Morgunblaðið - 20.06.1972, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 1972
Hrun í jarðgöngunum
hindrar björgunarstarf eftir járn-
brautarslysið 1 Frakklandi
Soissonis, 19. júní. NTB—AP.
f GÆR kom sá ótti upp, að jarð-
göngin kynnu að hrynja saman
yfir björg-unarfólkið, sem kapp-
samlega vinnur að því að reyna
að bjarga þeim, sem enn kunna
að vera Iifandi í illa förnum leif-
um lestanna tveggja er rákust
á á föstudagskvöld við Soissons,
um 100 km norðaustur af París,
en þá rnisstu um 100 manns líf-
ið.
Talsnuaður fyrir björgu.nar-
starfinu hefur skýrt svo frá að
stöðva verði björgunarstarfið í
norðurhluta jarðganganna sök-
um ótta við, að veggir þeirra get.i
hruinið saman yfir björgunarfólk
ið. Mörg hundruð manns leita
enn í suðurhliuta ganganna, en
litlar likur eru nú taldar á því
að fleira fólk finnist á lífi.
Kona, sem n/áðist úr járnbraut-
arbrakinu í gær, lézt síðar á
sjúkrahúsi, en 22 ára gama'll
karlmaður, sem einnig fannst í
gær, virðist úr lífshættu.
Frakkar sprengja
þrátt fyrir mótmæli
WeMngton, Nýja Sjálandi,
19. júni. AP—NTB.
FRANSKIR visindamenn ætluðu
i nótt kl. 1 að íslenzkum tima að
hefja á ný tilraunir með kjarn-
orkuvopn á suðurhluta Kyrra-
hafs, þrátt fyrir mikil mótmæli
víða um heim.
í dag sendi William McMahon,
forsætisráðherra ÁstraMu, mót-
mælaorðsendingu til Pompidous
Frakklandsforseta, végna tilraun
anna og krafðist þess þar að
Frakkar haettu öltum tilraunum
með kjarnorkuvopn á þessum
elóðum.
Miklar mótmælaaðgerðir fóru
einnig fram á Nýja Sjálandi í
da.g vegna fyrirhuigaðara til-
rauna, en skv. áætlun munu til-
raunirnar standa fram í septem-
ber. Nokkur fyrirtæki í Ástra-
Wallace:
Vel heppnaður
uppskurður
SilVer Spring, Maryland
19. júní — AP.
GEORGE Wallace, ríkisstjóri
Alabama, var skorinn upp í gær
og kúlan, sem lá við mænngöng
hans fjarlægð. Uppskurðnrinn
heppnaðist vel að sögn lækna og
þeir teija að hann geti farið á
flokksþingið i Mianii 10. júií n.k.
er demókratar velja forsetaefni
sitt.
Kúla þessi lamaði Wallace fyr-
ir neðan mitti. Læknar telja lík-
urnar á því að rikisstjórinn
geti gengið á ný, minni en 50%.
Hins vegar segja þeir að Wallace
geti hugsanlega farið að hreyfa
sig á hækjum eftir 6—7 mánuði.
Danmörk:
íslendingi
vísað úr landi
Kaupmannahöfn, 19. júní.
Einkaskeyti til Mbl.
ÍSLENDINGURINN, sem hand-
tekinn var í Helsingjaeyri 18.
maí sl. fyrir að reyna að ræna
fyrrverandi eiginkonu sinni og
flytja hana á brott með valdi,
var í dag vísað úr lanili eftir
að hann hafði verið dæmdur í
4 mánaða fangelsi, sem þykir
mjög mildur dómur.
Dómarlnn dró 28 daga varð-
hald frá og gerði þá þrjá mán-
uði, sem eftir voru skilorðs-
bundna gegn þvi að manninum
yrði þegar vísað úr landi og að
hann kæmi aldrei framar til
Danimerkur.
— Rytgaard.
Hu og Nýja Sjálandi hafa hætt
viðskiptum við frönsk fyrirtæki
í mótmælaskyni.
Björgunarmenn að störfum í göngunum skammt frá París, þar sem um 100 nianns Iétu lífið, er 2
járnbrautarlestir rákust á.
Okkar sérgrein í áratugi.
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
MJÓLKURFÉLAG
REYKJAVÍKUR
Nýjar sendingar af girðingarefni
með hverju skipi.
Túngirðingarnet, 5 og 6 strengja,
vafhnýtt og slönguhnýtt.
Gaddavír „MOTTO“.
Járnstaurar. ^ Tréstaurar.
Girðingar- ^ Stagvír.
lykkjur.
Hænsnanet. ★ Minkanet.
Refanet.
Lóðagirðingarnet, galvaniseruð,
ýmsar hæðir og gerðir.
Verksmðij ugirðingarnet.
Plasthúðuð skrúðgarðanet,
margar gerðir og hæðir.
Skrúðgarðafræ og annað grasfræ
fáið þér einnig hjá okkur.
Símar: 11125 11130