Morgunblaðið - 01.06.1972, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.06.1972, Blaðsíða 10
10 MORGUN'BLAÐLÐ, FI'MMTUDAGUIR 1. JONl 1972 Fiskveiðar lífsnauðsynlegar fyrir Bremerhaven — segir vestur-þýzki þing- maðurinn Harry Tallert BREMERHAVEN er efnahags Iega mjösr einhliða uppbyggð. Þar skipta fiskveiðarnar mjö; miklu máli. íbúar Bremerhav en lifa í verulegmn mæli af úthafsfiskveiðum. Þess vegna hefur fólk þar miklar áhyggj- ur af því, að íslendingar hyggj ast færa út landhelgi sína í 50 mílur. Við skiljum mjög vef vanda íslendinga. Við vitum, hvað fiskurinn þýðir fyrir ís- land, en við sjáiun lausn vand ans ekki í einhliða útfærslu landhelginnar. Okkur virðist aðalhættan vera fólgin í of- veiffi, sem er vandamál, er nær tii alls heimsins. Það verffur að stíga raunhæf skref ti! þess aff koma i veg fyrir hana. Þetta voru m,a. orð v- þýzka þingmannsins, Harrys Tallerts i viðtali við Morgun- blaðið í síðustu viku e® þá kom hann til íslands fyrst og fremst í því skyni aff kynma sér landhelgismálið. Tallert er úr röðum jafnaðarmannia og er þingmaður fyrir kjördæmi í Bremerhaven., — Ég er ekki kominn hing að til þess að semja, héit Tail ert áfram, — heldur til þess að kynna mér skoðanir íslend inga og kynna viðhorf fólks í Bremerhaven fyrir mönnum hér. Markmiðið með heim- sókn minni hingað er fyrst og fremst að afla mér upplýsinga frá fyrstu hendi, en kanna um leið, hvort möguleikar séu fyr ir hendi til samkomiulags. Hér getur maður talað við fólkið sjálft og ég vil taka það fram að það hefur verið tekið mjög vel á móti mér. Ég tei heppilegt að kaliia saman alþjóðlega ráðistefnu, sem bygigir á þjóðarétti, varð andi ofveiði á fiski, það er að segja ráðstefnu, sem væri þjóðréttarlega bindandí. Þar yrði m.a. kveðið svo á um, að innan 50 milnanna, það gæt>i* verið mieira en 50 mílur, væri Harry Tallert heimilt að veiða aðeins visst magn af fiski. Við erurn reiðubúnir til þess að ræða við ísiendinga um alla hliuti, sem verða mættu tiil þess að koma í veg fyrir of veiði. En við viljum ekkl verða reknir frá því svæði, sem um langan tíma hefur verið veiðisvæði okkar. TaLIert var spurður að því, hvort hann teldi Líkur á þvi, að fóik í Bremerhaven og öðr um vestur-þýzkum fiskveiði- borgum myndi grípa tii gagn ráðstafana af svipuðu tagi og hótað hefiur verið í brezkum fiskveiðiborgum, þegar Land- heLgin verður færð út og svar aði hann þá: — Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef, verður ekki gripið til neinna gagnráðstafana. Við þurfum á þessum fiski að halda frá íslandi. En við vonumst stöð- ugt eiftir því, að samkomulag náist, sem verði íslendingam í hag, en verði ekki til þtss að spiLla hlut okkar. Það verður að samræma rétt strandríkjanna réttinum um freisi hafanna. Það væri vel unnt að veita strandrikj unum sérréttindi varðandi fiskveiðar. En óg held ekki, að það finnist nein Lausn með því að færa út landheigina og ég held ekki, að það náist neitt samkomiulag um slíkt í heiminum. Það myndi koma upp réttaróvissa, sem haft gæti í för með sér margs kon ar fllækjur. Ég er því hlynnt- ari, að fundin verði raunhæf lausn með tiistiUi samninga- vlðræðna, en ég vil taka það skýrt fram, að það yrði að vera lausnn, sem tæki tillLit til réttar strandríkjanna. f S a mba ndslý ðveldinu Þýzkalandi ríkir ekkert at- vinnuleysi, heldur fremur skortur á vinnuafii. Þar eru nú starfandi um tvær miilj. út lendinga. Þegar litið er á Sam bandsiýðveldið frá sjónarhóli íslendinga, gerir fólfc hér sér þess vegna áreiðanlega ekki nægilega grein fyrir því, hvað fiskveiðarnar þýða fyrir borg ir, einis og Bremerhaven og Cuxhaven. Við getum nefni- lega ekki sagt: Nú vörpum við fiskveiðunum fyrir róða og innleiðum efnaiðnað eða eitt hvað annað í staðinn. Slíkt er ókleift. Það sem við berum fyiir brjósti, er í raun og veru atvinna fólksins og ef ekki finnst á þessu máli skyn samleg lauisn, yrðu þúsundir manna atvinnulausar. Fól'k í Bremerhaven hefur því miklar áhyggjur út af þesisu. í blöðum hef'ur verið skrifað mikið um þetta mái. Þetta er spurning um, hvort borg eins og Bremerhaven íái lifað áfram. Það er svo margt fölk þar, sem á afkomu sína undir fiskveiðunum. Fyrir utan fiiskveiðar, skipa smíðar og kaupskip eru eng ar umtalisverðar atvinnugrein ar í Bremerhaven. Það hefur verið leitazt við að breyta þessu einhliða atvinnuiifi, en það hefur ekki tekizt. TÓNLIST i, EGILL R.FRIÐLEIFSSON Lokatónleikar S.l. - 25. maí Stjórnandi: Bohdan Wodiczko Einleikari: Shura Cherkassky. EFNISSKRA: V. Urbancic: Forleikur að gamanóperu P. Tsjaikovsky: Píanókonsert nr. 1 i b-moll, op. 23 C. Debussy: Iberia, hljóm- sveitarsvíta Z. Kodal.v: Hary Janos svíta. Forleikur Urbancic er ágætt dæmi um handbragð þessa merka brautryðjanda og farsæla kennara i islenzku tónlistarlifi. Enda þótt ekki sé hægt að segja, að tónsimiðið risti djúpt, er hér kunnáttusarnlega beitrt aðferðum hins hefðbundna forms. Forteik- urinn er tiieinkaður Sinfóniu- hljómsveit Islands og sýnir það bezt hug höfundar til hennar. Wodiczko laigði hér áherzlu á að ná fram þeim léttleika og blæ áhyggjuteysis sem verkið býr yfir og tókst bærilega. Ákveðin sláttur pákunnar og hressilegt stef málmblásaranna, sem streng imir siðan tóku undir í upphafi verksins, var góð byrjun þetta kvöld. Það sem mest kom á óvart í tónteikunum, var meðferð Shura Cherkasskys á einleikshlutverk- inu í píanókonserti Tsjaikovskys (og hefði maður þó allra sízt búizt við að verða hissa á að heyra Tsjaikovsky-konsertinn!). Cherfcassky er mjög sérstæður píanisti. Fingrafimi hans og tækni allri er viðlbrugðið. Skiin- ingur hans og túlkun á þessu margspiilaða venki er svo ólik því sem almennt gerist, að undr- un sætir. Hann vélar ekki fyrir sér að umtuma styrkleika- og hraðamerkjum, sem höfundur segir til um, heldur æðir áfram eða snarhægir á, spilar svo veikt að varla heyrist eða af ofurmann tegum ofsa, eingöngu eftir eigin geðþótta. Stundum Virðist hann alls ekki mega vera að því að hinkra við eftir hljómsveitiniii, ef honum sjálfum sýnist svo. Wodiczko var ssmnartega ekki öfundsverður að eltast við hann konsertinn í gegn, enda hlutur hljómsveitarinnar ekki umtals- verður. Virðing Cherkasskys fyr- ir höfundi verksins, og tiilitssemi við stjórnanda hljómsveitarinn- ar var í algeru lágmarki. HcUin er einkeimilegur virtuos, sem t.d. spilaði kadenzuna í fyrsta þætti eins og sönnum snillingi sæmir, þó í annan tíma væri bágt að gera sér grein fyrir uppátækj- um hans. Það er sameiginilegt einkenni aillra verka Debussys, að þau eru vandmeðfarin, og þar er Iberia engin undantekning. Hin fin- gerðu blaabrigði og litríka en við- kvæma áferð, ásamt seiðandi hljóðfaili gerir kröfur, sem hljómsveitin var ekki að öllu leyti fær um að uppfylla i þetta stan, Hlaut það að valda nokkr- um vonbrigðum hjá þeim, sem muna eftir óvenju vel heppnuð- um flutningi á tónverkinu La Mer, eftir sama höfund fyrr í vetur. Það sem að mínu viti tókst bezt þetta kvöld var ágæt spila- menmska og sannfærandi stjóm á Hary Janossvitu Kodalys. Svitan er svo etaföld og áheyri- teg, að auðskilið er hverju bami, en um leið færð í svo listrænan búning að úr verður fágætt eyrnagaman. Þannig lauk þessu starfsári Sinfóniuhljómsveitar fsiands með skemmitilegum enda- spretti. Þegar litið er yfir tónteikaárið í heild, kemur ýmiislegt i ljós, sem vert væri að velta vöngum yfir. Það er staðreynd að oft hafa tónleikarnir verið mjög vel sóttir, og betur en oft áður, og ber þvi vissulega að fagna. En hver er ástæðan? Vaxandi áhugi aimennings á tónlist? Fleiri stórstjörnur, sem dregið hafa áheyrendur á tón- teika? Betri spilamennska? Á- hugaverðari eða vinsælli verk- efni? Væri í því sambandi verð- ugt verkefni fyrir einhvern snjallan reiknimeistara að ftana út meðalaldur þeirra tónverka, sem flutt hafa verið, og gæti ég trúað að útkoman yrði sorglega há (sennilega nálægt tvöföldum eililaunaaldri), því satt að segja hefur hlutur samttaiatónlistar verið sorglega lítill. Eins væri hæglega hægt að reikna út hið allt oí lága hlutfal þeirra tan lendu einleikara og stjómenda miðað við þá erlendu, sem fram hafa komið. Slikar tölur væru áreiðantega ekki uppörvandi fyr- ir þá mörgu hæfu en verkefna- litlu listamenn, sem við eigum. Og sjálfsagt er bezt að loka aug- unum fyrir slíku, enda viðtekin skoðun að prósentureikningur sé leiðintegur. Hvað um það. Tón- teiíkaártau er lokið og við tekur annaisöm listahátíð. Við óskum Sinfóní uhlj ómsveittan i farsældar í störfum. Suðurlandskjördæmi: Langtímaáætlun opin berra framkvæmda Löggjöf um umboðsmann Alþingi gerði ályktun um að *ikis®tjómin léti undirbúa áætl- iin til langs tínui um opinberar framkvæmdir fyrir Suðurlands- kjördæmi, er unnin skuli í ná- Imni samvtanu við Samtök sveit- arfélaga í Suðurlandskjördæmi. Fyrsti flutnlngsmaður er Ingólf- ur Jónsson, en moðflutntags menin hans aðrir þtagmeinn Suð- urlandskjördæm is. I gretaargerð segir m.a.: Á undanförnum árum hafa átí sér stað miklar fraimfarir í kjör- diæminu, bæði á sviði opinberra framikvæmda: vegamál, hafua- itnái, skólamál, orkumiál, og jíiéfna má sérstaklega hið miJkia kmnmvtaki, sem er vaitns- veita fyrir Vestmaminaeyjakaup- stað. Jafnfraimt hefur átt sér stað geysiteg uppbygging at vinnulífs á svœðtau, svo sem í landibúnaði, fiskvinmslu o.fl. Ár angurimm sést m.a. á þwí, að svæðið hefur ekki þurft að sjá á eftir fóiki til þéttlbýlis- staðamna við Faxaflóa, þvi að í stað 'þeirra, sem flutzt hafa burt, koma nærri því jafnmargir anin- ars staðar að. Þessi þróum er mjög fráJbrugðim því, sem átt hef ur sér stað í öðrum landshiut um. Engu að siður eru nú fjöl- mörg verkefmi óleyst. Það eru einkum verkefini, er snerta hta- ar fiélaigsiegu hliðar, sem nauð- sym'iegt er að beita sér að. Má Iugóifur Jónssom þar nefna jöfnum aðstöðunmar milli þéttbýlisstaðanna og sveit- anma svo sem varðandi skóla- mál, heilbrigðisþjónustu, orku- dreifingu, samgöngumál, þjmJt. vegamál, fjarskiptaiþjónusta og ihsufnamál. Alþtagi samþykkti ályktun þess efnis, að ríkisstjórnta léti undirbúa löggjöf uni stofnun embættis unilioðsnianns Aljiingis. Skal höfð hliðsjón af aambæri- legri löggjöf annarra þjóðþinga á Norðurlönduin og frumvarp þess efnis lagt l'yrir næsta rqglu legt Alþingi. Flutningsmaður er Pétur Signrðsson. 1 greinargerð segir, að þinigs- ályktiunartillagan hafi m.a. ver- ið flutt af eftirfarandi ástœðum: 1. Löggjöf igranmþjóða okkar um umboðsmann þjóðþimganna hefur verið í gildi um lanigt ára- bii. Á þessu tíimabili hafa auik dýrmætrar og jákvæðr- ar reynslu ýimsir vamkamitar toom ið í Ijós, er feitt hafa til þýð- taigarmikiUa breytinga nú á allra síðustu árum (Noregi 1. jan. 1969). 2. Ýmsir þeir atburðir hafa gerzt fyrr og síðar, sérstaklega í samskiptum einstakltaga við embættismerm og starfsmenn bæjar- og ríkisstofnana, sem kalla á slíika löggjöf. 3. Þeir alþimgismenn, er fyrst- ir hreyfðu máli þessu á Alþimgi í tillöguformi, eiga annaðlhvort ekki setu á þingi nú eða sýná málinu ekki þann áhuga að taka það upp aðrnýju. 4. Fim. þessarar tiílögu teiur, að tímabært sé að leggja fyrir næsta Alþiugi frv. til laga um embætti þetta og treysta með því frekari rétt eiinstaitóita'gstas í þjióðfiólagi otókar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.