Morgunblaðið - 02.06.1972, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.06.1972, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. JÚNl 1972 Undirbúningi norrænu sýningarimiar aö ljúka: „ísland kom mér mjög á óvart4‘ — sagði einn norrænu listamannanna Hér er verið að koma fyrir skúlptúr eftir Svíann Bengtson, en hann er með 14 verk á sýningunni. (Ljósm. MbL: Kr. Ben.) Nú ER verið að leggja síðustu hönd á smíðar á tveim sýning arsölum í húsinu Kjarvalsstöð um á Miklatúni. Þar verðiur á sunnudaig opnuð myndlistar- sýning á vegum Norræna list bandalagsins í tilefni af Lista hátíðinni. í gær, þegar við Morgunblaðsmenn litum þang að inn var allt á rúi og stúi, listamenn voru í óðaönn að taka verk sín upp úr fl/utnings pakknimgum og hengja þau upp, á meðan smiðimir höm- uðust við að ganga endanlega frá tréverkinu í sölunum. Frammi i anddyri hússins kenndi ýmissa grasa. Þar voru handverksmennirnir að sýsla við véisagir og önnur slik verkfæri innan um alls kyns skúilptúra, sem biðu þess að komast á sinn rétta stað. Kaðl ar hén.gu niður úr ioftinu og í þá voru hengdir ýmsir sér kennilegir hlutir, svo sem tóm ir sementspokar og trjábútar. Datt okkur helzt í hug, að með þessu væru iðnaðarmennimir að draga dár að þeim hlutum, sem verið var að hemgja upp til sýningar. Hlutverk kaði- anna á hins vegar að verða það að í þá verða hengd sýn imgarverk frá Fél. ísl. arki- tekta. Arkitekt hússins, Hannes Davíðsson, tjáði okkur í gær, að nú siðustu dagana væri unnið af kappi fram á nætur, þvi tíminn væri naumiur til stefnu. Enn væri eftir að ganga frá ýmsu, svo sem sal- ermum og iofti, og sagðist Hannes ekki búast við að vinn unni lyki fyrr en á sunnudaigs morgun. Enn sagði hann að væri þó langt i endanlegan frá gamg hússins, — það yrði ekki fyrr en í endaðam september i fyrsta iagi. Formaður sýningarnefndar er Bragi Ásgeirsson listmál- ari. Bragi saigði, að geysileg vinna lægi að baki uppsetn- ingu sýnimgarinnar, en al'lt þetta væri nú að komast á lokastig. Aðspurður um íslenzku deildina sagði Bragi, að þar sýndu 9 myndhöggvarar, éinn glersmiður, og 14 málarar. — Ætlunin hefði verið að hafa 13 málara, en þar sem ýmsum hefði verið illa við þá tölu, þá hefði nefndin ákveðið að fjölga þeim upp í 14. Bragi sagði, að ftlestar mynd irnar væru tii sölu, og bærú is lenzka deildin af i verðlagn- ingu. Dýrasta málverkið væri eftir Jón Engilberts, 150 þús. krónur. Hins vegar væri t.d. dýrasta verkið í dönsku deild inni verðiagt á kr. 450 þús- und kr. ÖU Norðurlöndin hafa sér- staka sýningarbása, sem eru hólfaðir af með íæranlegjm þiljum. Misjafnt er hvernig skiiið er á miUi básanna, en samkvæmt gamaili hefð þá setti rígurinn milii Dana og Svía mark sitt á sýninguna. — Sýningarbásar þeirra voru algerlega aðskiidir. Yið tókum nokkra sænska listamenn tali, þá Lars Eng- lund og konu hans Karen, Velt er Bengtson og Karl Grand- quist. öll lýstu þau yfir á- nægýu með aðstöðuna íyrir sýninguna, og voru mjög ánægð með dvöhna hér. — Bengtsson, sem eins og hin er hér i fyrsta sinn, sagði: „fs- land kom mér mjög á óvart, ég bjóst eiginlega við allt öðru. Listamenn ykkar eru mjög góðir margir hverjir, og þjóðin virðist vera mjög list hneigð". — GBG Vilja læra meðferð blóma ÞAÐ er skemmtilegt að sjá danska hlómamanninn Jess Berrit raða saman blómum i skreytingu. Það er eins og hann sé ekkert um það að hugsa, en hvert blóm er ná- kvæmlega þar sem það fer bezt og gesti hvergi annars staðar verið. Hann var í gær að sýna unglinigum úr Árnes- sýslu af námskeiði í Garð- yrkjuskólanum í Hveragerði, sem komu með kennara sín- um, hvemig skreyta mætti með blómum i Blómavali við Sigtún, er fréttamenn Mbi. litu þar inn. En Jess Berrit hefur sýnt og veitt leiðbein- inigar á blómasýningunni, sem þar stendur yfir. Berrit rekur eigin blóma- verzlun í Vium, rétt við Kaup mannahöfn. Hann kvaðst ekk- ert hafa þekkt til blómarækt- ar á Islandi, þegar hann köm. En hér væru vissulega mjög góð bióm og sérlega falleg. En dýr væru þau, líklega þrisvar sinnum dýrari en í Danmörku. Þvi reyndi fóik að sjálfsögðu að halda eins lengi lifi í þeim og mögulegt væri. Hann hefði veitt því athygii að þeim væri ekki hent hér fyrr en i síðustu lög. 1 Danmörku aftur á móti væri algengt að fólk keypti sér blóm vikulega. Hann sagði að fslendingar hefðu mjög mikinn áhuga á að læra meðferð blóma og notuðu sér mikið að koma nrú á sýnimguna og fræðast um það. Til dæmis virtust þeir hlusita vei eftir því þegar hann legði áherzlu á að sjóða ætti stilkinn á afskomum Banski blómaskreytingamaðiirinn Jess Berrit sýnir tmglingtim aí námskeiði i Garðyrkju- skólamim í Hveragerði, hvernig á að búa til skreytingu. En þeir komu til þess með kennara sinum Adolfi Jónssyni. rósum i 20 sek. Stinga hon- um ca 10 sm ofan í vatnið. Hve langt færi þó að nokkru eftir þvi hve langur stiikur- tnn væri. Þetta á lika að gera við Crysantemur, en svo er gott að skera soðna stilkinn skáhallt á eftir. Soðnar Baccararósir sagði hann að mætti geyma svona i hálfan mánuð, ef vel væri farið með þær. Fyrir bióm væri mikil- vægt að hafa ferskt loft, og ekki oí mikinn hita eða láta þau í svalara loft á nóttunni, og ef látinn væri þar til gerð- ur áburður í vatndð, þá mætti bæta á en ekki vera ailtaf að skipta um vatn á þeim. Og þama á sýningunni voru raunar 8 daga gamlar Bacc- ararósir sem hann hafði hugs- að um og voru þær sem nýjar. Nú voru skreytingamar til- búnar. Ein sýndi vel hve mik- ill munur er á jafn dýrum vendi, sem bara er stungið í vasa og öðmm, sem gerð er úr skreyting. Og skreytingin úr Sonjurósum og þessu sér- staklega fallega blómi, Ástu Sóllilju, var stórkostleg, ætl- uð á borð, þar sem setið er alit í kring og var skreyting- in jeifn falieg, hvar sem á hana var litið. Séra Lárus Halldórsson kjörinn í Breiðholti SÖKNABPBESTUK í Breiðholts prestakalli hinu nýja vnr kjör- Séra Lárus HaJIdórsson. inn á isfiiniMidagiirMi vur. Emsækj- ernlur voru 2. séra Lárus Hall- dórsson og séxa Páll Pálsson. At kvæði voru talin í gær á skrif- stofu biskups. Á kjörskrá \ oru 2.383, en atikvæði grt-UUiu 1.509. Séra Lárus Halldórsson h.au t lögmiæta kosningu, 880 atkvæði, en séra Fáll Páis-son hlaut 611 atkvæði. Auðir seðiar voru 15 og ógildir 3. Samninga- fundur í dag SAMNENGAFUNDUR i deilu Fé lags matreiðslumanna ag Félaigs veitinga- og gistihúsaeigenda hef ur verlð boðaður í dag klukkan 14, en eins o,g kumnuigt er sam- þýkk.ti fyrrnefnda féflagíð i fyrra kvöld að fresta verikíalOsboðun sáinini til klukkan 21 á S'unnU’dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.