ó.: Nokkrir, einkum á Akur- eyri og t.d. einn á ísafirði. Ég veit um sex fyrirtæki, sem flest starfa í matvöru og veiðarfærum. Eins og við vitum miðást samgöngur allar mikið við Reykjavík. Hér er aðalhöfnin og umhleðsla vöru fer einkum fram hér. Héðan liggja vegirnir um allt, því er eðlilegt, að heildverzlun starfi i að- alsamgöngumiðstöðinni. G.M.: En hve margir eru starf- andi að heildverzlun? J.S.Ó.: Að því er næst verður kom izt, voru unnin um 1700 mannár ár- ið 1969. G.M.: Hvenær voru samtök ykkar stofnuð og hver er tilgangur þeirra? J.S.Ó.: Þann 21. mai, 1928. Höfuð- tilgangur félagsins er að efla sam- vinnu meðal stórkaupmanna, umboðs sala og innflytjenda og gæta hags- muna félagsmanna á allan hátt, svo og að stuðla að þvi, að verzlunin í landinu sé rekin á frjálsum og heil- brigðum grundvelli. G.M.: Hvaða breytingar hafa orð- ið á vörudreifingu og samkeppni i kjölfar frjálsari innflutnings og tollalækkana eftir 1960? J.S.Ó.: Áður var vöruskortur í landinu. Auðvelt var að selja, ef þú fékkst innflutningsleyfi, en erfitt að sérhæfa sig. Helzt þurfti að hafa net um allan sjó til að fá leyfi. Sam- keppnin leitaði í einkennilega far- vegi. Eftir að innflutningur var gef- inn frjálsari, hefur verið nóg af vör- úm, en fjármagnið takmarkað. Þvi hefur m.a. verið miðlað með þvi að heimila erlendar lántökur eða draga úr þeim, eftir því hvort bankarnir hafa viljað blása í segl viðskiptalífs- ins eða lækka þau. G.M.: Eru íslenzk framleiðslufyrir tæki sínir eigin heildsalar? J.S.Ó.: Það hefur verið íslenzk og jafnvel alþjóðleg grýla, að heild- verzlun sé óþarfa milliliður í vöru- dreifingunni og ætti að hverfa. Þessi grýla er orðin um 100 ára gömul og viss öfl vilja halda henni við lýði hér á landi a.m.k. Sannleikurinn er sá, að heildverzlun hefur mikils- verðu og miklu hagnýtu hlutverki að gegna enn í dag í öllum menningar- löndum heims og ekkert bendir þvi til þess að hún sé óþarfa milliliður. Margir islenzkir framleiðendur telja sér ekki hagstætt að nýta islenzka heildverzlun við dreifingu afurða sinna og eru því sjálfir heildsalar að hluta. Hins vegar ætti það grund- vallaratriði að ráða, hver geti gegnt dreifingarhlutverkinu með ódýr- ustum hætti. Heildsalar eru markaðs- og dreifingarsérfræðingar með skipulagt sölukerfi, íslenzkir fram- leiðendur ættu því að nýta heild- verzlunina í ríkara mæli. Aukin sam Júlíiis S. Ólafsson. vinna yrði örugglega báðum aðiljum til góðs. G.M.: Er samkeppnin nægilega ,,virk“? J.S.Ó.: Þessu er vandsvarað, ég tel að hún sé fyllilega virk á sviði gæða, þjónustu og auglýsinga, erfiðara er að meta „virkni“ verðsamkeppninn- ar. Verð er hér lægra á sumum vör- um en annars staðar, t.d. á veiðar- færum og fóðurvörum. Að mínu áliti standa verðlagsákvæðin í vegi fyr- ir nægilega virkri verðsamkeppni á mörgum vöruflokkum vegna þess að þau skapa þar ekki nœgilegt svig- rúm. Af einhverjum ástæðum virðist erfitt að skapa samstöðu um breytta skipan verðlagsmála, þótt allir hlut- aðeigandi séu óánægðir með núver- andi ástand. Stórkaupmenn eru ekki Framhaid á bls. 21

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.